Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 39
31MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2004 • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta Breska þungarokksveitin Black Sabbath ætlar að koma saman í fyrsta sinn í þrjú ár á Ozzfest-tón- listarhátíðinni sem hefst þann 10. júlí í Bandaríkjunum. Söngvarinn Ozzy Osbourne, gítarleikarinn Tony Iommi og bassaleikarinn Geezer Butler ætla allir að hittast á ný. Aftur á móti mun Mike Bordin leysa trommuleikarann Bill Ward af hólmi. Sabbath mun spila sígild lög á borð við War Pigs og Para- noid og er eftirvæntingin eftir tónleikunum vitaskuld mikil. Fleiri sveitir sem koma fram á Ozzfest eru meðal annars fjórir af fimm upphaflegu meðlimum Judas Priest, Slayer og Dimmu Borgir frá Noregi. ■ OZZY OSBOURNE Ozzy Osbourne og félagar í Black Sabbath ætla að spila á Ozzfest í sumar. ■ TÓNLIST Sabbath aftur saman ■ FÓLK Í FRÉTTUM Leikkonan Jennifer Love Hewittvar tekin í gegn af prakkaran- um Ashton Kutcher í þætti hans Punk’d á MTV. Henni var sagt að hún væri í prufu fyrir hlut- verk í stríðs- mynd á móti Brad Pitt og hún mætti spennt. Allt í einu fór leikstjórinn að ókyrrast og sagði henni að ef hann gæti ekki safnað saman vissri peningaupphæð fyrir lok dagsins væri líf hans í hættu. Allt í einu ruddust „handrukkarar“ inn til þess að tuska leikstjórann til. Stúlkan reyndi að flýja út um bakdyrnar. Eftir að Ashton birt- ist og útskýrði að um hrekk hefði verið að ræða var stúlkan svekktust yfir því að fá ekki að leika á móti Brad Pitt. Uma Thurman á að hafa tekiðbónorði elskhuga síns, hótel- eigandans Andre Balazs, eftir að hafa átt samráð við vinkonu sína Angelinu Jolie. Uma var frekar ráðvillt enda ný- skilin við leikar- ann Ethan Hawke eftir að hjónaband þeirra sigldi í strand vegna óheiðarleika. Ang- elina á að hafa sagt Umu að reyna ekki að hindra vegi ástarinnar og að ekkert væri mikilvægara en að klófesta ham- ingjuna þegar hún sýnir sig. Natalie Imbruglia undirritaði ádögunum nýjan plötusamning við BMG eftir að hafa verið látin róa af RCA. Talsmenn BMG segja að þeir ætli að reyna að markaðssetja Imbruglia sem rokkstúlku í stað poppara en það er víst gert að hennar ósk. Hún kann greinilega að meta rokkið, enda giftist hún söngvara Silver- chair í fyrra. Latínpopparinn Marc Anthonyer greinilega samkeppnismað- ur sem vill eiga sitt út af fyrir sig. Til þess að senda leikaranum Ben Affleck skilaboð keypti hann enn stærri og dýrari demants- hring handa elskunni sinni, Jennifer Lopez. Ekki er annað vitað um hringinn en að hann kostaði meira en hringurinn sem Ben keypti, en sá var upp á litlar 1,2 milljónir doll- ara. Lopez er mjög ánægð með hringinn og er víst dugleg við að sýna vinkonum sínum hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.