Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLiSKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 i 123. tölublað — Sunnudagur 4. júni 1972 — 56. árgangur. Þörungaræktun á Reykjum - einsdæmi í veröldinni 1 eina tið var mjólk gerilsneydd hérlendis með því að halda henni 63 stiga heitri i hálfa klukku- stund. Nú er blágrænn þörungur (Mastigocladus laminosus) hreinræktaður i rannsóknarskyni við svipaðan hita þriðja sumarið i röð i hveralæk við dælustöðina á Reykjum i Mosfellssveit. Frá þessum rannsóknum er skýrt i siðasta hefti Náttúrufræð- ings, og er þess að geta um leið, að slik ræktun hefur aldrei fyrr verið framkvæmd i veröldinni. Þörungar þessir lifa allviða i hverum hérlendis, einkum mjög viða á Hveravöllum, og hafa tveir menn, Sigurður Pétursson gerla- fræðingur og G.H. Schwabe, eink- um fengizt við rannsóknir á þeim. Þessi tegund er talin hafa grund- vallarstöðu i kerfi blágrænna þör- unga, og er ein fárra hitakærra blágrænna þörunga, sem tillifa óbundið köfnunarefni. Ekki er þekkt nein aðferð til þess að rækta þörung þennan i rann- sóknarstofum, svo að verulegu nemi, og þess vegna réðust tveir liffræðistúdentar frá tæknihá- skólanum i Zúrich, sem vinna að doktorsritgerð um þessi efni, i þessar rannsóknir hérlendis, og hafa þeir notið við það fyrir- greiðslu og liðveizlu Sigurðar Péturssonar. Það hefur þegar verið staðfest, að kjörhiti þessa þörungs er um sextiu stig, en hann þolir 64 stig i langan tima og jafnvel hærra hitastig i stuttan tima, en fari hit- inn niður i 48-55 stig, truflast vöxturinn af þráðgerlum. Annars getur þessi blágræni þörungur geymzt i myrkri i nokkra daga við fárra stiga hita án þess að skaðast sýnilega, og frystingu i nokkra mánuði lifir hann lika af. Svo ör er vöxtur hans, að i septembermánuði i fyrra komst uppskeran i tilraunalæknum á Reykjum upp i tvö pund blaut- þyngd af 1,8 fermetra plötu á fjór- tán dögum. Þetta eru hreinar frumrann- sóknir, sem hér eru gerðar, og hafa aðeins visindalegt markmið. Eigi að siður þykir það mjög merkilegt viðfangsefni að rann- saka svo óvenjulegt hitaþol ger- hvata eins og þarna á sér stað. Sjómannadagurinn er hátið- legur haldinn um land allt i dag. Þetta er einn af fáum dögum á árinu,sem sjómenn taka sér fri — og eiga svo sannarlega fyrir þvi. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar 1. september verður eflaust viða til umræðu i dag, en nú eru aðeins tæpir fjórir mánuðir þangað til útfærslan kemur til fram- kvæmda. A myndinni eru sjómenn i Reykjavik að taka netin i land, að lokinni netaver- tiðinni. Inni i blaðinu er rætt við varðskipsmenn og þám.a. um útfærsluna. (Timamynd Gunnar) Matarlegt í hákarlshjöllum Vopnfirðinga Það fær einhyer fallega hákarlsbeitu frá Vopnafirði þetta árið. Alkunna er, að Vopnfirðingar eru ötulir við hákarlaveiðarnar, og að þessu sinni hefur hákarlinn veiðzt vel. Allir hjallar eru fullir af hákarli, sagði Steingrimur Sæmundsson, fréttaritari Timans þar eystra, I gær. Þessar veiðar eru bæði stundaðar á trillubátum og þilfarsbátum, gjarna ásamt öðrum veiðum, frá þvi nokkru eftir áramót og fram á sumar. Aður var þessari veiði að jafn- aði hætt i júnimánuði, en nú orðið fæst hákarl lengur fram eftir sumri, þvi að dýpra er sótt en áður var. 20 þúsund krónur Vænn hákarl er mikið búsi- lag. Það má gera ráð fyrir, að hann verkist upp á tvö hundr- uð pund, og með þeirri eftir- sókn, sem verið hefur og ekk- ert lát er á, má gera ráð fyrir, að tvö hundruð krónur fáist fyrir hvert kilógramm. Slikur hákarl gerir þvi um tuttugu þúsund krónur. Bætt verkunaraðferð Sá hákarl, sem veiðist að vetrinum, er kasaður i köss- um, sem fergðir eru með grjóti.og liggur hann þannig i jörðu um þrjár vikur. Að þeim tima liðnum er hann tekinn upp og settur i hjalla, þar sem hann hangir á að gizka þrjá mánuði. Afla þann, sem fæst, er vora tekur, geta menn ekki kasað að sinni vegna flugu. Hann er settur i geymslu