Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.06.1972, Blaðsíða 20
Nóg að borða þrátt fyrir verkfallið ÓV-Reykjavik Matreiðslumenn eru enn i verk- falli,sáttafundur var boðaður kl. 11 i gærkvöldi. Á veitingahúsun- um situr enn við sama, hótelin geta ekki boðið gestum sinum upp á heitan mat, en nær allar mat- sölur aðrar eru starfræktar eins og endranær. Eigendur margra minni veit- ingahúsa eru matreiðslumenn að mennt, og setja nú á sig svuntur og kokkahúíur og standa við elda- vélarnar. Á mörgum stöðum hafa stúlkur og annað ófaglært fólk unnið við matseld og fær að halda þvi áfram, þrátt fyrir verkfall matsveina.___________ Verð á hörpudiski hækkar Töluverð hækkun verðuráhörpu diski i ár. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið,að lágmarksverð á hörpudiski verði kr. 10,40 fyrir hvert kiló, en var áður kr. 8,:10. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa fiskseljenda gegn atkvæðum full- trúa fiskkaupenda. Mesta námuslys í sögu Afríku: 468 menn lokaðir í| gasfylltri námu Miðvikudagur 7. júni 1972 NTB-Salisbury Björgunarsveitir klæddar sérstökum búningum og súrefnis- grímum reyndu i gær kvöldi að komast niður i námagöng Wankie-kola- námunnar i Ródesiu, eftir mikla sprengingu, sem varð i námunni fyrr i gærdag. Námagöngin eru full af gasi, og er óttazt,að þeir 468 menn, sem þar eru innilokaðii; séu látnir af gaseitrun. Sprengingin varð er öll dag- vaktin var að störfum niðri i námunni. Óstaðfestar fregnir segja, að fundizt hafi 6 lik og 7 slasaðir hal'a verið fluttir á sjúkrahús. 435 mannanna eru svertingjar, en hinir hvitir verkstjórar og sérfræðingar. Við drunurnar af sprengingunni dreif fólk að námunni til að huga að sonum, feðrum, eiginmönnum og unnustum. Þegar myrkur skall á, stóðu um 1000 manns við námuopið, margir hágrátandi. Loftræstingarkerfi námunnar eyðilagðist að mestu við sprenginguna, svo að ekki hefur verið hægt að dæla hreinu lofti niður i námu- göngin, sem eru um 500 metra undir yfirborðinu, og um 5 km að lengd. Wankie-náman er i grennd við Victoriu-fossana, um fjóra km vestur af höfuðborginni Salisbury. Náman er mjög auðug og sér Ródesiu og kopariðnaðinum i nágranna- landinu Zambiu fyrir kolum i háum gæðaflokki. Ef slysið verður til þess að framleiðslan stöðvast um tima.mun það hafa mikil áhrif á iðnaðinn i báðum löndunum og þar með efnahag landanna. Hópur verkamanna frá S- Afriku kom i gær til Wankie- námunnar til að taka þátt i björgunarstörfunum. Athyglin beinist einkum af skáhöllum göngum, um 360 m undir yfir- borðinu, en þar er álitið, að flestir mannanna hafi lokzt inni. Stjórn námafyrirtækisins hefur séð um, að útvega birgðir af súrefni handa björgunarsveitunum og flug- vélar úr flugher Ródesiu hafa tekið að sér að flytja björgunarmenn og útbúnað á slysstaðinn. Séu flestir námaverk- amannanna látnir, er þetta mesta námuslys i sögu Afriku. Aðeins eitt námaslys hefur krafizt fleiri mannslifa, i Mansjúriu árið 1942, þegar 1949 námaverkamenn létu lifið. Bandarísk flugvél fórst á miðjum Grænlandsjökli Angela farin í felur NTB-San José Angela Davis, scm var hót- að morði, meðan hún sjálf var ákærð fyrir morð, hefur nú farið i felur „einhvers staðar” i Bandarikjunum, eftir að hún var lýst saklaus