Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. júni 1972 TÍMINN 3 Aldrei eins mikið af handritum KJ-Rcykjavik. -Á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum til- laga frá Alfreð Þorsteinssyni (F), þess efnis, að iþróttaráði og tþróttabandalagi Reykjavikur verði falið að kanna, hvort ástæða sé til, að samtökum iþrótta- hreyfingarinnar i Reykjavik ■verði veitt leyfi til að setja upp auglýsingaspjöld á iþróttavelli i Reykjavik i þvi skyni að auka fjáröflunarmöguleika félaganna. t framsöguræöu sinni sagði Alfreð m.a., að iþróttahreyfingin i Reykjavik ætti stöðugt i fjár- hagsörðugleikum, enda þótt Reykjavikurborg heföi aukið framlög sin til iþróttamála á undanförnum árum og iþrótta- hreyfingin nyti góðs af nýjum tekjustofnum, sem væru get- raunastarfsemi og auglýsingar á keppnisbúningum. Taldi Alfreð, að iþróttahreyfingin yrði að nýta allar tekjuöflunarleiðir, sem byðust. Þess vegna væri nú flutt tillaga þess efnis, að athugaðir væru möguleikar á þvi, að iþróttahreyfingin i Reykjavik fengi leyfi til að setja upp auglýs- ingaspjöld frá fyrirtækjum á Laugardalsvöllinn og Laugar- dalshöll. Erlendis tiðkaðist það, að auglýsingaspjöld væru sett upp á iþróttamannvirki.en hér- lendis hefði þetta ekki tiðkazt að neinu ráði, aðeins tvö bæjarfélög hefðu tekið þessa stefnu upp, enn sem komið væri, Keflavik og Akureyri, og nytu iþróttafélög á viðkomandi stöðum góðs af. Alfreð sagðist vilja leggja mikla áherzlu á það, að iþrótta- hreyfingin treysti meira en hingað til á sjálfstæða tekju- stofna. Styrkur hins opinbera væri mikiísverður, en iþrótta- hreyfingin mætti ekki eingöngu treysta á hann. Úlfar Þórðarson (S) tók einnig til máls. Lýsti hann yfir stuðningi við tillöguna, og kvaðst vera sam- mála þeirri skoðun, að iþrótta- hreyfingin mætti ekki eingöngu treysta á framlög hins opinbera. Þess vegna væri sjálfsagt að kanna gaumgæfilega alla mögu- leika til fjáröflunar. I athugun, hvort iþróttafélögin fái leyfi til að setja upp auglýsingaspjöld á íþróttamannvirki treysti meira á sjálfstæða tekjustofna Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður Loftleiða I ræðustól á aðal fundinum i gær. Heildarvelta Loftleida 2,8 milljarðar króna Töpuðu rúmum 19 milljónum eftir 218 milljón króna afskriftir. Hlut- höfum greiddur 10% arður Oó-Reykjavík. Aðalfundur Loftleiða vegna reikningsársins 1971 var haldinn í gær. Þar kom fram, að á árinu var velta félagsins 2.841.690.416 kr. eða rúmlega 2,8 milljarðar kr. Rekstrartap var rúmar 19 millj. kr. Afskriftir námu rúmlega 218 millj. kr. og niðurstaða efnahags- reiknings tæplega 1,5 milljörðum kr. Dótturfélag Loftleiða, International Air Bahama, skilaði 20 millj. kr. hagnaði. Á siðasta ári voru fluttir 298,872 farþegar i Loftleiðaflug- vélum, og er það 4,2% aukning frá árinu á undan. Er aukningin svipuð og hjá öðrum áætlunar- flugfélögum, sem fljúga yfir Atlantshaf. Á árinu skilaði félagið gjaldeyri til bankanna. sem nam rúmum 7 millj. dollara, nettó, eða 615 millj. kr. Launagreiðslur til starfs- manna hér á landi námu samtals 348 millj. kr. I árslok 1971 störf- uðu 705 manns hjá Loftleiðum hérlendis en 582erlendis, samtals 1287 manns. Fraktflutningar jukust afar mikið árið 1971. Voru flutt 2626 tonn, en 1478 tonn árið á undan. Er aukningin þvi 77.7%. Póstflutningar jukust um 10,3%. Námu póstflutningar 464 tonnum 1971, en 421 áriö 1970. Arðbær aukafarangur nam 106 tonnum 1971, en 84 árið á undan, og varð aukning þess vegna 25%. Við d v a lar ges t ir (SOP) Loftleiða 1971 voru 14.888, eða 20% fleiri en árið á undan. Þar af höfðu 60% sólarhringsviðdvöl, 28% dvöldu hér i tvo sólarhringa og 12% i þrjá sólarhringa. Flognir voru samtals 10 milljón kilómetrar árið 1971, eða 1.8% minna en árið áður. Flugvélarnar voru i lofti samtals 13.666 stundir, eða 10% minna en árið á undan. Þarna breyta þoturnar hlutföllum. Afkastagetan, mæld i framboðnum sætakilómetrum, jókst hins vegar um 3%. Arðbærir farþegakilómetrar jukust um 5%. Sætanýting var þvi mjög góð árið 1971, eða 74.6%, sem er heldur Umræður í borgarstjórn um íþróttamál: íþróttahreyfingin betri nýting en 1970, en þá var hún 73.2%. Hleðslunýting tonnkiló metra var 74.3%. Loftleiðir sjá um afgreiðslu allra farþegaflugvéla á Kefla- vikurflugvelli. Á siðasta ári sáu Loftleiðir h.f. um afgreiðslu á 3570 farþegavélum og 540 þúsund farþegum. Auk Loftleiða, héldu Flugfélag tslands, BEA og Pan American uppi reglubundnum áætlunarferöum til lslands, og önnuðust Loftleiðir afgreiðslu fyrir þessi félög i