Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 7. júni 1972 beið auðvitað eftir okkur þegar við komum til baka. Hún tekur þessu hreystilega. Ég sá að Chris var alveg út- gerður. — Geturðu ekki reynt að hvila þig ofurlitið? spurði ég. — Þú hefur náttúrulega verið á fótum i alla nótt? Ekkert sofið.? — Hefur þú gert það? spurði hann. Ég lézt ekki heyra það. — Þú leggur þig nú fyrir i fáeinar klukkustundir? — Það er um margt að hugsa. Ég þarf að fara i bað og borða svolitið. Ég hringi til þin, Kay, ef ég fæ eitthvað meira að vita. — Ég verð annaðhvort hér heima eða þá i leikhúsinu — og hvergi annarsstaðar. Lofaðu mér að hjálpa þér, Chris, ef ég get. Ég hafði aldrei á ævinni verið viðstödd likskoðun fyrri. Það var örugglega ekki þesskonar sýning, sem Max hafði mestan áhuga fyr- ir. Ég sat við hliðina á Chris i bilnum. Taugar minar voru i háspennu. Ég lét i ljósi undrun mina á þvi aö Fleur skyldi fara til Hockhaven. — Ég spurði Jónatan um það, svaraði Chris, — og hann sagði mér að þau systkinin hefðu oft komið þangað sem börn. Fleur hefur að sjálfsögöu viljað gista þar, sem hún var viss um að eng- inn mundi finna hana. — Sagði hún nokkuð um það i bréfinu til þin að hún ætlaði þangað? Auglýsingasímar Tímans eru 18300 — Ég hef ekki fengið bréfið mitt ennþá, svaraði Chris stuttur i spuna. — Jónatan afhenti lögreglunni bæði bréfin. — Verða þau þa Iesin upphátt i dag? — Ég geri ráð fyrir þvi. Við töluðum ekki meira saman á leiðinni, Chris varð að aka mjög hratt til þess að vera á staðnum i tæka tið. Blanley-fjölskyldan var þegar komin, og öll i sorgarklæð- um. Maeve sendi mér dauft bros, en enginn ávarpaði mig nema Jónatan. — Ég átti þess ekki von að sjá þig hér, sagði hann kuldalega. Mér fannst ég ekki hafa neina skyldu til þess að gefa honum skýringu á þvi hversvegna ég væri hér. Þegjandi gekk ég þvi inn i skúrinn, sem var nú orðinn einskonar réttarsalur að gefnu tilefni. Við stóðum öll á gólfinu á meðan formsatriði voru af hendi leyst. Að þvi búnu var nafn mitt kallað upp. Ég gekk skjálfandi og með þurran munn að bráðabirgða- grindverki réttarins. 011 tauga- spenna min hvarf, þegar maður litill vexti með vingjarnleg og glaðleg augu fór að tala við mig. Það var tekinn af mér eiður, og þegar nafn mitt var nefnt aftur, fóru allir pennar fréttaritara staðarins á loft. — Og þér viljiö ekki halda þvi fram að frú Benthill hafi verið eitthvað niðurdregin þennan dag? Veríum groour — Nei þvert á móti — mér virt- sit hún mjög hamingjusöm og ánægð. Ég sá Fleur fyrir mér dálitið þóttafulla og frisklega. — Hugði hún vel til ferðar til Canada? Var hún ekkert hikandi? — Hún hlakkaði mjög til fararinnar. Maðurinn brosti til min og þakkaði, sem ég skildi svo að yfirheyrzlunni væri lokið. Næst var lögregluþjónn yfir- heyrður. Hann lýsti þvi hvað og hvernig þeir hefðu fundið likið, hvernig það hafði verið klætt, og hvað verið hefði i vösunum. Hann sagði að i öðrum kápuvasanum hefðu" verið fáeinir smásteinar. Smásteinar, lögregluþjónn? — Já, herra. Hann fékk bendingu um að hann mætti fara, og þannig gekk þetta hvað eftir annað. Læknirinn gat 'yfirlýsingu um það,að ofbeldi hefði ekki verið beitt.. Dauðaorsökin var druknun. Það var fyrst þegar Jónatan kom fyrir réttinn,að andrúmsloft- ið gjörbreyttist. Allt hafði farið farm i sjálfsögðum friði og ró — en nú var sem mikil veðrabrigði hefðu orðið i þessum litla skúr. Jónatan fór að lýsa Fleur sál- fræðilega og dró upp mynd af henni, sem ég kannaðist ekkert við. Hann sagði að hún hefði verið niðurdregin og erfið að umgang- ast, að hjónaband hennar hefði verið mjög óhaminigjusamt siðustu mánuðina, og aö sorgin yfir þvi að missa barnið sitt hafi valdið nokkru ósjálfræði. Að hún hafi verið ein og yfirgefin i seinni tið, og hvgð eftir annað flúið heim til fjölskyldu sinnar til að sækja hjálp og huggun. — Þér haldið því þá fram ,að systir yðar hafi verið óhamingju- söm og ekki hlakkað til fararinn- ar vestur, herra Blaney? — Já, ég held.að það hafi verið hennar siðasta neyðarúrræði, herra. — Og viljið þér halda