Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. júni 1972. TÍMINN 15 frá Paris annað kvöld, og annað til mömmu. Herbergisþernan lof- aði mér þvi að póstleggja þau i fyrramálið. Þegar mamma fær bréfið er ég farin frá Englandi. Óskaðu mér nú góðrar ferðar, Kay. Það sýndi sigaðmig vanhagaöi ekki um að verða auglýst al- menningi, en á annan hátt en við mátti búast. Daglega vann ég i húsinu minu til hádegis. Ég var ákveðin i þvi að gera allt sjálf. Að visu hafði ég gamlan mann i þjón- ustu minni, sem var mér alveg ó- missandi. Hann tók hurðir af hjör um, fjarlægði veggfóður og gamla málningu, kittaði og sparslaði og undirbjó allt undir pensil og málningarprufur. Einn morguninn kom blaða- kona til min, sem hafði heyrt um húsið mitt og að ég hefði ákveðið að koma þvi i lag af eigin ramm- leik. Auðvitað stóð Max á bak við þetta. Þessi blaðakona starfaði fyrir þekkt kvennablað, og hún fullyrti, að lesendurnir myndu hafa sérlega gaman af að lesa um mig og húsið mitt. Gremja min yfir þvi að vera trufluð, sljákkaði nokkuð þegar mér varð hugsað til þess, hve ánægður Max yrði með blaðaviö- tal. Kynning — einmitt það sem hann vildi. Ég sagði.að ég væri alveg á byrjunarstigi með það, sem ég ætlaði mér að gera fyrir húsið, en við urðum ásáttar um,að hún tæki nokkrar myndir núna, og kæmi svo aftur seinna og tæki nýjar til samanburðar. Hún tók myndir af mér,þar sem ég var að blanda málningu og þar sem ég stóð uppi i stiga og málaði svefnhergergisgluggann minn, og i ýmsum öðsum stell- ingum. — Og svo að lokum nokkrar myndir á tröppunum, sagði blaðakonan, og þar vorum viö staddar þegar bill Drakes stanz- aði fyrir utan húsið. — Hvað er um að vera — sam- kvæmi? Og ég ekki boðinn. Það er málning á nefinu á þér elskan, sagði hanrf og fór að nudda hana af mér. Þetta varð vist glæsileg mynd. Drake, með aðra hendina utanum mig, en þurrkaði málninguna af mér með hinni, meðan hinn frægi vangi hans blasti við myndavél- inni. En ég hugsaði svo ekkert meira um þetta þá. Satt að segja gleymdi ég öllu sem fram fór. Þaö var eiginlega ekki fyrr en mér barst eintak af heftinu með mynd af mér og Drake á forsið- unni, að ég mundi eftir blaðakon- unni. Miði frá henni fylgdi heft- inu: — ,,Er þetta ekki lifleg grein — ég hafði ekki tækifæri til að senda yður próförk, en ég vona að yrður liki það sem ég hef skrifað, og herra Drake hefur fullvissað mig um að svo sé. Já, myndirnar voru góðar, þrátt fyrir það,að ég var i göml- um slopp og hafði skýlu á höfðinu. Svo fór ég að lesa sjálfa greinina, og eftir þvi sem ég las meira varð ég reiðari. Nafn Drakes var tengt minu gegnum alla greinina, og ekki varð betur séð en að við værum saman um þessi húsa- kaup. „Vinaminni” las ég, ,,mun bráðum verða fagurt heimili þeirra Drake Mercers, glæsileg- asta kvikmyndaleikara Ameríku, og Kay Lauriston, óperettu- stjörnunni frá Palace. Það var ymprað á brúðkaupi i april.....” Mikið meira var þarna i sama stil, og það var alveg greinilegt,að Drake hafði átt samtal við þessa manneskju, og að dylgjur hans hefðu nægt til þess að þessi grein var skrifuð á þennan máta. Fyrirhugað jólahald okkar á hinni gömlu krá hafði ekki gleymzt. Ekki var fullyrt, að við værum trúlofuð — það var alls ekki nauðsynlegt. Ég var alveg fjúkandi reið, ekki svo mjög við blaðakonuna, heldur Drake. Hann hafði tekið alltof