Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Bjart alla nóttina Með hækkandi sól hef ég alltafhaft tilhneigingu til að líta bjartari augum á tilveruna en þegar dagurinn er styttri og dimmari. Eins fáránlegt og það kann að virð- ast. Einhvern veginn er eins og birta, sól og svolítill ylur geti haft ótrúleg áhrif á sálartetrið. Eiginlega þannig að maður fyllist ranghug- myndum. Allt í einu er eins og áhyggjur heimsins séu á bak og burt og ekkert framundan nema skemmtun og alvöruleysi. Einhvern veginn þannig líður mér þessa daga. Án þess þó að þessi vorlíðan sé í nokkrum takti við hinn raunveru- lega heim. Þvert á móti. Á SAMA TÍMA og ég ætti að vera með böggum Hildar yfir afkomu minni og fjölskyldu minnar og lýð- ræðinu í landinu er ég að spá í ferðalög, runna og sumarblóm. Fá- ránlegt. Ekki er fréttin af mis- þyrmdu fólki í fangelsum eða fólki sem hús hafa verið brennd ofan af fyrr lesin eða flogin í gegnum stof- una þegar hugurinn reikar á allt aðrar suðrænar slóðir, þar sem ólíf- urnar vaxa og sítrónurnar og allt er með friði og spekt, nú eða vestur á firði og jafnvel til Akureyrar. Stundum er ég helst á því að ég sé ekki með öllum mjalla og finnst í sannleika sagt hálfskrýtið að vera ekki þjakaðri yfir öllum þeim ósköpum sem yfir okkur dynja í heimsþorpinu öllu. Á hinn bóginn, hvernig er annað hægt en að vera glaður þegar sólin skín langt fram á kvöld og bráðum alla nóttina líka? SVONA er bara blessað vorið, vill- ir mönnum aðeins sýn, ofurlítið óraunsæislegt og úr takti við hið raunverulega líf. Þó að í sjóndeild- arhringnum séu blikur á lofti, lýð- ræðið, lögin og sjálf stjórnarskráin fótum troðin sem aldrei fyrr og valdinu misbeitt um allan heim. Það er auðvitað ekkert vit í að vera bara í einhverjum sólskinshugleiðingum. Ekki breyta þær heiminum. Eða hvað? Sumu má líklega breyta og bæta með góðu skapi en það er ör- ugglega ekki hægt að verja lýðræð- ið með gleðina eina að vopni. Þar þarf einhver öflugri verkfæri. Þess vegna er ég helst á því að ekki þýði annað en að freista þess að hrista af sér þetta ástand og ganga til verka. Enda ekki nema rétt rúmur mánuð- ur í að daginn fari að stytta á ný. BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.