Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 6. júni 1972. TÍMINN 17 Asgeir Eliasson — átti mjög góð- an leik með Fram. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson HERMANN KOMINN í SINN GAMLA HAM - var bezti maður á vellinum, þegar Breiðablik stal sigrinum af Val í gærkvöldi Breiðabliksliðið stal sigrinum frá Val, þegar liðin mættust á Mela- vellinum í gærkvöldi. Liðið sótti stíft síðustu 6 minúturnar og tókst að vinna upp tveggja marka forskot Vals 2:0. Á 39. min skoraði Guðmundur Þórðarson með skalla, og einni mínútu fyrir leikslok tókst Hinriki Þórhallssyni að jafna úr þvögu 2:2, Þar að auki áttu þeir stangarskot. Leikurinn, sem var mjög lif- legur og bauð upp á marga góða leikkafla, var frekar ójafn framan af. Valsmenn réðu gangi leiksins — þeim tókst að skora tvö mörk i fyrri hálfleik. Fyrst Alexander Jóhannsson á 19.minútu, siðan Ingi Björn Al- bertsson á 26. minútu Atti Her- mann Gunnarsson mestan heiður skilið af þessum mörkum, en Metupphæð var greidd fyrir markvörð Huddersfield, David Lawson, i gær, en Everton keypti hann fyrir 80 þúsund sterlingspund, sem jafngildir 16 milljónum islenzkra króna. Er þetta hæsta upphæð,sem greidd hefurveriö fyrir mark- ■ hann var bezti maðurinn á vellinum — greinilega að komast i sinn gamla góða ham. SOS vörð i knattspyrnu. Fyrri met- 1 upphæð var 65 þúsund sterlingspund fyrir Bobby Fergusson, sem West Ham keypti frá skozka 1. deildar liðinu Kilmarnock árið 1967. i David Lawson var búinn að i leika með Huddersfield i þrjú J ár, en áður var hann með 1 Bradford. í David Lawson ■ dýrasti mark- vörður heims JÍÆRA URSLITA- LEIKINN - leiktiminn reyndist vera of langur S.l. föstudag fór fram úrslita- leikur Reykjavikurmótsins i 1. flokki. Léku KR og Fram til úrslita. Lauk leiknum með sigri KR, sem skoraði þrjú mörk gegn tveimur mörkum Fram, en Fram hefði nægt jafntefli til að hljðta sigur i mótinu. Nú hefur Fram kært þennan leik á þeim forsendum, að leik- timinn hafi verið of langur. Var leikið i 45 minútur i stað 40 minútna i fyrri hálfleik. Telja Framarar, að þriðja mark KR hafi verið skorað á auka- minútunum. Búast má við, að liðin verði að leika aftur. Golf-konur koma saman á þriðjudögum í sumar ráðgera konur, sem hafa áhuga á, golfi, að hittast a.m.k. einu sinni i viku á velli GR i Grafarholti. Hafa þær ákveðið þriðjud. frá kl. 13.30 til þessara „funda- halda”. Er hugmyndin hjá þeim að mætast þarna á þessum tima og leika golf og siðan að rabba saman yfir kaffibollum. Eru allar konur, sem áhuga hafa á þvi að leika golf — eða læra það — velkomnar á þessum tima. Fram er eina liðið, sem ekki hefur tapað stigi í íslandsmótinu til þessa Nú hafa öll 1. deildar liðin tapað stigi, einu eða fleiri, nema Fram, sem á laugardaginn sigraði Vest- manneyinga með 2:0 i leik, sem háður var á Laugardalsvellinum. Fram lék miklu betur en gegn Vikingi á dögunum, og sigur liðs- ins gegn Vestmanneyingum var sanngjarn. Asgeir Eliasson var i essinu sinu i þessum leik, hafði yfirburði á miðju vallarins, auk þess sem hann ógnaði marki Vestmannaeyja og skoraði annað mark Fram. Annars er það merkilegt, hve dauft Vestmannaeyja-liðið er alltaf i fyrstu leikjum tslands- mótsins. Og það er einmitt i þess- um fyrstu leikjum, sem liðið tap- ar raunverulega tslandsmótinu. Stigin i fyrstu leikjunum eru engu þýðingarminni en stigin, sem fást i síðustu leikjunum. Og þó að það sé afsökun fyrir knattspyrnu- mennina i Eyjum, hversu ein- angraðir þeir eru, þá verður knattspyrnuforustan i Vest- mannaeyjum að finna einhver ráð til að rjúfa þessa einangrun með fleiri æfingaleikjum á vorin. Veður til knattspyrnukeppni var ekki sem allra bezt á laugar- daginn, strekkingsvindur að norðan og fremur kalt. Framarar kusu að leika á móti vindinum i fyrri hálfleik og tókst tvivegis að skora, þrátt fyrir mótvind. Asgeir Eliasson skoraöi fyrra mark Fram á 20. minútu eftir laglegt samspil. Og nokkrum minútum siðar skoraði Eggert Steingrims- son siðara mark Fram. Eggert er ný stjarna hjá Fram, mjög tekn- iskur leikmaður, en skortir ennþá hraða. Fram-liðið var betri aðilinn i fyrri hálfleik, og áttu menn von á þvi, aö i siðari hálfleik myndu þeir skora fleiri mörk — með vindinn i bakið. Svo reyndist þó ekki vera. Þeim tókst ekki að hagnýta sér vindinn. Þeir sóttu meira að visu, en tókst ekki