Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 1. júní 1972. Vordagar Danicl Agústinusson skrifar forystugrein i siðasta tlb. Magna, málgagns Farmsókn- armanna á Vesturlandi. Greinina nefnir hann Vordaga. Daniei segir: „Tiðarfarið er algengasta umræðuefnið hvar sem tveir cða fleiri menn hittast. Á þetta jafnt við i bæjum og sveitum. Veðurfarið á tslandi hefur liingum verið óstöðugt, svo sem hlýtur að vera á eyju i stóru hafi i nágrenni viö frcra noröursins. Siðasti vetur var með afbrigðum mildur og mcöal hinna hiýjustu á þessari öld. Þá hefur vorið heilsað islendingum með sól og sunn- an vindi. Jörðin grær miklu fyrr en vant er og sauðburður- inn fer fram i haganum. Flest vorstörf til sveita vcrða unnin nokkrum vikum fyrr cn um mörg undanfarin ár. Þetta cru eftirminnilegir vordagar, scm hljóta að rækta með þjóðinni vorhug og efla trú hennar á lan dinu og framtið þess. Þjóðin hefur einnig I öðrum skilningi lifað vordaga i landi sinu undanfarna mánuði. Viö stjórnarskiptin i fyrra sumar lauk 12 ára valdaferli ihalds- aflanna á islandi. Vorhugur greip þjóðina. Timi mikilla framfara, betri lifsafkomu og friðsamlegra samskipta á vinnumarkaðinum var geng- inn i garð. Nægir i þvi sam- bandi að benda á eftirgreind atriði: 12 punktar t. Landhelgin færð út i 50 mil- ur 1. scpt. nk. A þetta mál mátti ekki minnast undanfar- inn áratug. 2. Undirbúin kaup á 20 togur- uin til landsins, en togaraflot- inn hafði gengið úr sér um langt skeið, enda flestir togar- arnir orðnir aldarfjórðungs- gamlir. :t. Gerð áætlun um aö Ijúka rafvæðingu dreifbýlisins á þrcmur árum og nær hún til 765 svcitabýla. Rafvæðingin hafði dregist saman mcð hverju árinu og sá enginn fyrir endalok hennar. 4. Elli- og örorkubætur meir en tvöfaldaðar til þeirra, sem ekki hafa aðrar tekjur. Elii- laun hjóna nálgast nú venju- legt dagvinnukaup. 5. Nefskattár til almanna- trygginga og sjúkrasamlaga lagðir niöur. Þcir, sem rýrar tekjur hafa,greiða engin opin- ber gjöld, nema smávægilegt útsvar til sveitafélaganna. 6. 40 stunda vinnuvika og 4 vikna orlof hefur vcriö lögfest. 7. Kjör sjómanna hafa verið bætt. 8. Viðtækir kjarasamningar tókust i descmber til tveggja ára án verkfalla. Kaup- hækkanir koma i áföngum, auk sérstakra hækkana til þeirra lægst launuðu. 9. Visitölubinding á húsnæöis- lánum afnumin. 10. Fjárhagsleg aðstaða sveitafélaganna stórbætt og réttlátari skattlagning lög- leidd. 11. Menntunaraðstaða ~úng- menna jöfnuð til mikilla muna. 12. Framkvæmdastofnun rikisins komið á fót og skal hún hafa á hendi frumkvæði i atvinnumálum og heildar- stjórn fjárfestingamála og áætlanagcrð. Þessi upptalning gæti verið miklu lengri. Hún leiðir hug- ann aö þvi , hve margt hefur veriö gert á þeim 10 mán- uðum, sem liönir eru frá Bréf frá lesendum Landfari á svo mörg ár að baki, að hann hefur eignazt talsvert af kunningjum og viðskiptavinum. Það er að segja: Honum berst talsvert slangur af bréfum, og þeir eru æðimargir, sem lesa þessi bréf eða bréfkafla, þegar þeir eru orðnir að prentuðu máli. En Landfara er likt háttað og ýmsum öðrum. Hann vill fá meira af bréfum um margvisleg- ustu málefni. — einkum stutt og laggóð, skorinorð og afdráttar- laus. Og fólk á að láta nöfnin sin fylgja, þótt það kunni, væntan- lega þá helzt sökum hæversku, að vilja láta stafi sina eða eitthvað þess háttar nægja á siöum blaðs- ins. SPARISJÓÐSBÆKUR OG ERLEND MYNT. Má ég varpa fram einni spurn- ingu á vegum Landfara: Hvers vegna leyfa bankarnir ekki, að erlendir peningar séu lagðir inn i timamarkaðar sparisjóðsbækur? Það virðist geta komið til at- hugunar i landi, þar sem stjórnarvöld þurfa mjög að leita lána erlendis. Hvers vegna er þetta ekki reynt? Bankamaöur. EINKUNNIRNAR OKK- AR OG KENNARANNA Fyrst er hér þá bréf frá stúlku, er heyrir til þeim fjölmenna hópi ungs fólks, sem stundar nám i skólum landsins að visu ekki birt i heilu lagi: „Við þessi, sem kölluð erum vaxtarbroddur þjóðfélagsins (orð