Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. júni 1972 TÍMINN 3 Austurstræti 12, sem Listasafnið lét i makaskiptum fyrir Fram- sóknarhúsið (Timamynd Róbert) Listasafnið fékk Framsóknarhúsið í skiptum fyrir Austurstræti 12 KJ-Reykjavik. Makaskipti hafa orðið á Fram- sóknarhúsinu við Frikirkjuveg Nýr formaður Húsnæðismálastjórnar Sigurður Guðgeirsson hefur verið skipaður formaður Hús- næðismálastjórnar rikisins, og Þráinn Valdimarsson hefur verið skipaður varaformaður. Nýkjörin Húsnæðisstjórn kom svo saman á fyrsta fund sinn i gær. (Glaumbæ) og húseigninni Aust- urstræti 12. Listasafn rikisins átti Austur- stræti 12, en fékk Framsóknar- húsið i skiptum fyrir þá húseign, og Framsóknarfélögin i Reykja- vik fengu Austurstrætishúsið. Samningar um þessi makaskipti hafa verið undirritaðir og á næst- unni mun Listasafnið skýra frá þeim hugmyndum, sem uppi eru um Framsóknarhúsið, og hvernig eigi að notfæra það fyrir safnið. Listasafnið hefur á undanförnum árum fengið inni i Þjóðminjasafn- ingu, en eignast nú eigið hús á góðum stað i borginni. Drangey: Mergð af geldfugli, afarlélegt varp G.ó.-Sauðárkróki. um orsakirnar, og láta sumir sér geldfugli við eyna, sé varpinu til Jón Eiriksson, bóndi I Fagra- detta i hug að mergð sú, sem er af baga. nesi, er aðalsigmaður okkar Skagfirðinga og raunar hinn eini, sem getur kallazt reyndur sig- maður. Hann segir þá sögu, að varp sé nú með langminnsta móti i Drangey, þótt mikið sé þar um geldfugl. Jón var úti i Drangey með eitt úthald, sem kallað er, átta menn. Voru sex þeirra úr sveitinni, en tveir af Sauðárkróki. I fyrra fengu þeir Jón og félagar hans um sjö þúsund egg á vikutima, en nú var eggjafengurinn aðeins einn þriðji af þeirri tölu, rétt á þriðja þúsund egg, á svipuðum tima. Enginn veit, hvað þvi veldur, að varpið er svo rýrt i Drangey að þessu sinni. En menn geta sér til Margmenni á biyggjunni - ásamt eldfimum efnum Skömmu eftir að hátiöa- höldum á sjómannadaginn var lokið á Akureyri, var Torfu- nefsbryggju, þar sem múgur og margmenni haföi verið fyrr um daginn til þess að horfa á kappróður og hlusta á leik lúðrasveitar, skyndilega lokaö að fyrirlagi slökkviliðsstjór- ans. Orsökin var sú, að á bryggj- unni voru geymdar um hundr- að tunnur af eldfimum, kemiskum efnum, sem hætta var talin stafa af, ef þar væri óvarlega farið meö eld. Efni þessi höfðu verið sett þarna á bryggjuna fyrir helgina. Slökkviliösstjórinn lét halda vörð á bryggjunni fram á mánudag, að efnin voru flutt brott. Hvers vegna er varpið i Drangey aðeins þriðjungur þess, sem verið hefur undanfarin ár? Hafnarfjarðarganga á sunnudaginn Hin nýja miðnefnd andstæðinga bandariskra herstöðva á islandi hefur ákveðið að boða til friðsam- legrar göngu og útifunda n.k. sunnudag 11. júni, til að knýja á um brottför varnarliðsins. Gangan hefst i miöbæ Hafnar- fjarðar með stuttu ávarpi siðdeg- is kl. 19. Gengið verður frá Hafnarfirði til Kópavogs og þar haldinn stuttur útifundur við bió- ið. Guðmundur Sæmunds- son