Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. júni 1972 TÍMINN 15 FRAMSOKNARFELOGIN EFNA AFTUR TIL ÓDÝRU KAUPMANNAHAFNAR- FERÐANNA í SUMAR Sumarferð á vegum félaganna farin í næsta mánuði Rætt við Kristinn Finnbogason, formann fulltrúaráðsins Alí— Reykjavik. — i tilefni af þvi.að nú hafa verið undirritaðir makaskiptasamningar milli Húsbyggingarsjóðs Framsóknar- Kristinn Finnbogason. félaganna i Reykjavik og Lista- safns rikisins, en Listasafnið lætur húseignina Austurstræti 12 i skiptum fyrir Glaumbæ, sneri Timinn sér til Kristins Finnboga- sonar, formanns fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykja- vík, og spurðist fyrir um það, hvar starfsemi félaganna í Reykjavik yrði til húsa i fram- tiðinni. Sagði Kristinn, að ljóst væri, að húsnæðið i Austurstræti 12 hentaði ekki vel fyrir starfsemi félaganna. Sömuleiðis væri hús- næðið að Hringbraut 30, þar sem skrifstofur flokksins eru m.a. til húsa, orðið of litið. Væri nú verið að leita að hentugu húsnæði, þar sem hægt væri að halda fundi og samkomur. Mjög bagalegt hefði verið að missa Glaumbæ, en þar hefðu Framsóknarfélögin i Reykjavik haft sina aðal aðstöðu til fundahalda. —Hvað er að frétta af starfsemi félaganna, Kristinn? —I vetur sem leið var starfsemi félaganna mjög þróttmikil. Efnt var til funda um margvisleg þjóð- félagsmál, auk þess sem fram- sóknarvist var haldin reglulega að Hótel Sögu. Þá efndu félögin til ýmiss konar skemmtana, og full- trúaráðið gekkst fyrir árlegu þorrablóti. —Hvað um starfið i sumar? —Það er alltaf daufara yfir starfinu á sumrin. Þó er að venju gengizt fyrir ýmsum ferðum. Ráðgert er að fara i hina árlegu sumarferð Framsóknarfél- aganna i júli. Farið verður að Þingvöllum. Hveravöllum. Laugarvatni, Gullfossi og Geysi, og stanzað við Hvitárvatn. Þessi ferð verður auglýst nánar mjög fljótlega, en ég get upplýst að far- gjaldi verður mjög stillt i hóf. Séð vfii' miðborg Kaupmannahafnar —Veröur efnt til utanlands- ferða, eins og i fyrra? — Já. Kaupmannahafnarferðir- nar i fyrra reyndust svo vinsæl- ar, að við ákváðum að efna til þriggja ferða til Kaupmanna- hafnar i sumar. Fyrsta ferðin verður farin 22. júni n.k. og komið heim aftur 6. júli. önnur ferð er fyrirhuguð i júli, en ekki er búið að timasetja hana enn, og þriðja ferðin verður 3. til 10. ágúst. Þessar ferðir eru mjög ódýrar, kosta aðeins kr. 7500. Þá vil ég geta þess, að fyrir- huguð er ferð til Búlgariu 15. - 28 september. Allar nánari upp- lýsingar um þessar ferðir eru veittar á skrifstofu flokksins (simi 24480), en það má skjóta þvi inn i, vegna ferðanna til Kaupmannahafnar, að þaðan getur fólk ferðazt að vild sinni. Þaðan eru ferðir til allra átta. —Er nokkuð annað á döfinni hjá ykkur? —Ekki nema það, að við erum þegar farnir að hugsa fyrir vetrarstarfinu næsta ár. Það þarf að skipuleggja starfsemina með góðum fyrirvara. Hænuungar í þúsundatali Klp-Reykjavik. A undanförnum árum hefur ali- fuglarækt verið vaxandi þáttur i landbúnaði hér á lanili. Þar er hænsnaræktin stærst i sniðum, og hefur hún gefið vel af sér i aðra hönd. Nokkurstórbú hafa sprottið upp, þar sem ræktaðir eru holda- kjúklingar og fjöldinn allur er til að búum, bæði litlum og stórum, þar sem eru varphænsni. Alltaf þarf að vera að endur- nýja stofninn. Til þess eru not- aðar klakvélar og eru þær nú i seinni