Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 6. júni 1972. TÍMINN 23 Grasfræblanda ,,A” Alhliða blanda, sem hægt er að nota viðast hvar á landinu i ýmsan jarðveg. Sáðmagn 20—25 kg. á hektara. Grasfræblanda ,,B” . Harðlendisblanda, ætluð þeim svæðum, þar sem kalhætta er mest, en má einnig nota til sáningar i beitiland. Sáðmagn 25—30 kg. á hektara. Skrúðgarðafræ Þessi fræblanda hentar einnig fyrir iþrótta- velli. Óblandað fræ Vallarfoxgras Túnvingull Vallarsveifgras Háliðagras Skriðlingresi Hýgresi einært Rýgresi fjölært Fóðurmergkál Matjurtafræ Silóna fóðurkál Fóður-repja Sumar-repja Smjörkál Fóðurrófur Hvitsmári Sáðhafrar Sáðbygg Blómafræ PANTIÐ FRÆIÐ snemma hjá næsta kaupfélagi. Þórir Steinþórsson í Reykholti lótinn KJ-Reykjavik Þórir Steinþórsson fyrrverandi skólastjóri i Reykholti lézt i Sjúkrahúsi Akraness snemma á mánudagsmorguninn, 77 ára að aldri. Hann hafði legið i sjúkrahúsinu um hálfsmánaðar- skeið. Þórir Steinþórsson fæddist á Gautlöndum i Mývatnssveit 7.mái 1895, sonur hjónanna Steinþórs Björnssonar, bónda og smiðs á Litluströnd i Mývatnssveit og Sigrúnar Jóns- dóttur. Þórir varð gagnfræðingur frá Akureyri árið 1916, og var bóndi i ‘Alftagerði i Mývatnssveit 1920-’31, og stundaði þá jafnframt unglingakennslu. Frá árinu 1931 var hann bóndi i Reykholti i Borgarfirði og kennari við héraðsskó'lann, og skólastjóri varð hann i Reykholti árið 1941 og gegndi þvi starfi til ársins 1965. Þórir Steinþórsson gegndi Þórir Steinþórsson. ýmsum trúnaðarstöðum, bæði heima i héraði og út á við. Hann átti sæti i milliþinganefnd i bankamálum 1939 og i milliþinga- nefnd um lax- og silungsveiði 1955. Þá átti hann sæti i veiði- málanefnd frá árinu 1956 og i yfirmatsnefnd samkvæmt veiði- lögum frá sama ári. Þórir var i yfirskattanefnd Borgarfjarðar- sýslu frá 1936 og sýslunefndar- maður var hann um árabil. Hann átti sæti i hreppsnefnd Skútu- staðahrepps á árunum 1922 - 1928 og i hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps frá arinu 1938. Endurskoðandi Kaupfélags Þing- eyinga var hann og sföar endur- skoðandi Kaupfélags Borg- firðinga. Þá var hann um ára-bil formaður Landssambands veiði félaga. Þórir var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Þuriður Frið- bjarnardóttir, úr Mývatnssvei't, fædd 18. sept. 1900,en hún lézt 11. febrúar 1932. Seinni kona Þóris er Laufey Þórmundsdóttir úr Borgarfirði, f. 4. des. 1908. 4 teknir KJ-Reykjavik t fyrrinótt voru fjórir ökumenn i Hafnarfirði teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Þetta er ó- venjuhá tala hjá þeim i Hafnar- firði á einni nóttu. Góður hagur hjá málara- meisturunum. Ólafur Jónsson var endurkjörinn formaöur Málarameistarafélags Reykjavikur á aðalfundi félagsins, en félagið hefur nú starfað i 44 ár. Þing Norrænna málarameistara verður haldið i Reykjavik 17. - 24. júli. 1 skýrslu framkvæmdastjóra félagsins kom fram, að hagur fe'lagsins er góður. Bókasafn Framhald jif bls. 1 endingarbetri og tryggir meira hreinlæti. Annars er það ámælis- vert, hve margar islenzkar barnabækur eru i lélegu bandi, og virðast sumir bókaútgefendur mjög hirðulausir hvað þetta snertir, stundum svo, aö þeim er vansæmd að. A safn- og skólabók- um þarf að styrkja bandið sér- staklega, þvi þar er um að ræða bækur, sem ganga margra á milli og mikið eru lesnar. Það er athugandi, hvort pappirskiljuút- gáfa á bókum kemur ekki til greina. Þá þyrftu plasthylki eða plastvasar að fylgja slikum bók- um. Styrkt bókband og pappirs- kilja ætti i flestum tilfellum að nægja i skólabókasafni. Bókaút- gefendur segja, að einn stærsti liðurinn i bókaútgáfunni sé bók- bandið. Má vera,að pappirskiljan sé lausnin. En hvað um það, hér þarf að verða stór breyting til batnaðar. Bókbandi hefur litið fleygt frám á Islandi, en útlit að ýmsu leyti batnað, tildur mætti minnka. Bókin á fyrst og fremst að lesast og ganga frá barni til barns. Það mætti bæta þvi hér viö, af þvi að maður hefur slikt daglega fyrir augum, að sumar barna- bækur eru prentaðar á grodda- pappir, mórauðan og ljótan, og i kassabandi. Gylling er oft ekki nógu sterk og skýr, en það er mjög þýðingarmikið i söfnum,að bæði höfundarnafn og titill sé skýr á kili. Það væri þarft verk, ef bókaútgefendur, bókbindarar og bókaverðir hittust og ræddu um þetta atriöi. Á sumar bækur vantar höfundarnafn útgáfuár og stað. Við þessu þarf að setja skorður. Það er alltof algengt, að hugsunarleysi gagnvart börnun- um komi fram i þessari bókagerð. En ég lit svo á, að til engra bóka þurfi að vanda betur en einmitt þeirra, sem börnum eru fengnar i hendur, þegar verið er að laða fram hjá þeim lestraráhuga og námslöngun. Hinn mikli áhugi á skólabóka- iiiiiiimiiiiiiiiiiiim söfnum og hin siauknu útlán úr söfnum til barna og unglinga, renna nýjum og traustari stoðum undir islenzka barnabókaútgáfu, og er gott til þess að vita. Þeim heimilum fjölgar óðum, sem engar bækur kaupa eða hafa um hönd. Skólinn fær þvi hér enn eitt hlutverk, en það er að kynna börnum frá þessum heimilum bókina sem slika, bæta þeim upp bókamissinn og gefa þeim tæki- færi til að taka þátt i ævintýrinu mikla, sem bókin er og verður alitaf. Ég endurtek: Bókasafn á að vera i hverjum skóla — þaö á að vera hjarta hverrar menntastofn- unar. __ Þ.M. [lögfrædi- I SKRIFSTOFA j Tómas Árnason, hrl. og j Vilhjálmur Árnason, hrl. Lækjargötu 12. Idðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Simar 24635 7 16307. V____________) IIIAIIIJLIAIIA HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI8 Sími 84320 Nýir og sólaðir hjólbarðar Hvítir hringir Balanssering Rúmgott athafnasvæði Fljót og góð þjónusta Hjólbaróa viógeróir OpiÓ 8-221 Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins i ■IgllWlWllMiyilllf IgfTTTllITTTTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.