Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. júni 1972. TÍMINN 19 YFIR 8 METRA í LANGSTÖKKI FRÍ-mót á Laugardalsvelli kl. 8 á morgun: Hvor sigrar í kúluvarpi Guðmundur eða Hreinn? Ánægjulegt að hafa fengið keppinaut, segir Guðmundur Hermannsson Mörg góð frjálsíþróttaafrek unnin á ýmsum mótum Hans—Joachim Rothenburg, A- Þýzkal., setti nýtt Evrópumet i kúluvarpi á móti i Potsdam um helgina. Hann varpaði 21.32 m. Gamla metið, sem hann átti sjáifur var 21,12 m. Ennþá á A1 Feuerbach USA bezta árangurinn, 21,42 m. Renate Stecher jafnaði heimsmetiö i lOOm hlaupi kvenna á sama móti, hljóp á 11 sek. Hún, ásamt Tyus USA og Chi Cheng Formósu, á metið. Stecher varð Evrópumeistari bæði i 100 og 200 m á EM I Helsinki i fyrra. A móti i Porsgnmn i Noregi á laugardag varpaði Björn Bang Andersen kúlunni 18,09 metra, sem er bezti árangur i kúluvarpi i Noregi á þessu sumri. Annar varð Lorentzen, 17,25 m. Daninn Steen Schimdt Jensen, sigraöi i llOm grind á 14,4 sek. Garshol varð sigurvegari i 100 m hlaupi á 10,8 sek. Grete Andersen sigraði i 800 m hlaupi kvenna á 2:12.6 min. Hinn 23ja ára gamli V-Þjóö- verji, Baumgartner, stökk 8,16m á móti i Luedensch um helgina. Það er bezti árangur i Evrópu i sumar. Vestur-Þjóðverjar sigruðu Ungverja i landskeppni i kast- greinum frjálsiþrótta i Mainz, þeir hlutu 84 stig gegn 70 stigum Ungverja. Karl Riehm V-Þýzkal. náði bezta árangri ársins i sleggjukasti, 73,92 m. Frábær afrek voru unnin á móti i Eugene, Oregon i Banda- rikjunum á laugardag. Lucas hljóp 3000m hindrun á 8:30,1 min, Wottle fékk 3:39,7 min. i 1500 m hlaupi, Woods stökk 2,21 i hástökki, Prefontaeine hljóp 5 km á 13:31,4»Debarndardi varpaði kúlu 20,28 og hann kastabi kringlu 59,87, Collins hljóp 400 grind á 49, og loks stökk Burton 5,26 á stöng. Þessi vigalegi langstökkvari heitir Henry Hines og er frá Bandarikjunum. Hann hefur stokkiö 8,49 metra I vor og er af mörgum talinn liklegasti sigur- vegarinn I þessari grein á OL i Munchen. Þess skal getið, að meðvindur var fullmikill þegar Hines stökk, en hann á löglegt stökk, sem mældist 8,20 metrar. ÖE—Reykjavik. Keppni Guömundar Hermannssonar, KR, islandsmethafans í kúlu- varpi (18,48 m.) og hins efnilega kúluvarpara úr HSS, Hreins Halldórssonar, á EóP-mótinu, vakti mikla athygli iþróttaunnenda. Guðmundur hefur boriö höfuö og herðar yfir kúlu- varpara okkar undanfarin ár, og flestir eru orðnir því vanir, að hann sigri í keppni við landa sina. Þess vegna kom hin harða keppni Hreins og Guömundar svo mjög á óvart. Hreinn kastaði lengst 16,53 metra i fyrra, llreinn: „Þessi árangur kom mér nokkuð á óvart, að visu var ég að vonast til að kasta 17 metra, en það er nokkuð langt frá 17 til 17,39. Ég hefi æft allvel undan- farna mánuði, en auövitað á ég eftir að bæta stil minn til muna enn. Ekki býst ég við að sigra Guðmund Hermannsson á næstu mótum, hann er vel þjálfaður og mikill keppnismaður. Það er samt aldrei aö vita, hvað gerist, ef ég næ sérstaklega velhepþnuðu kasti, þá gæti ég nálgazt 18 metrana. En Guömundur gæti þá kastað yfir 18 metra. Þegar liður á sumariö vonast ég samt til að kasta 18 metra, sem er takmark mitt i sumar. Breti en á EóP-mótinu varpaði hann 17,39 metra, svo að framfarirnar eru gífur- legar. beztur í heimi Á morgun kl. 8 hefst júnimót FRI á Laugardalsvellinum, fyrsta mót sumarsins á þeim ágæta velii, og meðal keppnis- greina annað kvöld verður ein- mitt kúluvarp, þar sem Guð- mundur og Hreinn eru báöir meðal keppenda. Hvað skyldu þeir nú vilja segja um væntanleg úrslit? Ánægjulegt að vera búinn llreinn llalldórsson. Ef ég næ velheppnuðu kasti... í tug- þraut Rétt fyrir síðustu mánaöamót birti v-þýzka frjálsíþróttaritiö „Leichtathletik” beztu af- rek I heimi á þessu vori. Þar kemur I ljós, að Bretinn Gabbett er beztur i tugþraut með 8040 stig, sem er brezkt met. Þess má geta, að Bretar, Spánverjar og Islendingar þreyta lands- keppni í tugþraut hér i Reykjavik dagana 26.-27. júni nk.,og er von- andi aö Gabbett verði einn af keppendum Breta. Annar Breti, King, er einnig framarlega eða með 7676 stig. Til gamans skal þess getið að lokum, að heimsmetið i tugþraut á Toomey, USA. 8417 stig, en Evrópumetið á Bendlin, V- Þýzkal.. 8319 stig. Islandsmetið, 7358 stig, á Valbjörn Þorláksson. að fá keppinaut... Guðmundur: ,,Þvi er ekki að neita, að kast Hreins i fyrstu umferö EÓP-mótsins kom mér mjög á óvart, en ég vil segja ánægjulega á óvart. Mér fannst samt, að ég væri ekki i harðri keppni viö hann i upphafi, svo vanur er ég oröinn að keppa aðeins við 18 metra strikið eða önnur strik á mótum hér. Það var eiginlega ekki fyrr en i f jórðu um- ferð, að mér varð ljóst, aö ég varö að taka á honum stóra minum. Og i 5. umferö tókst mér að ná sigur- kastinu. Það er mjög ánægjulegt að vera búinn að fá keppinaut á innlendum mótum, og ég mun nú sem hingað til gera mitt bezta. Hvort það nægir til að sigra Hrein eða 18 metrana veröur að koma i ljós á sinum tima.” Nýtt Evrópumet í kúlu- varpi sett um helgina Guðmundur Hermannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.