Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 3. júní 1972 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Bréf til íþróttasíðunnar: ,,Ástæðulaust að hefja það til skýjanna, SEM EKKERT ER" IþróttasIAa Tlmans, Hr. ritstjóri Alfreð Þorsteinsson. „Þessir piltar eru engir áhugamenn”. Þannig hefst grein yðar um seinni landsleik tslendinga og Belgiu- manna I knattspyrnu, og þér haldið áfram - sagði belgiski landsliöseinvaldurinn um islenzka landsliðið eftir siðari lands- leikinn, sem lyktaöi 4 : 0.” Ég var frá mér numinn, þegarégsá þessa voldugu fyrirsögn i blaði yðar um daginn. Gat það verið, að Islenzku piltarnir hefðu sigrað belgiska kollega sina, já, jafnvel burstað þá. Nei, við áfram- haldandi lestur greinarinnar kom hinn iskaldi sannleikur i ljós, það voru nefnilega belgisku leikmennirnir, sem höfðu burstað okkar menn i annað sinn á nokkrum dögum. Þér leggiö mikiö upp úr orðum belgiska einvaldsins um okkar menn. Að sjálfsögðu kann maðurinn sitt fag, og hann hefur greini- lega hitt i mark með setningu sinni.Vitaskuld veit maðurinn, að á íslandi er ekki atvinnumennska i knattspyrnu. Það hlýtur öllum, sem þekkja til atvinnumennsku að vera ljóst, að land með 200 þús. i- búum getur ekki staðið undir atvinnumennsku. Auk þess þarf enginn að segja mér það, aö þessir menn kynni sér ekki verðandi andstæöinga sina. Það er bara eðlilegur þáttur i þeirra starfi. Já, hr. ritstjóri, belgiski einvaldurinn var búinn að ákveða fyrir leikinn hvað passaði að „commentera”, og hann hefði sagt það, jafnvel þótt burstið hefði orðið ennþá meira. Ég ætla ekki að fjölyrða um lýsingu yöar á gangi leiksins. Mér sýnist ástæðan fyrir þvi, að mörk Belganna urðu ekki 20 i staö 4, vera sú, að islenzku piltarnir spiluöu hreinan varnarleik, og i slikum tilvikum, þegar 21 knattspyrnumaður heldur sig á sama vallar- helmingi allar 90 minúturnar, er þaö tilviljun ein, sem ákveður markatöluna. Um daginn hiustaði ég á viðtal viö tvo af belgisku leikmönnunum i þýzka sjónvarpinu. I sambandi við þetta viðtal var sýnd kvikmynd úr landsleik tslendinga og Beiga, til þess að kynna belgisku leikmennina. Um leikinn var ekkert talað, en beigisku leikmennirnir sögöu, aö islenzka liðiö hefði verið sérlega léttur andstæðingur. Mér þykir leitt aö kasta rýrö á frammistöðu okkar landsliðs- manna. Ég verösamt að játa, að það er ástæöulaust að hefja það til skýjanna, sem ekkert er. Tilfelliö er, aö á meðan sá „mórall” viö- gengst, að nóg sé að þvælast fyrir andstæðingnum f staö þess aö spila knattspyrnu, þá náum viðaldrei langt á þessu sviði. Við þessar aöstæöur að keppa til „sigurs” miðað viö fólksfjölda og aðstöðu- mismun-verður okkar þátttaka alltaf lltilfjörleg. Við verðum að skapa okkur viröingu hjá öðrum og bera mátulega mikla virðingu (ekki of mikla) fyrir andstæöingum okkar. Virðingarfyllst, Böövar Valgeirsson. Illt umtal betra en ekkert — segir Skíðaráðið Firmakeppninni hefur verið frestað Hr. ritstj. iþróttasiðunnar. Með áður veittu leyfi