af öllum ákæruatriðum. Talsmaður hreyfingar svartra vinstri manna sagði, að allt, sem An- gela óskaði nú, væri hvild. Hún mun þó einnig vera að velta fyrir sér ýmsum kennarastöðum, en hefur þeg- ar lýst yfir, að hún vilji vera áfram i Kaliforniu og starfa að fangelsismálum þar að ein- hverju leyti. Auk þess ætlar hún að berjast fyrir að póli- tiskir fangar verði látnir laus- ir og að sumt fólk verði ekki beitt ranglæti. Blöð og fréttastofur i kommúnistalöndum hafa látið i ljós ánægju yfir að Angela skyldi sýknuð og telja það mikinn sigur fyrir góðan mál- stað um allan heim. - og með henni einn Dani OV-Reykjavík Um 5-leytið i fyrradag fórst bandarísk her- flutningavél á miðjum Grænlandsjökli og með henni danskur maður, sennilega veðurathugunar- maður. Vélin var af gerðinni Herkúlesc—130 og var að lenda við veðu rathuguna r- og rannsóknastöð bandaríska Karíbahafslönd vilja 200 mílur NTB-Santo Domingo Stækkun fiskveiðilandhelgi landa i Karibahafi i 200 inilur, er aðalmál ráðstefnu utan- rikisráðherra landanna, sem hófst i Santo Domingo i Dóminikanska lýðveldinu i gær. Utanrikisráðherrar alls 15 landa eru þarna samankomnir og eru það öll lönd i Kariba- hafi, nema Kúba. Mörg lönd i Miö- og Suður-Ameriku hafa þegar gert stærri landhelgi að hei'ð, en stór fiskveiðiriki eins og Japan, Bandarikin, Kan- ada og Sovétrikin vilja ekki viðurkenna stærri landhelgi en 12 milur á þessum slóðum. Ráðstefna ráðherranna á að standa i 6 dagaog er ætlunin aö mynda sameiginlega stefnu þessara landa i landhelgis- málum fyrir alþjóða haf- réttarráðstefnuna i Genf á næsta ári. Nútímakonur með forna hugmynd: Engin ástaratlot nema stríðið verði stöðvað NTB-New York Konurnar voru svo hrifnar af þeirri hugmynd — scm raunar er gömul og grisk-að stöðva styrjöld með þvi móti aö neita að láta i té bliöu sina, að þær æptu og vein- uðu. Þetta gcröist reyndar i New York nýlcga, þegar þar var hald- in fyrsta alþjóðlega kvikmynda- hátiðin, sem eingöngu snýst um konuna og er hcnni ætluð. Þarna var m.a. sýnd sænsk mynd, sem leikkonan Mai Zetter- ling stjórnaði og er að nokkru leyti byggð á hinu sigildi verki Lýsiströtu. Þar sáust konur kasta fúleggjum og tómötum i De Gaulle, Johnson, Mao og Hitler. t myndinni svarar ein konan ást- leitni manns sihs með eftirfar- andi setningu: — Farðu til fjand- ans, feiti apinn þinn, eða ég kýli hausinn á þér niður i magá. Vakti þetta ofsafögnuð meðal áhorfenda, sem allt voru konur. Kvikmyndahátið þessi var fjár- mögnuð af Simone de Beauvoir, Jane Fonda, Melina Mercouri og Susan Sontag, svo nokkrar konur séu nefndar. hersins, stöö,sem þeir kalla DAY 2, þegar slysiö vildi til. Farþegavél frá Fugfélagi ís- lands var i Grænl. i fyrradag og heyrðu áhafnarmeðlimir i tal- stöð vélarinnar er sagt var frá slysinu. Við ræddum við einn af áhöfninni i gær, og sagðist hann ekki vita gjörla hvernig slysið vildi til, en þó hefði allt virzt i lagi þar til véin var rétt að koma til lendingar, þá hefði hún misst flugið og skollið niður i jökulinn. A vélinni var þriggja manna Sjór frá Færeyjum fluttur til Danmerkur Sædýrasafniö í Charlottenlundi við Eyrarsund er viðkunn stofn- un. En þó að hún standi svo til á sjávarbakkanum, er nú svo kom- ið, aö hún verður að fá sjó