Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. júni 1972. TÍMINN 7 Allir fuglar komnir, mér sagt, að ég yrði að gangast undir erfiða aðgerð. Hættulega? spurði ég. Helmingslikur, svöruöu þeir lærðu og lifsreyndu. Gott og vel sagði ég. Þeir svæfðu mig ekki, en deyfðu mig mjög mikið. Svo boruðu þeir tvö göt á hauskúpuna, hérna rétt fyrir ofan eyrun, festu þar i króka með keðjum og átta punda lóðum i og hengdu þetta upp. Þetta var gert til þess að halda höfðinu i réttum skorðum, svo að háls- liöirnirgreru rétt og mænan fengi að vera eins og henni ber. I þessu lá ég flatur og endilangur hreyfingarlaus i þrjár vikur réttar, nema hvað hjúkrunar- konur settu á mig bakstra og nudduðu mig, svo að ég stirðnaði ekki. Þunna súpu drakk ég gegnum strá, og svo var ég mataður á einhverju smávegis. Það er fjandans meðferð að vera hafður svona, en það þýddi ekki annað en láta liggja vel á sér. Það kvað lika flýta batanum. Það hressti mig lfka og gladdi, að hjúkrunarkonan kom á þriðja degi með 'islenzkan silkifána á borðið viö rúmiö mitt. Læknishendur á þeim skipstjóra En svo er það skuröurinn á höfðinu — Súezskurðurinn. Þegar læknarnir fóru að skoða hand- bragð Guðráðs skipstjóra, urðu þeir forviða. Þeir ætluðu helzt ekki að trúa öðru en það hefði verið læknir á skipinu. Þeim fannst það furðu gegna, að skip- stjórnarmaður skyldi geta gert svo vel að öðru eins sári i hauga- sjó úti á reginhafi við verstu aðstæður. En þeir urðu að trúa þvi, sem satt var. Við sættumst á þaö, aö Guðráöur væri skipstjóri með læknishendur. En vel þótti þetta af sér vikið. Þess vegna var lfka sagt frá þvi i blöðum og sjónvarpi. nema ég einn Eftir tuttugu og einn dag, hélt Höskuldur áfram, voru lóðin tekin niður og krókarnir teknir úr götunum á hauskúpunni. 1 staðinn var ég settur i aktygi, sem féllu að höfði og brjósti. Eftir sex vikur — það var i mailok — var ég útskrifaður af sjúkrahúsinu beint niður i Skóga- foss, sem lá þá i höfn i Rotter- dam. Það var lika kominn timi til þess. Ég farinn að fá bréf eftir bréf að heiman, og allir sögöu tiðina alveg dásamlega, spóinn kominn og yfirleitt allir fuglar — nema ég. Ég komst þó ekki strax af stað. Skógarfoss varð að biöa i nokkra daga vegna verkfalls. En svo var látið úr höfn, og þá vildi svo til, að viö mættum Reykjafossi. Við töluðum við þá á Reykjafossi, og ég fékk kveðju frá skipstjóranum, bjargvætti minum. Höskuldur Skagfjörð hlær eins og hann sé aö segja gamansögu. Hann byrjaði á þvi að kyssa skip- stjóra, þegar við komum upp i brúna, og annað veifið er hann að rekast á fleiri skipsfélaga, sem liðsinntu honum i þessari sögu- legu ferö, og hann kyssir þá lika — eða þeir hann. En við og við nuddar hann hægri höndina, þvi að þaö sækir á hana kuldi, og einn fingurinn er nokkuð stirður. „Þegar þig fer að klæja i hausinn, þá ertu á góðum batavegi”, hafði einn hollenzku læknanna sagt við hann. Og nú er hann einmitt farið að klæja i höfuðið, svo að þetta verður vonandi eitt þeirra ævintýra, sem enda vel. Svo hefur Höskuldur fengið sér hatt. Hann var vanur að ganga berhöfðaður og kinkaði þá gjarna kolli, þegar hann heilsaði kunningjunum. En það var venja, sem læknarnir fyrirbuðu. Hann fylgir fyrirmælum hollenzku læknanna samvizkusamlega. Þess vegna mun hann taka ofan framvegis. J.H. Höskuldur Skagfjörð leikari f stólnum i setusal yfirmanna á Reykja- fossi, þar sem höfuöleðrið á honum var saumað saman hinn eftirminni- iega dag á Atlantshafinu, 5. april. (Timamyndir— Gunnar) Hluti hópsins