Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 21
Sunnudagur 4. júnl 1972. TÍMINN 21 HEIMSMEISTARINN mótað Bóris Spasski. I daglegu lifi jafnt sem að tafli er hann margar mismunandi persónur á ólikum timum: alvarlegur eða kátur, hógvær eða fullur sjálfs- traust, hreinskilinn eða lokaður, mildur eða miskunnarlaus. En eitt einkenni á hann i fari sinu, sem aldrei breytist: seiglu, og hana á Spasski algerlega aö þakka skákinni. Eins og svo margir aðrir frægir skákmenn var Bóris Spasski undrabarn. 11 ára gamall komst hann i fyrsta flokk, 13 ára keppti hann um meistaratitil, og 16 ára varð hann alþjóðlegur meistari á keppni i Búkarest. Arið 1955 vann Spasski titilinn heimsmeistari unglinga, þá 18 ára gamall, siðan keppti hann á millisvæðamóti, og komst i áskorendakeppni, þar sem hann lenti i þriðja til sjöunda sæti, og 19 ára gamall varð hann yngsti alþjóðlegi stórmeistarinn. Frami hans var svo snöggur og um leið svo eðlilegur, að helzt leit út fyrir að brátt félli æðsti heiður alls skákheimsins honum i skaut, eins og fullþroska epli. En — FYRSTA AÐVÖRUNAR- MERKIÐ kom á 25. meistarakeppni Sovétr. i skák 1958. Bóris Spasski var meðal þeirra, sem liklegastir voru taldir tilað hljóta fyrsta sæti i keppninni, en fjórir þeir efstu skyldu siðan taka þátt i milli- svæðamóti. Þá fór eitthvað úr- skeiðis hjá unga stórmeistarnum. Óvæntir ósigrar biðu hans i loka- keppninni, sem spilltu stöðu hans, og fullnaðarósigur fyrir Tal i sið- ustu umferð útiiokaði það, að hann yrði meðal sigurvegara i keppninni. betta var mikill ósigur. Senni- lega varð Spasski nú ljóst, að fúsk dugar ekki i skák, góður árangur er óhugsandi án atvinnumennsku i orðsins bezta skilningi. „Ég lauk prófi úr blaða- mennskudeild Leningraöhá- skóla,” segir hann. ,,Ég hélt ég gæti orðið duglegur blaðamaöur með timanum, en brátt sá ég, að blaðamennska var ekki köllun min.” „Mikið af tima minum fór i iþróttir. Ég var nokkuð góður i hástökki, og hefði getað náð langt i þeirri grein, þvi að ég hef rétta likamsbyggingu fyrir hana. En ég gat ekki æft reglulega án þess að það kæmi niður á skákinni. Ég varö að velja.” í þessu vali syndi hann I raun og veru i fyrsta sinn, hvilikri seiglu og hugrekki hann býr yfir. Skákin hlaut hug hans allan, varð hans aðaláhugamál. Næstu árin vann hann mikið og hlaut virðingu á ný. Þetta var e.t.v. mesta keppnistimabil ævi hans. Hann tók þátt í meistara- keppni Sovétrikjanna, meistara- keppni Leningrað, og alþjóðleg- um skákmótum i Moskvu (1. til 3. sæti), Riga (1. sæti) og Mar del Plata (1. og 2. sæti). Þetta eru að- eins þær helztu, en of langt mál yröi upp að telja öll stærri og minni skákmót, sem hann tók þátt i. Það var öruggur og ákveðinn 24 ára gamall stórmeistari, sem kom til 28. Sovétmeistarakeppn- innar i skák, sem var um leið næsta svæöakeppni. En sagan endurtók sig. Alveg eins og þrem árum áðu, stóð Spasski sig meö eindæmum vel i byrjun, en siðan fór aö halla undan fæti. Eins og þrem árum fyrr var þátttaka hans i millisvæðamótinu háö árangri hans i lokaumferðinni, og i þetta sinn tefldi hann á móti Stein. Það varð