Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 24
Viðgetum ekki siglt yfir, Dalla! Reynum svifvélamar! ______- Þaer eru i gangi! Litlar eldflaugar breyta bátnum í svifbát, sem svífur yfir hringiðuna! Þessvegna vildi leið sögumaðurinn ekki koma með! Eru öll tækin enn um borð? Y Já, og mælitækin sýna enn mikið málmgrýti! Það gæti verið þýðingar- 1 V. mikið.. Jk Hringiða! Það kallar hann fenjaguð! Þetta er mitt fljót — fljót fenjaguðsins! framhald >--- 11 Sunnudagur 4. júni 1972. Vísir að sjónverndar- stöð á Akureyri KJ-Reykjavik Um þessar mundir er enginn islendingur við nám i augnlækn- ingum, en alls eru starfandi 13 augnlæknar á landinu, og þrir af þeim eru orðnir nokkuð aldraðir. t sumar er væntanlegur til Akureyrar nýr augnlæknir, og er það íslendingur, sem verið hefur i Sviþjóð. Verða þá augnlæknar á Akureyri tveir, og þar með kom- inn visir að sjónverndarstöð, sem verður i tengslum við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Ráðgert er svo i framtiðinni, að á Akur- eyri verði önnur af tveim full- komnum sjónverndarstöðvum á Akureyri, sögðu þeir Magnús Kjartansson ráðherra og Páll Sigurðsson ráðuneytissjóri á blaðamannafundi á föstudag. Grafið í bæjarrústunum á Mýrdalssandi Klp-Reykjavik. Þeir Þór Magnússon þjóð- minjavörður og Gisli Gestsson safnvörður dvöldust um hvita- sunnuna austur á Mýrdalssandi við að kanna bæjarrústir, sem þar fundust fyrir nokkru og nú er hugmyndin að grafa upp. Þór sagði i viðtali við Timann i gær, að þeir hefðu dvalizt þarna fyrir austan i þrjá daga og siðan haldið heim aftur. Gisli hefði svo farið einn austur i gær, og yrði hann að öllum likindum eitthvað fram eftir sumri. Með honum yrðu við uppgröftinn tveir menn úr Alftaveri og Þórður Tómasson safnvörður að Skógum. Hann sagði, að þetta væri all forvitnileg rúst. Þarna hefði stað- ið bær, sem hefði fyllzt af sandi i Kötluhlaupi, sem varð árið 1331 og nefnt hefur verið Sturluhlaup. Menn þarna fyrir austan hefðu vitað um þetta bæjarstæði, en Þjóðminjasafnið hefði ekki fengið fregnir af þvi fyrr en fyrir tveim árum. Enn bætíst í Árbæjarsafnið llúsið I.aufásvegur 31 var i fyrri- nótt flutt upp i Arbæ og mun það vcrða varðveitt þar. Hús þetta byggði Hannes Thorarensen, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands og bjó hann i þvi lengst af, en siðan synir hans. Slátturinn hefst þegar styttir upp — segir Haukur Magnússon Gullbrekku í Eyjafirði ÓÓ-Reykjavik „Slattur væri hafinn hjá mcr, cf óþurrkar hefðu ekki aftraö. Ég ætlað að slá s.l. þriðjudag, en þá hófust óþurrkar og hafa staðið siðan”, sagði Haukur Magnússon, bóndi á Gullbrekku i Eyjafirði, cr hlaðið hafði samhand við hann i gær. ,,Það er orðið svo vel sprottið, að jafnvel er komiö legu- gras sumsstaöar á nýrækt,sem ég ætiaöi á bvrja á, cn rigningin tefur". ,,1 dag er rigning, en ég byrja strax og styttir upp, jafnvel þótt það verði á sunnudegi. Ég man ekki eftir, að sprettá væri svona góð áður. 1 fyrra byrjaði ég lO.júni. Ég bar snemma á ný- ræktina, 27.april og hefur hún verið alfriðuð i vor. 1 fyrra sló ég hana tvisvar i siðara skiptið i ágústmánuði og fengust góð hey. Ég er viss um,að ég slæ tvisvar i sumar. Grasið kom grænt fram i vor, og voru þurrkar fram undir, það að ég ætlaði að fara að slá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.