yfirkennarans) og eigum að erfa landið (orðalag bibliunnar), höf- um verið að fá einkunnirnar okk- ar undanfarnar vikur, og stúdentarnir væntanlegu hafa ekki fengið þær enn. Þessar einkunnir eru ýmist góðar eöa slæmar eftir atvikum, og flestar liklega einhvers staðar þar á milli. Það er eins og gengur, þvi að ekki geta allir verið mestir. En ég sagði einkunnirnar okkar. Það er einmitt við þetta orðalag, sem mig langar til þess að gera pinu- litla athugasemd. Þó að þessar einkunnir, séu skrifaðar á reikning okkar, hvernig sem þær eru, þá eiga fleiri hlut að máli. Einkunnir segja ekki bara sina sögu um nemandann, hvort hann eða hún er tossi eða námshestur, heldur lika kennarann, hvort hann er stafi sinu vaxinn og hvernig hann leggur sig fram um að gegna þvi. Það eru birtar myndir af okkur, ef við förum kröfugöngur, ég tala nú ekki um, ef ærsl fylgja með. Fjölyrt um unglingavandamál og masað um brek okkar. En hvenær er á það minnzt, hVernig kennar- ar standa i stöðu? Sumir nemend- ur eru illa til bóknáms fallnir, og sumir kennarar eru lika illa til kennslu fallnir, jafnvel miklir lærdómsmenn með glæsileg próf. Góður kennari, sem „hefur lag” á nemendum sinum, kann að gera námsefnið áhugavert (orð sótt á varir bókmenntafræðinga) og skýra það skilmerkilega, lyftir öllum bekknum og áorkar þvi, að árangurinn verður að minnsta kosti eins mikill og efni stóð til, jafnvel beinlinis meiri. Maður, sem ekki er gæddur þessum nauðsynlegu hæfileikum hins sanna kennara, dregur allan bekkinn niður. Góði kennarinn á vissulega mikið i góðu einkunnunum okkar, og lélegi kennarinn á lika sina lélegu ein- kunn i litlu einkunnabókinni okkar... Við sitjum þúsundum saman á skólabekkjum hálft árið eða meira. Dagsverkin eru mörg. Væri ekki rannsóknarefni, hvað mikil brögð eru að því, að kennar- ar valdi ekki verkefni sinu? Og kannski vert að nota sumarmán- uðina til þess aö reyna að kenna þeim sumum, hvernig á að kenna? Kristin B.” FALLIÐ TIL MCHAMEÐS Mikil tiðindi gerast með þjóð vorri. Ég varð þrumulostinn, þegar ég heyrði það i sjónvarpinu á hvitasunnunni, að Kálfa- tjarnarkirkjan hefði gert sér litiö fyrir og brugðið sér suður i Voga um hátiðina. Það hefur kannski verið vegna þessarar furðu, að ekki datt eins ofan yfir mig, þegar ég heyrði i hljóðvarpinu litlu seinna, að Brunnar voru komnir norður á Kaldadal. Þó held ég áreiöanlega, að Brunnar hafi ekki verið þar hingað til. Það hefur auðheyranlega orðið heilmikið jarðrask, eiginlega þvi sem næst, að fjallið hafi komið til Múhameðs. Strandaringur. | FRAMKVÆMDA- ■ STJÓRI ■ Framkvæmdastjóri óskast að Tim- anum. Umsóknarfrestur er til 15. júni n.k. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, leggi nöfn sin ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf inn á af- greiðslu blaðsins i Bankastræti 7 merkt „Framkvæmdastjóri” Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. StaKYIMPJING í dag og á morgun föstudag frá kl. 14. -18. Guðrún Ingvarsdóttir húsmæðrakennari, kynnir vinsæla ostarétti. Komið og kynnið ykkur hina fjölbreyttu möguleika. Ókeypis leiðbeiningar og úrvals uppskriftir. ■ 1 I * Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 stjórnarskiptum. Viðurkenna ekki allir sanngjarnir menn, að full þörf var á flestum eða öllum þeim breytingum, sem greindar eru hér að framan? Er liklegt að önnur stjórn myndi færa þessi mál i gamla farveginn? Það er mjög ósennilegt. Með árunum mun allt nöldur þagna og vitnaö I þessar breytingar, scm mark- verö timamót i sögu þjóðar- innar. öll þessi mál eiga það sam- eiginlegt að glæða vorhug með þjóðinni. Efla framtak hennar og trú á landiö. Fram- kvæmdavilji cinstaklinganna hcfur aldrei verið meiri. Nú flytja þeir heim, sem flýöu landið á velmektardögum við- reisnarinnar. Allt eru þetta einkenni vors og gróanda i islenzku þjóðlifi.” - TK ♦ SlBS Endumýjun Dregið verður þriðjudagirm 5. júní

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.