Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 4. júní 1972. 1 ár verður sjómanna- dagurinn haldinn hátiðlegur sunnudaginn 4.júni. Að venju verður efnt til ýmiss konar útiskemmtana og verður að þessu sinni verið i Nauthólsvik við Skerjafjörð. Hátiðahöldin verða á hefð- bundinn hátt.Að venju hefst samkoman með ræöuhöldum, siðan verða aldraðir sjómenn heiðraöir.Þá verður keppt i| róöri, stakkasundi og björgunarsundi. Sýnd veröur björgun úr sjó með þyrlu. Björgunarsveitin úr Mýrdal, sem vakti mikla hrifningu áhorfenda i fyrra mun sýna listir sinar á sjóskiðum og ýmisleg önnur atriði verða i léttum dúr. Eins og nú horfir með útgerð hinna stóru sildveiðiskipa eru( likur fyrir þvi, að þau verði ekki farin til veiöa i Norðursjó og væri þvi ánægjulegt, ef þessi skip sendu lið til keppni I róðri og hinum ýmsu atriðum, sem til ánægju mættu verða. 1 fyrra var ein róðrarsveit kvenna frá frystihúsi Is- bjarnarins, — nú standa vonir til þess aö frá frystihúsunum verði meiri þátttaka, bæði kvenna-og karlasveita. Ýmsir skólar hafa á undanförnum árum tekið þátt i róðrinum, og er það vel, að róðrakunnáttu sé haldiö við, þótt i litlum mæli sé, i sambandi viö sjómanna- daginn. Anægjulegt er að vera á Skerjafirðinum á sumar kvöldum við róðraæfingar, og ættu fleiri að kynnast þvi en veriö hefur. Nokkur skemmtiatriði þóttu mjög góð i fyrra, svo sem baujuslagurinn. Fleiri slika þætti mætti taka upp ef þátt- taka fæst. Nú eru vertiöaskipti, sumarvertið að hefjast með humarveiði og sildveiðar verða stundaöar i Norðursjó þótt ekki taki eins margir þátt i þeim og á siðastliönu ári, enda allmisjafn árangur, þar sem skipin þurfa að vera stór og vel útbúin, sem þessar veiðar stunda. Heyrzt hefur,að margir verði I sumar meö handfæri, og frá sumum ver- stöövum veröa jafnvel allir bátar á handfæraveiðum. Al- varlegt veröur að telja, ef rétt er, að humarbátar komi með mikiö magn af þorski og öðrum fisktegundum, en hafa aðeins leyfi fyrir humar- veiðum. Rækjuveiði . hefur veriö allgóð suðvestanlands, og heyrzt hefur, að rannsóknaskipiö Hafþór hafi fengið góða rækjuveiði við Berufjarðarál nú nýlega. Ekki hafa enn borizt fréttir af kolmunnaveiöum, en til stóð, aö þær yrðu reyndar i vor. Ingólfur Stefánsson. Arelíus Níelsson: Hvað segir „fjöldinn" um kirkjuna? Franskur munkur, dominikani að nafni Jean Paillard, hefur feröazt um Norðurlönd, þó ekki Island, til að kynna sér afstöðu fjöldans til kirkju og kristindóms. Hann hefur siðan ritað bók um þetta efni, og þar kemur margt athyglisvertfram, sem við tökum ekki sérstaklega eftir, af þvi að þetta er aðeins hið daglega lif okkar. Paillard fór fyrst til Finnlands. Þar kynntist hann sérstaklega listamönnum og viðhorfum þeirra til kirkjunnar. Hann ræðir við málara, ar- kitekta, leikara og kvikmynda- fólk. Sameiginlegt álit þessa lista- fólks er, að listaverk sé hlutur sem hafi sitt eigið gildi i sjálfu sér, óháð öllUm trúarbrögðum. í kirkjunni sé hvorki upphaf né til- gang að finna. Þvi finnst guðsmynd kirkjunnar lifvana, og trúarat- hafnir og guðsþjónustur, hin opin bera trúrækni, leiðinlegri en orð fá lýst. Þar er fátt nýtilegt og ekkert nýtt að finna að áliti þess- ara listamanna. Þetta verður þessum katólska Hvort sem mála þarf úti eða inni. Að mála hús sitt með Hörpusilki er auðveld og ódýr aðferð