yðar, biöjum viö yður aö birta eftirfarandi svar til XXX: „Skiöaráð Reykjavikur fagnar þvi, að loks skuli birtast eitthvað um starfsemi skiðaiþróttarinnar á íslandi á iþróttasiðum dagblaö- anna. Ráðinu þykir að visu leitt, aö um aðfinnsiu er aö ræöa, en þykirþóbetra illt umtal en ekkert. Varðandi fyrirspurnina (Timinn 31/5) viljum við taka fram, að ráðiö innheimtir þátttökugjald i firmakeppni á þeirri forsendu, aö keppni skuli vera haldin. Veður- guðina fær enginn við ráðið, og svo var á s.l. vetri á þeim helgum.er keppni skyldi fara fram, þar til svo var áliðiö sumars, að erfitt reyndist aö útvega nægt starfsiiö og keppendur, til að keppni gæti farið sómasamlega fram. Keppninni hefur verið aflýst i ár, og er bréf á leiöinni til allra þátttakenda þar að lútandi.” SKRR KSI - KRR íslandsmót Laugardalsvöllur Fram - ÍBV leika i dag kl. 16.00 Verö aðgöngumiöa: Fuilorðnir kr. 150.00 Börn kr. 50.00 Fram Krlendur Magnússon — leikur með Fram I dag. Erlendur leikur með Fram gegn ÍBV - liðin mætast á Laugardalsvelli í dag Einn leikur verður háður I 1. deildar keppninni i knattspyrnu i dag. Fram og Vestmannaeyjar mætastá Laugardalsvellinum, og hefst leikurinn kl. 16. Bæöi liðin léku illa i fyrstu leikjum sinum i mótinu. Eyjamenn töpuöu fyrir Breiða- bliki, 2:3, en Fram tókst hins vegar að sigra Viking með 1:0. Það háði Fram-liöinu i leiknum gegn Vikingi, að Erlendur Magnússon gat ekki tekiö þátt i leiknum sökum veikinda. En nú er Erlendur kominn á ról — og mun leika með Fram I leiknum i dag. A morgun leika svo i Keflavik kl. 16 IBK og Vikingur, og i Reykjavik kl. 20 KR og Akranes. A mánudagskvöld kl. 20 leika svo Breiðablik og Valur á Melavelli. Sveitarfélög styrkja OL-fara Ólympiunefnd tslands leitaöi fyrir nokkru til sveitarstjórnanna i landinu um fjárstuöning af þeirra hálfu vegna þátttöku lslendinga i Ólympiuleikunum i Mtfnchen i sumar. Aöur haföi Reykjavíkurborg riðið á vaðiö og samþykkt 100 þús. króna fj'árframleg 1971 og 200 þúsund 1972. Nú eru fleiri sveitarfélög að bætast i hópinn. Kópavogur hefur samþykkt aö veita kr. 25 þús. til nefndarinnar og Hriseyjar- hreppur kr. 5 þúnund. Um leið og Ólympiunefndin þakkar þessar góðu undirtektir, væntir hún þess að móttaka fram- lög frá öörum sveitarfélögum. Skrílslæti í fyrsta leik 2. deildar - sem háður var í Hafnarfirði. FH og Þróttur skildu jöfn, 1:1 Á fimmtudagskvöld hófst 2. deildin í knatt- spyrnu, meö leik FH og Þróttar. Leikurinn fór fram i Hafnafirði, og lofar hann góðu — má búast við að keppnin í 2. deild veröi mjög spenn- andi i ár. Ljótan svip á leikinn settu hafnfirzkir áhorfendur, sem voru með skrilslæti allan Helgi Þorvaldsson hefur skorað 52 mörk i 100 leikjum fyrir Þrótt. leikinn — hentu þeirgrjóti og sandpokum óspart i leikmenn Þróttarog mjög góðan dómara leiksins, Hinrik Lárusson. Ef svona skrilslæti eiga að ráða ríkjum i Hafnarfirði, má búast við að aganefnd KSi skerist i leikinn og útiloki, að FH leiki á heimavelli, þar sem engin lið treysta sér til