i frystihúsinu og biður þar hausts, þegar 611 hætta af flugu er liðin hjá. Eru öllu vinnubrögð við kösun og verkun orðin miklu þrifalegri en fyrrum þótti nógu gott. Verður ekki heldur betur séð en hákarlinn sé vara, sem á vaxandi gengi að fagna i land- inu, þegar hann er vel verkað- ur. Sjómannadagurinn r lagður upp á Akra- fjall ÓV-Reykjavík Vegur hefur verið lagður upp á Akrafjall og var þaö Ferðamálafélag Akraness, sem stóð að vegalagningunni. Blaðamaður Timans ræddi yfir helgina við Arna Ingólfsson, yfirlækni á Akranesi, sem er formaður Ferðamálafélagsins og sagði hann,að vegur þessi næöi I um það bil 370 metra hæð, að Utsýnisstalli, sem þar væri frá náttúrunnar hendi. Vegurinn cr i fjallinu austanverðu, frá Stóru Fellsöxl og hefðu félagar i Ferðamálafélaginu rutt veginn fyrir hálfum mánuði. Arni sagði, að vegurinn væri fær öllum bilum, en þó væri hann náttúrlega ekki góður, en til stæði að bera ofan i hann. — Við erum að gera okkur vonir um að fá fjárveitingu úr fjallvegasjóði rikissins, sagði Arni, — en ég efast um að hægt verði að eiga nokkuð við þetta fyrr en á næsta ári. Arni sagði,að vegurinn væri töluvert mikið notaður og gerði útsýnispallurinn senni- lega útslagið um það, þvi þaðan er útsýni mikið og gott. — Það sér þaðan yfir Reykja- nes, Faxaflóa, Hvalfjörð, Melasveit og austur i Hofsjökul, sagði Arni. — Þetta er fyrsti visirinn að eflingu ferðamannastarfs á Akranesi. Við stilum helzt uppd eins dags ferðamenn frá Reykjavik Árferðið með af- brigðumerfittá Grænlandi , Fyrir nokkrum dögum var dýralæknir Grænlendinga Kirkegard Petersen, á leið til Kaupmannahafnar og áði um stundarbil á Keflavikurflugvelli. Með skeyti hafði hann beðið undirritaðan að hitta sig á flug- vellinum. Bar hann þar fram til- mæli um, að fluttar yrðu kveðjur til islenzkra bændasamtaka og til einstaklinga fyrir þann vinarhug, sem Grænlendingum var sýndur i vor með þvi að bjóða hey, sem að visu komst aldrei þangað, þótt þess væri þörf, en flutningaskilyrði i Grænlandi voru svo erfið i vetur og vor sem framast getur orðið vegna snjó- þyngsla. Dýralæknirinn tjáði við þetta tækifæri, að veturinn hafi verið enn verri en 1967, þegar fjárfellir varð þar alvarlegur. Snjór kom snemma og fljótlega gerði hag- bönn og er á leið varð snjódýpi mjög mikið og nú i mailok var talsverð fönn i fjöllum og lagis á Eiriksfirði. Beitarjörð var engin fyrr en eftir miðjan april, hey mjög naum, og skorturinn til- finnanlegastur i innstu byggðum við Eiríksfjörð og Isafjörð. I vetur náðist ekki allt féð, svo að hýst yrði og hefur sjálfsagt eitthvað af þvi fennt til dauða eðá orðið ref að bráð. Dæmi eru þó þess, að útigengnar ær hafi sézt með tvö lömb. Annars hafi vanhöld orðið, einkum á gömlum ám, og hrútum, en naumast hægt aö telja þau stórfelld og ekkert i likingu við það er gerðist 1967, en mörg lömb i hættu, bæði vegna þess að ærnar miólka litið. bvi að vorkuldar hafa verið miklir og þeir leikið magurt fé all hart, og svo hafa mörg lömb fæðzt veikburða. Enn eitt kemur til, tófan er mjög ágeng og illvig gagnvart þeim. Dýralæknirinn álitur, að á komandi hausti komi varla til slátrunar meira en helmingur þeirra tölu sláturfjár, sem mundi hafa orðið i eðlilegu árferði. A landssvæðinu við Godháb var snjólag gott þó talsverð fönn væri þar, og hreindýrin i góðum holdum eftir veturinn. Fóðurflutningar voru ákáflega erfíðir og dýrir frá verzlunar- stöðum til þurfenda og ábyrgðist landsráðið greiðslur, en fóðrið var flutt i þyrlum. Einhverjir fóru varhluta af sliku og þar urðu van- höld tilfinnanlega vegna skorts. 1 mailok var gróður af mjög skornum skammti og árferðið verður að telja meö afbrigðum erfitt, þvi að frosthörkur voru miklar og lengi vetrar. Kveðjum Grænlendinga er hér með komið á framfæri og einnig þeirri fregn, að grænlenzkir bændur hafa hug á að heimsækja tsland sem fyrst. Gisli K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.