Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 1. júní 1972. Fimmtudagur 1. júnl 1972. TÍMINN 9 Þ.M. SKRIFAR Við prentiðn í 66 ár Ég er fæddur i Reykjanesvita 8. april 1892, þar sem faðir minn, Sigurður Sigurðsson var að- stoðarvitavörður. Móðir min var Kristin Jóhannesdóttir, og höfðu þau kynnzt þar suður frá. Hann var kominn norðan úr Vatnsdal i Húnavatnssýslu en hún var ættuð úr bingeyjarsýslu, fædd i Hvammi i Aðaldal. Ekki löngu eftir fæðingu mina fluttu þau, faðir minn og móðir að Toftum i Grindavik og bjuggu þar um skeið. baðan svo að Junkara- gerði i Höfnum, þar var búsetan þóekki löng, heldur fluttu þau inn til Reykjavikur 1898 og fengu ibúð fyrir f jölskylduna hjá Ólafi Ólafs- syni á Bakka, — það er vestur i bæ. Faðir minn hafði stundað sjó áðdr og réðist nú á útveginn hjá Geir Zoega og varð þar fljótlega stýrimaður. Hann var ólærður en þeim féll vel við hann og vildu hafa hann. Seinna varð hann stýrimaður hjá Hjalta Jónssyni, Eldeyjar-Hjalta. Ég fór til sjós með þeim vorið 1906. bá var afli fremur tregur, en Hjalti sá brezku togarana moka upp fiskin- um rétt við nefið á okkur, og féll það illa. Maðurinn var fram- sækinn og vildi halda sinum hlut til móts við aðra. Skipið, sem við vorum á, hélt Svipt og átti hann það i félagi við borstein Guðmundsson yfirfisk- matsmann og Björn kolasala, bróðir hans. Hjalti hætti snemma þetta haust og skömmu seinna seldi hann skipið, og fór svo utan og keypti togara sem hann nefndi Marz. Rétt eftir að ég kom i land var auglýst eftir dreng til starfa hjá ísafold. Ég sótti um þetta starf og fékk það. bað var ekki ætlun min að ilengjast þar, en ég hafði strax i upphafi gaman af vélum og Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, sem siðar varð ráðherra, hann tók eft- ir þessu og vildi fá mig til þess að læra. Og þegar hann eitt sinn kallaði mig inn á skrifstofu til sin sagði hann: „Jóhannes, nú ferð þú að læra. Ég skal borga þér hærra kaup en ég borga nokkrum öðrum. bú skalt fá 15 krónur á mánuði. bú skalt segja foreldrum þinum þetta.” Móðir min varð náttúrlega himinlifandi, ef ég gæti staðfestst i landi og það varð úr, að ég fór að læra. Namstiminn var fjögur ár. Nú var ég fremur litið skóla- genginn. Sem drengur var ég aðeins tvo vetur i frekar lélegum barnaskóla. En þegar ég var kominn sem námssveinn hjá ísa- fold bætti dálitið um. bað var til nokkuð sem hét Iðn- skóli og starfaöi á kvöldin frá 8 til 10. Vinnutiminn hjá okkur i prent- smiðjunni var frá klukkan 8 á morgnanna til klukkan 7 á kvöldin, og þegar sveinarnir hættu störfum á kvöldin áttum við lærlingarnir að hreinsa allt til og siðan mæta i skólanum kl. 8 eins og hinir. bað gefur auga leið, að enginn timi gafst til lesturs. Ég þraukaði vegna þess sérstaklega, að mér mótti mjög gaman að teikningu, og maður mátti halda áfram með þau verkefni, sem maður fékk. betta var nú einkum byggt upp fyrir trésmiði — flatar- teikningin — en svo mátti maður fara i frihendisteikningu. Ég flýtti mér sem mest ég mátti að ljúka fyrirskipuðu verkefnunum, svo ég gæti gefið mér meiri tima i að teikna frjálst. En næsta vetur varð ég að hætta á miöjum vetri i skólanum. bað var svo mikið aö gera i prentsmiðjunni, að mér gafst ekki timi til aö lesa námsgr- einar skólans og treysti mér þvi ekki til að skila þeim