Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. júní 1972. TÍMINN 5 Þingeyingar heiðra frumbyggjann Náttfara Var Náttfari klettadrangur í sjó frammi? Var Ingólfur Arnarson moðreykur úr hlóðum einhverrar kerlingar, sem vildi víðfrægja sitt fólk með þvi að rekja ættir þess til fyrsta landnámsmannsins, sem bar höfuð húskarli hærra? öðru hefur verið haidið fram fullum fetum, en á hinu tæpt — eða að minnsta kosti einhverju i þá átt- ina. Samt verður þjóðhátið mikil haldin árið 1974, væntanlega i góðri trú og fullu trausti þess, að Ingólfur Arnarson hafi maður veriö, en ekki heilaspuni, og með sannindum hermt, að hann hafi fyrstur setzt hér að til búskapar. Og Þingeyingar eru ekki á þeim buxunum að gefa Náttfara upp á bátinn. Sumarið 1970 héldu þeir landnámshátið heima i héraði, fjórum árum á undan öðrum, studdir frásögn Landnámu (Sturlubókar) um það atvik, er Náttfara sleit á báti frá Garðari Svavarssyni, ásamt þræli og am- bátt, eftir vetursetu á Húsavik. Eins og kunnugt er segir þar svo frá, aðhann hafi siðan reist bæ að Helgastöðum i Reykjadal, en ver- ið hrakinn þaðan út i Náttfaravik- ur að nokkrum tima liðnum, er land var tekið að byggjast. Með skirskotun til þessa telja Þingey- ingar Náttfara fyrsta landnáms- manninn, að slepptri óljósri for- sögu, sem bundin er við dvöl irskra manna i landinu. Minnispeningar úr silfri og kopar Með þessu er þó ekki nema hálfsögð sagan af þvi, sem Þing- eyingar hafa gert til þess að halda þvi til skila, að fyrsti landnáms- maðurinn tók sér bólfestu i héraði þeirra. Fjórir Þingeyingar i Reykjavik réðust fyrir nokkrum misserum i það, sem hvergi hefur verið get- ið i blöðum eða öðrum fjölmiðl- um: Þeir bundust samtökum um að láta búa til minnispening úr Ilringur Jóhannesson. silfri, silfurpletti og kopar, helg- aðan Náttfara og landnámi hans. Fengu þeir þingeyskan lista- mann, Hring Jóhannesson list- málara, til þess að teikna pening, er siðan var steyptur erlendis. Þessir peningar voru seldir i kyrrþey, og er af þvi þá sögu að segja, að þeir runnu út og munu nú allir seldir, þótt aldrei væru þeir auglýstir til sölu. Skreyting á skólavegg. Enn mun Náttfari koma við sögu á þessu sumri. A Húsavik hefur verið i smiðum nýr gagn- fræðaskóli, og i honum verður sjö fermetra veggflötur skreyttur myndum, þar sem höfðað verður bæði til sögu héraðsins og lands- lags. Hringur Jóhannesson mun mála þessar myndir, og er hann senn á förum norður þeirra er- inda. Hluti þessa mikla málverks verður helgaður Náttfara karli, svo að framvegis munu ungling- arnir á Húsavik ekki aðeins hafa fyrir augum gneyp fjöllin yfir Náttfaravikum handan fló- ans,heldur einnig innan skóla sins þá táknmynd fyrsta þingeyska bóndans, er Hringur Jóhannesson mun festa þar á vegg i sumar. Náttfarapeningurinn. Fjórmenn- Jónsson og Snær og Freyr ingarnir, sem létu gera pening- Jóhannssynir, bræður Hrings, inn, eru Indriði Indriðason, Helgi sem teiknaði hann. Sundbolir og bikini frá Marks & Spencer mmw.« m m flusturstræti JESÚFÓLK allra tima les BIBLÍUNA að staðaidri BIBLÍAN fæst hjá bóka- verzlunum, kristilegu félög- unum og hjá Bibliufélaginu. HIÐ ÍSL. BEBLÍ UFÉLAG ^uð8r<m&*»tofu SiuatmtmiiB • utiut>i | Gisli G. ísleifsson 1 w Hæstaréttaliigniaóur Skólavöröustíg 3arsimi 14150 ýí S> % Arnarfell Jökulfell Dísarfell Litlafell Helgafell Stapafell Mælifell Skaftafell Hvassafell Sendum öllum Sambandsskipin eru i stöðugum siglingum til meginlands Evrópu islenzkum °S G1 Ameriku. sjómönnum Flytja þaðan vörur til losunar beint á flestum islenzkum höfnum. árnaðaróskir á hátiðisdegi þeirra Upplýsingar um umboðsmenn vora erlendis fúslega veittar. 4. júni Samband íslenzkra samvinnufélaga Skipadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.