Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 24
Hertoginn jarðsettur: Athöfnin tók 40 mínútur NTB-London Hertoginn af Windsor var i gær lagöur til hinztu hvildar eftir einfaida útfararathöfn i Windsorkastala, þar sem aö- eins nánustu ættingjar og vinir voru til staöar, alls um 250 manns. Athöfnin tók 40 minút- ur. Ifertogaynjan, sem nú er 75 ára, sat viö hliö Ellsabetar drottningar viö athöfnina. Hún fór til Parísar aftur strax eftir aö kistan haföi veriö látin siga ofan i gröfina. Brezk blöð hafa undanfarið gagnrýnt brezku konungsfjöl- skylduna i sambandi við and- lát hertogans. Bent hefur ver- ið á,aö þrátt fyrir hirðsorgina hafi meðlimir fjölskyldunnar undanfarið tekið þátt i opin- berum skemmtunum og dans- leikjum. Umhverfisráðstefnan hafin: Lögregluvörður allt um kring og uppi yfir líka NTB-Stokkhólmi I.ögrcglan i Sviþjóö hefur gcysilcgan viöbúnaö vegna um- hverfisráðstefnu Sþ, sem þar hóf- st í gær. Aidrei hefur sézt annar eins fjöldi lögreglumanna i borg- inni, og yfir sveima lögreglu- þyrlur. Káöstefnuna sitja 1200 fulltrúar frá 112 löndum, þ.á.m. niu manns frá íslandi. Kina Var- sjárbandalagslandiö, sem sendi fulltrúa, er Kúmenia. Ráðstefnan var sett i Óperunni i Stokkhólmi, og var lögreglan vel á verði allt um kring og uppi yfir á meöan. Niu manna hópur, sem setzt haföi á tröppur hússins til aö reyna aö koma i veg fyrir sjón- varpsútsendinguna, var fjarlægð- ur áður en gestirnir fóru aö tlnast að. Meðan athöfnin stóö yfir, var fáni þjóðfrelsisfylkingar N-Viet- nam dreginn að húni á húsinu beint á móti óperuhúsinu, og fékk hann aö blakta þar i stundarfjórð- ung, áður en lögreglan náði hon- um niður. Tvær konur voru hand- teknar i sambandi við þetta, önn- ur þeirra blaðamaður, sem fylgj- ast átti með ráðstefnunni. Við setningarathöfnina hélt Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sþ, ræðu og sagði m.a., aö mengunin þekkti engin land- amæri, og að strið eyðilegðu náttúruna mest af öllu. Nútima hernaðaraðgerðir gætu rænt komandi kynslóðir framtiöinni. Oluf Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, tók einnig til máls og mælti mjög á svipaðan veg, sagði, að vopnakapphlaupið væri versta mengunin. íad3f“,nia McGovern spáð sigri NTB-Los Angeles Hubert Humphrey öldunga- deildarþingmaður lýsti þvi yfir á sunnudagskvöldið, að hann ætlaði aö halda áfram kosningabarátt- unni, þó aö George McGovern sigraði i forkosningunum i Kali- forniu, sem fram fara i dag. — Ég held áfram, sagöi Hump- hrey eftir að hann haföi tekið þátt i sjónvarpsumræðum ásamt McGovern og þremur öðrum frambjóðendum. Stjórnmálasérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir bjartsýni Humphreys hafi hann aöeins litla möguleika á að verða mótherji Nixons i forseta- kosningunum i haust, ef McGovern sigrar i Kaliforniu. Skoðanakannanir sýna, að McGovern hefur langmesta möguleika i Kaliforniu. Ilér sést Angela Davis yfirgefa réltarsalinn I Santa Clara á föstu daginn, er kviðdómendur höfðu dregiö sig I hlé til að komast að niðurslöðunni. i fylgd með Angelu er bróöir hennar, Ben Davis. Angela Davis saklaus: Heldur áfram baráttunni gegn kúgun og ranglæti SB-Reykja vik, NTB-Los Angeles Angela Davis hefur nú verið úrskurðuð saklaus af ákær- unni um morð, mannrán og samsæri. Kéttarhöldin stóðu i i;t vikur og voru ein þau lengstu í sögu Bandarikjanna. Strax eftir dómsuppkvaðning- una iýsti Angela þvi yfir, að hún ætlaði að halda áfram baráttu sinni gegn kúgun og ranglæti i bandarisku þjóð- félagi. — Þetta er mesti hamingju- dagur lifs mins, sagði Angela, er hún heyrði dóminn, en bætti þvi siðan við, að enginn mætti þó halda, aö þetta hefði breytt skoðunum hennar á banda- riska réttarkerfinu. Hún væri enn á þvi, að hið eina rétta hefði verið að draga sig alls ekki fyrir dómstólana. Það tók kviðdómendurna, sem allir voru hvitir, tvo sólarhringa að komast að þeirri niðurstöðu, að Angela væri saklaus af öllum ákæru- atriðum. Einn kviðdómenda sagði eftir á, að aldrei hefði neinn minnzt á, að hin Skærða væri svört og kommúnisti. Enginn kvið- dómenda hefði heldur talið hana seka, en umræðurnar orðið þetta langar vegna