eins og vera bar. Ég er þvi litt menntaður maöur. — aö sitja á skólabekk og auðvitað hafði ég hug á að leita mér þekk- ingar. Og fyrst og fremst þá eins mikillar og unnt var i minni starfsgrein. Eins og ég sagði áðan þá var námstiminn fjögur ár og að hon- um loknum vildi ég fá sveinsbréf. bá var bæjarfógeti i Reykjavik Halldór Danielsson, og þegar ég fór til hans þeirra erinda, sagði hann: ,,bér þurfið ekkert sveins- bréf. betta er ekki iðn, þetta er list — og ég fékk ekkert sveins- bréf. Svo var ég nú þarna sex ár i viðbót — alls tiu ár. bá fór ég utan til að leita mér fullkominnar þekkingar i minni iðn og hafði ákaflega mikla löngun til þess að læra litmyndaprentun, en hún þekktist ekki hér. bað var undan- tekning að væri litmynd prentuð i blað eða bók, og ef það var gert, þá þurfti að sækja myndamótið til útlanda. Nú hafði ég lesið talsvert um myndprentun og var þess vegna töluvert kunnugur henni af bók- um, fagbókum, sem ég hafði aflað mér. betta var i striðinu, að ég fór út, og hafði ég fengið dálitinn styrk til fararinnar. beir pen- ingar, sem ég hafði handbæra, nægðu nákvæmlega talið til að greiða fæði á útleiðinni, þvi að i staðinn fyrir fjóra daga, sem áætlað var að ferðin yfir hafið tæki, vorum við fimmtán daga. Við lágum fyrst i Kirkwall viku- tima, vorum teknir af Englend- ingum — siðan var farið með okk- ur til Leith og þar töfðumst við lengi og var orsökin sú, að við höfðum meðferðis kolsýrudunka frá Sanitas'. Var haldin mikil ráðstefna út af þvi, hvort hér mundi ekki vera um að ræða sprengjuhylki. Svo þegar við komum til Kaup- mannahafnar átti ég eftir tvær krónur umfram það, sem ég hafði greitt á skipinu. bessar tvær krónur nægðu fyrir gistingu eina nótt. Siðan gekk ég upp i KFUM, þvi að ég hafði meðmæli frá Séra Bjarna dómkirkjupresti, séra Friðrik var þá i Ameriku. barna var mér vel tekið og framkvæmdastjórinn spurði mig, hvort ég hefði nokkuð borðað. Nei, ég kvað það ekki vera. ,,bá skulum við koma og borða mið- dag,” sagði hann. ,,En hefur þú fengið herbergi,” bætti hann við. „Nei,” ekki var það. „Jæja, það vill nú svo vel til, að einn af framkvæmdastjórunum er ekki heima og þú getur fengið herbergið hans vikutíma.” Daginn eftir fór ég svo og ætlaði að fá útborgaðan styrkinn, sem mér hafði verið veittur, en þá var það ekki hægt fyrr en eftir viku, og þá fimmtiu krónur á mán- uðinn. bessa næstu viku svalt ég. Mér leið ekkert mjög illa en á þriðja degi var það orðið dálitið örðugt. Og að ganga fram hjá matsölu- stöðum og finna steikarilminn, þaö var fremur slæmt. Jæja, eftir vikuna fékk ég út- borgaðar fimmtíu krónur. Fyrir klefafélaga á leiðinni út, hafði ég haft læknanema, sem var að fara til framhaldsnáms. Tryggvi Eiriksáon hét hann. Hann hafði sagt mér, áður en við skildum, að ef ég þyrfti einhvers með skyldi ég koma heim til sin. Svo var þaö siðasta kvöldið, sem ég var að ganga upp i „Tower” til að leggjast þar til hvildar, að ég mætti honum þar sem hann var á gangi á Strikinu með unnustu sinni. Hann kvæntis danskri konu. Við heilsumst og hann spyr mig, hvernig gangi. „bað gengur sæmilega,” svara ég- „Og hvar býrðu?” Ég kvaðst sofa uppi i KFUM. „Og hvar borðarðu?” „Ég hef ekkert borðað.” „Hvað segirðu? Hvers vegna hefurðu ekki komið heim til min?” „bað hefur nú verið aðalat- vinna