Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 3. jú.ní 1972 ina og gætti þess vandlega að frú Blaney væri þar ekki samtimis. Mér fannst Fleur dálitiö döpur, en alls ekki harmþrungin. Hún var mjög ánægð með að sjá mig. - t>að var fallega gert af þér, Kay, að koma til min alla þessa leið. Ég met það mjög mikils. — Ég er mjög glöð yfir þvi að mega koma hingað til þin. Þú lit- ur ágætlega út, ert blómleg og sæt þrátt fyrir það, sem komið hefur fyrir. Ég vissi ekki vel.hvað segja skyldi undir þessum kringum- sæðum. — Já, ég hef það gott, sagði Fleur. — Ég veld mömmu mest- um vonbrigðum með þvi að gráta ekki allan liðlangan daginn. - Það er gott að þú gerir það ekki. Hún horfði á mig hugsandi. — Ég vildi svo gjarnan.að ég væri sorgbitnari en ég er, Kay. En ég vil ekki hræsna, Ég finn enga sorg. Ég hlýt að vera eitthvaö undarleg. Annars er ég dalitið dauf þessi litla, vesaiings vera, allt þella erliða að komast i heim- inn og svo — pútt — ljósið slökkt. - Settu að minnsta kosti ekki lyrir þig tilfinningaleysið, þú verður heldur að hugsa um það citt að vera frisk aftur, það eitt gildir. llið unga andlit mýktist i fögru brosi. — Ó Kay, þú ert svo yndis- leg, og ég hel' svo gott af að vera nálægt þér. 11 já mömmu og Stetlu og þeim hinuin linnst mér ég vera. . .sek. Þú skilur mig hins- vegar og ég þori að vera sönn ná- lægt þér. Ég fór að tala um annað, segja henni frá leikhúsinu og slúðursög- unum.sem gengu. Égsagði henni Irá samkvæmi, sem ég hafði ver- ið i og hvernig konurnar hefðu vcrið klæddar. llún var aftur orð- in lún gamla, káta Fleur þegar litla hjúkrunarkonan kom inn til þess að taka lebollana. Ilún gaf mér bcndingu um,að heimsóknar- timinn væri útrunninn. Svo brosti hún til Fleur. , Þessi heimsókn hefur virkilega gert yður gott, Frú Benthiil. Við verðum að telja hana á að koma aftur. ó bara að hún vildi gera það fyrir mig, sagði Fleur, og ég lofaði að koma aftur ein- hvern l'yrsta daginn i næstu viku. Þegar ég kemst á fætur og út. Kay, verðum við að hittast oft. Viltu lofa mér þvi? Auðvitað. Við lyftum okkur upp, og kaupum ný föt handa þér þig vanlar vist ýmislegt? Það verður gaman. Ég yfirgaf hana hamingju- sama og með ljóma i augunum. lljúkrunarkonan beið min úti i ganginum með eiginhandarblokk i hendinni. — Allt i lagi, ég skal skrifa nafniö mitt, sagði ég og brosti til hennar. — Ó, fröken Lauriston, þakka yður fyrir. Þaö hefur verið sér- lega ánægjulegt að fá að heilsa yður, og það hefur haft svo mikil og góð áhrif á frú Benthill að þér komuö. Það er alltaf erfitt þegar móðir missir barnið sitt. Mér varð hugsað til þess, sem hjúkrunarkonan hafði sagt þegar Maeve heilsaði uppá mig i leik- húsinu næsta kvöld. Ég hélt mig geta reiknað með Maeve, en hún var fjarska dauf og grátrandir um augun. Það lá við,að ég yrði ergileg við að sjá hana aldrei þessu vant. — Þetta er allt svo óskiljanlegt, Kay. . . þessi elsku, litla vera. . . Ég gat nú ekki stillt mig lengur. — Heyrðu mig, Maeve, hryggilegt er það, þaö finnst okkur öllum, en við megum vera þakklát fyrir það að Fleur er frisk og syrgir sig ekki til dauða, en tekur á skyn- seminni þess i stað. Maeve horfði á mig eins og ég væri orðin eitthvað skritin. — En innst inni ber hún