að mæta þar til ieiks. Leikurinn var vel leikinn af báðum liöunum, og sóttu FH- ingar mun meira i leiknum. Þróttarar áttu þó mörg hættuleg skyndiáhlaup að FH-markinu. Þróttur náði forystunni i leiknum, þegar Helgi Þorvalds- son, sem lék sinn 100. leik með Þrótti skoraði úr vitaspyrnu i fyrri hálfleik. Helgi hefur með þessu marki skorað 52 mörk i þessum 100 leikjum með Þrótti, og má það teljast mjög góður árangur, þar sem hann leikur stöðu útherja. 1 siðari hálfleik náðu FH- ingar að jafna 1:1 með marki, sem Ólafur Danivalsson skoraði. Rétt eftir jöfnunar- markið áttu Þróttarar skot i slá — munaði þar mjóu,aö þeir færu meö stigin úr viðureign liðanna, en það hefðu ekki verið réttlát úrslit. Hinrik Lárusson dæmdi leikinn, og gerði hann það óaðfinnanlega. SOS. Farið oftar í sund — og æfið hægt og rólega Norræna sundkeppmn hefur gengið framar öllum vonum. Astæðan er vafalaust almenn sundkunnátta og vaxandi áhugi á iþróttum og útivist. Fleiri og fleiri vilja trimma á einhvern hátt, starfsfólk á sundstööunum upplýsir, aö hundruö manna sæki nú sundlaugarnar reglulega, en hafi áöur komiö endrum og eins. Mjög margir hafa þegar synt 200 metrana, og fjöldinn allur mörgun sinnum. Sumir, sem farið hafa til að synda 200 metrana, hafa hinsvegar uppgötvað, að þeir gátu ekki synt svo langt. Og hvað skal þá til bragðs taka? Það er ekki nema ein leiö til: Aö fara oftar f sund og æfa sig hægt og rólega. Hér fara á eftir leiðbeiningar fyrir þá, sem litið hafa farið i sund undanfarið, en vilja byrja á þvi aftur, sjálfum sér til ánægju og heilsubótar: Fólk sem hefur litla sundgetu og hefur ekki synt um langt skeið, ætti að hefja æfingar sinar i grynnri enda lauganna. Þvi fylgir meira öryggi. Fólk ætti að byrja á þvi aö synda stutta vegalengd, þ.e. 10 - 25 m I einu, en hvila sig siðan þar til það telur sig geta synt til baka. E.t.v. kemst viðkomandi ekki nema 15m án hvilda I fyrsta skiptið, en ætti þó að reyna aö komast þá vegalengd 2 - 3 sinnum meö hvildum á milli. Næst þegar hann fer I laug ætti hann að reyna að komast 15 m 3-5 sinnum með þeim hvildum, er hann telur sig þurfa til þess aö komast til baka. Þegar viðkomandi er farinn að geta synt þá vegalengd,er hann hóf æfingar á i fyrstu, hvort sem þaö eru nú 10, 15 eða 25m, 6 — 8 sinnum með þeim hvildum,er hann veiur, ætti hann að lengja vegalengdina t.d. um 10 — 25 metra, en synda þá vegalengdina sjaldnar, t.d. 2 — 3 sinnum. Þannig ætti fólk að geta haldiö áfram að æfa sig þar til þaö hefur getu til að synda 50 — 100 metra i einu, án hvildar. Eftir það er ráðlegt,að viökomandi syndi eins langa vegalengd og hann kemst án hvfldar, hvili sig siðan litiö eitt og reyni að komast sömu vegalengd aftur i annarri lotu. Smám saman er svo hægt aö fjölga lotunum, eins og var gert i byrjun við styttri vegalengdirnar, eða að reyna við ákveöna lengri vegalengd, t.d. 2/3 af þeirri vega- lengd, er viðkomandi synti meöhvild á milli. (Frá 1S1)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.