Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. júni 1972 TÍMINN n AAJÖÐM AÐ MORGNI „Komdu i fyrramálið stundvis- lega kl. hálf átta, þá verður mjaðmaaðgerð.” Þannig hljóðaði svarið við bón þýzks blaðamanns, um að fá að vera við skurðaðgerð. Það átti að setja i nýjan mjaðma- lið. Við erum stödd á skurðstofunni næsta morgun. Gömul kona sefur djúpum svefni á skurðarborðinu. Vél/ sem svæfingarfólkið stjórnar, sér um öndunina. Skurðlæknirinn vinnur rólega og öruggt. Handtök skurðstofu- hjúkrunarkonunnar eru jafn hár- nákvæm. Aðstoðarlæknarnir halda skurðinum opnum. Þeir fá stuttar útskýringar, sem i þetta sinn er einnig beint til ókunnugs áhorfenda. Þær trufla ekki, heldur skýra það sem fram fer. Það er verið að seta nýjan mjaðmarlið i 82 ára gamla konu. Aðeins 75 minútur. Hún mun geta gengið aftur. Strax eftir fjóra daga á hún að fara á fætur. Þegar hún var 81 árs var skipt um hægri mjaðmarlið hennar. Fyrir aðgerðina virtist hún óttalaus. Hún talaði um daginn og veginn við svæfingalækninn. Hálftima siðar liggur gamli mjaðmarliðurinn á grænum dúk. Jafnvel leikmaður getur séð að hann er óstarfhæfur. Eftir tuttugu minútur til viðbótar hefur skurð- læknirinn fest nýja mjaðmar- liðinn með beinsementi. Liðskálin er úr gerviefni. Að- stoðarmaður byrjar að sauma. Aðgerðin tók aðeins 75 minútur, stundarfjórðungi skemmri tima en eðlilegt er. „Hún er farin að anda aftur, ég er feginn að það tókst. Gamla konan er nefnilega hjartveik og auk þess nýrna- sjúklingur,” segir svætinga- læknirinn, þegar gömlu konunni var ekið út úr skurðstofúnni. Sem skurðaðgerð er ísetning stálmjaðmarliðs og liðskálar ekki erfið. Þótt þessi aðgerð sé ékki framkvæmd, nema á fólki, sem býr við talsverð örkuml, er til- tölulega hættulaust að gera hana á öldruðum sjúklingum. Litil áhætta Likurnar fyrir þvi að veita illa fötluðu gömlu fólki hreyfigetuna aftur, eru þvi meiri en áhættan. Arangur nútima læknisfræði gerir fólki kleift að lifa lengur. I háþróuðum iðnaðarlöndum er fólk starfshæft til 65 ára aldurs. Að meðaltali lifir það i 70 ár. Þessi þróun hefur skapað ný verkefni i skurðlækningum. Slit á einstökum likamshlutum, liðum, 2. Liðhausinn sagaður burt. — 3. Liðskálin skorin frá brjóskinu. — 4. Gerviliðskálin fest með beinfesti, sem storknar á fáum minútum. — 5. Gervimjaðmarliðurinn kominn á sinn stað. hrygg, eða innri liffærum eru menningarsjúkdómar, sem koma nú oftar fyrir en áður. Sá sem áður fyrr dó úr smitsjúkdómi um fertugt, átti sjaldan við að striða slitna úrsérgengna likamshluta. Helztu nyju viðfangsefni nútima- skurðlækna eru slitin, sjúklega breytt liffæri, og likamshlutar, sem ekki er hægt að græða og leiða til stöðugs hreyfingarleysis eða dauða, ef ekki er hægt að setja önnur ný i þeirra stað. Snilli manns iðnaldar i að fást við efni, vélar, efnafræðileg og likamleg fyrirbrigði, gerir það að verkum að auðvelt virðist einnig að setja varahluti i þá vél, sem nefnist maður. Þeir eru meira að segja sagðir betri og sterkari en upp- runalegir hlutar mannsins. Og þó er maðurinn engin vél. Varalikamshluti'úr efni sem' lik- amanumerókunnugt,erog verður gervilikamshluti sambærilegur við gervihönd eða gervifót. Þess vegna tilheyra flutningar á lif- færum og vefjum úr einum manni i annan i framtiðinni. Hingað til hafa slikir flutningar mistekizt vegna varnarviðbragða likamans gagnvart ókunnugum vefjum. Onnur hindrum er siðfræðileg hlið málsins. Við liffæraflutninga milli manna er mjög oft dauði eins sjúklings skilyrði fyrir þvi að annar haldi lifi. Og það sem er tæknilega mögulegt er oft lagalegt og siðferðislegt vandamál fyrir læknana. Læknaeiðurinn skyldar þá til að viðhalda lifi. En oft stendur læknirinn frammi fyrir þeim vanda, að þurfa að skera úr hvort maður sé ranverulega á lifi, þegar likamsstarfsemi hans er haldið gangandi með vél, og vitað er að hann muni aldrei komast aftur til meðvitundar. Ekkert lagalegt vanda- mál Notkun gervilikamshluta úr stáli eða gerviefnum svo sem við mjaðmaaðgerðina, og lifrænna hjálparmeðala úr dýrum, er ekki bundið neinum lagalegum og sið- fræðilegum vanda. Ólifræn hjálpartæki er hægt að framleiða i miklu magni, stöðluðu formi og stærðum. Auðvelt er að geyma þau, og sótthreinsa. Frekari skurðaðgerðir eru ekki nauðsyn- legar. Hægt er að skipta um liði i fingrum og hnjám alveg eins og mjöðmum. Nýr hnjáliður kostar rúmt þrjátiu og eitt þúsund Isl. kr. mjaðmaliður rúmar 18.000 isl. kr. Þeir uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru, áður en vara- hluti er settur i mann. Mikið slit- þol er nauðsynlegt. Vara- hluturinn á helzt að geta starfað um ótakmarkaðan tima. Málmar þurfa ekki að vera óvirkir, gervi- efni mega ekki hafa tilhneigingu til að leysast sundur. Upplausn aðskotahluta i likamanum hefði staðbundna og almenna skaða á likamanum i för með sér. Og fjar lægja yrði varalikamshlutann á ný. Læknir, efnafræðingur, eðlisfræðingur. „Búast má við góðum árangri, þegar nýi likamshlutinn myndar ásamt vefjunum i kring starfandi heild,” segir Dr. Heinz Contzen skurðlæknir i Frankfurt i grein um ólifræn hjálpartæki i skurð- lækningum. Ef þessi starfhæfa heild á að finnast þarf læknirinn jafnframt að vera efnafræðingur og eðlisfræðingur. Gervilikamshlutar eru engin nutimauppfinning. Tréfóturinn og járnhöndin eru söguleg fyrirbæri, en gæðin eru ólik hjá gervilimum nú á dögum. Gervihönd úr plasti, °g málmi, lik eðlilegri manns- hönd að stærð og lit, er stjórnað með vöðvarafmagni eftir vilja þess sem hana ber. Innbyggður mótor knúinn rafhlöðu veitir nauðsynlega orku. Enn þá furðu- legra er þó að kynnast þvi, að meðal daglegra starfa skurð- læknisins er að setja i nýjar æðar, vélindi, hjartalokur, já, meira að segja halda hjartanu starfandi með rafmagni. Þýtt SJ. 6. Svona litur gervimjaðmarliður út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.