Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 6. júni 1972. MARGT SKEÐUR Á SÆ: Stóraðgerð islenzks skipstjóra í haugasjó úti á reginhafi Guöráöur skipstjóri skoöar handaverk sin og sér, aö ekki er um aö viilast: Súezskurðurinn er lokaður. Þaö var á laugardagskvöldiö. Keykjal'oss lá á ytri höfninni, ný kominn frá útlöndum, og heiö hafnsögumanns að lokinni toll- skoðun. Ifvitur bill ók fram á ••■'yglíjuna- þar sem Magni lá i krikanum við hafnarhakkann og út úr hnnum steig maður með stóran blómvönd i hendindi, um- valinii mosagrænu plasti. Ilann hraðaðsi sér um borð i Magna, sent var i þann veginn að leggja al' stað út að Reykjafossi. Þetta var llöskuldur Skagfjörð leikari, og liann átti erindi við skip- stjórann á Reykjafossi, Guöráð Sigurðsson. Ilonum telur llösk- uldur sig seni sagl eiga talsvert mikið að launa, jafnvel lif og fjör. Við hjá Timanum höfðum pata af þvi, aö Höskuldur hefði komið heim með Skógafossi fyrir ör- fáum dögum, eftir sex vikna legu á sjúkrahúsi i Rotterdam, og það vissum við líka, að Höskuldur hafði ætlað aö bregða sér til Hollands i einhvers konar lysti- reisu rétt fyrir sumarmálin. Hann hafði tekið sér fari með Reykjafossi, en þegar til kast- anna kom, réðst hann aöstoðar- matsveinn á skipið, þvi að slikan mann vantaði þá i svipinn. Það var heppilegra fyrirkomulag fyrir pyngju Höskulds, auk þess sem hann kveið þvi að verða eini farþeginn a ákipinu og kannski eins og hálfvegis utanveltu á sjónum. Upp á þessi býti var hann skráður á skipið, rétt eins og hver annar sjómaður. Ferðinni var heitið til Rotter- dam, og þetta varð söguleg ferð að vissu leyti — svo söguleg að hennar var getið bæði i sjónvarpi Hollendinga og blöðum i Rotter- dam. ,,Það var enginn læknir um borð, en skipstjórinn var góður”, var þar fyrirsögn i blaði ,/tslenzkur skipstjóri bjargar manni með stóraðgerð”, sagði sjónvarpsmaðurinn. Og þá erum við komin að þvi, sem til tiðinda bar á sjónum i þessari ferð Reykjafoss. Flakandi skurður eyrna á milli —Það var 5. april, sagði Höskuldur, þegar við fórum að spyrja hann um atvik öll , stormur og haugasjór og búið að vera vont veður allan daginn — ég held helzt ellefu vindstig. Ég var að koma út úr klefanum, þegar sjór reið yfir skipið. Ég dokaði við örlitla stund, en ætlaði að halda áfram, þegar mér fannst vera að kyrrast. Ég var staddur á mótum tveggja ganga, og sá galli var á, að þar vantaði handfestu. Allt i einu tók skipið feikilega veltu. Ég tókst upp, og ég man, að ég slóst upp i loftið yfir þver- ganginum. Ég snerist við á flug- inu og sentist svona allan þver- ganginn á enda, fimm eða sex metra, og kom niður á höfuðið á þröskuld við hinn enda gangsins, bryddan álþynnum. Það var mikið sár sem ég fékk: Fimmtán sentimetra langur skurður eyrna á milli, þvert yfir höfuðið. Auk þess stórlaskaðist ég að ööru leyti, þótt ég vissi það ekki fyrr en seinna, sagði Hösk- uldur. Blóðbunan stóð eins og foss úr hausnum Höskuldur missti meðvitund við höggið, en þó ekki nema litla stund.Næst heyrði ég hróp fyrir aftan mig, segir hann. ,,Það var ég, sem kom fyrstur að honum” segir yfirmatsveinninn, Björn Bjarnar, er kveðst vera Vest- manneyingur — ekki íslendingur. ,,Ég var nýbúinn að ræsa hann, og hann átti að fara að vinna. Hann spratt undireins & fætur, þviað hann er sjóhraustur fjandi, en þegar ég kom aftur eftir litla stund, lá hann þarna i ganginum og blóðbunan ein og foss aftur úr hausnum á honum. Það var aga- legur djöfull’.’ Og svo bætir hann þvi við, hinn sjóvani Vestmanneyingur, sem þykir ofmikill þurrlendisbragur að þvi að kalla sig tslending, aö Höskuldur hefði látið sig falla á gólfið, þegar sjórinn reið yfir skipið. Læknisaðgerð skipstjóra á stórsjó á reginhafi Hér er það, sem skipstjórinn á Reykjafossi, Guðráður Sigurðs- son, kemur til sögunnar. Hinn slasaði maður var borinn upp, og skipstjórinn náði talsamband við lækni i Vestmannaeyjum. Tveir kostir voru fyrir hendi: Annar var sá að sauma sárið saman og halda siðan áfram til Rotterdam eða leita sem skjótast hafnar, þar sem læknishjálp var aö fá, og þá kom annaðhvort til greina að fara til Færeyja eöa snúa