Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 38
30 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ KVIKMYNDIR „Frábært! Ég var í fyrra og ætla aftur í sumar!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K TÍ K n r. 40 A Eldri borgarar Hin sívinsæla 8 daga hringferð um Norðausturland 21.-28. júní nk. Reykjavík - Hornafjörður - Breiðdalsvík - Egilsstaðir - Mjóifjörður - Kárahnjúkar - Norðfjörður - Raufarhöfn - Hljóðaklettar - Dettifoss - Akureyri - Kjölur - Reykjavík VERÐ AÐEINS KR. 71.000 Innifalið í verði: Gisting, kvöldverður, morgunverður og nesti. Skráningar þurfa að berast fyrir 20. maí í síma 892 3011 FERÐAKLÚBBUR ELDRI BORGARA HANNES HÁKONARSON. ALLIR ELDRI BORGARAR VELKOMNIR. Það virðist vera mannkyninueðlislægt að rjúka í stríð af og til og menn hafa í gegnum árþús- undin, og eru enn, verið tilbúnir til að salla niður náunga sína fyrir völd, land, heiður og hetjuljóma. Það er því sjálfsagt ekkert galið að senda þúsundir út í opinn dauð- ann og jafna stórborg við jörðu vegna ástar og afbrýðisemi. Ein- hverjir eru líklega á þeirri skoðun að slíkt sé síst verri málstaður en týnd gereyðingarvopn og þeir bræður Menelás, konungur Spörtu, og Agamemnon Mýkenu- konungur myndu líklega fylla þann flokk enda hikuðu þeir ekki við að senda gervallan her Grikkja til Spörtu þegar París Trójuprins rændi eiginkonu þess fyrrnefnda. Frásögnin af bardaganum sem fylgdi í kjölfarið hefur lifað góðu lífi í 3.000 ár í Ilíonskviðu Hómers en kviðan er ásamt Ódysseifs- kviðu einn helsti hornsteinn vest- rænna bókmennta. Kviðunni er síðan ætlað það hlutverk í ár að verða hornsteinn bíósumarsins en í dag frumsýna Sambíóin risa- myndina Troy sem byggir á þess- um fornu hetjuljóðum Hómers. Það er þýski leikstjórinn Wolf- gang Petersen sem tók að sér það vandasama verk að koma ódauð- legum hetjum Grikklands hins forna á filmu og hvergi var til sparað. Töffarinn Brad Pitt var fenginn til að leika hetjuna Akk- illes sem leiddi árásarstríð Grikkjanna og Eric Bana, sem gerði það gott sem græni risinn Hulk, leikur höfuðandstæðing Akkillesar, Hektor Trójuprins. Breski sjarmörinn Orlando Bloom fer svo með hlutverk Parísar, yngri bróður Hektors og örlaga- valdsins sem kemur stríðinu af stað. Barist fyrir fegurstu konu heims Ósköpin byrja þegar Hektor mætir til veislu í nafni föður síns, Príams Trójukonungs, til Menel- ásar í Spörtu. Tilgangur veislunn- ar er að binda enda á áralangan ófrið á milli Spörtu og Tróju en ekki vill betur til en svo að París læðist í dyngju Helenu fögru (Diane Kruger) Trójudrottningar, heillar hana og nemur á brott. Hektor veit ekkert um afglöp bróður síns fyrr en um seinan en þá eru örlög þeirra og heimaborg- arinnar innsigluð þar sem Grikkir sameinast allir í herleiðangri til að endurheimta Helenu. Petersen segir að síðustu 3.000 ár hafi enginn rithöfundur lýst stríðshryllingi á jafn myndrænan og nákvæman hátt og Hómer en telur þó að fyrir nútímaáhorfend- ur verði sagan fyrst og fremst að snúast um persónurnar til þess að hún komist til skila. „Í verkum hans er mannlegi þátturinn í skugga miskunnarleysisins,“ seg- ir Petersen. „Áhorfendur verða að upplifa atburðina í gegnum líf og ástríður fólks af holdi og blóði sem er fast í þessari hrottalegu hringiðu.