Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. júni 1972. TtMINN 11 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- :arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, lAndrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaös Tlmans). : Auglysingastjóri: Steingrimur Glslason,. Ritstjórnarskrif- jstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. iSkrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs- iingasimi 19523. Aðrar skrifstofurssimi 18300. Askriftargjald :225 krónur á mánuði innan lands, I lausasöiu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent h.f. Getum við beðið? Andstæðingar okkar i landhelgismálinu hafa þær röksemdir mjög á takteinum, að íslend- ingar séu ekki fyrst og fremst aö nugsa um verndun fiskstofna eða það sem þeir kalla ,,sanngjarnan” hluta Islendinga i aflanum. Ef íslendingar hefðu það efst i huga, myndu þeir óska eftir fjölþjóðlegu samkomulagi um nýt- ingu fiskstofnanna i þeim svæðastofnunum, sem hafa með nýtingu fiskstofnanna á Atlants hafi að gera. í stað þess að færa fiskveiðilög- söguna einhliða, ættu þeir að sækja eftir fjöl- þjóðlegu samkomulagi um kvótaveiðar. Þessu er til að svara,að Islendingar hafa afar slæma reynslu af fjölþjóðlegu samkomulagi um verndunfiskstofna. Slikt samkomulag næst venjulega ekki fyrr en búið er að rányrkja mið- in svo mjög, að ekki er lengur unnt að stunda þar fiskveiðar með hagnaði. Þá,og ekki fyrr, eru þjóðirnar almennt reiðubúnar að semja um friðun eða takmarkanir. Samkomulag næst ekki fyrr, þótt fyrir liggi óyggjandivisindaleg gögn löngu áður, sem segja fyrir um þróunina, verði sókn ekki minnkuð. Nýlegt dæmi um það, hvernig álit visinda- manna er hundsað við ákvarðanir svæðastofn- ana, er ákvörðun Norðvestur-Atlantshafs- nefndarinnar á fundi i Halifax i júni i fyrra um kvótaveiðar á sild við austurströnd Banda- rikjanna og Kanada. Skv. frásögn timaritsins „National Fisher man”, aprilhefti, telja bandariskir visinda- menn, að með þeim kvótum, sem ákveðnir voru, muni sildarstofnunum á Jeffreys-banka verða útrýmt. Þeir lögðu til, að sildarstofnarnir þar yrðu friðaðir algerlega i 3 ár, en Norðvestur- Atlantshafsnefndin taldi ógerlegt að hrinda slikri ákvörðun i framkvæmd. Talsmaður bandarisku stjórnarinnar sagði i þessu sam- bandi, að sennilega myndi sildarstofnunum úti fyrir ströndum Bandarikjanna verða útrýmt i framtiðinni, þar sem kvótarnir, sem Banda- rikin hefðu þó samþykkt, myndu minnka stofn kynþroska sildar svo mjög, að fiskveiðar yrði ekki unnt að stunda með hagnaði. Dauðahöggið mun ef til vill þegar verða greitt sildarstofnunum á næsta ári, 1973, nema takizt að takmarka veiðarnar meira. Banda- riskir visindamenn óttast sérstaklega sildveiði flota Evrópuþjóða i þessu sambandi, þvi að hann flykkist i vaxandi mæli til miðanna við austurströnd Ameriku, vegna þess að búið er að gjöreyða eigin sildarmiðum. íslendingar hafa gripið algerlega einhliða til þeirra friðunarráðstafana, sem nú eru i gildi gagnvart veiðum á vor- og sumargotsild, og ís- lendingar bera einir þá erfiðleika, sem af þess- um friðunarráðstöfunum hljótast. Islenzku vor- og sumargotstofnarnir halda sig að lang- mestu leyti innan 50 milna. Beri