til þess að fegra umhverfið og vernda eignir sínar gegn harðleikinni veðráttu. Með réttri undirvinnu stenzt Hörpu málning hin tíðu veðrabrigði. Fagleg vinnubrögð og góð málning tryggja langa endingu. Látið Hörpu gefa tóninn. HARPA EINHOLTI 8 Húsið tekur stakkaskiptum hugsuði ærið umhugsunarefni. Hann hefur sem sé lært, að flest merkustu listaverk i tónum, litum og byggingalist, séu innblásin af kirkjunni og anda kristindóms. Frá Finnlandi leggur Jean Paillard leiö sina til Stokkhólms. Þar kynnist hann annarri hlið hinnar svonefndu heimshyggju. En það er hiö steinrunna tómlæti gagnvart kirkju og kristni ásamt hinu hversdagslega guðleysi, þar sem allt trúrænt er eins og af sjálfu sér óviðkomandi heilbrigðu, starfandi fólki. En þegar franski presturinn kynntist þessu betur, finnur hann alls staðar likt og leynda eða dulda þrá eftir hinu trúræna i öllu þessu kalda skeytingarleysi. Þessi þrá birtist i skáldsögum, leikritum og ljóðum, jafnvel i blaðagreinum, ýmist sem ásökun, gagnrýni eða vanrækt ást, sem getur snúizt i fyrirlitn- ingu og hatur. Sumir þora ekki að viðurkenna trú sina af þvi að þeir verði þá álitnir óhlutgengir i starfi eða kenningum, heimskir, grunn- hyggnir, gamaldags eða þá blátt áfram skrýtnir og óþolandi. En samt eru þeir alltaf eitthvað aö gæla við guðstrúna, oftast i er- gelsistón. Einn þeirra segir: Biblian, hún er góð fyrir sig. Hana þekki ég. En heimatrúboðssamkomurnar hafa gert guð ógeðslegan i minum augúm”. En þarna fann Paillard skyld- leika milli skoðana „fjöldans i noðri” og katólsku kirkjunnar. Hið siendurtekna „röfl” lúterskra guðfræðinga og presta um synd og náð, frelsun og fyrir- gefningu, eins og þetta sé hinn eini brennidepill i guðstrú og lifs- verðmætum, gerir hvort tveggja — kirkjukenningarnar óþolandi og fjarlægir hinn san n.a kristin- dóm. Það varð þvi ýmislegt erfitt, sem Paillard prestur fékk til um- hugsunar i trúarafstöðu fólksins i velferðarrikjunum á Norður- löndum. Vissulega þekkjum við þetta allt hér úti á Islandi. Hann fann einnig mikið af efa og angist i við- horfi margra. En gegn þvi verkar von kristinnar lifsskoðunar, að áliti sr. Paillards. Hann komst sérstaklega að þeirri niðurstöðu, að kirkju og kristindómi á Norðurlöndum sé sjálfsgagnrýni nauðsynleg. Um fram allt þarf að losa sig við steinrunnar kenningar, dogmur og helgisiði, sem verka neikvætt fyrir þá, sem fyrir utan eru og hafa ekkert með raunverulegan fagnaðarboðskap frelsis og góð- leika að gjöra. En slikur fagnaðarboðskapur er og hefur alltaf verið meginatriði kristins dóms. Þegar Jean Paillard var spurður um hið raunverulega verkefni hans og tilgang, svaraði hann: „Ég vil eftir fremsta megni hjálpa til að gera grunninn að kristi-ndómi morgundagsins, framtiðarinnar. Hann þarf að vera raunverulegur kristindómur allra i heiminum.” Trúræknin er fyrst og fremst hollusta við persónuleika Krists, opinn hugur fyrir undrum til- verunnar og dýrð alföður, gleðin i Guði. Er ekki ýmislegt i afstöðu og orðum þessa katólska föður, sem væri þörf á að ihuga? Glöggt er gestsaugað. Við rakstur treður traktorinn ekki i heyinu. Vinnslubreidd 2.8 m. — Verð kr. 53.500.00. Vandaðar vélar borga sig Hin góðkunna € J HEUmHHEL bezt hjölamQgavél hefur 6 tindahjól.ibæði snýr og rakar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.