flytur ávarp og Böðvar Guð- mundsson mun standa fyrir bar- áttusöngvum. Þá verður gengið niður i miðbæ Reykjavikur og haldinn útifundur við Menntaskólann við Tjörnina, sem hefst væntanlega laust fyrir kl. 23. A þessum fundi veröur Njörður P. Njarðvlk lektor fundarstjóri, en fjórir menn flytja ávörp: Cecfi Haraldsson kennari, varafor- maður SUJ, Elias Jónsson, blaða- maður á Timanum, Kjartan Ólafsson framkvæmdastjóri og Tryggvi Aðalsteinsson, formaður Iðnnemasambands Islands. Þeir, sem ætla aö fá bllfar sfð- degis á sunnudag frá Reykjavlk til Hafnarfjarðar i sambandi við gönguna, eru beðnir að skrá sig hið fyrsta I skrifstofu samtak- anna, Kirkjustræti 10, simi 23735. Aðalfundur SH: Samdráttur í heildarframleiðslu, en aukning á flökum og fiskblokkum A aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfry stihúsanna, sem stóð dagana 31. mai og 1. júni, kom fram, að heildarframleiðsla hraðfrystihúsanna innan SH árið 1971 var 72,970 lestir, en þaö var 2% minna magn en árið áður. Varð samdrátturinn vegna minni framleiðslu á heilfrystum fiski og dýrafóðri, en framleiðsla fisk- flaka og fiskblokka var 58,042 iestir, sem er 1200 lestum meira en árið á undan. A siðasta ári var útflutningur SH 68, 269 lestir, eða 15,4% minni en árið á undan. Clif-verðmæti út- flutningsins var 4,706 millj. kr. Mest var sclt til Bandarikjanna, eða 39,464 lestir. Til Sovét- rikjanna voru seldar 17,403 lestir, til Bretlands 2,991 lest til Vestur- Þýzkalands 965 lestir og til Japan 2,851 lest. Rekstur fyrirtækja Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna er- lendis gekk veí á siðasta ári. Ileildarverðmæti seldra afurða hjá Coldwater Seafood Corpor- ation i Bandarikjunum nam 5072 millj. kr, og jókst um 50% frá árinu áður. Unniö er að stækkun fiski- iðnaðarverksmiðju Coldwater i Cambridge Maryland. Verk- smiðjan verður stækkuð um helming og veröur eftir stækkunina 20 þúsund fermetrar að flatarmáli. Fyrirtæki SH i London, Snax (Ross) Ltd., rekur nú 24 „Fish & Chips” búðir i London, og er heildarvelta þeirra árið 1971 53,4 millj. kr. A sfðasta ári hækkaöi verðlag sjávarafurða á öllum helztu mörkuðum. 1 stjórn S.H. fyrir starfsárið 1972/73 voru kjörnir: Gunnar Guðjónsson, formaður, Einar Sigurðsson, varaformaður Guðfinnur Einarsson, ritari, Einar Sigurjónsson, Gisli Konráðsson, Ingvar Vilhjálmsson, Ólafur Jónsson, Rögnvaldur Ólafsson, Tryggvi Ófeigsson. Sjávarútvegs- ráðherra ræðir land- helgismálið A mánudagskvöldið mætti sjávarútvegsráðherra Lúðvik Jósefsson á almennum fundi sjó- manna og útvegsmanna, sem haldinn var á tsafirði. A fundin- um var rætt um landhelgismálið. 1 kvöld, miðvikudagskvöld mætir ráðherrann á fundi á Reyðarfirði með sjómönnum og útvegsmönnum af Austfjörðum, og verður þar einnig rætt um landhelgismálið. A föstudaginn er samskonar fundur i Vestmannaeyjum og sið- ar i vikunni er ráðgerður fundur sjávarútvegsráðherra með sjó- mönnum og útvegsmönnum á Norðurlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.