min að koma heim til þin, en þú hefur aldrei verið heima.” Svo fékk hann mér tiu krónur ogsagði: „Farðu nú og fáðu þér að borða. Komdu svo á morgun og talaðu við mig.” Nú langaði mig til að kaupa góðan mat, — Ég keypti tvær appelsinur og lét þær nægja þetta kvöld. Daginn eftir keypti ég mér hafraseyði. betta gekk allt vel, en endaði þó með þvi, að ég var atvinnulaus i tvo mánuði. Komst siðan i góða prentsmiðju og fékk það, sem mig langaði til. Ég var settur til að prenta litmyndir, og mér heppn- aðist það svo vel, að þeir fengu aldrei vitneskju um, að ég hefði ekki gert það áður, og mér bauðst góð staða um veturinn. En ég hafði lofað að koma heim aftur og þar að auki átti ég unnustu og viö ætluðum að gifta okkur. En i þessari dönsku prentsmiðju leið mér ákaflega vel og þarna var gott fólk. Einu sinni kom verkstjórinn til min með mynd og spurði, hvort e'g treysti mér til að prenta hana. Ég athugaði myndina og sagð- ist ekki sjá annað, en ég gæti prentað hana. „bað þykir mér vænt um,” sagði verkstjórinn, „þvi að það er önnur prentsmiðja, sem hefur gefizt upp við það og sent hana frá sér.” Ég prentaði myndina. Hún var i mörgum litum, fleiri en venjulegt er. Venjulega eru mest fjórir litir, en þessi var i fimm litum. Prent- unin heppnaðist vel. betta var nú hvatning fyrir mig. En nú fór ég heim. Ég hafði lofað Ólafi Björnssyni, hann var þá tekinn við ísafold, að kma til hans aftur, og það gerði ég. betta var árið 1915. barna var ég svo til vors 1918, þá fer ég sem verkstjóri i Félagsprent- smiðjuna. En árið 1919 fór ég svo utan aftur til að hjálpa til við inn- kaup á vélum, sem setja átti upp i nýrri prentsmiðju, prent- smiðjunni „Acta” bessa prent- smiðju keyptu seinna samvinnu- menn, byggðu hús yfirhana og gáfu henni nafnið „Edda”. bá var ég farinn út Acta og gaf mig um tima alveg að starfrækslu sjó- mannastofunnar i Reykjavik, sem ég áður hafði eingöngu unnið i hjáverkum. Svo fór ég norður á Akureyri og starfaði um skeið hjá Oddi Björnssyni. Arið 1939 fluttist ég aftur suður og var þá fyrst verkstjóri hjá Eddu. bangað til ég fór i Kass- agerðina og hjálpaði þeim til að komast af stað. Svo réðist ég i prentsmiðjuna Leftur og hef verið þar siðustu 24 árin. Gunnar Einarsson átti þá Leift- ur i félagi við aðra og var prent- smiðjustjórinn Ólafur Bergmann. Seinna færðist svo reksturinn meira á hendur Gunnars, hann hætti sem prentsmiðjustjóri hjá Isafold og tók við Leiftri. Sam- skipti okkar hafa ætið verið mjög gíð. Við vorum æskufélagar. Liklega hefur það verið árið 1905, þá var nýbyggt hús á Hverfisgötu, sem þá var nr. 42, en nú er nr. 82, að ég held. Hús þetta hafði byggt Einar Einars- son, skipstjóri frá Flekkudal. barna fengu foreldrar minir leigt, tvö herbergi og eldhús og kostaði 7 — sjö — krónur á mán- uði. En fyrir ofan við Laugaveg- inn, átti Gunnar heima, og við urðum fljótt ákaflega sam- rýmdir. Okkur Gunnari langaði báða til að fara menntaveginn, en sökum fátæktar var það útilokað. Hann starfaði fyrst við verzlun en þeg- ar ég hafði verið tvö ár hjá Isafold var pláss laust i setjarasal. Hann sótti um það og fékk það. Seinna varð hann svo prentsmiðjustjóri. Ég hef unnið við prentverk frá þvi ég var 14 ára, og ennþá stend ég fullan vinnudag nú áttræður. Og i haust er ég þá búinn að vinna við