i búrin frá Færeyjum. Til skamms tima hafa verið hæg heimatökin: Sjó hefur verið dælt úr Eyrarsundi i fiskabúrin. En nú er af sú tið. Ýmsum fisk- um, og jafnvel fleiri dýrum, er ekki lift i sjónum úr Eyrarsundi, og sumar tegundir fiska úr heit- um höfum deyja jafnvel á öðrum eða þriðja degi, ef honum er dælt i búr þeirra. Sædýrasafnið verður með ærn- um kostnaði og fyrirhöfn að afla sér hreinni sjávar en fáanlegur er við strönd Sjálands. Samningur hefur verið gerður við útgerðar- menn skipa, sem sigla milli Færeyja og Kaupmannahafnar, um að þau fylli geyma af sjó i nánd við eyjarnar, þegar þau eru á leið til Danmerkur og þennan sjó verður siðan að flytja út i Charlottenlund. Einkaaðilar i Danmörku, sem eiga sjófiska i búrum, verða annað hvort að brugga handa þeim saltvatn við þeirra hæfi eða fá áhafnir fiskibáta til þessa að færa sér sjó utan úr Kattegati. áhöfn og mun Daninn hafa verið farþegi, en hafa unnið við rann- sóknir i stöðinni. Um skemmdir á vélinni eða meiðsli Bandarikja- mannanna þriggja er ekki vitað, enda vildu fæstir um málið tala, er við könnuðum það gær. Óneitanlega vekur það grun- semdir, þegar ekkert hefur verið skýrt frá slysinu af opinberri hálfu, en þess er þó að vænta, að herinn gefi út einhverskonar yfir- lýsingu áður en langt um liður. Þá hefur þvi heyrzt fleygt, að veðurathugunarstöðin DAY 2 hafi jafnframt verið móttöku- stöð fyrir njósnagervihnetti og varla ónýtt að hafa þá á þessum slóðum. Rannsóknar- stöðin DAY 2 mun vera upp af Straumfirði. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. Hvltt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 23. leikur Reykvikinga: Hf6 + e6 Leiðtogar S-Víetnam reka heróin-verzlun - segir bandarískur sérfræðingur SB-Reykjavik Hcróin-verzlunin i S-Vict- nam er rekin af þremur æðstu stjórnmálamönnum landsins, stendur I nánu samhengi við bandarisku Mafiuna og finnur náö fyrir augum bandariskra yfirvalda. Það er eiturlyfja- málarannsóknari, sem heldur þessu fram og segist hafa sannanir. Sysir Kys hers- höfðingja sér um innkaupin i I.aos, og siðan taka Thieu for- seti Ky og Khiem forsætisráð- herra viö og sjá um dreifing- 1 Vientiane i Laos, er Kin- verji nokkur, að nafni, Heng. Hann starfar hjá átöppunar- verksmiðju Pepsi-Cola þar og notar aðstöðu sina til að flytja inn þær sýrur, sem þarf við framleiðslu heróins. Þegar heróinið er komið til þremenninganna i Saigon, er nokkrum nánum samstarfs- mönnum Thieus forseta falið ,n.a. að selja bandariskum hermönnum það. Þá segir eiturlyfjamálar- rannsóknarinn, sem raunar heitir Alfred McCoy og er bandariskur, að meira aö segja bandariskir sendiráðs- starfsmenn og nokkrir starfs- menn leyniþjónustunnar séu i þessu lika. i Thailandi hafi CIA unnið náið með landflótta Kin- verjum við að framleiða „fyrsta flokks” heróin fyrir Bandarikjamarkað. Þá nefnir McCoy ýmsa Mafiuforingja i Banda- rikjunum, sem hafi orðið tið- förult til Suðaustur-Asiu undanfarin ár og árangur ferðanna sé stóraukið magn heróins á Bandarikjamarkaði. Upplýsingar sina segir McCoy hafa frá heimildum við bandariska sendiráðið i Saigon og hann hefur i hyggju að gefa niðurstöður rannsókna sinna út i bókarformi siðar á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.