margt sem gefið mál og þurfti á ráðningu að halda Égátti að vera með honum um kvöldið, en ég fékk Elsu, búningsstúlkuna mina til þess að hringja á hótelið hans og tilkynna forföll. Eftir að teppið féll gaf ég mér ekki einu sinni tima til að fjarlægja andlitsfarð- ann, en tók mér leigubil heim til min. Elsa lofaði hátiðlega að segja engum hvað orðið hefði af mér. Ég borðaöi kvöldmatinn minn framan við arininn alein, og ég róaðist smátt og smátt. Ég spurði mig, hvers vegna ég hefði orðið svona fokreiö við Drake. Var það fyrir það aö ég óttaðist að Chris mundi reka augun i greinina? Ég hafði óneitanlega látið mér detta það i hug að giftast Drake, en nú fann ég fyrir vist að það.mundi ég aldrei gera. Ég fann,að annað hvort yrði þaö Chris eöa enginn. Þá var einlifið betra þrátt fyrir allt. Dyrabjöllunni var hringt. Ég var treg til að opna, hélt að það kynni að vera Drake. En aftur var hringt, og ég opnaði. Það var Chris, sem stóö á tröppunum. Hann gekk inn og lokaði huröinni á eftir sér. 1 hendi sér hafði hann samanbögglað hefti, sem ég þekkti alltof vel. Hann fleygði þvi á borðið við dyrnar. — Ég sá þessa grein um þig og Drake Mercer, Kay. Fleur sýndi mér hana i morgun. Ég mátti til meö að koma. . . . er þetta satt? Ég gat aðeins horft á hann og hrist höfuðið, og armur hans vafði mig að sér og munnur við munn. Við umvöfðum hvort annað þegj- andi og gengum svo inn i stofuna. Chris hélt mér ofurlitið frá sér og horfði djúpt i augu mér. — Segöu mér nánar frá þessu, Kay. Ég sagði honumihvernig þetta hefði byrjað, frá myndatökunni og svo talaði ég eitthvað um greinina sjálfa. Sagði honum m.a. að ég hefði yfirvegað að giftast Drake. — Og hvaö er svo um þaö nú? — Nú veit ég hversu fráleitt það var,að mér skyldi eitt augna- blik detta slikt i hug. Hann tók hönd mina og bar hana að kinn sinni og kyssti hana. —Ég sakna þin svo ákaflega— sakna þin alltaf. — Ég sakna þin lika, elskan. Tárunum gat ég ekki haldið til baka, og Chris tók mig i faðm sinn og lúllaði mér eins og að ég væri litið barn. — Kay, við getum ekki haldið svona áfram til eilifðar. Einhvern endi verður þetta að hafa. — En hvað um Fleur? — Við gerum ekkert á hlut Fleur þó við sjáumst stöku sinn- um, Kay. Bráðum fæðist barnið og þá getur allt breytzt. — Nei, Chris. Þá verður það barnið, sem þarf einnig að taka tillit til. Hann gekk fram og aftur um gólfið og sló með krepptum hnefa i lófa sinn. Svo gekk hann til min og settist við hliðina á mér. — Við getum þó starfað saman Kay? Ég snéri mér frá honum. Hann tók um hönd mina. — Ég samþykki alls ekki að- skilnað okkar sem endanlegan. — En elskan, hvernig. . . hann lagði hendina á munninn á mér. — Ég samþykki aðskilnaö okk- ar aldrei, Kay. Það virðist kannski siðlaust en. . . Fleur þarfnast min ekki. Blaney-fjöl- skyldan er henni nóg. Og þegar barnið er fætt þarfnast hún min minna en nokkru sinni. Siminn hringdi. Chris tók hann upp og rétti mér. Eins og i draumi hlust- aði ég á rödd Maeves. — Kay, fyrirgefðu að ég hringi svona seint, en það er áriðandi. Það er út af Fleur. Kaldur straumur fór um bakið á mér. — Hvað hefur nú komið fyrir? — Þaðerbarnið. . . þaö fæddist andvana. Ég hef verið að reyna að ná i Chris, en hann er ekki i ibúðinni, og nokkuð siðan hann fór úr sjónvarpssalnum. Mér datt aðeins i hug að þú mundir kannski þekkja einhvern klúbb