Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2004 F í t o n / S Í A F I 0 0 9 4 2 7 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is 800 g lambakjöt, beinlaust og fitusnyrt 150 ml mild chilisósa (t.d. Heinz) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt ½ tsk. karríduft 2 msk. olía safi úr 1 límónu nýmalaður pipar salt 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée) Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Þá er kjötið tekið úr leginum en hann geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki, hitað að suðu og látið malla í 5–10 mínútur. Bragðbætt með pipar og salti og borið fram með kjötinu. Njóttu þess að laða fram þinn innri snilling. Það er einfalt mál með þessari gómsætu lambakjötsuppskrift. Alltaf sérstök stemmning sem fylgir því að borða grillmat af pinna. Lambakjöt lofar alltaf gó›u NÝ R BÆKLINGUR Í N Æ ST U V E R S L U N UPPSKRIFTIR Chilikrydda› lambakebab Fríir kynningartímar mán 17/5 og mið 19/5 kl 18:00, Faxafeni 8, Miklubrautarmegin A I K I D O Barna-, unglinga- og fullorðinshópar Komið og takið þátt eða fylgist með Nútíma sjálfsvarnarlist fyrir alla Nánari upplýsingar í símum 822-1824 og 897-4675 http://www.aikido.is aikido@here.is Sjálfsvörn  Líkamsrækt Ný námskeið að hefjast! Æfingar á mán/mið 18:00, fim 20:30, fös 07:30 og lau 15:30 ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG 17.00 Acte, leiklestur í Borgarleikhúsinu. Seinni hluti. 20.00 Olga Borodina, rússnesk mezzó- sópransöngkona, syngur með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Háskóla- bíói. Fyrri tónleikar. 20.00 Hibiki, japanskt dansleikhús. Þjóðleikhúsið. Fyrri sýning. Ég hef verið að leika mér ígegnum tíðina heima hjá mér að gera músík af þessu tagi, bæði búa til lög og taka upp. En þetta er allt annað en það sem ég er að gera með Botnleðju,“ segir Heið- ar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju. Heiðar treður upp einn með gítarinn sinn í kvöld á Grand Rokk á tónleikunum til styrktar félaginu Ísland-Palestína. Einnig kemur hann fram á Laugavegi 22 annað kvöld á mikl- um rólegheitatónleikum með Indigo, Bigga í Maus og náunga sem nefnir sig Bob Justman. „Þetta snýst bara um það að ég er með kassagítar og trommu- heila, og tek lög eftir sjálfan mig og líka eftir aðra, lög sem skipta mig einhverju máli. Þetta er allt voða rólegt og kærulaust.“ Þegar Heiðar kemur fram einn síns liðs nefnir hann uppá- komuna jafnan „The Viking Giant Show“. „Ég hef aðeins verið að prófa að troða svona upp á Prikinu. Það hefur síðan spurst út og ég verið beðinn að koma fram. En það eina sem er nýtt í þessu fyrir mig er að ég sé að flytja þetta opinberlega. Þetta er bara það sem ég hef ver- ið að gera heima hjá mér.“ Á Grand Rokk í kvöld koma einnig fram 5ta herdeildin, Siggi Ármann, Retron með Kolla úr Graveslime, og svo Beikon, þar sem meðlimir Stjörnukisa eru innanborðs. Þeir tónleikar verða þeir síð- ustu, að minnsta kosti í bili, sem haldnir eru til styrktar félaginu Ísland-Palestína. Allur ágóði af tónleikunum fer beint í neyðar- söfnun þess félags, sem hefur staðið yfir allt frá því uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraels hófst haustið 2001. ■ ■ TÓNLEIKAR HEIÐAR Í BOTNLEÐJU Tekur nokkur lög á Grand Rokk í kvöld, þar sem hann verður á rólegu nótunum með gít- arinn á tónleikum til styrktar félaginu Ísland-Palestína. Annað kvöld býður hann svo upp á enn stærri skammt af því sama á Laugavegi 22. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Allt annað en Botnleðja ■ ■ FUNDIR  20.00 Fyrsti aðalfundur Femínista- félags Íslands verður haldinn að Vest- urgötu 3, Hlaðvarpanum. Á dagskrá eru skýrsla ráðsins, reikningar, kosning á ráðskonum, umræður um liðið starfsár og starfið framundan. Á eftir verður af- mælisboð með glensi og glaumi í tilefni af eins árs afmæli félagsins fyrr í vor. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 Draugavaka á Draugabarn- um í Draugasetrinu, Hólmarastarhúsi, Hafnargötu 9, Stokkseyri. Gestir og gangandi skiptast á að segja draugasög- ur undir styrkri stjórn Bjarna Harðar- sonar, draugafræðings og blaðamanns. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur MAÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.