Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2004 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN ■ TÓNLIST Magnet er magnaður Norsari að nafni Evan Johansen sem við höf- um aldrei heyrt um hér á skerinu, þar til núna. Hann hefur þó unnið til fjölda verðlauna í Noregi. Magnet sver sig alveg í skand- inavísku hefðina hvað varðar vandvirkni á fyrstu sólóplötu sinni og er undir greinilegum áhrifum frá Björk og Sigur Rós. Sérstaklega má greina áhrif Bjarkar í einu besta lagi plötunn- ar, Last Day of Summer. Magnet er með mjúka vinalega rödd, og tónlistin mikið unnin og minnir á Radiohead á köflum. Þessi frumraun kappans, On Your Side, er stórvirki og Magnet teygir fingurgóma sína eins langt út og þeir mögulega komast. Þetta er að mestu lífrænt, spilað með lifandi hljóðfærum en svo er tón- listin skreytt með fallegum strengjaútsetningum, stúdíó- kúnstum og einföldum rafhljóð- um. Þetta hefur tekið sinn tíma í vinnslu, svo mikið er víst. Lagasmíðarnar hjá Magnet eru þó frekar hefðbundnar. Líklegast eru þessi lög flest samin á kassagítarinn í stofunni heima en hljóðfæraleikurum síðan gefinn laus taumurinn við upptökur. En sama hversu flottar útsetningarn- ar eru væri þessi tónlist náttúr- lega hundleiðinleg ef lagasmíð- arnar væru ekki svona fínar. Lög- in eru tilfinningarík, ljúf, stutt er í depurðina og melódíurnar fallegar. Þetta er byggt utan um þessa unaðslegu tilfinningu sem heldur okkar gangandi á dimmum skammdegiskvöldum. Þegar við vitum að tilveran er falleg, þrátt fyrir að vera myrk. Þessa ættuð þið að finna í flest- um plötubúðum hér á landi. Ef ekki, biðjið þá afgreiðslumanninn í búðinni um að panta hana inn fyrir ykkur, vel þess virði. Birgir Örn Steinarsson Magnaður Norsari! MAGNET On Your Side HANKS Í CANNES Bandaríski leikarinn Tom Hanks er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes til að kynna nýjustu mynd sína, The Ladykillers. Joel Coen er leikstjóri myndarinnar, sem er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1955 með Alec Guinness og Peter Sellers í aðalhlutverk- Platan týnda Smile með hljóm- sveitinni fornfrægu Beach Boys verður gefin út þann 27. septem- ber. Brian Wilson, fyrrum for- sprakki sveitarinnar, hefur unnið að því að endurvinna plötuna ásamt textahöfundinum Van Dyke Parks sem aðstoðaði við upphaflegu upp- tökurnar á árunum 1966-67. Þeir félagar hlustuðu saman á upptökurnar í nóvember í fyrra og hafa síðan þá unnið hörðum höndum við að endurvinna þær. Wilson er upptökustjóri plötunn- ar. Tíu manna hljómsveit kemur þar við sögu en hún hefur spilað með honum á tónleikaferðum und- anfarin fimm ár. ■ AP /M YN D Brosið kemur í september BRIAN WILSON Beach Boys tók upp plötuna Smile á sjöunda áratugnum en hún kom aldrei út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.