þessar ein- hliða friðunarráðstafanir Islendinga árangur, getur hvaða þjóð sem er notið ávaxtanna að ó- breyttri fiskveiðilögsögu við ísland. Með út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur yrði það hins vegar tryggt, að íslendingar einir nytu af- rakstursins af friðunarráðstöfunum þeim, sem gripið hefur verið til einhliða af Islendingum. Hver getur haldið þvi fram, að það sé ósann- gjarnt? T.K. Daníel Ágústínusson, bæjarfulltrúi: TÍMAMÓT í FJÁRMÁLUM SVEITARFÉLAGANNA Tekjustofnalögin nýju og ráöstafanir rikisstjórnarinnar til að létta gjöldum af sjóðum sveitafélaganna munu bæta hag þeirra er tímar liða. Að- staða þeirra til að sinna mar- gvíslegum framfararmálum er önnur og betri en áöur. Sveitarstjórnarmenn munu fagna þessum róttæku breyt- ingum. Reikningur sendur sveitafélögunum Stórfelldum og vaxandi gjöldum hefur verið létt af sveitafélögunum og skiptir það hér mestu máli. Mun al- gangt að gjöld þessi séu 33% af heildarrekstrargjöldum margra veitarfélaga. Hér er um að ræða framlag til Al- mannatrygginga, uppbætur á lifeyri, hálft framlag til sjúkrasamlaga og löggæzlu- kostnaður. Ennfremur tekur Jöfnunarsjóður að sér frá sið- ustu áramótum að greiða barnsmeðlög, sem sveitafé- lögin greiddu áður. Framlög til trygginganna höfðu vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum með hækkuðum tryggingabótum. Sveitafélögin voru aldrei spurð um þessi mál. Þau fengu bara reikninginn eftir á, i hvert sinn sem Alþingi hafði gert breytingar til hækkunar. Var þetta að sliga fjárhag margra sveitafélaga, einkum hinna minni. Sama var að segja um framlag til sjúkra- samlaganna. Með stööugt hækkandi daggjöldum á sjúkrahúsunum hækkuðu sjúkrasamlagsgjöldin með leifturhraða á hverju ári, bæði á einstaklingum og sveitafé- lögum. Uppbætur á lifeyri var viða klipinn við nögl, þar sem fátæk sveitafélög voru, sem þurftu að taka þátt i honum eða rótgróinn ihaldsandi rikti. Þetta var eins og fátækra- framfærsla i framkvæmd. Lögreglukostnaður fór yfir- leitt vaxandi, en málefni lög- reglunnar voru sveitarstjórn- unum óviðkomandi og enn- fremur ráðning lögreglu- manna. Þetta var aðeins að greiða helming af öllum kostnaði við löggæzluna. 011 þessi mál eru Alþingis og rikisstjórnarinnar að ákveða og þvi eðlilegast að þeir aðilar einin og óstuddir beri allan kostnað af þeim. Þegar timar liða mun það þykja furðusaga að blanda sveitasjóðunum inn i þessi mál. Það má þvi undar- legt heita, að til skuli vera þingmenn og flokkar, sem leynt og ljóst hafa barizt á móti þessu mikla hagsmuna- máli sveitafélaganna. Jafnvel er svo langt gengið að halda þvi fram, að með þessum ráö- stöfunum sé verið að rýra sjálfsforræði þeirra. Verið sé að stofna eitt allsherjar mið- stjórnarvald, sem ógni ein- staklingum og sveitafélögum. Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og sýna bezt, hve óraunhæfur málstaöurinn er og vonlaus. Hvaö gilda ráðstafanir þessar fyrir Akranes? Bæjarstjórn Akraness hefur fyrir nokkru gengiö frá fjár- hagsáætlun sinni fyrir árið 1972. Bæjarfulltrúum var öll- um áreiðanlega ljóst, hversu gjörólikt var að semja fjár- hagsáætlunina nú eða á und- anförnum árum. Þar var um alger timamót að ræða. Þá sögu hlýtur að vera hægt að segja viðar frá, þvi málefnin eru svipuð þar og i öðrum bæjum og kauptúnum. Reksturskostnaður bæjar- sjóös 1972 er áætlaður kr. 41.2 millj. Hefði þessi upphæð komið til viðbótar varð hann i heild kr. 62 millj. Ber hér að sama brunni og 1971. Með þvi að létta gjöldum þessum af, lækkar hann um tæp 34%. Hefði gamla kerfið staðið áfram, átti bæjarstjórnin um tvo kosti að ræða og var hvor- ugur eftirsóknarverður: Að stórhækka útsvörin og skera niður verklegar framkvæmdir bæjarins, þvi þessar kr. 28,8 millj. hefðu verið sóttar i bæjarsjóð eins og áður. Þetta dæmi ætti aö tala sínu máli um bættan hag sveitafélaganna og eru áreiðanlega ekki neitt ein- stakt fyrir Akraneskaupstað. Þróunin siðustu árin Hún hefur verið sú, að verk- legar framkvæmdir hafa stöð- ugt orðið minna hlutfall af heildartekjum sveitafélag- anna. Með verðlagsþróuninni hefur reksturskostnaðurinn aukizt jafnt og þétt, ýmis framlög hækkað, eins og til trygginganna og sjúkrasam- laganna og aldrei meir en nú eða um 50% ef gamla kerfið hefði gilt áfram. Þaö eru tak- mörk fyrir þvi sett hvað sveitastjórnirnar treysta sér til að ganga langt i vasa skatt- greiðendanna, og þvi stefndi allt i þá átt aö verklegar fram- kvæmdir yröu minni með hverju ári, ef sú þróun héldi áfram, sem einkenndi rekstur sveitafélaganna á undanförn- um árum. Með þvi að létta þessum byröum af sveitasjóðunum og skapa öruggari tekjustofna en áður, með verulegum sveigj- anleika i álagningu, er lagöur nýr og betri grundvöllur að fjárhag sveitafélaganna, en áður hefur tiðkazt. Vafalaust kemur sitt hvað i ljós við framkvæmd laganna, sem betur mætti fara. Þannig verður það jafnan, þegar stór spor eru stigin. Það eru lika fyrirheit rikisstjórnarinnar að endurskoða þau i ljósi þeirrar reynslu, sem af þeim fæst, eft- ir fyrsta árið og er þaö vel. Mun þá fara hávaðinn úr ýms um þeim mönnum, sem af litilli þekkingu en miklu pólitisku ofstæki hafa barizt gegn þessum mikilvægu breytingum, sem gerðar eru og undirbúnar af þrautreynd- um sveitastjórnarmönnum og samþykktar af Sambandi tsl. sveitafélaga, enda mörg þessi atriði gömul og ný baráttumál þess. Keynslan mun leiða það i Ijós, að betri ráðstafanir hafa aldrei verið gerðar til að bæta hag og aðstöðu islenzkra sveitafélaga en núverandi rikisstjórn hefur gert, með hinum nýju lögum um tekju- stofna sveitafélaga og þeim margþættu framkvæmdum iiðrum, sem þeim fylgdu. Það ber vissulega að meta eins og vert er. — D.A. ÞRIÐJUDAGSGREININ SVR á móti umferðinni í Aðalstræti A sunnudagsmorguninn hófu Strætisvagnar Reykjavikur akstur norður Aðalstræti, alla leið frá Kirkjustræti, og aka vagnarnir þvl á móti umferöinni á kaflanum frá Kirkjustræti að Austurstræti. Þetta er gert til reynslu i einn mánuð, og er til- gangurinn með þessum ráð- stöfunum að greiða leið SVR um miöbæinn. Vagnarnir, sem aka þarna noröur Aöalstræti, fóru áður úr Garðastræti og niður Vesturgötu. ökumenn, sem leið eiga um Aöalstræti ættu að at- huga að eingöngu SVR er heimilt að aka allt Aðalstræti til noröurs, og einnig ættu ökumenn, sem koma úr Austurstræti að athuga, að nú geta þeir átt von á umferð á vinstri hönd, úr Aðalstræti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.