Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. júní 1972. ______________TÍMINN____________________________________ )] Umsjón: fllfreð Þorsteinsson Tillaga, sem miðar að auknum möguleikum íþróttafélaganna til tekjuöflunar, flutt í borgarstjórn: Iþróttanám- skeið VERÐUR LEYFT fyrir börn að hefjast Iþróttanámskeiö tyrir börn hefjast i Reykjavik á þremur leikvöllum i dag. Verða þau á þessum völlum: Grasvöllunum við Alfheima, leikvellinum við Rofabæ i Arbæjarhverfi og við Alftamýrarskólann. A hverjum stað verða tveir iþróttakennarar, og kenna þeir 5-8 ára börnum kl. 9.30 — 11.30 og 9 — 12 ára kl. 14.00 — 16.00, á þessum stöðum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Með sama fyrirkomulagi verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á K.R. — vellinum, Vikingsvellinum og leikvellinum við Arnarbakka i Breiðholti. Fyrir hádegi verður lögð meiri áherzla á leiki, en eftir hádegi á knattspyrnu, handknattleik, frjálsar iþróttir og körfuknatt- leik. Skráning fer fram á hverjum stað, og er þátttökugjaldið kr. 50.00 fyrir allan timann, en námskeiðunum lýkur með iþróttakeppni á Melavellinum eftir hádegi fimmtudaginn 29. júni. 2. deildin kl. 19.40 100 m grindahlaup kvenna. kl. 19.50 400 m hlaup karla (a- riðill) kl. 19.55. 400 m hlaup karla (b- riöill) kl. 20.00 100 m hlaup karla (a- riöill) kúluvarp karla kl. 20.05 100 m hlaup karla (b- riðill) kl. 20.10 100 m hlaup sveina, lang- stökk karla kl. 20.15 100 m hlaup kv. (a-riðill) kl. 20.20 100 m hlaup kv. (b-riðill) kl. 20.25 100 m hlaup kv. (c-riöill) kl. 20.35 1500 m hlaup karla (a- riöill), spjótkast karla kl. 20.45 1500 m hlaup karla (b- riðill) kl. 20.55 800 m hlaup kvenna kl. 21.10 4x100 m boöhlaup karla. Bjarni Stefánsson. Guðmundur Hermannsson, KR keppir i kúluvarpi, ásamt Hreini Halldórssyni, HSS og gaman verður að sjá, hvort Guðmundi tekst að varpa yfir 18 metra og Hreini yfir 17 m. Erlendur Valdimarsson, 1R tekur þátt i kringlukasti, en hann þarf að ná OL-markinu aftur til að vera öruggur um MUnchen- farmiðanna. Markið er 56,5m. Hann stefnir nú sennilega frekar á metið, sem er 60,06m. Ýmsir fleiri snjallir iþrótta- menn og konur verða meðal þátt- takenda, t.d. Valbjörn Þörláks- son, A Stefán Hallgrimsson, KR, Friðrik Þór Óskarsson, 1R, Borg- þór Magnússon, KR, Páll Dagbjartsson, HSÞ, Vilmundur Vilhjálmsson, KR, Sigurður Jónsson, HSK og ýmsir fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Þá keppa systurnar Lára og Sigrún Sveinsdætur, Armanni, Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK o.fl. Mótið getur orðið hið skemmti- legasta. Þessi mynd er frá leik Vestmannaeyinga og Breiðabliks, sem háður var s.l. sunnudag. Sóknarmönnum Vestmannaeyja gekk heldur illa að fóta sig upp við mark Breiðabliks, eins og þessi mynd sýnir. AÐ SETJfl UPP AUGLÝSINGAR Þessi mynd er frá Idrætsparken i Kaupmannahöfn. Auglýsingarnar blasa við. Fá iþróttafélögin i Reykjavik að auglýsa með þessum hætti? Á LAUGARDALS- VELLINUM 0G I LAUGARDALSHÖLL? Á fundi borgar- stjórnar i dag flytur Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi tillögu þess efnis, að kannað verði, hvort ástæða sé til að leyfa iþrótta- félögunum i Reykja- vik að setja upp aug- lýsingar á iþrótta- mannvirki i eigu Reykjavíkurborgar i þvi skyni að auka fjáröflunarmöguleika félaganna. í tillögunni er gert ráð fyrir, að leyft verði að setja aug- lýsingaspjöldin upp á Laugar- dalsvellinum og Laugardals- höllinni, en á þessum tveimur iþróttaleikvöngum fara flestir iþróttakappleikir og mót i Reykjavik fram. Hugmyndin um að setja auglýsingaspjöld á iþrótta- mannvirki er ekki ný af nál- inni. Hefur oftsinnis verið rætt um þetta mál i hópi iþrótta- fólks, en hugmyndin fengið dræmar undirtektir hjá forráðamönnum Reykja- vikurborgar. Hins vegar hafa sumir aðilar úti á landi not- fært sér þessa tekjumögu- leika. T.d. eru auglýsingar á iþróttavöllunum i Keflavik og á Akureyri, og njóta iþrótta- félög á viðkomandi stöðum góðs af. Það, sem tafið hefur fyrir framgangi málsins i Reykja- vik, er sú skoðun forráða- manna iþróttavallanna, að auglýsingar af þessu tagi séu ekki neitt augnayndi og séu til óprýði. Ekki eru þó allir þessarar skoðunar, enda eru auglýsingar frá fyrirtækjum mjög algengar á iþrótta- völlum erlendis, og eru siður en svo til lýta. Fróðlegt veröur að vita, hvaða meðferð tillagan, sem flutt verður i borgarstjórn i dag, hlýtur. -SOS. hefst í kvöld EÓP-mótið á Melavelli kl. 7 í kvöld: Hvað fær Bjarni í 400 m - kastar Erlendur 60 metra? keppni í 3. deild er hafin 2. deildar keppnin i knattspyrnu hefst i Hafnarfirði i kvöid, með leik FH og Þróttar. Það má búast við, að hart verði barizt i Hafnar- firði I kvöld, og eru margir spenntir að sjá FH-liöið i sinum fyrsta heimaleik — þvi að það er talið sigurstranglegasta liðið i 2. deild. 1 fyrrakvöld hófst keppnin i 3. deild. Þá voru leiknir tveir leikir. Viðir sigraði Njarðvik 8:0 og Fylkir — Hrönn 4:1. ÖE—Reykjavfk. Rúmlega 70 keppendur frá 8 félögum eru skráðir til leiks í EÖP-mótinu, sem haldið er til minningar um hinn ástsæla foringja KR-inga. Mótið hefst á stangarstökki kl. 7. Flestir keppendur eru skráðir I 1500 m hlaup eða 14 talsins, og einhverntima hefði það þótt saga til næsta bæjar, ef þessi vinsæla hlaupagrein væri sú, sem mest þátttaka væri I á frjálsfþrótta- móti hér. Þetta er mjög ánægju- lega þróun. Annars er þátttaka yfirleitt góð I mótinu, t.d. eru 7 keppendur i 400 m hlaupinu, þ.á.m. methafinn Bjarni Stefánsson, KR, en hann hefur ekki keppt á braut i vor. Verður fróðlegt að sjá, hver timi Bjarna verður, en þess er þó rétt að geta, að hann var að ljúka prófum og hefur ekki æft mikiö undanfarnar vikur. 1 vetur æfði hann þó vel. Timaseðill EÖP-mótsins i kvöld: kl. 19.00 Stangarstökk, byrjunar- hæð 3,00m. kl. 19.00 110 m grindahlaup, kringlukast og hástökk kv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.