þvi fram, að sálarástand hennar hafi átt sinn þátt i þvi aö hún fórst? Jónatan sneri sér við og horfði hvasst á mig fyrst og svo á Chris, áður en hann svaraði. —• Já, ég held það. — Þá verður réttast að fara að skoða bréfin. . . . Bréfin já. Bréfin, sem Fleur skrifaði til að útskýra allt — þau gátu verið skilin á margan máta. Hún hafði nú verið liðið lik i tutt- ugu og fjórar klukkustundir. Chris hafði hún skrifað ,,Þú veizt jafn vel og ég að við getum ekki haldið áfram á þennan hátt. Þess vegna hef ég ákveðið að binda endi á þetta. . .” Og til móður sinnar: ,,Ég hef ekki verið hamingjusöm. . . .ég hef farið mjög rangt að, það viður kenni ég fúslega. Ég var huglaus þegar ég fór aftur til Chris — i þetta sinn vil ég ekki hegða mér eins og ræfill — nú tek ég málið i minar eigin hendur. . Stuttar, fátæklegar setningar — viðhafnarlaus orð. . .sem gátu þýtt hitt og þetta. Litli maðurinn, bak við grindverkið horfði lengi á blöð sin, og renndi augum sinum á okkur eftir röð. — Frú Benthill hefur drukkn- að, á þvi er enginn vafi. Hvort druknunin hefur verið fram- kvæmd af ráðnum hug eða ekki, get ég ekki fullyrt. Málið er lagt 1124. Lárétt 1) Opið 6) Verkfæri 8) Haf 10) Sprænu 12) Burt 13) Tónn 14) óhreinka 16) Sigað 17) Iðngrein 19) Alp ast. Lóðrétt 2) Elska 3) Nes 4) Vond 5) Konu 7) Fiskur 9) Stefna 11) Þjálfað 15) Máttur 16) Beita 18) Eins. Ráðning á gátu No. 1123. Lárétt 1) Sviss 6) Ell 8) Ung 10) Óra 12) Mó 13) Ól 14) Mat 16) Gal 17) Ama 19) Klöpp. Lóðrétt 2) Veg 3) II. 4) Sló 5) Lumma 7) Kalla 9) Nóa 11) Róa 15) Tál 16) Gap 18) Mö. HVÉLL D R E K I iiif iiiili i Miðvikudagur 7. júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siödegissagan: Einkalif Napóleons” eftir Octave Aubry 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Um kvenfélögá tslandi.Sigriður Thorlacius flytur fyrra erindi sitt. 16.40 Lög leikin á gitar 17.00 Fréttir . Tónleikar. 17.30 „A vori lífs I Vinarborg” Dr. Maria Bayer-Juttner tónlistarkennari rekur minningar sinar, Erlingur Daviðsson ritstjóri færði i letur. 18.00 F’réttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá kvötdsins. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.35 AlitamálUmræðuþáttur, sem Stefán Jónsson stjórnar. 20.00 Samteikur á selló og pianó. Zara Nelsova og Grant Johannessen leika. 20.20 Sumarvaka.a. Naust og vör. Bergsteinn Skúlason segirfrá.b. Visnamál.Adolf J.E. Petersen flytur lausa- visur frá gamalli tið. c. Dúnleitir. Agúst Björnsdóttir, les frásögn Ólina Andrésdóttur. d. Lög eftir skagfirzk tónskáld. Skagfirzka söngsveitin i Reykjavik syngur, Snæbjörg Snæbjarnar stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Nótt i Blæng” eftir Jón Dan 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur 22.35 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson sér um þáttinn. — Að þessu sinni leikur Severino Gazzelloni nútima- verk fyrir flautu. Miðvikudagur 7. júni 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Leiklist og Listahátið. Umsjón Vigdis Finnbogadótt- ir. 21.15 Duke Ellington og hljóm- sveit hans.Upptaka frá tón- leikum, sem Ellington og félagar hans heldu i Chateau Neufhöllinni i ósló. (Nord- vision — Norska sjónvarpið) Þýðandi Björn Matthiasson. 21.50 Valdatafl (Power Game) Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 3. þáttur Maöurinn frá ítalíu. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 2. þáttar: Sir John Wilder hefur um skeið hvilt sig frá hinni hörðu samkeppni athafna- lifsins. En þegár til lengdar lætur, leiðist honum aðgerö- arleysið og brátt tekst hon- um með lagni að komast i valdastöðu i stóru viðskipta- og framkvæmdafyrirtæki. En þetta er honum ekki nóg, og nú. ákveður hann að keppa við samstarfsmann sinn, Caswell Bligh um for- mannssætið i hinu þingskip- aða útflutningsráði. Til þess að auðvelda sér þessa bar- áttu, kemur hann sér i kynni við ritara ráðsins, Susan Weldon, sem hefur undir höndum þýðingarmikil skjöl, og er þar að auki mjög aðlaðandi stúlka. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.