Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 6. júni 1972. ÞORSTEINN MATTHÍASSON: Bókasafn — það á að vera hjarta hverrar menntastofnu Vilbergur .Júliusson, skólastjóri. Leifur Biriksson leiðbeinir áhugasömum lesendum. Ég hef hér fyrir framan mig Setberg, skólablað gefið út af barnaskóla Garðahrepps. Ritsjóri þess og ábyrgðarmaður er skólastjórinn, Vilbergur Júliusson. 1 ávarpsorðum blaös- isn, þegar það er gefið út i fjórða sinn 1968, á tiu ára afrr.æli skóí- a.p.s, segii1 svo: „Blaðið gegnir þvi hlutverki, að vera tengiliður milli skólans og heimilanna, aö rifja upp og varð- veita ýmislegt úr skólasögu byggðarlagsins, að flytja sögur, ritgerðir og teikningar eftir nemendur, og loks að kynna sem flesta þætti skólastarfsins i máli og myndum”. Það er enginn nýr eða óþekktur siður að gefa útskólablöð.En blað jafn vel úr garði gert og vandað að öllum frágangi hef ég varla séð á þessum vettvangi. Vilbergur Júliusson er bók- menntamaður og áhugasamur um allt, sem lýtur að mennt og menningu á þvi sviði. Til dæmis hefurá vegum skóla hans oft far- ið fram kynning á bókum og höf- undum. Háð er spurningakeppni úr efni bókanna meðal nemenda, verðlaun veitt og allir nemendur hafa fengið myndir af höfundum. bað hafði frá upphafi verið áhugamál skólastjórans að setja á stofn lesstofu og koma upp visi að skólabókasafni. Það var þó ekki fyrr en á 10 ára afmæli skól- ans, þann 18. október 1968, að þessi hugmynd varð að veruleika. —Margir aðilar sýndu þessu velvilja. Kvenfélag Garðahrepps gaf 20 þús. krónur til kaupa á bók- um, og fékkst fyrir það fé talsvert af góðum bókum hjá fornsölum, sem hafa oft á boðstólum velút- litandi bækur, að þvi er virðist sem næst ólesnar, á hóflegu verði. Þá kom fram mikill skiln- ingur og ræktarsemi, bæði hjá börnum og foreldrum, við gott og þarft málefni. Þremur mánuðum eftir að bókasafnið tók „til starfa og lesstofan var opnuð eða í árs- lok 1968, var bókaeignin orðin 2030 bindi. t árslok 1971 var bókaeignin 3730 bindi, en er nú á vordögum 1972 yfir 4000. L.esstofa Barnaskóla Garða- hrepps er aðeins venjuleg kennslustofa. Bækurnar eru geymdar i skápum á veggjum, og eru þeir lokaðir á morgnana, þegar kennsla fer fram i stofunni. Eftir hádegi er safnið svo opnað. Það eru mörg handtök við eina bók, áður en hún er fær um að fara i umferð. Skráning, undir- búningur, talning og skýrslugerð er timafrek vinna. Meðan safnið er opið, getur bókavörður ekkert annað gert en afgreitt, leiðbeint og haft eftirlit. Fyllstu reglusemi, kyrrðar og góðrar umgengni þarf að krefjast á lesstofu. Skólabókasafn þarf að vera virkur þáttur i fræðslu- og upp- eldisstarfi skólans. Það þarf að kenna nemendum að nota bækur og bókasöfn sér til gagns, og æfa þá i sjálfstæðri heimildaöflun af bókum. Það þarf að gefa nemend- um kost á gagnlegu og þroskandi lesefni til tómstundalesturs. Sá kennari, sem lengst hefur starfað við barnaskólann i Garða- hreppi, er Þingeyingurinn Leifur Eirlksson, og hann hefur jafn- framt haft á hendi eftirlit með skólabókasafninu og lesstofunni. Starf þetta er mjög mikilvægt. Þess vegna er gott og nauðsynlegt að hann sé vanur kennari, hafi helzt kennt á öllum stigum frá 6—15 ára og áé kunnugur lesefni og námsskrá. Bókin er og verður alltaf mikilvægasta tækið á þroskabraut mannsins, og hún getur verið hið bezta kennslutæki i lestrarkennslu, þótt hún að ströngu mati hafi ekki mikið bók- menntalegt gildi. Bókasafn á þvi að vera i hverjum skóla. Það á að vera hjarta hverrar menntastofn- unar. 1 barnaskóla Garðahrepps eru nú um 700 nemendur. Húsrými er fyrir þrjár hliðstæður sjö til tólf ára, en nú eru þær fjórar. Nemendum fer ört fjölgandi, og siðan um siðustu áramót hafa verið skráðir yfir sextiu nýir nemendur. Það getur þvi varla liðið á löngu, þangað til ný skóla- bygging ris af grunni. Nú munu vera um 180 ibúðir i smiðum, og ekki er liklegt, að þar verði alls staðar barnlaus bær. Og Vilbergur skólastjóri bætir við: — Min skoðun er, að setja þurfi skorður við þvi, að ný byggðahverfi séu ákveðin og skipulögð án þess að jafnframt sé hafin bygging nýs skóla. Þar sem 50 — 100 ibúðarhús eru risin frá grunni i nýju hverfi, ætti riki og bæ að vera skylt að koma upp húsnæði fyrir skóláhaid. Það eru samdar áætlanir fram i timann um