Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 34
26 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ÓLYMPÍUVÖLLUR Í NEW YORK Tillaga New York að Ólympíuleikvangi fái borgin að halda leikana árið 2012. ÓLYMPÍULEIKAR Í kvöld lýkur 33. bikar-keppni evrópska knattspyrnusambands- ins, UEFA-bikarkeppn- inni, með úrslitaleik Marseille og Valencia. Keppnin fór fyrst fram leiktíðina 1971-72 og sigr- aði Tottenham eftir tvo úrslita- leiki við Úlfana. UEFA-bikarkeppnin byggir á grunni Borgakeppninnar sem hófst árið 1955 og var boðs- keppni sem var ekki á vegum UEFA. Eftir að UEFA tók við umsjón keppninnar árið 1971 varð hún keppni fyrir efstu fé- lögin í deildakeppnum Evrópu, að meisturunum frátöldum sem kepptu í Evrópukeppni meist- araliða. Liverpool og ítölsku félögin Juventus og Internazionale eru sigursælustu félög UEFA-bikar- keppninnar en hvert lið hefur þrisvar sigrað í keppninni. ■ 3.000 manns til Manchester Leikurinn gegn Englendingum vekur áhuga. FÓTBOLTI Allt að 3.000 Íslendingar eru á leiðinni til Manchester í upphafi næsta mánaðar þegar ís- lenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í Englandi, sem eru þá að spila sinn síðasta undir- búningsleik fyrir komandi Evr- ópumót í knattspyrnu í Portúgal. Það eru um 2.000 manns í stuðn- ingsmannaklúbbi íslenska lands- liðsins, Áfram Ísland, en klúbbur- inn leggur mikið kapp á að auka stemninguna meðal stuðnings- manna á leikjunum og stendur einnig fyrir uppákomum fyrir leiki liðsins og að bæta umgjörð- ina í kringum leikina. Klúbburinn er líka með ýmsan varning til sölu fyrir alvöru stuðningsmenn sem vilja mæta til leiks í íslensku fánalitunum. Á heimasíðunni, aframisland.is, er hægt að kaupa boli, húfur, fána, trefla og annað sem telst tilheyrandi þegar menn ætla að láta til sín taka á pöllunum en eins er hægt að nálgast upplýs- ingar um þennan varning í sölu- númeri klúbbsins, 662-6371. For- ráðamenn Áfram Ísland hafa áhyggjur af því að ekki verði allir Íslendingarnir í réttum klæðum á vellinum. Klúbburinn hefur ekki burði til að flytja mikinn sölu- varning út til Englands og því er ljóst að það verður ekki til nóg fyrir alla í Manchester. Klúbbs- menn vonast til þess að þeir sem ætla að fara út sýni smá fyrir- hyggju og kaupi búnaðinn sinn hér heima áður en lagt er af stað út því annars verður ekki til nóg fyrir alla. ■ FÓTBOLTI „Ég á í viðræðum við félagið - meira get ég ekki sagt á þessu stigi,“ sagði Frank Arnesen við Jyllandsposten. Danska dagblaðið bar undir Arnesen frétt The Guardian þess efnis að hann verði næsti framkvæmdastjóri Tottenham. Frank Arnesen hefur verið hjá PSV Eindhoven undanfarin nítján ár, fyrst sem leikmaður en síðar þjálfari. Hann var að- stoðarþjálfari PSV þegar Sir Bobby Robson þjálfaði liðið. „Frank var frábær aðstoðar- maður sem hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Robson við The Guardian. „Hann hafði upplýs- ingar um mótherjana þegar mig vantaði þær og hann stóð sig vel á æfingum. Frank þjálfaði 10 til 12 ára krakka þegar ég fékk hann til að vinna með mér og okkur varð vel til vina.“ Arnesen lék 52 A-landsleiki með Dönum á árunum 1977 til 1987. Hann var einn lykilmanna Dana þegar þeir slógu í gegn í lokakeppni EM 1984 og HM 1986. Hann lék með Ajax Amster- dam á árunum 1976-81, Valencia 1981-83, Anderlecht 1983-85 og PSV Eindhoven 1986-88. Glenn Hoddle stýrði Totten- ham í upphafi vetrar en var rekinn og tók Davið Pleat þá við stjórninni með litlum árangri. ■ TIL Í SLAGINN VIÐ TJALLANN Þeir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem ætla að mæta tilbúnir í slaginn fyrir leik Englands og Íslands verða að nálgast varninginn hér heima áður en lagt er af stað út. ■ TALA DAGSINS 33 Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur: Arnesen næsti þjálfari?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.