þetta 66 ár. Ég tel prentverkið listgrein og höfða til fleiri kennda mannsins en þeirrar einnar að vinna eitt- hvert verk. Ef við tökum t.d. Gutenberg. Bibliu Gutenbergs, sem hann að öllu leyti vann, þá er þetta svo stórkostleg list, að maður stendur agndofa, þegar maður skoðar hana. Og nú hefur sá atburður gerzt, að endurprentun af þessari fallegu bók er komin til Islands. Meðlimir i prentarafélaginu gáfu prentarafélaginu endur- prentun af þessari bók, sem prentuð er i Ameriku. bað er hægt að segja, að i þá daga var hraðinn ekki eins mikill á öllu. Menn gáfu sér tima — gáfu sér tima til að anda. Nú er fartin orðin svo mikil, að menn taka andann á lofti. Svo ná þeir honum ekki stundum, og detta niður dauðir. bess vegna er það svo nú orðið með tilkomu hinna stór- virku véla, að prentverkið er mikið orðið verksmiðjuvinna eða iönaður. Aður var stritið mikið og menn þurftu að neyta kraftanna. bað var oft litið til hnífs og skeiðar og afkoman ekki góð. En mér finnst þó, að menn hafi ekki siður lifað ánægjulegu lifi. bað þurfti svo lítið tii að gleðja fólkið. Og menn glöddust i samfélagi hvers annars miklu betur en nú. Nú lifir ein- staklingurinn ákaflega mikið út af fyrir sig. Nú heimta menn svo mikið af þvi opinbera, en eru minna kröfu- harðir til sjálfs sin. Hitt er það, að fólk lifir þægilegra lifi núna. bað fer betur um það. Fólk er betur klætt og hefur betri ibúðir, og þess háttar. En ég veit ekki, hvort lifsgleðin er nokkuð meiri — Ég held hún sé jafnvel minni heldur en var. Eftirsókn I lifsmunað og pen- inga er svo mikil og orsakar svo mikla spennu, að fólk hefur það aldrei rólegt og aldrei gott, og aðeins sárafáir sem raunveru- lega njóta þess aö vera til. Mér er ákaflega minnisstætt, Framhald á bls. 10 Jóhannes Sigurðsson Árelíus Níelsson: Borgarbókasafn Fátt skartar fremur við framaveg Islendinga en menningarstofnun til eflingar bókmenntum og menningararfi. Segja má, að þar hafi vel verið að unnið, þegar litið er til Lands- bókasafnsins, sem enn er ein hin helzta perla í húsagerðarlisj landsmanna. Má sannarlega da þann stórhug og framsýni, sem Menntaskólinn á brekkunni við Lækinn og Landsbókasafnið við Hverfisgötu bera vott um, og rik t hefur hjá ráðandi mönnum, meðan Reykjavik enn var aðeins litið þorp. Kannski voru það Danir, sem réðu þessum fram- kvæmdum. En timarnir breytast og heimta nýjar aðgerðir, aðra aðstöðu, aukið húsnæði, betra skipulag. Eitt er.vist, og þeir, sem búa i nánd bókastofnana Reykjavik nútimans og sjá þá átafla af bókum, sem börn bera með sér heim að láni daglega, vita að lestrarlöngun og þekkingarþrá logar enn i sálum landsins barna, þrátt fyrir allt, sem útvarp og sjónvarp flytja að eyrum og augum inn á heimilin á stundu hverri. bær byggingar, sem ráðamenn efna til við aðstæður og efnahag menningarþjóða nútimans ættu að vera tákn þeirra óska og þeirrar samstöðu I senn, sem auðugar þjóðir gætu hagnýtt handa framtiðinni, leggja menningarlega séð i lófa eftir- komenda. Borgarbókasafnið í Lyngby er eitt af slikum opinberum byggingum. bað er tákn þess bezta, sem þannig verður gjört i hagkvæmni og hagleik. En það er i algjörum sérflokki sem bóka- safn. Raunar má fullyrða, að byggingar og skipulag bókasafna sé nú á tilraunastigi um það, hvað bezt muni hæfa starfsemi þeirra I nútíð