v ið Gullfoss. Bertil Harryson er lengst til vinstri.en á miðri mynd er Eric Sutheriand. (Ljósm. Guðni Þórðarson) „Nauðsynlegt að kynna almenningi starfsemi ferðaskrifstofanna” - segir forseti Sambands norrænna ferðaskrifstofa í viðtali við blm. Tímans, sem fór með norrænum ferðaskrifstofumönnum Um slðustu helgi var haldinn i Reykjavik ársfundur Sambands norrænna ferðaskrifstofufélaga, og tóku þátt i þeim fundi formenn og ritarar sambandanna á öllum Norðurlöndunum. Fyrir Islands hönd tóku þátt i fundinum þeir Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu og Kjartan Helgason I Landsýn. Þátttakendurnir komu flestir til landsins á föstudagskvöld og héldu aftur utan á mánudags- morgun, en nokkrir fara i dag, þriðjudag, og einstaka verða hér á landi fram undir næstu helgi. Á sunnudaginn bauö islenzka sambandið þeim I hina „hefö- bundnu” hringferð: Gullfoss, Geysi, Þingvelli, og var blaöa- manni Timans boðið að vera með i ferðinni. Um slika ferö er náttúrlega ekki mikið að segja, ferðin var ósköp venjuleg sem slik, en þó er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á hrifningu þá, er ferðaskrifstofufólkið lét i ljós i Haukadal. Strokkur var lika hinn örlátasti, gaus myndarlegum gosum hvað eftir annað, og það sama má segja um útlendingana, þeir hreinlega „gusu” af hrifn- ingu um leið og Strokkur, og sögðu við hvert gos: — Jæja, nú sjáum við eitt enn og förum svo. En Strokkur mátti gjöra svo vel og spúa i loft upp 5 eða 6 sinnum, áður en allir voru ánægðir. A þennan fund var jafnframt boðið forseta alþjóðasambands ferðaskrifstofufélaga, UFTAA (Universal Federation of Travel Agency Associations), Bretanum Eric Sutherland, ásamt konu hans og dóttur. t stuttu rabbi sagði Sutherland, að UFTAA væri mjög ánægt með samstarf það, sem Norðurlöndin hefðu sin á milli, og sér væri sérstakt ánægjuefni að vita af íslandi i þessum hópi, en aöeins rúmt ár er siðan tsland gekk i UFTAA. Hann væri sjálfur hingað kominn sem forseti alþjóðasambandsins, ekki sem fulltrúi þeirrar ferðaskrif- stofu, er hann ynni við, en að sjálfsögðu vissi hann nú að minn- sta kosti að Island væri til. Meö I feröinni var einnig fyrr- verandi forseti alþjóðasam- bandsins, Gunnar von Haartman frá Finnlandi, og virtist hann skemmta sér prýöilega i hring- ferðinni. „Ég hef farið 250 sinnum til útlanda,” sagði hann á Laugarvatni, „en þetta er I fyrsta skipti,sem ég kem til Islands. Ég sé eftir þvi nú.” Menn, sem farið hafa i 250 utan- landsferðir, hljóta að þekkja orð- ið töluvert og hafa dágóöa reynslu í „túristahringferð". af ferðalögum, en ekki var þó að heyra á von Haartman að honum þættu ferðalög skemmtileg. „Satt að segja þykja mér ferðalög al- veg voðaleg,” sagði hann. „Ég er alltaf að flýta mér og sé ekki neitt. Hvenær sem er get ég sagt þér hve margar klukkustundir eru, þangað til ég kem heim til min aftur. Nú eru þær til dæmis 216, og ég er búinn að vera hér i 72 tima. Þetta tækifæri ætla ég þó að nota til að vera venjulegur ferða- maður I nokkra daga og fara til Akureyrar.” Ferðaskrifstofufódkinu i kring- um gamla manninn þótti þessi yfirlýsing hans sosum ekki merkileg, enda lifir það likast til sama lifi, en öðrum ferðafélögum þótti töluvert til þessara oröa koma. „Auðvitaö hef ég gaman af að ferðast, þegar ég get verið meö fjölskyldu minni,” sagði von Haartman til skýringar. „En ég hef fyrir löngu fengið leið á ann- ars konar ferðum.” Á leiðinni austur hafði blaða- maður Timans nokkrum sinnum spurt forseta Norræna