Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 20
Fleiri undirbúningi iuverk eru í NTB-Tel Aviv Sá eini eftirlifandi af japönsku sjálfsmorðs- sveitinni, er drýgði ó- dæðisverkið á flugv i Tel Aviv, hefui skýrt lögreglunni frá þvi, að leiðtogi hópsins hafi orðið eftir i Evrópu til að skipuleggja fleiri hryðju- og skemmdar- verk, sem ætlunin væri Kissinger og magadansmærin NTB-Varsjá. Kissinger, ráðgjafi Nixons, er kunnur fyrir að vera dálitið kvenholl- ur. Að minnsta kosti hann það í á þriðjudags- er hann var á næturklúbbi magadans- virtist Teheran kvöldið, staddur og horfði á mær sýna listir sinar. Dansmærin hætti sem sé að dansa og fékk sér sæti á lærum Kissingers. Þau ræddu þannig saman drykklanga stund. Þegar Kissinger var svo kominn til Varsjár i fyrradag, fengu blaðamenn loks að vita, hvernig á þessu stóð: -Stúlkan hefur ákaflega mikinn áhuga á utanrikismálum, sagði Kissinger. -Hún vildi fá að vita alla skapaða hluti um eldflaugar og kafbáta, og það tók dálitla stund að skýra allt' fyrir henni. Blaöamennirnir virtust ekki trúa þessu nema hálft i hvoru og spurðu, hvort þetta væri sann- leikurinn. -Auðvitað, svaraði Kissinger. -Um hvað annað hefð- um við átt að tala? að framkvæma, ekki endilega þó i Israel. Japaninn, Daisuke Namba að nafni, sagði þetta i gær, að þvi er blað i Tel Aviv segir. Fyrirliði sjálfsmorðs- sveitarinnar og einn félaginn hættu á siðustu stundu við að fara um borð i Air-France-flugvélina á Rómarflugvelli, á leiö til Israel. Lögreglan hefur af þessu ályktað, að félagarnir séu morðþyrstir öfgamenn. Aðspurður um tilgang fjölda- morðanna, svaraði Namba, að hann hefði enginn veriö. -Ég var sannfærður um, að þetta væri réttlát aðgerð, svaraði hann. -Þaö skiptir mig engu máli. Nú er hlutverki minu lokið, og ég vil að þið leyfið mér að deyja. Héðan i frá er ég pislarvottur. Namba hefur áður sagt, að samtök þau, er hann tilheyrir, Rauði herinn, hafi um mánaðabií unnið með Alþýðufylkingunni til frelsunar Palestinu, og hafi sjálfsmorðssveitin fengið kennslu i vopnaburði i Beirut. Namba veit ekki nokkurn skapaðan hlut um tsrael, en tók að sér þetta verk- efni eftir að hann hafði verið sannfærður um, að það væri nauðsynlegt fyrir alheimsbylt- inguna. c Föstudagur 2. júni 1972. J Umhverfisráðstefnan í Stokkhólmi: Powwow-menn segja niðurstöður ákveðnar NTB-Stokkhólmi -Við i'itini alls ekki á móti um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í næstu viku, en viðerum sannfærðir um, að SÞ geti ekki komið neinu sérstöku til leiðar með henni. Þetta eru orð forvigism anna svonefndra „Powwow" -samtaka, sem ætla að halda hliðstæða ráðstefnu i Stokkhólmi. Samtökin, sem stofnuð voru fyrir ári, eru alþjóðleg, og i þeim eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög. Powwow er orð úr máli Indiána og þýðir samráö. Leið- togar Powwow-ráðstefnunnar segja ennfremur, að engar raun- hæfar niðurstöður muni nást af SÞ-ráðstefnunni, þar sem allar niðurstöður séu ákveðnar fyrir- fram, m.a. verði alls ekki minnzt á eiturefnahernað Bandarikjanna i Vietnam, þvi að SÞ þori ekkert að gera, sem móðgað geti Banda- rikin. Sænska lögreglan reiknar með, að um 30 þúsund manns muni sækja Powwow-ráðstefnuna, en forráðamenn hennar segjast ekki hafa minnstu hugmynd um fjöld- ann. Fær Noregur prins í jólagjöf? NTB-Oslo Tilkynnt hefur verið í Oslo, að Sonja krónprinsessa eigi von á öðru barni sínu um jólaleytið. . Martha Louise prinsessa verður \)ú 15 mánaða. Eins og gefur að skilja, vonast Norðmenn eftir prinsi i jólagjöf, þvi að sam- kvæmt norskum lögum getur kona ekki orðið þjóðhöfðingi, nema stjónarskrárbreyting komi til. EMBÆTTI í BOÐI Mörg embætti eru laus um þessar mundir. Eins og áður hefur verið sagt frá, hefur verið auglýst eftir aðstoðarskólastjóra i þrjá menntaskóla — Akureyrar- skólann og tvo Reykjavfkur- skólanna. Þar að aúki eru nú laus embætti orkumálastjóra og landlæknis og forstjórastarf i Norræna husinu. (fl nytsöm framleiðsla neytendum í hag HEKLU-ULPUR á drengi og stúlkur, - sterkar, léttar, hlýjar; alltaf sem nýjar. á drengi og slúlkur - útsniðnar, sterkar og þægilegar. PEVSUR á drengi og stúlkur FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI iknmala b auglý*ingat>|ðnu»ti li

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.