Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 32
24 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Ég verð seint talinn vera eitthvert íslenskuséní og fell oftar en ekki í þá forarpytti sem ber að forðast. Allt í kringum mig er fólk sem bendir mér á villurnar – hamrar á því sama dag eftir dag þangað til ég ranka loks við mér og átta mig á um hvað það er að tala. Sjálfur á ég erfitt með að benda á villurnar, svona eftir á. Bý yfir þeim mikla hæfileika að gleyma þeim, ekki ólíkt því sem konur verða fyrir þegar þær gleyma hversu sársauka- full fæðing getur verið. Það sem fólkið í kringum mig skammar mig oft fyrir eru nýyrði eða tökuorð sem það hefur ekki heyrt áður og eru ekki viðurkennd í íslenskri tungu. Fólkið er eldra og kannast ekki við orðin, ólíkt jafn- öldrum mínum. Ég átti oft erfitt með að skilja þessa málverndarstefnu en glotti í kampinn þegar orðin sem ég not- aði urðu viðurkennd, jafnvel þótt það væri ekki nema örsmár hluti þeirra. Síðustu ár hef ég hins vegar átt- að mig á því um hvað fólkið var að tala. Ástæðan? Óþolandi frasar sem eru farnir að festa sig í sessi. Sá fyrsti er að vera með köku í ofn- inum, það er að bera barn undir belti. Annar að skella sér á skelj- arnar - biðja um hönd einhvers. Og sá þriðji að vera með eitthvað á kantinum, sem ég veit ekki alveg hvað þýðir. Einhver sagði framhjáhald, sem ég tel nú ekki vera. Það er eitthvað svo óendanlega hallærislegt við þessa frasa og þótt þeir hafi í upphafi verið notaðir sem eitthvert hallærisgrín eru þeir farnir að verða viðtekin venja hjá stórum hópi, mér til mikils ama. Vonandi er ég að verða meðvit- aðri um málverndarstefnuna og kosti hennar en kannski er ég bara að verða gamall. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON VELTIR ÞVÍ FYRIR SÉR HVORT HANN SÉ ORÐINN GAMALL. ■ Að skella sér á skeljarnar 5. lexía Ef skilaboðin eru: „Rústið baðherberginu í hvelli,“ Segið þá: Foreldrar! Eruð þið orðin þreytt á að vera misskilin? Barnalán kynnir Foreldratal sem annað tungumál Örugg samskipti milli foreldra og barna! Þvoið ykkur nú um hend- urnar og í framan. Ég veit ekki... Heldurðu að við getum lagst svona í dvala? Góð spurning... Leyfðu mér að sofa á þessu. Hm... margar konur kvarta yfir að fá enga athygli frá körlunum sínum... Ég er viss um að Liverpool verður MEISTARI næst! KYYSSSSS Það var nú ekki flóknara, stelpur! Þú hlýtur að eyða öllum peningunum þínum í þessa skafmiða, maður! Já, auðvitað! Ef maður er ekki boxari eða rappari er engin önnur leið út úr gettóinu! Ef ég ynni almennilega fúlgu myndi ég flytja til Taílands og eyða restinni af ævinni með leikjatölvu og fyrirsætu í fanginu! En fólk verður ekki hamingjusamt af því að vinna peninga! Aðrir verða svo falskir í kringum mann! Ég veit um strák sem vann í happdrætti og næsta dag hringdu fimm gamlar kærustur í hann!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.