eða þá ein- hvern annan stað, sem hugsast gæti að hann kæmi við á. Ég heyrði mina eigin rödd eins og úr fjarska. — Ég skal finna hann fyrir þig. Ég lagði simann á og snéri mér að Chris. Ég held að hann hafi séð á mér hvað það var, sem ég hafði að segja honum. — Það er beðið eftir þér á Fair- field, sagði ég. — Ég held að þú munir komast að þeirri niður- stöðú,að Fleur þarfnast þin ákaf- lega mikið, einmitt núna. 10. kapítuli. Fleur var sú eina i Blaney-fjöl- skyldunni, sem ekki var niður- brotinaf sorg, vegna barnsins. Ég heimsótti hana á fæöingardeild- 1120. Lárétt 1) Sort.- 6) Lukka.- 8) Eyöa,- 10) Dönsk eyja,- 12) Frétta- stofa.- 13) Keyri,- 14) Óhreinka.- 16) Keyrðu.- 17) Landnámsmaður,- 19) Óvirða Lóðrétt 2) Væla.- 3) Lita.- 4) Kona.- 5) Mjólkurmatur,- 7) Ilát,- 9) Titt.- 11) Óþétt,- 15) Veik,- 16) Veinin.- 18) Komast.- Ráðning á gátu no. 1119 Lárétt 1) Kames.- 6) Pár.- 8) Uni.- 10) Und,-12) Ná,- 13) ID,- 14) Nit,- 16) Iðu.- 17) Inn,- 19) Snúna.- Lóðrétt 2) Api.- 3) Má,- 4) Eru,- 5) Munns.- 7) Oddur,- 9) Nái.- 11) Nið,- 15) Tin,- 16) Inn,- 18) Nú,- HVELL 2.júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 12.50 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 S i ð d e g i s s a g a n : „Flakkarinn og trúboðinn” eftir Somerset Maugham. Jón Aðils leikari les (7). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 M iðdegistónleikar: Sönglög. 16.15 Veðurfregnir. 17.00 Frettir. Tónleikar. 17.30 Úr fcrðabók Þorvalds Thoroddsens. Kristján Arnason les (7) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Fréttaspegill 19.45 Bókmenntagetraun. Hjörtur Pálsson hleypir nýjum útvarpsþætti af stokkunum. 20.00 Tónlist eftir Skrjabln. Guðmundur Jónsson pianó- leikari kynnir. 20.30 Tækni og visindi. Margrét Guðnadóttir prófessor talar um veiru- rannsóknir. 20.50 Frá Mozarthátið i Salz- burg: Tvö tónverk eftir Moz.art. 21.30 Utvarpssagan Hamingjuskipti eftir Stein- ar Sigurjónsson. Höfundur les. Sögulok 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga" eftir Kristinu Sigfúsdóttur. Ólöf Jónsdóttir les. (10). 22.35 Danslög i 300 ár, — fyrsti þáttur Jón Gröndal kynnir. 23.05 l.étt lög frá ýmsum liindum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 2. júni 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Itússnesk tónlist. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur Klassisku sinfóniuna eftir Sergei Prókoffieff og kafla úr Igor fursta eftir Alexander Bóródin. Stjórnandi er S- Variso og kynnir hann jafn- framt verkin og tildrög þeirra. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö) Þýð- andi Björn Matthiasson. 21.05 Ironside Bandriskur sakamálamyndaflokkur. Ófreskjan i turninum. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.55 Sæþörungar. Akuryrkja i sjó. Kanadisk fræðslu- mynd um sjávargróöur og nýtingu hans. Þýðandi Sig- urður Hallsson. Þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.15 Erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.45 Dagskrárlok. ANTIK HÚSGÖGN Nýkomið: Útskornir stólar boröstofustólar, ruggustólar, stakir stólar, sófaborö, spilaborð, veggklukkur, standklukkur, lampar, skápar, skrifborð, kommóður, barómet, kertastjakar, og margt fleira gamalla muna. Vinsamlega litið inn. ANTIK HÚSGÖGN Vesturgötu 3. Simi 25160.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.