þess, að sumir hefðu verið litið eitt i vafa um ýms málsatriði. Nafn Angelu Davis varð fyrst þekkt um allan heim, er henni var sagt upp stöðu sinni sem fyrirlesari i heimspeki við háskólann i Los Angeles árið 1969. Astæðan var sú, að Angela viðurkenndi að vera félagi i kommúnistaflokknum og að hún að áliti stjórnar há- skólans talaði máli byltingar- innar þannig, að áhrif hefði á stúdentana ,,á verri veg’’. Þó aö uppsögn hennar dæmdist ógild, fór háskólinn i kring um lögin með þvi að neita að framlengja samning Angelu. Siðan kom að þvi, að Angela fékk áhuga á svonefndum „Soledad-bræðrum”, en það voru þrir negrar, sem ákærðir voru fyrir að myrða fangavörð i kynþáttaóeirðum i Soledad- fangelsinu. Angela gekk fram fyrir skjöldu i baráttunni um að fá þá látna lausa. Hún og stuðningsmenn hennar sögöu, að þremenningunum væri að- eins kennt um morðið vegna þess, að þeir væru fremstir i flokki baráttumanna fyrir réttindum hinna svörtu innan fangelsisins. Mannránstilraunin, sem varð m.a. til þess,að til réttar- haldanna yfir Angelu kom, stóö i beinu sambandi við „Soledad-bræðurna.” Yngri bróöir eins þeirra, Jonathan Jackson, stóð að baki aðgerð- um, og takmarkið var að halda dómaranum og nokkr- um kviðdómenda sem gislum, unz þremenningarnir yröu látnir lausir. En áætlunin mistókst, og Jonathan lét lifið. Ari siðar var George bróðir hans skot- inn til bana, er hann gerði til- raun til að flýja úr San Quen- tin. Angela Davis neitaði aldrei sambandi sinu við Jackson- bræður og heldur ekki aö hafa keypt vopn. En hún hefur allt- af neitað að hafa vitað, hvað Jonathan ætlaðist fyrir þenn- an örlagarika ágústdag 1970, þegar fjórar manneskjur létu lifið, þeirra á meðal dómar- inn, sem átti að ræna. Sækjendur málsins gegn Angelu leiddu fram hvorki meira né minna en 97 vitni, sem áttu að sanna, að hún hefði sjálf verið með i þessu samsæri til að frelsa „Sole- dad-bræður”. —^ ^ ^ ^ Svart: Reykjavík: Torfi Stefánsson og Kristján Guö- mundsson. ABCDEFGH Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 23. leikur Akureyringa: Dg6-c2 Berlínarsátt- málinn í höfn Sb-Reykjavík Eftir 27 ára alþjóöa togstreitu, sem margsinnis hefur leitt heim- inn að barmi þriðju styrjaidar- innar á öldinni, var á laugardag- inn undirritað af háifu fjórveld- anna samkomulag um Berlin og framtið hennar. Það voru utan- rikisráöherrar landanna, sem undirrituðu sáttmálann við hátlð- lega athöfn i Vestur-Berlln. Hvergi i sáttmálanum eru Vestur- eða Austur-Berlin nefnd- ar á nafn, aðeins talað um „við- komandi svæði.” Mesta breyting- in hjá ibúum V-Berlinar er, að nú geta þeir heimsótt A-Berlin og A- Þýzkaland þrisvar á ári og dval- izt allt að mánuð i hvert skiptil. Umræðurnar um Berlinarsátt- málann hófust 26. marz 1970, og voru það ambassadorar fjórveld- anna, sem ræddust við. Umræðunum lauk 3. september 1971. Sex daga striðið fimm ára: Engar stór- aðgerðir í til- efni dagsins NTB-Jerúsaiem Fimm ár voru i gær liðin siðan sex daga striðið hófst. israeiskur hermaður féll og annar særðist, er til skotbardaga kom á Golan- hæðum, sem israelsmenn her- tóku fyrir 5 árum. Annars var aiit rólegt i Mið-Austurlöndum, en á israelskum og evrópskum flug- völlum var mikill viðbúnaður, þvi að óttazt var, að stuðningsmenn Araba gripu til einhverra aðgerða i tilefni dagsins. Interpol fór þess á leit við flug- félög 19 landa i Evrópu, að þau efldu mjög öryggiseftirlit sitt i gær, þvi að óttazt var, aö eitthvaö svipað gerðist og varð á Lod-flug- velli fyrir skömmu, er 27 mann- eskjur voru myrtar. Fréttir hafa borizt um, að að minnsta kosti tveir félagar japönsku hreyfingarinnar „rauði herinn” séu i Evrópu að undirbúa ný hryðjuverk. Einnig voru menn á verði við öll sendiráð tsraels i heiminum. Vopnaðir lögreglumenn voru við Heathrow-flugvöll i London, og leitað var gaumgæfilega á öll- um farþegum, sem fóru um borö i israelskar flugvélar og komu frá Israel. I Rómaborg umkringdi lögreglan þegar i stað allar flug- vélar.sem lentu, og hélt vörö um allar þær, sem voru að fara. Svip- aða sögu er að segja frá Aþenu, Paris og Tókió.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.