við til Vestmannaeyja. t samráði við lækninn var ákveðið, aö skip- stjórnarmenn freistuðu þess að sauma skurðinn saman. Guð- ráður tók það að sér. — Jú,þetta er langmesta að-. gerð, sem ég hef framkvæmt, segir Guðráður, þar sem hann stendur i klefa sinum meö blóm- vöndinn frá Höskuldi i höndunum og undrast hálfgert, að blað eins og Timinn — eða fjölmiðlar yfir- leitt — skuli vera að gera veður út af þessu. En við eigum að geta svona, bætir hann við. Okkur er kennt svona i stýrimannaskól- anum. — Ég lét stöðva skipið, heldur hann áfram og beitti upp i. Með manninn var farið inn i setusai yfirmanna, þar sem eru lágir stólar, festir niður i gólfið. t einn þeirra lét ég setja hann. Við deyfðum hann auðvitað, og svo saumaði ég skurðinn saman, liggjandi á hnjánum á gólfinu. Það hafði ekki nein slagæð skorizt sundur, en þetta var samt anzi hroðalegt sár. Þetta var mikill, gapandi skurður, og höfuðleðrið á mönnum er miklu þykkara en annað skinn og verra að fást við þetta vegna þess. — Ég hef heyrt, að þú hafir áður saumað saman svöðusár úti á hafi? segir blaðamaöurinn. — Já þaö var úti á miðju Atlantshafi á leið frá New York til Reykjavikur — einhvern tima rétt eftir stríðið, minnir mig. Þetta var þriggja eða fjögurra ára gamall drengur, sonur Kat- rinar Fjeldsteð, sem hafði fengið svööusár ofan við augabrún. Þá var þess enginn kostur að ráðfæra sig við lækni vegna fjarlægðar, svo að ég varö aö gera þetta upp á mitt eindæmi. En það var miklu minna sár en Höskuldur hlaut. Það var bótin, að hann barst vel af. Og að það hafi verið ellefu vindstig — það held ég hafi tæpast verið. En veðrið var samt vont. Nefnist Súezskurður síðan honum var lokað Við röbbum um þetta Iitla stund. Guðráður skipstjóri er yfirlætislaus maður og kærir sig ekki um að fjölyrða þetta atvik. Skyldurnar kalla lika að. En Höskuldur heldur sögunni áfram: — Það voru þrjár nálar prófaðar, og sjö voru sporin, sem skipstjórinn saumaði, segir hann, og hann var þrjá klukkutima með mig þarna á stólnum. Brytinn hélt i höndina á mér. Stýriríiaðurinn gizkaði á, að ég hefði misst rösklega einn litra af blóði, og sjö rauð handklæði fóru I Atlantshafið. Litinn höfðu þau öll fengið af þessum rauðu blóð- kornum, sem eiginlega hefðu átt að vera kyrr i skrokknum á mér. Þegar aðgerðinni var lokið, var bundið um höfuðið á mér og ég lagður I rúm. Þá var klukkan hálf-ellefu að kvöldi. Þeir vöktu yfir mér, og ég svaf sæmilega. Þeir létu Reykjafoss hafa drjúgan skrið, þvi að þeir vildu koma mér sem fyrst i sjúkrahús, og i Hollandi höfnuðum við okkur lika eftir tvo sólarhringa. Ég fór fijótt að kalla þennan skurð á husnum á mér Súezskurðinn bætir Höskuldur við um leið og hann strýkur hendinni yfir höfuðið á sér. Það er af þvi, að þeir eru báðir lokaðir. Laskaðir hálsliðir og undið upp á mænuna — Það var eitt, sem mér fannst strax undarlegt, sagði Höskuldur ennfremur: — Hægri höndin var máttlaus, og minntist ég þess þö ekki, að ég hefði fengið högg á hana. Þetta var borið undir lækn- inn i Vestmannaeyjum. Honum þóttu það alvarleg tiðindi, þvi aö það benti til þess, að mænan hefði skaddazt. En hvað um það: Við höfnuðum okkur i Rotterdam, og ég var enn hitalaus. Liðan var auðvitaö ekki sem bezt, þó að ég kvartaði ekki. Klukkan hálfniu að morgni var farið með mig i bil i hafnar- sjúkrahús. Þar var tekin af mér röntgenmynd, og þá upp- götvaðist, að tveir hálsliðir voru laskaðir og mænan undin. Ég var drifinn beint á sersjúkrahús — þar iá lif mitt við, sögðu þeir, að ég kæmist þangað fljótt, og ég fékk ekki einu sinni að sækja föggur minar i Reykjafoss. Tveir Jirókar settir í gpt á höfuðkúpunni Loftskeytamaðurinn á Reykja- fossi hafði farið með mig i hafnarsjúkrahúsið, og hann fylgdi mér lika i hinn spitalann. Tveir læknar, sérfræðingur og hjúkrunarkona biðu min. Loft- skeytamanninum var sagt að fara en ég var drifinn úr hverri spjör og færður i slopp. Siðan var Guöráður og Höskuldur hafa lagt kinn við kinn og kysst hvorn annann, og hér stendur skipstjórinn i káetunni sinni með blómvöndinn, sem Höskuldur færði honum um borð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.