Tíminn - 07.06.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 07.06.1972, Qupperneq 7
Miðvikudagur 7. júni 1972 TÍMINN 7 -1- Endurtekning þess, er goðin skópu heiminn í árdaga Eins og frá var sagt i blaðinu i gær var það Einar Pálsson,sem setti upp hin goðfræðilega tákn- hring, sem hjónavigslan i Grábrókarhrauni fór fram i. Fræði þau, er til grundvallar liggja, eru yfirgripsmikil og flókin, en Einar féllst á aö lýsa þeim fyrir fréttaritara Timans i Bifröst i örfáum dráttum. Vegna þrengsla birtist þessi skilgreining Einars ekki i blaðinu i gær, auk þess sem tilfærsla var gerð að öðru leyti á nokkrum minniháttar atriðum i frásögninni. Skilgreining Einars er á þessa leið: „Stofnun sú, sem StanislavGrof er yfirmaður i, leggur stund á yfirgripsmiklar rannsóknir á geðlækningum með ýmsum aðferðum, lyfjafræðilegum og huglægum, og er m.a. ein af tveim stofnunum i Bandarikjun- um,sem nú hefur leyfi til að nota LSD til rannsókna. Dr. Grof er einmitt að kanna, hverir af eðlis þáttum manna séu frumlægir i vitund mannsins, svokallaðar frummyndir mannshugarins. I ljós hefur komið, að þeir eigin- leikar, sem hann hefur fundið, eru mjög likir goðsögnum forn- aldar, mýtólógiunni. A föstudags- kvöldið hélt hann fyrirlestur og sýndi myndir, sem fólk hefur málað undir áhrifum LSD, og það sást, að fjöldinn allur af þeim kom nákvæmlega heim við þær mandölumyndir, sem vlð getum reiknað út af islenzkum goð- sögnum, sérstaklega sköpunar- goðsögnum (creative myths). „Þegar menn nema land, fylgja þeir tilteknu ritúali. Það ritúal byggist á þvi, að land er skorðað við höfuðdáttum og heigað til bú- setu. 1 ljós hefur komið, að is- lenzkir landnámsm. fylgdu hug takafræði, sem byggist á þvi, að landsvæði er tengt við himin- hvolf. Þetta veldur þvi, að svo- nefnd mandala myndast þ.e. tafl hrings og höfuðáttanna fjögurra, auk ýmissa annarra þátta, sem hér yrði of langt upp að telja. „Það, sem gerist, þegar maður og kona i heiðnu-félagi stofna til hjúskapar, er, að þau endurtaka á táknræna visu þá athöfn, sem goðsagan segir, að orðið hafi, er goðin skópu heiminn i árdaga. í þessari hugmyndafræði er Maðurinn svonefndur örheimur — spegilmynd alheimsins. Milli- stigið er Miðgarður, þjóðfélag manna á jöröu hér. Sköpunarat- höfn Manns, Þjóðfélags og sjálfs heimsins i árdaga fylgir þannig sama munstri. „Þekktasta form i bergristum Norðurlanda, hringur með krossi, lokaður hringur, sem þó er miðaður við fjórar megináttir, er einmitt mandala. Það, sem gerðist að Bifröst i nótt, var, að þessir frægu visindamenn létu gefa sig saman innan ramma hinnar islenzku sköpunargoð- sagnar, innan þeirrar mandölu, sem var notuð við heimsmynd Ketils Hængs á Rangárvöllum, samkvæmt ráðningu goð- sagnanna. Greinilegt er, að upp- setning þingsins á Þingvöllum árið 930 hefur verið miðuð við heimsmyndarkerfi. Þessi sköpunargoðsögn er i grund- vallaratriðum eins og annars staðar t.d. þekkir Dr. Joseph Campell, sem gaf brúðina nú samkvæmt ritúalinu, þetta frá Tibet og Indlandi, en hann er þekktasti goðsagnafræðingur Bandarikjanna. „Það er hinn sigildi samruni elds og vatns, sem undirstrikaður er i athöfninni sjálfri, þar sem HANN, eldurinn, hinn lóðrétti þróttur, mætir HENNI, vatninu, hinni láréttu orku, og þegar þau tvö mætast , þá kviknar lif. „Likur benda til að kristnir menn og heiðnir hafi sameinazt um þetta ritúal, meðan kristnir menn urðu að búa innan hins heiðna samfélags. Athöfnin var að þessu sinni að sjálfsögðu kristin, eins og viðstaddir máttu glöggt skilja,” sagði Einar að lokum. TILKYNNING FRÁ SAMTÖK Citroen-eigenda í framhaldi af félagsbréfi verður haldinn fundur i Kristalssal að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 8. júni kl. 20.30. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.