aö skapa sér veruíega hættuleg tæki- færi. Hins vegar munaði mjóu að Vestmanneyingum tækist aö skora einu sinni. Erfitt er að spá fyrir um það, hvernig þessum liðum mun reiöa af i Islandsmótinu. Óneitanlega hafa Framarar fengið ágætt start, og það fengu þeir lika i fyrra, en botninn datt úr i miðju móti. Margt bendir þó til þess, aö Fram verði ofarlega i mótinu. Vörnin er geysisterk, með Mar- tein og Sigurberg sem sterkustu menn. Sigurbergur ógnar einnig i hornspyrnum með skalla. • Það er út i hött aö afskrifa Vest- manneyinga strax, þrátt fyrir slæma byrjun. En það, sem háir liðinu mikið, er skipulagsleysi, bæði i sókn og vörn. Rangt stöðu- mat háir mörgum leikmönnum liðsins. Guðjón Finnbogason dæmdi leikinn og geröi þaö vel. Þurftu allt að sex „pútt” á sumum flötunum í Pierre Robert-keppn- inni i golfi, sem fram fór á velli Golfklúbbs Ness um helgina, mættu 123 keppendur. Er það með þvi mesta, sem hér hefur verið i flokkakeppni, eins og þessari, en þær eru jafnan betur sóttar en aðrar, þviað sérstakir flokkar eru þar fyrir unglinga og konur, sem ekki fá að vera með á hinum opnu mó'nnum Mætti vera meira um opin mót með þessu fyrirkoinulagi hér á Iandi. Leikið var i M.fl., 1. fl., 2.fL, unglingafi. og kvennafl. I tveim siðastnefndu flokkunum var leikið á föstudaginn i mjög leiðin- legu veðri. Þar urðu úrslit þessi: Kvenna l'Iokkur llögg Ólöf Geirsdóttir, GR 86 Hanna Aðalsteinsd. GR 89 Laufey Karlsdóttir, GR 90 Guðfinna Sigurþórsd. GS 93 Unglingaflokkur (17 ára og yngri) Sigurður Thorarensen, GK 75 Ragnar Ólafsson, GS 77 Þrir piltar urðu jafnir i 3ja sæti Jóhann Kjærbó, Jóhann Jósepsson og Hafdán Þ. Karlsson, á 78 höggum. Þeir leku aukakeppni um verðlaunin og sigraði Jóharin Kjærbo (sonur Þorbjörns Kjærbo) þar. Þess skal getið, að piltarnir léku allir af fremri teigum. A laugardag var veður ekki betra, en þá lék meistara- og 1. fl karla, og var leikið ótrúlega vel miðað við aðstæður Rokið var mikið og flatirnar snöggslegar svo illa gekk að hem ja púttin — og fengu sumir allt að fimm og sex púttum og mátti þá heyra mörg óprenthæt orðl (Jrslit I 1. fl. urðu þessi: Högg Þorgeir Þorsteinsson GS 80 Sigurður Albertsson, GS 83 ómar Kristjánsson, GR 83 Þórhallur Hólmgeirsson, GS 84 Sigurður H. Hafsteinss. GR 84 Atli Arason, GR 84 (Sigurður Albertsson sigraði Ómar í aukakeppni um önnur og þriðju verðlaun.) t meistaraflokki var keppnin mjög hörð og jöfn, og munaði ekki nema 3 höggum á 1. og lO.manni. Það ruglaði keppendur i þesum flokki, svo og i 1. fl, að ákveðið hafði verið að leika 36 holur (18 hvorn dag) til aö fá stig i punkta- keppni GSt. Héldu sumir, að siðari 18 holurnar væru einnig i Pierre Robert-keppninni, en svo var ekki samkvæmt lögum hennar. Olli þetta nokkrum misksilningi, en það fékkst þó á hreint undir lokin og léku efstu menn i l.fl.ogallur M.fl. daginn eftir i punkta- keppninni. Var þá samanlagður árangur lagður saman og fengu 10 efstu menn stig. Úrslit I M.fl i Pierre Robert- keppninni urðu þessi: Loftur Ólafsson, GN 80 Hanslsebarn, GR 80 Björgvin Hólm, GK 80 Björgvin Þorsteinsson, GA 81 Gunnlaugur Ragnarsson, GA 81 Þorbjörn Kjærbo, GS 81 Sigurður Héðinsson, GS 81 Hólmgeir Guðmundsson, GS 81 Eirikur Helgason, GR 81 (Hans sigraði Björgvin Hólm i aukakeppni um önnur og þriðju verðlaunin). i Pierre Robert-keppninni og punktakcppni GSÍ urðu úrslit þessi: Högg Sigurður Héðinsson, GK 152 Július R. Júliusson, GK 153 Þorbjörn Kjærbo, GS 154 Björgvin Hólm, GK 154 Gunnlaugur Ragnarsson, GR 156 Björgvin Þorsteinsson, GA 157 Jóhann Ó. Guðmundsson, GR 157 Ingvar Isebarn, GK 159 Eirikur Helgason, GR, 159 Þórhallur Hólmgeirsson, GS 159 Betra veður var siðari daginn og léku þá menn mun betur en fyrri daginn. Bezta skori á 9 holum náði Jóhann Ó. Guðmunds- son, 33 högg (2 undir par) og á 18 holum Július, R. Júliusson, 70 högg, sem er par vallarins. A sunnudaginn var einnig leikið i 2. fl, og urðu úrslit þar þessi: Högg Ilreiim M. Jóhannsson, GN 81 Sveinbjörn Björnsson, GK 86 Hörður ólafsson, GN 87 Lárus Arnórsson, GR 87 BertHansson, GN- 89 (Hörður ólafsson sigraði Lárus i aukakeppni um 3ju verðlaunin) Næsta opna keppni fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbi Suður- nesja. Er það Bridgestone- Camel-keppnin, sem er 36 holu keppni. -klp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.