sorg, Kay, það segir sig sjálft. Mamma segir,að engin móðir komist yfir það að missa barnið sitt, alveg án tillits til þess hve mörg hún á fyrir. — Ég geri ráð fyrir, aö frú Blaney taki sér þetta nærri? Ég hálf skammaðisl min fyrir að vera að spyrja um það sem ég vissi. En ég vildi sanna fyrir guði og mönnum að ég hefði rétt fyrir mér, og Maeve gekk svo sannar- lega i gildruna. — Hún er alveg óhuggandi. Þetta barn hefði haft svo mikla þýðingu fyrir hana. Þelta var svo sem, auðvitað. Ég sá i huga mér þetta andvana fædda barn gert að nýjum Itonnei Williams, og dánardagsins hátið- lega minnzt árlega, til þess að binda fjölskylduna ennþá fastar saman. — Ég hef heldur aldrei séð Jónatan svona hnuggginn, og Dorian segir alltaf: — Það hefði alveg eins getað verið eitthvert okkar barna, og Stella flýtur öll út i tárum. — En það var ekki eitt þeirra, eða var það? Var það ekki Fleurs barn? — Jú, ég veit það, og Fleur tek- ur þessu hreystilega. Chris segir ekki margt — Það er ekki oft, sem við sjáum hann. — Kæra vinkona, ég geri það — ég geri það. — Ég get ekki sagt frá þvi, hve eftirvæntingarfull ég er, Kay, ég hef aldrei á æfinni orðið svona spennt. Það er svo friskandi — að standa á eigin fótum og byrja upp á nýtt. Ég kyssti hana alúðlega. — Vertu sæl Fleur, og hamingjan fylgi þér. — Vertu sæl, Kay, þakka þér fyrir allt, sem þú hefur fyrir mig gert. Aldrei skal ég gleyma svipnum, blikinu i augunum, né gáska hreyfingarinnar, þegar hún veif- aði til min upp i gluggann. Ég féil i þunga þanka þegar hún var farin. Svo Chris hafði rétt fyr- ir áer — Fleur vildi vera frjáls, engu siður en hann. Grunaði hana hvað hún var að gera fyrir mig með þessu? Einhverntima, ein- hverntima seinna mundi ég spyrja hana. Einhvern- tima...bylgja friðsemdar reið yfir mig. Loksins gat ég séð fyrir end- ann á einmanaleik minum? Einmitt þegar ég var um það bil að fara i rúmið, kom Jónatan i heimsókn með fangið fullt af blómum, ávöxtum og kampavini. — Ég frétti að þú værir lasin, Kay. Mig langaði aðeins til að vita hvernig þér liði. Ég þakkaði fyrir, en óskaði þess af heilum hug að hann færi sem fyrst. Þetta var fyrsti dagur- inn sem ég var á fótum, var fjarskalega afllaus og langaði mest af öllu til þess að komast i rúmið aftur. En hann lét fara vel um sig, svo það var ekkert fyrir mig að gera en að bjóða honum kvöldverð og opna kampavins- flöskuna. Að sjálfsögðu spurði ég um liðan fjölskyldunnar. — Þau hafa öll kvefast, en það vissirðu kannski. Þú sérð Maeve oft? er ekki svo? — Jú, við hittumst alltaf annað slagið — ég hef verið að hjálpa henni að kaupa til búsins. Mamma er alveg að ganga fram af sér við að undirbúa þetta brúð- kaup, tautaði Jónatan. — Já, ég þykist vita að hún noti timann vel við undirbúninginn. — Já, það er áreiðanlegt. Næsta spurning hans kom mér i vanda: — Sérðu Fleur nokkurn tfma? — Já, stundum. Þú sérð kannski Chris oftar? — Já, við höfum talsvert starf- að saman. — Og þar fyrir utan? — Ég stóð á fætur, snéri við honum bakinu um leið og ég kveikti i sigarettu. Ég þurfti tima til að átta mig, þvi að ég vissi að Jónatan hafði sterkar gætur á i mér. — Hvað meinarðu? — Heyrðu mig, Kay, ég skal vera hreinskilinn. Ég hef áhyggjur út af Fleur. Ég held að hún sé