tið orðnar ærið mikil verk- færi, bæði flókin og stór. Þær fullkomnustu, sem til eru hér á landi, eru danskar vélar, er heita FUNKI og eru fluttar inn af Dráttarvélum h/f. Þær eru til á þessum stóru búum, þar sem ræktun holdakjúklinga fer fram, svo og minni vélar á nokkrum öðrum stöðum. Þessar vélar taka um 20 þúsund egg.eins og t.d. þær, sem eru hjá þeim Jóni Guðmundssyni á Reykjum i Mosfellssveit og Litla heimasætan að Engi gælir við eiiin hinna 1300 hænuunga, sem komu úr útungunarvélinni þar, daginn áöur. Jónasi Halldórssyni i Svein- bjarnargerði i Eyjafirði. Þá eru einnig til vélar, sem taka 10 þús- und egg og eru þær t.d. hjá þeim Teiti Guðmundssyni, Móum og Matthiasi Einarssyni, Teigi, en þessir fjórir eru með þeim stærstu i alifuglarækt hér á landi. Eins og gefur að skilja er eng- inn smá handagangur i öskjunni, þegar nokkur þúsund kjúklingar brjótast tit úr eggjunum i einu, og engu minni, þegar þeir eldast og farið er að kyngreina þá og þeir teknir frá, sem eiga að lifa og þeir, sem eiga að fara á veisluborð eða i sölu,sem varphænsni. Við brugðum okkur i gær i heimsókn til hinnar góðkunnu bóndakonu Helgu Larsen á Engi, en hún er einnig með litla klakvél af þessari sömu gerð, og hefur selt varphænsni um allt land i fjöldamörg ár. Við fórum til að sjá, hvernig þessar vélar vinna og fræðast um það hjá þessari dugandi bónda- konu, hvernig búskapurinn gengi. Helga sagði okkur, að þessar vélar væru stórkostlegar i einu orði sagt. Hún væri biiin að eiga þær i einn mánuð, og hefði á þeim tima fengið jafnmarga un'ga og á fjórum mánuðum i fyrra, en þá hefði hún verið með gamla vél. Þessi væri öll sjálfvirk, það væru bara tölur og takkar, sem ætti að fylgjast með, og svo að setja egg- in i aðra þeirra. Þetta væru tvær vélar. Onnur væri ungavél, þar sem eggin væru höfð i 17 til 18 daga, og kallaði hún hana Auðbjörgu. .Hin væri klak- vél, þar sem eggin væru i 3 daga, og sii vél héti Stálrún-Inga. Ungavélin tæki 1728 egg, en hún léti i hana 1536 egg i einu. Til þessa hefði hún fengið um 1300 unga i hvert sinn, og væri helmingurinn af þeim hænur. Þær seldi hún lifandi um allt land, og gæti hún nú loks staðið við all- ar pantanir. Einn og einn hani væri látin fljóta með, en yfirleitt léti hún lóga þeim, þvi að hún væri ekki i holdakjúklingarækt eins og sumir aðrir, sem hefðu þessar vélar. ,,Ég er búin að unga út fyrir kalla um allt land siðan 1945," sagði Helga. ,,Þá kostaði það eina krónu ef komið var með eggið og siðan aðra krónu fyrir að ala ung- ann upp i 3 vikur. Verðið hefur mi breytzt frá þvi, góðurinn minn. Þótt ekki sé það mikið miðað við margt annað. En það er alltaf jafn gaman að bjástra við þetta, þvi það er sælustund að sjá þessa litlu hnoðra lara tistandi af stað, og ekki er það siður nii, þegar svona vel gengur með þessi undraverkfæri, sem hún Auð- björg min og Stálrún-Inga eru" Helga Larsen á Engi við ungavélina Stálrúnu Ingu, ásamt aðstoðar manni sinum Frits Ó. Eiríkssyni. i vélinni er að þessu sinui um 1300 litlir og fallegir hænuungar. Að Teigi i Mosfellssveit er eitt fullkomnasta hænsnabú Iandsins. Þar eru hænurnar I stórum og full- komnum búrum, sem gotter aðþrlfa og gefa I. Eggin frá þeim falla niður í sérstaka grind, eins og sést á þessarimynd. (Timamyndir-klp-)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.