Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 7. júní 1972 TÍMINN 11 Tieflir-nrretHogregTu^^ I. gað kemur ur maðurinn r verkaður kannski að nota aflaféð á þann veg, að það þyki miklu varða, hvernig það er komið i vasa þeirra. Himininn var alskýjaður um kvöldið, þó roðaflekkir yfir Snæ- fellsnesfjallgarðinum, og yfir brúnir Akrafjalls gægðist gullið auga, sem skyggndist suður yfir. Það var orðið naprara en áður, vindur öllu norðlægari. Samt söng þrösturinn hástöfum i Hólavalla- garðinum. Kannski hefur hann verið að taka úr sér hrollinn. Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn tók á móti okkur i gömlu lögreglustöðinni i Pósthússtræti, sem senn verður eitthvað annað en lögreglustöð, og veitti okkur ofurlitla fræðslu til þess að melta þessa laugardagsnótt, er nú fór að. Hann hélt til dæmis, að okkur gæti verið forvitni á að vita eitt- Bjarki EHasson tekur á móti Timamönnum i lögreglustöðinni við Pósthússtræti. hvað um næturgesti i þvi gistihús- næði, sem liklega er bezt nýtt á landinu. Hann dró fram skjöl og skýrslur og lagði á borðið, og þar höfðum við það svart á hvitu. 1971 gistu 2113 karlar i6854skipti i fangageymslum Reykjavikurlög- reglunnar vegna ólvunar, og 278 konur i 552 skipti. Þar að auki voru niutíu útlendingar, einkum enskir og þýzkir sjómenn. Flestir þessara manna eru teknir um og upp úr miðnætti og fram eftir nóttu, en svo hægist um, er kemur fram undir morguninn. Upp úr hádegi byrjar talan að stiga á ný, þvi að þá eru sumir orðnir dauða- drukknir á ný, er sleppt var að morgni eftir næturlanga gistingu. Fyrir allmörgum árum voru þessir gistivinir Reykjavíkurlög- reglunnar þó enn fleiri, yfir átta þúsund árið 1964. Breytingin staf- ar af þvi, að um það leyti var far- ið að gera meiri gangskör að þvi en áður að koma áfengissjúkling- um, sem oft voru nótt eftir nótt i fangaklefum, á hæli til hjúkrunar og lækningar. Til dæmis um þvi- likt fólk var kona ein, sem var miklu fleiri nætur i fangaklefa en annars staðar. Enn er að visu ekki til hæli, þar sem vista má drykkjukonur, en þær eru nú orð- ið sendar til Noregs á rikiskostn- að samkvæmt sérstökum samn- ingi, en þar eru sém stendur fimm islenzkar konur á hæli. Annað er það, sem vantar sár- lega hér á landi: Sjúkradeild i sambandi við fangelsi handa mönnum, sem verður að hafa i óryggisgæzlu vegna þess, að saman fer hjá þeim geðveiki og afbrotahneigð, oft samfara drykkjusýki og eiturlyfjaneyzlu. Það er alkunna, að mikið af skemmdarverkum og þorri minniháttar afbrota og nær allir stórglæpir eru framdir af drukknu fólki. En þá fyrst tekur i hnúkana, þegar geðtruflanir i gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Magnús Sigurjónsson og Hreggviður Jónsson annast þar eftirlit og gæzlu. fylgja óreglunni, og menn verða einnig af þeim sökum ósjálfráð- ir gerða sinna og geta framið voðaverk, svo að segja hvenær sem er. öryggi samfélagsins er ógnað á iskyggilegan hátt, ef ekki er rammlega um hnútana búið, og ekki langt að leita átakanlegra dæma um það, hvað af þvi hlýzt, að lausn þessa vandamáls hefur verið látin dankast hjá okkur. 1 hættulegustu tilfellum hefur nú i seinni tið stundum verið leitað á náðir grannþjóða okkar, og er þess nýlegt dæmi, að maður hefur verið sendur héðan á lokaða deild erlends geðsjúkrahúss. Við göngum út úr lögreglustöð- Lesmál: Oddur Ólafsson og Jón Helgason Myndir: Guðjón Einarsson ÍS»««SÍ3í3^SÍ3»ÖS3»MBS3e3í3ÍSö< inni eftir nokkrar samræður um þessi mál og önnur þeim skyld. Úti i Tryggvagötu er ungt par og virðist saupsátt. Lögregluþjónn reynir að ganga á milli og stilla til friðar, en herrann, liklega innan við tvitugt, vill höggva á hnútinn: Hann býðst til þess að gefa lög- regluþjóninum heitkonuna með húð og hári. En þegar lögreglu- þjónninn vill ekki þiggja gjöfina, sér pilturinn ekki annað ráð en ganga i höfnina. Og af þvi að stúlkan lýsir sig undir eins and- viga þvi, leggur hann af stað i átt- ina niður að nýju tollstöðinni á hafnarbakkanum. Lögreglu- þjónninn hefur fyrr heyrt sitt af hverju þessu likt, og verður ekki jafnuppnæmur. Og nú er lika anzi napur vindurinn, og þegar til kastanna kemur, kveinkar piltur- inn sér við að ganga i sjóinn i ekki hlýrra veðri. Hann hættir viö