Tíminn - 01.06.1972, Page 1

Tíminn - 01.06.1972, Page 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26Ó60 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ☆☆& Einar ræðir við utanríkisráðherra Hollands í dag og Scheel á morgun TK—Reykjavik Einar Ágústsson utan- rikisráðherra hefur undanfarna daga setið ráðherrafund Atlants- hafsbandalagsins i Bonn. Fundinum lauk í gær, og er greint frá honum annars staðar i blaðinu. í dag mun Einar Ágústsson eiga viðræður við utanrikisráðherra Hollands, en 2. júni ræðir hann við Walter Scheel utanrikisráð- herra Vestur— ÞýzkalandsV og verður landhelgismálið þá á dagskrá. Sudurtands braut ^ 120. tölublað — Fimmtudagur 1. júni 1972 — 56. árgangur. UPPSKERA FYRIR 100 MILLJ. AF 12 HEKTURUM JH—Reykjavik. Ylrækt er orðin mikil atvinnugrein. í landinu eru nú um hundrað garðyrkjustöðvar, og um hundrað manns vinnur við ylrækt ár- langt. Tólf hektarar lands eru undir gleri, og heildsöluverðmæti gróðurhúsaframleiðsl- unnar nam um hundrað milljónum króna siðast liðið ár. Mest kveður að gróðurhúsarækt i uppsveitum Árnessýslu, Hveragerði, Mos- fellssveit og Borgarfirði, og þegar hafa myndazt nokkur þorp og byggðahverfi, sem eiga jarðhit- anum og ylræktinni tilveru sína að þakka. Núna einn góðviðrisdaginn i vikunni bauð blaðafulltrúi bændasa m takanna, Ingi Tryggvason, blaðamönnum og ýmsum fleiri gestum austur i Arnessýslu til þess að hitta þar máli forystumenn, bæði innan félagssamtaka garöyrkjubænda og sérfræðinga, sem vinna á þessu sviöi. Garðyrkjuskólinn i Hveragerði hefur smám saman verið aö fá ágæt húsakynni, þar sem öll að- staða til þess að mennta garð- yrkjufræðinga er miklu betri en hún var áöur. Tveir ráðunautar vinna að staöaldri að leiðbeining- ÞÓ—Reykjavik. Beechcraft flugvél landflugs, sem hefur verið að flytja veöurat- hugunarstöö Knuth greifa frá Cap Nord til Cap Moltke, var fyrir þvi óhappi i siðustu ferð sinni, að hjólbarðinn hægra megin sprakk, og hefur vélin þvi verið i lamasessi frá þvi á laugardag. Flugvélin fór til Grænlands á föstudagsmorgun, og átti að ljúka flutningunum á laugardag. Kom vélin ekki til baka á sunnudag og þar sem ekki náðist loftskeyta- samband við Cap Moltke, var vél frá Varnarliðinu beðin um að grennslast fyrir um vélina á þriðjudagsmorgun. Flugvél frá Keflavik flaug norður eftir og er þangað kom, stóð Beechcraft vél- in á flugbrautinni á Cap Moltke, og var þá sprungið á hægra aðal- hjóli vélarinnar. Að öðru leyti var allt i lagi, og ekkert amaði að flugmönnunum, þeim Jóni Valdi- marssyni og Sigurði Haraldssyni. 1 gærkvöldi fór svo Tryggvi Helgason flugmaður á Piper Aztec vél sinni norður til Cap Moltke. Hafði Tryggvi með sér felgu og dekk, og var flugvirki . meö honum i förinni. Bjóst Tryggvi við að verða um 7 klukkustundir á leiðinni, og eru vélarnar væntanlegar til baka i dag. Cap Moltke er i aðeins 500 km. fjarlægð frá Norðurpólnum. um i þágu garðyrkjubændanna. En þar er margs að gæta i svo ungri atvinnugrein, og mörg verkefni og mikilvæg við að glima. Má þar nefna tilraunir margs konar, val á afbrigðum, lýsingu i gróðurhúsum og ótal margt annað. Eitt af þvi, sem stöðugt vofir garðyrkjunni, er sjúkdóma- hættan, og þvi er ekki að leyna, aö hingað eru sifellt aö berast nýir jurtasjúkdómar frá öðrum lönd um. Skýrði Axel Magnússon ráðunautur frá þvi, að oft væri litið á það treystandi, þótt heil brigðisvottorð fylgdu innfluttum jurtum, þvi að hann vissi dæmi þess, að útflytjendur hefðu undir- rituöeyðublöð á skrifborði sinu og útfylltu vottorðin sjálfir. Mjög er- fitt er að útrýmá meindýrum, sem leggjast á garðjurtir, þvi að öll slik skordýr mynda ónæma stofna á mjög stuttum tima. „Hversdags- draumur” „Hversdagsdraumur” nefn- ist annar af einþáttungum Birgis Engilberts, sem sýndir verða á Listahátið, nánar til- tekið I Þjóðleikhúsinu 5. júni. „Hversdagsdraumur” gerist uppi á borði hjá blóma- pottinum og öskubakkanum, sagði höfundurinn i viðtali við Timann um daginn, en hann gerir talsvert af þvi aö beina augunum að því smáa og stækka það á sviöinu. Bessi Bjarnason er uppi i blónta- pottinum og Margrét Guð- mundsdóttir situr I blóm- knappinum. Tfmamynd Gunnar. Loka veitingahúsin? FL0GIÐ MEÐ VARA- DEKK TILGRÆNLANDS OÓ—Reykjavik. Verkfall matreiöslumanna i veitingahúsum átti að hefjast á miðnætti s.l. Deiluaðilar hafa setið fundi með sáttasemjara, en samkomulag hefur ekki náöst. Kl. 16.30 i gær hófst enn fundur með sáttasemjara, en vinnuveitendur fóru fram á að verkfallinu yröi frestað, og hefur væntanlega verið ákveöiö á þeim fundi, hvort matreiðslumenn verða við þvi. Stóö fundurinn enn yfir i gær- kvöldi, er blaðiö fór i prentun. Ferðamannastraumurinn til landsins er nú að hefjast, og verður mjög bagalegt fyrir veitingamenn að geta ekki selt mat i veitingahúsunum Þá er búið að leggja deilu félags starfsfólks i veitinga- húsum og vinnuveitenda fyrir sáttasemjara, en það hefur boöaö verkfall eftir viku. Indriði hættur Sú breyting verður á rit- stjórn Timans frá og með deginum i dag, að Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur lætur af störfum, þar sem hann hefur tekið að sér fram- kvæmdastjórn væntanlegrar þjóðhátiðar árið 1974. Indriði hefur gegnt rit- stjórastörfum siðan i árs- byrjun 1962, að undanteknu einu ári, er hann var i leyfi, en áður hafi hann alllengi veriö blaðamaður hjá Timanum. Þakka bæði samstarfsmenn og blaðstjórn Timans honum langt og mikið starf og óska honum góðs gengis i nýja starfinu. Jón Helgason, sem haft hefur með höndum ritstjórn Sunnudagsblaðs Timans siöan það hóf göngu sina árið 1962, tekur við störfum Indriöa, daglegri verkstjórn og frétta- stjórn. Andrés Kristjánsson mun aftur á móti annast ritstjórn Sunnudagsblaösins fram- vegis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.