Keflavik. Far- þegafjöldi sá, sem Loftleiðir af- greiddu á árinu, jókst um 100 þús- und. Búizt er við, að 600 þúsund farþegar fari um flugvöllinn á þessu ári. Loftleiðir greiddu islenzka rikinu árið 1971 um 44 milljónir króna i lendingagjöld i Keflavik. Heildargreiðslur lendingagjalda i Keflavik námu kr. 88 milljónum, þannig aö Loftleiðir hafa greitt um helming lendingagjaldanna. Gerter ráð fyrir þvi, að Loftleiðir greiði i lendingagjöld um 55 millj- ónir á þessu ári, sem er 25% hækkun. Bilaleiga Loftleiða hafði 45 bila til leigu á s.l. ári. Reksturinn gekk vel og slysalitiö. Nýting bil- anna var að jafnaði yfir árið 64.5%). Nettó hagnaður var kr. 2.500000.00 eftir að afskrifað hafði verið kr. 938.000.00. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttir 64.656 farþegar, en 63.147 á sama timabili árið á und- an. Nemur aukningin þvi um 2.4%. A fundinum fór fram kosning stjórnar og varastjórnar. Stjórn- ina skipa Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður hennar, Sigurður Helgason framkvæmdastjóri er varaformaður, en aðrir i stjórn eru Alfreð Eliasson, fram- kvæmdastjóri Loftleiða, Einar Arnason framkvæmdastjóri og E.K. Olsen flugrekstrarstjóri. Varastjórn skipa flugstjórarnir Dagfinnur Stefánsson og Jó- hannes Markússon. Stjórnin lagöi til, að hluthöfum yrði greiddur 10% arður vegna ársins-1971, og var það samþykkt. Þá óskaði stjórnin heimildar til þess að greiða kr. 500 þúsund til starfsmanna samtaka félagsins vegna framkvæmda að Nesvik á Kjalarnesi. Var það heimilað. til AB KJ—Reykjavik Á aðalfundi Almenna bókafél- agsins, sem haldinn var á fimmtudaginn, skýrði formaöur félagsstjórnar, Karl Kristjánsson fyrrv. alþingismaður, frá þvi, aö félagið hefði gefið út 17 bækur á s.l. ári. auk gjafabókar. Voru allar bækurnar nema ein eftir Isl. böfunda — og fimm bókanna voru ljóöabækur. Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri AB sagði, að AB- bækur hefðu selzt fyrir um 20 milijónir króna á sl. ári. Þá gat hann þess, að um næstu áramót væru 100 ár liðin frá þvi að Sigfús Eymundsson hóf rekstur bóka- verzlunar sinnar. 1 undirbúningi er útgáfa sér- staks flokks vasabrotsbóka um þjóðfélagsmál, efnahagsmál, menningarmál o.fl. 12 barna- bækur koma út á vegum Bóka- verzlunar Sigfúsar Eymunds- sonar i haust. Þá gat framkvæmdastjórinn þess, aö sjaldan eða aldrei heföi AB borizt eins mikið af hand- ritum til útgáfu og i byrjun þessa árs. Karl Kristjánsson var endur- kjörinn formaður, og með honum i stjórn eru Eyjólfur Konráð Jónsson, Gylfi Þ. Gislason, Halldór Halldórsson og Jóhann Hafstein. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Benedikts- son og Ragnar Jónsson. 1 bók- menntaráð voru kjörnir: Tómas Guðmundsson formaður, Birgir Kjaran, Guðmundur G. Hagalin, Höskuldur Ölafsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jóhannes Norðdal, Kristján Albertsson, Matthias Jóhannesson og Sturla Friðriks- son. Stuðlar h.l. heitir styrktarfélag AB, og er Eykon framkvæmda- stjóri þess, en Geir Hallgrimsson formaður. Var ákveöið á aðal- lundi Stuöla að greiöa 7% arð af innborguðu hlutafé. Sigurjón ólafsson myndhöggvari viö eitt verkanna á sýningunni i sölum Listasafnsins. Þessa mynd nefnir hann „Markaðurinn”, og er hún til i bronsi á safni i Esbjerg i Danmörku. (Timamynd G.E.) „Þá er maður loks kominn inn fyrir þröskuldinn” - sagði Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, en Listasafn ríkisins sýningu á verkum hans á morgun opnar Klp-Reykjavik. „Maður hefur aldrei komizt nær safninu með verkin en i anddyrið eða kjallarann, svo að þetta er mikil tilbreyting fyrir mig, og ég er svo sannar- lega ánægður”. Þetta sagði Sigurjón ólafs- son myndhöggvari, er við töl- uðum viö hann i gær i tilefni þess, að Listasafn rikisins opnar á sunnudaginn sýningu á verkum hans i salarkynnum safnsins. Þar verða til sýnis 67 verk eftir Sigurjón, bæði litil og stór, en þó ekki svo litil, að hægt sé að sti nga þeim i vas- ann, eins og Sigurjón sagði. Þetta er i fyrsta skipti, sem sérsýning á höggmyndum er haldin i Listasafninu. Sum verkanna, sem þarna eru, mi i eigu safnsins, önnur eru i einkaeign, en Sigurjón á sjálfur flest verkanna. Eru mörg þeirra ný, en sum eru allt frá um 1930. Þessi sýning er i sambandi við Listahátiðina, sem hefst á sunnudag. Þá verður einnig opnuð önnur sýning á vegum Listasafnsins i Kjarvalshús- inu aö Sæbraut 1 á Seltjarnar- nesi. Þar verða eingöngu sýndar andlitsmyndir eftir Kjarval, sem eru i eigu safns- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.