Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. júni 1972. TÍMINN 19 fiskveiðilögsögunnar og Sjómannadagsins togarinn skall utan i herskipið og laskaðist svo, að hann þurfti að halda hið skjótasta heim til Bretlands til við- gerðar. —Nú verðið þið á Þór staddir á hafi úti á sjómanna- daginn. Heldurðu, að sá dagur verði eitthvað frábrugðinn öðrum dögum hjá ykkur á Þór? —Ekki býst ég við þvi. Við spilum og teflum rétt eins og aðra daga, en kannski verður fri frá vinnu á sjómanna- daginn. Annars hef ég sjaldan verið úti á sjó þennan dag, þvi að yfirleitt höfum við reynt að fara i land á sjómannadaginn. Ég held, að sjómanna- dagurinn sé alltaf sá sami og hann hefur verið. Hér i Reykjavik hefur aðstaða til útihátiðahalda batnað að mun eftir að þau voru fíutt yfir i Nauuthólsvik. Hermann Sigurðsson, 23ja ára Reykvikingur, er 3. stýri- maður á Oðni og jafnframt einn yngsti yfirmaður á skipum Landhelgisgæzlunnar. —Ertu búinn að vera lengi á varðskipum? —Frá þvi 1965. Hins vegar hef ég verið stýrimaður i sjö mánuði, en prófi frá Stýri- mannaskólanum lauk ég vorið 1970. Starf mitt sem 3. stýrimaður er fyrst og fremst fólgið i siglingarstjórn, en auk þess hef ég umsjón með öllum öryggisútbúnaði skipsins. —Hvernig er aðbúnaður skipverja á varðskipunum? —Hann er yfirleitt ágætur. Þó vantar tilfinnanlega ein- hverja félagsaðstöðu fyrir áhöfnina, til að stytta mönnum stundir á fri- vöktunum. —-En hvað um sjómanna- daginn? Sjómannadagurinn er auðvit- að sérstakur hátiðisdagur sjó- manna. Mér finnst bera minna á hátiðarhöldunum hér i bænum en úti á landi. Ég var t.d. staddur á Siglufirði á sjómannadegi fyrir nokkrum árum, og þar var mikið um dýrðir. E.t.v. er það lika fjöl- mennið hér i Reykjavik, sem skyggir á hátiðarhöldin. Við reynum yfirleitt að halda til hafnar og dvelja þar á s j ó m a n n a d a g i n n . Varðskipsmenn hafa t.d. sýnt björgun úr sjávarháska og aðrar björgunaraðgerðir a þessum hátiðisdegi sjómanna. Um borð i Albert tek ég bátsmanninn, Boga Eyjólfs- son, tali.þar sem hann er að dytta að fallbyssu skipsins. Bogi gefur sér tima frá vinn- unni, tií að svara nokkrum spurningum. — Ég er ættaður frá Dröng- um á Snæfellsnesi og fór snemma á sjó, var m.a. á mótorbátum og linuveiðurum, áður en ég réðst til Land- helgisgæzlunnar fyrir niu ár- um. Ég kann ágætlega við mig hér á Albert. Að visu eru vakt- irnar aðeins tviskiptar en ekki þriskiptar, eins og á stærri skipunum. Vinnuálagið verður þess vegna meira, þvi að úti- vistirnar eru nálega jafn langar. — Er sjómannadagurinn enn sá sami og hann var fyrir 25-30 árum ? — Hér áður fyrr þurftu menn aö róa, hvenær sem gaf á sjó, hvort sem dagurinn var sjómannadagur eða einhver annar. Nú er þetta breytt, og yfirleitt eiga sjómenn fri á sjó- mannadaginn. Viðá varðskipunum reynum alltaf að skjótast að landi á sjómannadaginn, en séum við úti á sjó, er reynt að halda vinnunni i lágmarki. — Er einhver munur á DAGHEIAAILIÐ í BREIÐHOLTI Innritun á dagheimili við Blöndubakka hefst mánudaginn 5. júni. Tekið verður á móti umsóknum júnimánuð i sima 16155, milli kl. 10 og 13 fh. Barnavinafélagið Sumargjöf Til tœkifœrisgjafa STEINHRINGAR GULLOG SILFUR fyrirdömurog herra GULLARMBÖND HNAPPAR HÁLSMEN o.fl. SENTI PÓSTKRÖF U ---------- GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Simi 14007 HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI Lokaskráning á hestum, sem taka eiga þátt i hestamóti félagsins 11. júni er á þriðjudaginn 6. júni hjá Guðfinni Gisla- syni simi 92-2210, Keflavik. Stjórnin starfi ykkar á Albert og starfi stærri varðskipanna? — Ekki get ég sagt það. Þó höfum við alloft verið i rann- sóknarleiðöngrum, t.d. dvöld- umst við i 14 vikur á árinu 1970 úti fyrir Grænlandsströndum við oliuleit og aðrar áþekkar rannsóknir. Ég kunni vel við Grænland og Grænlendinga, og vildi öllu heldur fara þangað i frii en til Mallorka. — Hvernig eru kjör sjó- manna nú að þinu áliti? — Kjörin hafa lagazt upp á siðkastið, þvi að kaupið var satt að segja orðið heldur litil- fjörlegt. Þó er ég hræddur um, að erfitt verði að kveða niður verðbólgudrauginn og hann eigi eftir að éta upp eitthvað af launahækkuninni frá i vetur. -ET. ^—25555 ■ * 14444 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Semliíerðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Höfum kaupanda að 4ra - 5 lierbergja ibúð i vesturborginni. tbúðin þyrfti ekki að losna fyrr en eftir allt að einu ári. Ilá útborgun i boði. Einnig koma til greina skipti fyrir 3ja hferbergja ibúð á góðum stað i vestur- borginni (og þá með milli- gjöf). V0MARSTFITI 12. simar 11928 og 24534 Sölustjóri Sverrir Kristinsson heimasími: 24534, Verötryggiö peningana núna- byggiö seinna Ungt fólk, sem ætlar sér að ráðast í byggingaframkvæmdir seinna, ætti að gefa því góðan gaum, að verðtryggð spari- skírteini eru öruggasta fjárfestingin. Þeir, sem kaupa skírteini nú geta fengið þau endurgreidd með hagstæðum vöxtum, vaxtavöxtum og verðbótum af höfuðstól og vöxtum, að.fimm árum liðnum. Auk þess eru skírteinin skatt- og framtalsfrjáls. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.