sam- bandsins, Bertil Harryson frá Sviþjóð, hvaða möguleika hann teldi á, að Island yrði eftirsóttur ferðamannastaöur meöal Skandi- nava. Baðst hann undan að svara spurningunni „þar til sfðar, er ég hef séð eitthvað af landinu”. Og er lagt var af stað frá Þingvöllum kom hann og sagðist ekki treysta sér til að svara spurningunni, en vildi samt sem áður gefa eitt- hvert svar. „Ég held,” sagöi Harryson, „að lsland hafi allt það, sem ferðamannaland þarf að hafa. Þessir þrir staðir, sem viö höfum séð i dag, eru mjög sér- stakir og jafnast á við hvaö sem er. En þrátt fyrir góðan vilja okk- ar, verður framtakiö að koma frá tslendingum sjálfum. Hvað Skandinava snertir, þá þýðir litið að bjóða þeim upp á endalausar rútuferðir meö óstöðvandi leið- sögumanni: amerikönum kann að þykja að gott, en ekki Skandinöv- um. Min hugmynd er þvi sú, aö íslendingar komi upp eilitið af- skekktum sveitabæjum, hvaðan hægt væri að fara i útreiðartúra, veiðiferðir og þess háttar, og það þýðir heldur ekki að bjóða Skandinövum einn veiðidag fyrir 200-300 doilara.” Harryson hélt áfram að útskýra þessa hugmynd sina og nefndi sem dæmi, að á Húsafelli væru mjög ákjósanleg hús: Skandinav- ar væru farnir að fá leið á sifelld- um ferðum suður á bóginn og þeir vildu þvi fá eitthvað „öðruvisi”, til dæmis Island. „En stærsta vandamálið, sem tsland á viö aö striða,” hélt Harryson áfram, „er náttúrlega aö fargjöldin til tslands eru of há. Venjulegur Svii getur kannski farið þrjár feröir suður á bóginn fyrir eina ferð til tslands. Ef hægt verður að lækka fargjöldin með leiguvélunum, þá eruð þiö nokkuð vel á vegi staddir, að minu áliti.” „Hvaða mál voru helzt rædd á ráðstefnu ykkar um helgina?” „I fyrsta lagi ræddum við nauð- syn þess, að starfsfólk feröaskrif- stofa fengi betri menntun til að geta gegnt störfum sinum, svo við getum valið úr þaö, sem er þess viröi að selja ferðir i, og var stofnuð nefnd til að vinna að gagnasöfnun i þessu sambandi. Einnig ræddum við I þessu sam- bandi nauðsyn þess að samræma menntun og þjálfun starfsfólks. I öðru lagi vandamál, sem upp koma, þegar ferðir fara ekki i gegnum ferðaskrifstofurnar, en viö teljum auðvitað.að mun hag- kvæmara sé fyrir hinn almenna ferðamann að feröast með ferða- skrifstofum. Einnig geröum við okkur grein fyrir nauðsyn þess, að hafa alltaf viö hendina tölur og aðrar heimildir um þróun feröa- mála i hverju landi fyrir sig, svo við getur unnið eftir þvi. t þriðja lagi ræddum viö mögu- leika á að halda samnorrænt námskeið um skipulagningu ferða, og i þvi sambandi veröur ef til vill haldinn fundur á næsta ári um sameiginleg vandamál sam- bandanna i Nordisk Rejsefor- bund. Og raunar verðum við aö hafa fleiri i huga heldur en bara norrænu samböndin, þvi að vandamálin eru alþjóöleg, og ef við eigum að geta gegnt hlutverki okkar, þá verðum við náttúrlega að leggja spilin á borðiö og segja almenningi hvernig málin standa. Loks ræddum viö það mál, sem við töluðum um hér áðan, það er mismunandi reglur og lög i hinum ýmsu löndum varöandi gjöld leiguflugs og þess háttar. Um nánari niðurstööur get ég ekki rætt að sinni, en við þykjumst eygja leiðir til að leysa það vandamál.” 1 þessari frásögn hefur að von- um verið stiklað á stóru. Þó von- ast blaðið til þess, aö þessi ráð- stefna — sem raunar var ekki sú eina um helgina — megi verða til að auka samstarf þeirra aðila, sem að ferðamálum starfa, og auka áhuga erlendra feröamanna á tslandi. ó. vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.