Tíminn - 07.06.1972, Síða 5

Tíminn - 07.06.1972, Síða 5
Miftvikudagur 7. júni 1972 TÍMINN 5 HBHB Myndaalbúmi Sorayu stoliö Soraya fyrrverandi keisara- ynja i tran varð fyrir miklu áfalli nú nýverið, þegar vinur hennar Salvatore Margi til- kynnti henni, að brotizt hefði verið inn i hús hans i Róm, og stolið myndaalbúmi, sem talið er, að i hafi verið margar mjög persónulegar myndir af Sorayu, og jafnvel i fylgd með fólki, sem hún vill ekki láta bendla sig við opinberlega. Auk albúmsins var stolið allmiklu af dýrgripum, en ekki hafa þau Salvatore og Soraya orðið eins áhyggjufull út af hvarfi þeirra eins og hvarfi albúmsins. Soraya skundaði þegar til fundar við Margi eftir að hann hafði skýrt henni frá þjófnaðinum, og nú hafa þau böðið háar upphæðir hverjum þeim, sem gefið getur ein- hverjar upplýsingar um það, hvar albúmið er að finna. Myndin af Sorayu, sem hér fylgir með, var tekin skömmu eftir þjófnaðinn, og sýnir hún vel, hversu áhyggjufull hún varð er hún fékk þessar fréttir. Leyniskjöl til sölu t Bandarikjunum getur fólk nú keypt það, sem eitt sinn var meðal leyniskjala CIA fyrir að- eins 720 krónur. Þaö sem hér um ræðir, er kort af Kina i dag, og hefur kortið verið prentað i 30.000 eintaka upplagi i rikis- prentsmiðju Bandarikjanna. Geimfari giftir sig Bandariski geimfarinn, Gord- on Cooper, sem er 45 ára gam- all, og hefur tvivegis farið i geimferð, gifti sig nýverið. Þetta er önnur kona Coopers, og heitir hún Susan Taylor og er 26 ára gömul. Brúðkaupið fór fram eftiröllum kúnstarinnar reglum Gyðinga, en um borð i húsbáti Coopers, sem liggur i höfn i Miami. Báturinn hafði verið skreyttur eins og fegursti blómagarður. Aðeins 14 gestir voru boðnir til brúðkaupsins, þar á meðal félagi Coopers, Walter Schirra geimfari. Shirley skipti um flokk Barnastjarnan færga Shirley Temple, sem nú er orðin þekkt- ur stjórnmálamaður skýrði nýlega frá því i sjónvarpsvið- tali, að hún hefði skipt um stjórnmálaskoðun fyrir einum þrjátiu árum, en þá varð hún republikani. Þetta gerðist, þegar hún enn var á hápunkti sem barnast jarna. Fyrir tveimur árum reyndi hún að ná kjöri til fulltrúadeildar Banda- rikjaþings, en það tókst ekki. Siðan hefur hún verið valin i nefnd Bandarikjanna hjá Sam einuðu þjóðunum, og tekur þátt i umhverfisráðstefnu i Stokk- hólmi, sem fulltrúi SÞ. Þegar hún var tólf ára gömul, breytt- ust stjórnmálaskoöanir hennar, og beindust i þá átt, sem þær eru nú. en þá var henni boðið að heimsækja Roosevelt forseta á sveitasetur hans við Hudson- ána. Eleanor Foosevelt forseta frú framreiddi hamborgara á útigrilli fyrir gestinn, og i hvert skipti, sem hún þurfti að snúa hamborgurunum, varð hún að beygja sig mikið áfram. Freist- ingin var of mikil fyrir Shirley litlu: — Ég var i fallegasta kjólnum minum, en i töskunni minni var ég með teygjubyssu , sagði Shirley i sjónvarpsviðtal- inu. — Þegar Eleanor beygði sig fram i þriðja sinn tók ég teygju- byssuna upp úr töskunni, og safnaði saman nokkrum smá- steinum, og skaut beint i rass- inn á forsetafrúnni. Það var mikið uppnám, og öryggisverð- irnir gripu byssurnar sinar. Strax og Shirley kom heim aft- ur, tók móðir hennar hana og út- deildi hegningunni á sama stað og hún hafði skotið i forseta- frúna. — Þá varð ég republik- ani, sagði Shirley Temple Black. Endurfundir fyrrverandi ástvina Ferðamenn, sem fyrir nokkru biðu þess á flugvellinum i New York, að þeir mættu ganga út til flugvéla sinna, urðu vitni að undarlegum atburði. Fólk fór allt i einu að veita athygli konu, með stóran höfuöklút og geysi- stór sólgleraugu, sem stóð við útgang nr. 23. Greinilegt var, að konan vildi láta sem minnst á sérbera. t biðrööinni við útgang nr. 24 var önnur persóna, sem vakti einnig athygli. Það reyndist vera Harlech lávarður, fyrrverandi sendiherra Bret- lands i Englandi. Hann var sá, sem menn héldu lengst, að myndi verða annar eiginmaður Jackie Kennedy. Allt i einu sá fólk, að Harlech lávarður gekk út úr röðinni og yfir til konunnar i hinni röðinni. Hann beygði sig fram og tók i hönd hennar og kyssti hana, en siðan fóru þau að tala saman i lágum hljóðum. Þá var enginn lengur i vafa um það, að þarna var Jackie Kennedy Onassis komin, og engin önnur. Eftir á komst sú saga á kreik, að þessi tvö hefðu ekki hitzt þarna óvænt, heldur hefði fundur þeirra verið fyrir- fram ákveðinn. Eitt sinn hafði fólk talið, að þau væru trúlofuð, þvi allir vissu, að þau höfðu farið saman i ferðalag, og einnig var nokkurn veginn full- vist, að Kennedy-fjölskyldan hefði getað sætt sig við, að Jackie giftist lávarðinum. En svo breyttist allt, og bæði Jackie og Harlech eignuðust nýja vini, en fundur þeirra á flugvellinum staðfesti það, að þau höfðu alls ekki gleymt hvoru óðru. Rómeó og Júlía i Síberiu —Ballettinn „Rómeó og Júlia ”, saminn við tónlist Prokofjevs hefur verið sýndur undanfarna mánuði i aðalleik húsinu i borginni Novosibirsk i Siberiu við frábærar viðtökur. Titilhlutverkin dansa þau Anatóli Berdysév og Ljubov Gersjúnóva, en siðarnefndi listamaðurinn (dansmærin) er gamall nemandi ballettskólans i Novosibrisk. Hér er um nýja sviðsetningu að ræða, þar sem tónlist Prokofjevs er fylgt i æsar og drama Shakespeares. Tveir undir-ballettdansarar frá Moskvu, þau Natalja Kasatkina og Vladimir Vasiljev,' hafa átt veg og vanda af svið- setningunni, en þau eiga aö baki rómaðan feril á þessu sviöi. Leikmynd Iosifs Sumbatasjvili er þannig, að sviðskiptingar fara fram án þess að hlé verði á milli atriða. Þaft er allt i lagi þótt ég hafi blotnað i rigningunni mamma, fötin min þola öll þvott. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.