ekki hamingjusöm i hjóna- bandinu. Hún hefur verið eirðar laus og bæld i seinni tið. — Seinast þegar ég sá Fleur sagði hún mér að hún væri mjög hamingjusöm. — Hvenær var það? Ég horfði beint framan i hann. — Alveg nýlega. Ég vonaði að hann spyrði ekki um,hvaða dag það hefði verið. — Ég vildi bara óska að þetta væri rétt hjá þér. — Fleur mun áreiðanlega segja þér það sama sjálf, sagði ég. Mér var hugsað til bréfsins, sem hún hafði skrifað frú Blanley. Heyrðu mig, Jónatan, það er ekki meiningin að reka þig út, en þetta er fyrsti dagurinn sem ég er á fótum og ekki sérlega vel upplögð.... Hann stóð á fætur og brosti. — Ég hef aðeins hugsað um mig, 1121. 1) Sundfæri,- 6) Aa.- 8) Hóf.- 10) Ennfremur.-12) Greinir.- 13) Féll,- 14) Lærði,- 16) Nuddað.- 17) Áfengum miði. 19) Fáni.- Lóðrétt 2) Op.- 3) öfug röð.- 4) Eins.- 5) Andlitsfarði,- 7) Dapra,- 9) Kindana.- 11) Hár,- 15) Smásteinar.- 16) Hafðu. 18) Trall,- Ráðning á gátu nr. 1120 Lárétt 1) Tigull,- 6) Lán,- 8) Sóa,- 10) Als,- 12) TT,- 13) Ek,- 14) Ata,- 16) Óku,- 17) Uni,- 19) Smána.- Lóðrétt 2) íla.- 3) Gá,- 4) Una.- 5) Ostar.- 7) Askur.- 9) Ótt,-11) Lek,- 15) Aum,- 16) Óin,- 18) Ná,- HVELL G E I R I D R E K I 1111 ■ LAUGARDAGUR 3. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Stanz. Arni Ólafur Lárusson og Jón Gauti Jónsson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.00 Fréttir. 15.15 Laugardagstónleikar. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.00 Fréttir. Erlendar r-addir um islenzk öryggismál. Þáttur i samantekt Einars Karls Haraldssonar. Lesari með honum: Sigmundur örn Arngrimsson. A eftir stjórnar Tómas Karlsson ritstjóri umræöum um öryggismálin en þátt- takendur auk hans verða Björn Bjarnason lög- fræðingur og Ragnar Arn- alds alþingismaður. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i iéttum dúr. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bcint útvarp úr Matt- hildi. 19.45 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.30 Smásaga vikunnar: „Feðgarnir” cftir Þorodd Guðmundsson frá Sandi. Hanna Eiriksdóttir les. 20.50 Einsöngur: Erna Berger syngur. 21.15 Á skerplu. Jón B. Gunnlaugsson tekur saman þátt með ýmsu efni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 3. júni 18.00 íþróttir. Sveitagllma Is- lands. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Ævintýri á Sikiley. Þýð- andi: Dóra Hafsteinsdóttir. 20.50 Sumardansar. Ballet eftir Flemming Flindt samin við tónlist eftir Svend S-Schultz. Dansarar: Anne Christensen, Eva Kloborg, Anne Marie Vessi, Arne Bech og Johnnv Eliasen. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.20 Myndasafnið. Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartansson. 21.50 Borg blekkinganna (The Bad And The Beautiful) Bandarisk biómynd frá árinu 1953. Leikstjóri Vincente Minelli. Aðalhlut- verk Kirk Douglas, Lana Turner og Walter Pidgeon. Þýðandi: Jón Thor Haralds- son. 1 mynd þessari er skyggnzt inn i lif kvik- myndaborgarinnar og sýnt hvernig þróun kvikmynda- gerðar og lifi einstaklinga er stjórnað af fáum áhrifa- mönnum. 23.45 Dagskrárlok. •V p Gisli G. ísleifsson <jj Hæstaréttaliigmaður § Skóla\i»rAustig la.simi 14150 P S> í>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.