Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. júnl 1972 TÍMINN 19 Keppt verður á kapp- siglurum á Nauthólsvík Fjölbreytt hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði ÞÓ-Reykjavik. Sá sjómannadagur, er nú geng- ur i hönd, er hinn 35. i röðinni, og að þessu sinni verður sérstaklega vandað til hátiðahaldanna vegna útfærslu landhelginnar i 50 milur. Á blaðamannafundi i gær skýrðu meðlimir sjómannadags- ráðs frá fyrirhuguðum hátiðar- höldum. Þar kom m.a. fram, að aðalhátiðahöld dagsins verða, eins og i fyrra, i Nauthólsvik. Þar hefur aðstaðan verið bætt mjög, og að þessu sinni ætti ekki að skapast neitt umferðaröngþveiti, eins og siðast, þar sem að nú hef- ur verið komið á hringakstri. Verður nú ekið niður með slökkvi- stöðinni og Hótel Loftleiðum nið- ur i vikina, og úr vikinni verður s- iðan ekið eftir nýjum vegi, sem liggur norðan við Fossvogskap- ellu út á Hafnarfjarðarveg. Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsræaðs, skýrði frá þvi á blaðamannafundinum, að dagskrá sjómannadagsins hæfist með þvi, að klukkan 8 yrðu fánar dregnir að húni á skipum i höfn- inni. Klukkan 9 hefst sala á merkjum dagsins og Sjómanna- dagsblaðinu. Skólahljómsveit Kópavogs leikur létt lög framan við Hrafnistu kl. 10, en kl. 11 hefst sjómannamessa i Dómkirkjunni. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, minnist drukknaðra sjómanna, dómkórinn syngur, og einsöngvari með honum er Hall- dór Vilhelmsson, organleikari er Ragnar Björnsson. A sama tima verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Klukkan 13.30 hefjast hátiða- höldin i Nauthólsvfk. Skólahljóm- sveit Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. Sið- an verður fánaborg mynduð með Sjómannafélagsfánum og is- lenzkum fánum. Að þvi loknu verða flutt ávörp dagsins. Full- trúi rikisstjórnarinnar verður Lúðvik Jósefsson . sjávarútvegs- málaráðherra og fulltrúi út- gerðarmanna Tómas Þorvalds- son. Fulltrúi sjómanna verður að þessu sinni Guðmundur Kærne- sted skipherra hjá Landhelgis- gæzlunni, og mun hann ræða eitt- hvað um þau vandamál, sem brátt munu skapast við að verja landhelgina. Pétur Sigurðsson af- hendir siðan heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Að þessu loknu fara fram skemmtiatriði, og þar ber helzt að nefna Sjóskiðasýningu, kapp- róður, kappsiglingu seglbáta, en þetta verður i fyrsta skipti á Is- landi, sem kappsigling á seglbát- um fer fram. Keppt verður á 14 feta bátum. Þá fer einnig fram björgunar- og stakkasund og koddaslagur. Þá kemur þyrla varnarliðsins á staðinn og sýnir björgun. Merki Sjómannadagsins og Sjó- mannadagsblaðið, ásamt veiting- um, verða til sölu á hátiðarsvæð- inu. - Um kvöldið verða dansleikir á flestum veitingastöðum borgar- innar, og verður dansað til kl. 2. eftir miðnætti. Sjómannablaðið kemur út að vanda á Sjómannadaginn, en það hefur komið út allan timann, sem Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur. Blaðið er að þessu sinni 60 siður, og er vandað til þess á allan hátt. I blaðinu eru margar greinar, en inntak blaðs- ins að þessu sinni er 50 sjómilna landhelgin. Blaðið er gefið út i 7200 eintökum, og kostar hvert blað kr. 100. Hafnarfjöröur Hátiðahöldin i Hafnarfirði hefj- ast kl. 8, með þvi að fánar verða dregnir að húni. Klukkan 13.30 verður sjómannamessa i Hafnar- LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVlK Sunnudagur Háskólabió 4. júni Kl. 14.00 Opnun hátiðarinnar. Leikfélag Reykjavikur Kl. 18.00 Dóminó eftir Jökul Jakobsson (Forsýning). Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Sjálfstætt fóik. Norræna húsið Kl. 20.30 Liv Strömsted Dommersnes og Liv Glaser: I lyse netter (ljóða- og tónlistardagskrá). Mánudagur Bústaðakirkja 5. jÚm Kl. 17.00 Nóaflóðið (frumsýning) barnaópera eftir Benjamin Britten. Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Tveir einþáttungar eftir Birgi Engilberts (frumsýning) Norræna húsið Kl. 20.30 Liv Strömsted Dommersnes: Dagskrá um Björnstjerne Björnson. Þriðjudagur Iðnó 6. jÚní Kl. 17.00 Dagskrá úr verkum Steins Steinars I umsjá Sveins Einarssonar. Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (önnur sýning) Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar I. (Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Anton Webern og Schubert) Norræna húsið Kl. 21.00 Birgit Finnilá: Ljóðasöngur. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sveriges Radioorkester. Ein- leikari á fiðlu: Arve Tellefsen. Stjórn- andi: Sixten Eherling. Miðvikudagur Bústaðakirkja 7. jÚni Kl. 17.00 Nóaflóðið (þriðja sýning) Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar II (Verk eftir Schumann, Dvorák, Þorkel Sigurbjörns- son og Stravinsky) Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Lilla Teatern I Helsinki: Um- hverfis jörðina á 80 dögum (Jules Verne/Bengt Ahlfors). Fyrsta sýning. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sveriges Radioorkester. Ein- leikari á Pianó: John Lill. Stjórnandi: Sixten Ehrling. Myndlistarsýningar opnar meðan á Listahátið stendur. Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. LISTAHÁTÍO I REYKJAVÍK Evrópu meiscari Rekord er mest seldi bíll í sínum stæröar- flokki í Evrópu. öll Evrópa vióurkennir þannig framúrskarandi kosti hans. Ástæóan er einföld: Okumenn gera alls staöar sömu kröfur er þeir velja bíl — öryggi, þægindi, endingu, orku og útlit. Vandlátur kaupandi gerir samanburó og velur ekki fyrr en hann er ánægóur. Rekord II -fyrir þá sem hugsa máliö REKORD SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ádmiii a o ncvi/ i a \ / i l/ o i i o onnn ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 fjarðarkirkju, séra Garðar Þor- steinsson messar. Að lokinni messu hefjast útihátiðahöld við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þar flytja ávörp Sólveig Eyjólfsdóttir formaður SVDK, Hraunprýði, og Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambands Islands. Þá verða þrir aldraðir sjómenn heiðraðir. Trio'ið Litið eitt skemmtir og Jörundur flytur gamanþátt. -Siðan fer fram koddaslagur, björgunaræfing á þyrlu og kappróður. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á milli atriða. Um kvöldið verða skemmtanir i Skiphól og Alþýðuhúsinu. VEFNAÐARSÝNING Guðrúnar Guðjónsdóttur i anddyri íþróttahúss Seltjarnarness er opin frá kl. 4-10 Au^l.vsingar, scm rij’a að koma f hlaöinu á sunnudiigum þurfa aft hrrast fyrir kl. I á fostudögum. \ugl.stofa Tinians cr I Bankastræti 7. Simar: I952:( - IH30U. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, og sendiferða- bifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 7. júni kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5 Sölunefnd varnarliðseigna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.