biðskák meö Nýtt safnaðar- og æskulýðs heimili í Garðahreppi - Gert ráð fyrir heilbrigðis- og félagslegri þjónustu auk kirkjulegra starfsins ' ÓV— Reykjavik. t vikunni var tekin fyr- sta skóflustungan að safnaðar- og æskuiýðsheimili I Garða- hreppi. Það var Sveinbjörn Jóhannsson, bóndi á Hofsstöðum, sem tók fyrstu skóflustunguna, en hiö nýja hús verður byggt I landi hans. Strax og Sveinbjörn hafði lagt frá sér skófluna, tók jaröýta við aö grafa. Safnaðar- og æskulýðsheimili þetta veröur fyrsti áfangfnn að nýrri kirkju i Garðahreppi, en byggðarlagið er ört vaxandi og hefur þvi mikla þörf fyrir félags- lega aðstöðu, sem mun nánast vera engin i hreppnum. Það er Bræðrafélag Garða- Glókollur í síðasta sinn Barnaleikritiö Glókollur verður sýnt i siðasta sinn i dag, sunnu- dag, þann 4. júni. Leikurinn hefur verið sýndur 25 sinnum, og hefur verið uppselt á öllum sýningum. Ekkert lát virðist enn á aðsókn, en þar sem listahátiðin hefst um næstu helgi og miklar annir verða af völdum hennar i Þjóðleikhús- inu, verður ekki hægt að hafa fleiri sýningar. Nærri 15 þúsund leikhúsgestir hafa séð Glókoll i Þjóðleikhúsinu. kirkju, sem stendur að bygging- unni, og hefur það unnið margvis- lega að undirbúningi fram- kvæmda. Séra Bragi Friðriksáon, sóknarprestur Garðakirkju, sagði blaðamanni Timans, sem var viðstaddur athöfnina I gær, aö markmiðiö væri, að þarna verði miðstöð fyrir hina ýmsu þætti kirkjulegs starfs, en sérstök áherzla lögð á fjöl- breytt æskulýðsstarf. Sagði séra Bragi ennfremur, að viðræður hefðu fariö fram við sveitarstjórn um nýtingu hússins I þágu annarra málefna. Mætti I þvi sambandinefna, að gert væri ráö fyrir þeim möguleika, aö i húsinu verði heilbrigöis og félagsleg þjónusta, þar sem læknar, sál- fræöingur og félagsráðgjafi geti haft aðstöðu, og að i heimilinu yrði miöstöð fyrir aðstoö við heimili og eldri borgara. Þá er og gert ráð fyrir, aö ýms önnur menningarstarfsemi fái inni I heimilinu. Teikningar gerði Skúli Norðdal arkitekt, og sagði hann blm. Timans, að húsið yrði 743 fer- metrar aö grunnflatarmáli og um það bil 5000 rúmmetrar. Byggingameistari er Hreinn Jóhannsson, og standa vonir til, að hægt verði að ljúka að minnsta kosti grunni byggingarinnar i sumar. Bræörafélagið hefur efnt til happdrættis til ágóða fyrir hið nýja safnaöar- og æskulýðs- heimili, og verður dregið i þvi 26. júni næstkomandi. möguleika á björgun. Jafntefli hefði getað tryggt honum fjórða sætið. En Spasski gaf skákina. Hann hafnaði þessum siðasta möguleika af þvi að hann vildi ekki vera upp á neina náð kominn af hálfu skákgyðjunnar. Arið 1961 taldi hann sig ekki reiðubúinn til að keppa um heimsmeistaratign- ina. Seinna sagði hann, aö sú ákvörðun hefði verið fyrsta skrefið i átt til að hljóta heims- meistaratitilinn. Aftur hafði Spasski sýnt hvilik- um skapgerðarstyrk hann bjó yf- ir. Fáir skákmenn heföu komið þannig fram i hans sporum. Nú vissi hann, hvað hann vantaði: hann þurfti aö öðlast sjálfstraust og læra að láta ósigra ekki á sig fá. Og þegar hann tapaöi fyrstu tveim skákum sinum i „sjö manna svæðakeppninni” þrem árum siðar, en