“ Saga Hómers er vitaskuld ekki sígild fyrir ekki neitt og hlutirnir eru flóknari en svo að menn séu ýmist algóðir eða alvondir og þó að stríðið virðist í fljótu bragði fyrst og fremst snúast um heiður og sæmd búa öllu lægri hvatir að baki blóðþorsta lykilmanna. Turnarnir tveir Þetta varpar þó ekki veruleg- um skugga á hetjuljómann og þeir Hektor og Akkilles eru báðir gegnheilir töffarar og þeir menn sem örlög allra annarra velta á. Hektor er glæsilegur foringi en þrátt fyrir það virðist eldmóður hans ekki geta haldið aftur af Akkillesi sem keyrir her sinn áfram af heilmiklum djöfulgangi. Akkilles er hins vegar hið mesta ólíkindatól og Agamemnon kemst að raun um það að það er síður en svo gott að treysta hon- um. Þegar hetjan fer í fýlu og neitar að berjast hallar líka held- ur betur undir fæti hjá Grikkjum. Spennan magnast síðan jafnt og þétt þar til magnaðs lokauppgjörs kappanna kemur. Þegar upp er staðið eru það þó ekki aflsmunir og töffaraskapur sem ráða úrslitum þar sem það kemur í hlut hins ráðagóða Ódyss- eifs að snúa á Trójumenn með klækjabrögðum eftir að strend- urnar við Tróju hafa verið baðað- ar blóði þúsunda hermanna. thorarinn@frettabladid.is Það er ekki svo langt á millihinnar 3.000 ára gömlu frá- sagnar Hómers af Trójustríðinu og hasarmynda nútímans og það er óhætt að segja að kappar á borð við Rambo og James Bond eru óttalegar kerlingar í samanburði við hinn goðumlíka Akkilles sem Grikkir tefla fram gegn Tróju- mönnum í Ilíonskviðu. Akkilles er hrokafullur upp- reisnarseggur sem leggur engum málstað lið af hugsjón þar sem allar gjörðir hans miðast við það eitt að auka hróður sinn sem stríðshetju og öðlast ódauðleika á spjöldum sögunnar. Þetta ætlun- arverk tókst honum ágætlega þar sem sjálfur Brad Pitt hefur nú verið fenginn til að leika kappann þúsundum ára eftir að hetjusög- urnar af honum spurðust fyrst út. Sagan segir að Akkilles hafi verið nánast ódauðlegur þar sem móðir hans, gyðjan Þetis, dýfði honum ofan í undirheimafljótið Styx í þeim tilgangi að gera hann ódauðlegan. Hún klikkaði hins vegar á því smáatriði að hún hélt um hæl Akkillesar litla og skildi þar með eftir veikan blett á hetj- unni. Allir sem eru komnir til vits og ára vita síðan að hællinn átti eftir að verða ofurmenninu að falli þegar leikar stóðu sem hæst við borgarmúra Tróju. Wolfgang Petersen, leikstjóri Troy, segir að það hafi verið lykil- atriði að finna réttan mann í hlut- verk Akkillesar og er sáttur við að hafa sett allt sitt traust á Brad Pitt. „Brad hefur bæði hæfileika og sjarma til þess að gera Akkilles að trúverðugum stríðskappa og dríf- andi leiðtoga án þess að svipta hann öllum mannlegum eiginleik- um umleið.“ Allt er þetta gott og blessað en líkurnar á því að Pitt geti bjargað Akkillesi undan bölv- un hælsins eru hverfandi. ■ Ansans Akkillesarhællinn! AKKILLES Brad Pitt leikur eina nafntoguðustu stríðs- hetju heimsbókmenntanna í stórmyndinni Troy en Akkilles hefði verið ósigrandi ef ekki hefði verið fyrir ansans hælinn. TRÓJUHESTURINN Það herbragð hins ráðagóða Ódysseifs að smygla grískum hermönnum inn fyrir borg- armúra Tróju í risastórum hesti verður varla leikið eftir þar sem það hefur verið á allra vitorði síðan þá að mönnum ber að varast Grikki og þær gjafir sem þeir færa. PARÍS Orlando Bloom leikur Trójuprinsinn sem hrindir af stað styrjöld þegar hann heillar Helenu fögru upp úr skónum og rænir henni frá Menelás, konungi Spörtu. Sá leitar til Agamemnons bróður síns í Mýkenu og í kjölfarið ráðast Grikkir með offorsi á Tróju. Kviður Hómers bergmála í bíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.