og framtið. Fátt er þar viðurkennt sem ákveðin hefð og algjört skilyrði, nema ef vera skal,að þau þurfi að hafa opið svæði til útsýnis, en ekki vera staðsett I húsaþröng. bað er einmitt vegna þess, sem Borgar- bókasafnið I Lyngby var byggt við fallegt vatn, Mölledammen- Myllutjörnina og með græna grasflöt að næsta nágrenni, en þó við aðalgötu hverfisins, þar sem enga kröfu til að vera sjálfstætt listaverk, þótt sviphrein sé. Hið sama má segja um alla innviðu og húsgögn, þar ræður hið hag- kvæma, einfalda og trausta svip og vali. Hið sama má segja um bókahillurnar, sem mynda sam- fellt skipulagt kerfi og verka ekki síður sem sýningarkassar en virðulegir bókaskápar. Hitakerfi,ljós og loftræsting, er allt vélrænt og ljósin likust tunglum I lofti salarins. bær deildir, sem mesta athygli vekja, er barnadeildin og hlustunardeildin. Sýnisbækurnar i barnadeildinni vekja mikinn áhuga og forvitni yngstu notenda safns ins. En þar eigum við hér i Reykjavík ekki siðra fyrirkomu- lag, og starfsemi I hverfasöfnum borgarinnar — með þeirra góða starfsliði. En I hlustunardeild Borgar- bókasafnsins í Lyngby sat unga fólkið I þægilegum sófum, með heyrnartæki fyrir báðum eyrum og hlustaði á upplýsingar um bækur og málefni, bókaval eöa hljómplötur og ljómaði af svip þess og augum. Sú stefna hefur mótazt I þessum í Lyngby Reykjavik býr þar sem i flestu öðru vel að sinu fólki, með litlu söfnunum og bókavögnunum. En hins vegar má segja, að þessa höfuðborg helztu bókmennta- þjóðar heims vanti stórt borgar- bókasafn eftir fyllstu kröfum timanna, menningarmiðstöð á fögrum og hagfelldum stað I borginni. Aðstaðan til starfa I litlum húsum, sem ætluð voru i byggingu til alls annars fremur, hlýtur að hafa verið og vera erfið hjá þeim, sem annazt hafa hin svonefndu Bæjarbókasafn og Alþýðubókasafn allt til þessa. bað er til að minna á það, sem koma skal, að hér skal með nokkrum orðum sagt frá nýtízku- legasta og að ýmissa áliti full- komnasta útlánasafni á Norður- löndum. En það er Borgarbóka- safnið — Stadsbiblioteket i Lyngby i Kaupmannahöfn bar er raunar allt á sama stað: Bókasafn almennt, hljómlistar- bókasafn og listbókasafn. Hljómlista.safnið eöa Musikbibliotekið hefur veriö þarna lengi og er að vissu leyti upphaf og hornsteinn annarrar starfsemi á staðnum, og hefur verið reynt að tengja nýju byggingarnar þessu gamla húsi. En ekki eru allir á einu máli um, hve vel hafi tekizt. Nýja safnið er i skugga þessa fornhýsis frá aðalgötu séð, þótt segja megi,að það sé verður og virðulegur minnisvaröi viö inn- ganginn. I velferðarsamfélögum 20.aldar ættu menningarstofnanir og samfélagshallir að setja sér- staklega svip á bæinn. bannig opnast breiður vegur eða margar leiðir til aö leggja fram fé til bygginga út fyrir hið allra nauð- synlegasta, svo að sameinazt gæti á einum stað hagkvæmni, nauð- syn og hreinleiki i byggingarstil og fegurð. unnt er að hafa bilastæði til af- nota. Inngangur að safninu er auðvitað frá þessari aðalbraut og fram hjá gamla tónlistarsafninu, sem áður er minnzt á. En það var byggt þarna „í sveitinni” um 1750. En verkar nú sem hluti þessarar nútímastofnunar, og er raunverulegt andlit hennar út að götunni við fyrstu sýn. Nýbyggingin, Borgarbókasafnið sjálft, stendur á nokkuð upp- hækkuðum palli. En á þessum palli