vegamál, raforkumál, heilbrigðismál og tryggingamál. En spyrja mætti: Hvenær megum við vænta áætlana um bygginga- framkvæmdir skóla, sem sam- svari á hverjum tima þeirri þörf, sem fjölgun fólksins i landinu kveður á um og uppfyllir nútima- kröfur, hvað viðkemur kennslu- háttum og námsaðstöðu? Ég held það sé þjóðfélagsleg nauðsyn að einsetja islenzka skóla og jafnframt lengja skóla- dag barnanna á þann veg, að þau hafi lokið sinum vinnudegi innan veggja skólans og öll heima- námsskylda falli þá niður. Þetta er sjálfsagt að öðrum þræði spurning um fjármagn. En ’ er það ekki einnig spurningin gamla um vilja. Nú er talað um að kaupa fjölda skuttogara og leggja hringveg um landið, sem auðvitað er nauðsyn- legt, og til þessara framkvæmda er sótt fé i vasa þjóðarinnar. Hvenær verður boðið út af rikisstjórninni happdrættis- skuldabréfalán til að bæta úr þvi niðurlægjandi ófremdarástandi, sem þjóðin býr við hvað snertir skólahúsnæði? Þjóð, sem hátt vill meta bókmenningu og á þvi sviði dýrmætan feðraarf, getur ekki unað sliku. Væri ekki hugsanlegt að taka barnallfeyri, sem nemur 300—400 millj. króna á ári, um þriggja til fjögurra ára skeið til að bæta úr húsnæðisleysi skólanna. Vegna breyttra þjóðlifshátta vinna kon- ur nú mikið utan heimilis. Er ekki eðlilegt, að hluti af þeim auknu heimilistekjum, sem þess vegna eru til orðnar, komi börnunum til góða? Ekki sizt þegar svo er kom- ið, að skólinn verður i æ rikara mæli griðastaður æskunnar, er nauðsynlegt að hann sé fullkom- inn og á allan hátt starfi sinu vax- inn. Það er verið að gera ýmiss kon- ar hliðarráðstafanir, dýrar og kostnaðarsamar, til að bæta úr brýnustu þörfum. Það sem þessum stofnunum er ætlað að gera gæti að stórum hlut fallið undir einsettan skóla, ef vel væri að honum búið. Ég tel, að taka eigi upp fimm daga skólaviku, þar sem þvi nær allar stéttir þjóðfélagsins hafa náð þvi marki. Ég vil lækka kennsluskyldu islenzkra barna- kennara niður i 30 stundir á viku, og fylgja i þvi efni dæmi annarra Norðurlandaþjóða. Einnig só hámarks neiriéhdafjöidi i bekk, sem ætlaður er einum kennara, verði tuttugu og fjórir, og saman- lagður nemendafjöldi kennara, sem hefur tvær bekkjardeildir, verði ekki meiri en 44 — 46. Þessi skipan mála er þvi nauð- synlegri sem það er vitað, að raunverulegur vinnutimi kennara er stundum allt að þvi helmingi lengri en sá,sem skráður er. Þvi veldur undirbúningsvinna kennslustundanna. Kennarar hér i Garöahverfis- skóla hafa fasta viötalstima einu sinni i viku, og er þá bókað við hverja er rætt. Skólinn leitast við að ná sam- bandi við foreldra hvers barns þrisvar til fjórum sinnum hvert skólaár.Þannig að tengsl séu milli heimilis og skóla. Og svo er það sundlaugin okk- ar. Þetta er plastlaug, sem sett er upp til bráðabirgða, en hefur þó stuðlað að stóraukinni sundkunn- áttu siðan hún var tekin i notkun. Laugin er sett upp i april eða mai ár hvert, og svo aftur i september. Þennan tima, fimm daga i viku hverri, njóta um 400 börn, á aldrinum 9 til 12 ára, sundþjálf- unar. 1 byrjun júni hefst sundnám- skeið fyrir 6,7 og 8 ára börn. Almenningur hefur átt kost að hafa sundlaugina i notkun yfir sumarmánuðina, júli og ágúst. Upphitun fær laugin frá mið- stöðvarkatli skólans. Július Arnason er sundkennari og jafnframt leikfimi- og iþrótta- kennari. Móti honum kennir Elisabet Brandt. Þau eru bæði fastir kennarar. Arndis Björns- dóttir hefur verið ráðin til sund- kennslu I vor, en kennt er tólf stundir á hverjum degi þann tima, sem annir eru mestar. Fyrsti skóli i Garðahreppi var stofnaður 1791 og starfaði til 1812. Hann var á Hausastöðum i Garðahverfi. Það var heima- vistarskóli fyrir börn, kostaður af Thorkiliistjóri. Var hann þvi ekki fremur fyrir börn úr þessu sveitarfélagi heldur en öðrum byggðarlögum Kjalarnesþings hins forna. En honum var eftir miklar bollaleggingar og bréfa- skriftir valinn staður að Hausa- stöðum. Nemendur voru á aldrinum 7 — 16 ára. Það voru bæði piltar og stúlkur. Nú þykir það sjálfsagt að stúlkur njóti sama réttar um nám og skólagöngu og drengir. En á þessum tima og löngu eftir það, voru piltar miklu rétthærri en stúlkur á þessu sviði, eins og Skólastjóri og kennarar I barnaskólanum. Barnaskóli Garðahrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.