allt saman, og skötuhjúin fara sina leið á þurrlendinu. Annars er lögreglunni engin ný- lunda, að einhverjir séu að busla i höfninni. Hún dregur einhvern upp úr henni i svo til hverjum ein^ asta mánuði. Langoftast eru það drukknir menn, sem hrotið hafa fram að bryggju eða hafnarbakka að óvilja sinum, en stundum verða lögregluþjónar lika að synda uppi menn, sem virðast ætla til hafs i einhverju ofur- kappi, sem hefur gripið þá undir áhrifum annarlegra efna, áfengis eða kannski einhvers annars. Leiðin liggur að gamla Far- sóttarhúsinu, þar sem Félags- málastofnun Reykjavikur hefur komið upp gistiskýli handa úti- gangsmönnum og fólki, sem ekki hefur þak yfir höfuðið þá og þá nóttina. Þeir, sem þangað koma daunillir og rifnir, geta farið þar i bað, og þeir fá föt og næringu. Þeir geta lika fengið aö þvo af sér nærföt, sokka og þess háttar. Þarna hafa leitað athvarfs menn, sem áður skriðu inn i skúra, geymslur og þvottahús á nóttunni, jafnvel hitaveitu- brunna, ef þeir lágu ekki grein- lega úti. Fyrst voru sumir úti- göngumannanna hálfsmeykir við þessa nýbreytni. Þeir héldu, að þetta gerði sér lifið ómögulegt: Fólk tryði þvi ekki, að þeir væru rónar, þegar þeir væru búnir að verka sig, og þá fengju þeir ekki peninga. Og svo giltu strangar reglur um umgengni og umhirðu i Skórnir standa framan við dyrnar, en iiinan þessara dyra liggja ölvaðir liggjandi I saur menn, sem lögreglan hefur smalað saman. Suma hefur hún fundiö siiiuni og þvagi. gistiskýlinu. En það er sannast sagna, að gistiskýliö i Þingholts - stræti hefur komið að góðu gagni. Þaðan hefur mönnum verið ráð- stafað i sjúkrahús og á hæli og nokkrum i vinnu, bæði i verstöðv- ar og út i sveitir. Fáeinir hafa komizt þannig út i lifið á ný og orðið nýtir þegnar. t lögreglustöðinni nýju við Hverfisgötu er þegar slangur gesta. Skór standa við átta eða niu klefadyr, svartir skór og brúnir af alls konar stærðum og gerðum — skór, sem gætu sagt dapurlega sögu, ef þeir fengju mælt. Inni i klefunum eru eigend- ur skónna, sumir i vimu og dvala, nánast dauðasvefni, aðrir á kreiki, kallandi eða berjandi á litlu gluggana á hurðunum. 1 kvennadeildinni eru aðeins komnir gestir i tvo klefa. Konan bak við aðra hurðina er á sex- tugsaldri. En þær hafa sézt þarna rosknari — ein á áttræðisaldri hefur haft þar náttból oftar en einu sinni. Við vitum, að það fjölgar þarna i klefunum, þegar kemur fram á nóttina. Sumir eru færðir þangað vegna óróa, háreysti eða óspekta — aðrir hirtir á viö og dreif um borgina, liggjandi ósjálfbjarga i portum og húsasundum ög jafn- vel á gangstéttunum. Yfirleitt eru þeir menn, sem „teknir eru úr umferð" eins og það heitir, ekki ýkjaerfiöir viðfangs, sizt þeir, sem eru tiðir (nætur)gestir lög- reglunnar. Það er orðið minna um mótþróa drukkinna manna á seinni árum, þótt þeim sé „stung- ið inn." Það eru helzt utanbæjar- menn, sem ekki eru vanir þvi, að einkennisbúnir lögregluþjónar séu að skipta sér af drykkjuslarki þeirra, er bregðast illir við. Og svo náttúrlega uppivöðslumenn, sem teknir eru mitt i reiðikasti. En það er annað. Frammi á ganginum er steypibaö, og þar geta næturgestirnir hresst sig eft- ir gistinguna. Sumir þurfa þess ekki síöur, þegar komið er með þá, því það er siöur en svo nein nýlunda, að þeir séu vægast sagt illa verkaðir: Ósjálfbjarga menn, sem hafa haft sin eigin föt að sal- erni, bæði til hinnar meiri þurftar og minni. Það verður aö gera fleira en gott þykir. Af slikum mönnum verður aö draga haminn og þvo þá eins og hvitvoðunga, þvi að inn i fangaklefa verður þeim ekki fleygt þannig til reika. Þefurinn er ekki sem þægilegastur, út- gangurinn nokkuö ljótur, einkum þegar menn hafa legið timunum saman i saur sinum og þvagi, áð- ur en lögreglan rakst á þá eða þeir voru tilsagðir henni. Hér verður að standa andspænis lifinu eins og það er i blessuðu landinu okkar, og ekki pempium hent að veita þeim öllum viðtöku, sem gista „Grjótið". Einn, sem þar þekkir vel til, sagði við okkur, þegar við höfðum géngið þarna: „Ég held við vitum þaö hér með fullri vissu, að engin skepna jarðarinnar getur komizt i aðra eins niðurlægingu og maður, sem verður leiksoppur áfengis og fiknilyfja."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.