eru herbergi starfsfólks, bókageymslur, tæknistofur og námssalir eða vinnustofur. Sjálf bókasafnsbyggingin er að mestu leyti með útveggjum úr gleri, léttum skilrúmum og bókahillum, sem komið er fyrir á rhiðju gólfi. bað er þvi auðvelt að breyta þarna öllu, ef þurfa þykir, með litilli fyrirhöfn. A aðalhæðinni er útlánssalur barnabókadeild æskulýðs-les- deild, lestrarsalur, fyrir- lestrasalur og sýningarsalur, sem auðvelt er að sameina til ýmiss konar fræðslunámskeiða og tómstundastarfs á sömu hæð er einnig veitingastofa, litlar lesstofur og skrifstofa safnsins. Reynt hefur verið aö láta útsýnið yfir tjörnina og um- hverfi hennar njóta sin, hvar- vetna sem bezt. Að öðru leyti er ekkert, sem nefna mætti þjóölegt, eða sérstættt við þessa byggingu. Hún er að efni, svip og formi mótuð af hinu alþjóölega hugar- fari 20.aldar. Kann mörgum að finnast það galli. Og vissulega mætti vera eitthvað, sem tengdi staðinn svip eöa sögu Danifierkur eða Kaupmannahafnar. Sjálfsagt fyndist okkur Reykvlkingum, að slik menningarvigi borgarinnar þyrfti einhver söguleg og þjóðleg tengsl við fortfð og bókaramennt. Oll er byggingin einföld i formum og skipulagi miðuð við tilgang og hagkvæmni fremur en huglæg viðfangsefni, og gerir málum hin siðari ár aö sameina sem mest á sama stað, sem orðið geti til fræðslu og menntunar al menningi í sambandi við bók- lestur og bókfræði. Aður er minnzt á hljómlistar- bókasafnið I gamla húsinu viö aðalgötuna. En þangað leita þeir fræðslu og skemmtunar, sem hafa sérstakan áhuga á tónlist. bar fást lánaðar bækur um tón- fræði og tónlistarsögu, nótna- bækur og grammófónplötur með verkum snillinga jafnt sem vin- sælum dægurlögum og „poppi”. En á staðnum má finna og nota handbækur, tímarit. og plötur, sem ekki eru til útlána en njóta má I sérstökum hlustunarsölum. bá ér einnig I Lyngby sérstök deild fyrir listbókmenntir með svipuðu fyrirkomulagi og tónbók- menntirnar. Sú deild er sérstak- lega ætluð listunnendum i málaralist, húsagerðar- og högg- myndalist, grafik, handíðum og auglýsingatækni, teikningu og listiðnaði, ekki sizt i þjóðlegum stil. Deild þessi er mikið notuð af nemendum i alls konar ’list greinum, öðrum en tónlist og orö- list og lánar mikið út af myndum og bókum. öll starfsemi þessarar miklu menningarstofnunar er til fyrir- myndar og sýnir vel hið háa stig menningar, sem danska þjóðin hefur náð. begar Islenzkir arkitektar fara að teikna og hugsa framtföarbóka- safn Reykjaéíkur mættu þeir gjarnan kynna sér skipulag og gerð Borgarbókasafnsins I Lyngby.bar er ýmislegt til eftir- breytni. En gleymum samt ekki að Borgarbókasafn Reykjavlkur, mætti gjarnan eiga útsýni til sævar og fjalla 1 senn og vera tengt djúpum rótum þeim bók- menntaarfi, sem tslandi og sögu bókritunar á þessu eylandi hæfir. 1 unglingadeild bókasafnsins geta safngestir setzt niður og hlustað á hitt og þetta eins og sjá má á þessari mynd. Borgarbókasafnið I Lyngby. t barnadeild safnsins er innréttingin nýstárleg. Það Börnin geta setið eða legið eftir þvl sem þeim fellur Loftlýsingunni er komið mjög óreglulega fyrir, og er er Nanna Ditzel, sem hefur skipulagt þessa deild. bezt, og eins og sést að stúlkan gerir hér á myndinni. henni ætlað að minna börnin á stjörnur himinsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.