komst samt i fyrsta sæti, gat hann sagt viö sjálfan sig: „Nú er mér óhætt að reyna.” Millisvæðakeppnin i Amster- dam (1. til 4. sæti) opnaði Spasski leiðina að áskorendakeppninni. Hann sigraði Paul Kere, Jefim Geller og Mikael Tal, einn á eftir öðrum. Siöan stóð hann augiiti til auglitis við jötuninn Petrosjan, „Járn-Tigran”, niunda heims- meistarann i skák, sem þá stóð á hátindi frægðar sinnar. EINVIGI PETROSJANS OG SPASSKÍS 1966 var spennandi keppni, sem lauk þannig, að heimsmeistarinn hélt titlinum með 12 1/2 vinningi gegn 11 1/2. En vonir hins unga áskoranda hans brugðust þó ekki. 1 fréttaviötali þrem árum siöar, er hann var oröinn heims- meistari, sagði Spasski: „Ég bendi án alis falsks litillætis á, að þegar 1965 var ég oröinn sterkari skákmaður en Petrosjan. Þegar tveir skákmenn mætast að tafli, hefur forsaga þeirra áhrif á úr- slitin engu siðar en skákhæfi- leikarnir. Sá sem raunverulega er veikari skákmaður getur unniö taflið, t.d. ef hann er betur undir búinn, þekkir andstæðinginn vel og sömuleiðis sinar eigin veiku og sterku hliðar. 1 skákkeppni kem- ur skapgerö mannsins i ljós i allri sinni fjölbreytni. 1966 bar Petrosjan af mér sem maður. Hann var fullþroska einstakling- ur, sem þekkti eigin mátt. Ég var eftirbátur hans að mörgu leyti. Þjóöverjar eiga ágætan máls- hátt: „Það á ekki að fela manni innan við þritugt vandasamt verkefni.” Arið 1966 var ég enn innan viö þritugt. Meöan keppnin stóð yfir varö mér ljóst, að ég hlaut að tapa, og var viö þvi bú- inn. Það urðu mér aö sjálfsögðu vonbrigði, en þó enginn harmleik- ur.” Óliklegt virtist, að Bóris Spaasski yrði sigurvegari i næstu heimsmeistarakeppni. Ef flett er skákannálum stendur skýrum stöfum, að ófáir skákmeistarar hafa látið litiö á sér kræla i lang- an tima eftir að hafa beðið ósigur i heimsmeistarakeppni. Vassily Smyslov sagði einu sinni, aö það væri mjög erfitt að koma fram öðru sinni sem áskor- andi á heimsmeistarann i skák. Bóris Spasski kom til einvigis i annaö sinn, eftir glæsilega sigra i keppni viö Jefim Geller, Bent Larsen og Viktor Kortsnoj. Arið 1969 sigraði Spasski Petrosjan með 12 1/2 vinning á móti 10 1/2 og varð heims- meistari. „Hvaö mér er efst i huga núna?” sagði Spasski á blaða- mannafundi aö lokinni heims- meistarakeppninni. „Gleði?, hamingja?, nei. Ég er ánægður með sjálfum mér. Ekki af þvi að ég er heimsmeistari, heldur af þvi að mér tókst aö sigra Petrosj- an. Mér finnst ég hafa gert skyldu mina.” ÞýttS.J. þér getið verið orugg... séþað Westinghouse Westinghouse uppþvottavélin er fáanleg til innbyggingar, fríttstandandi og meö toppborði. Tekur ínn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar i í 85° (dauðhreinaar). Innbyggð sorpkvörn og öryggisrofi í hurö. Þvær frá 8 manna borðhaldi með Ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavólin á markaðinum. ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK LIVERPOOL DOMUS DRÁTTARVÉLAR HF KAUPFÉLÖGIN VIÐA UM LAND Samband islenzkra samvmnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavík simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.