Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 8. júní 1972. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins: Flutningar á sjó og landi Rekstrarhalli og flutningskostnaður I umræddri ritgerð Landvara er réttilega vikið að þvi, að flutn- ingskostnaður, sem viðskipta- menn Skipaútgerðarinnar greiða, sé ekki endanlegur flutnings- kostnaður, heldur verði að bæta við rekstrarframlagi rikisins, sem Landvari telur samsvara ca. kr. 1000.- á tonn eða 40 millj. kr., og álika fjárfestingarframlagi til skipasmiða, eða hvort tveggja samsvarandi kr. 2000 á tonn og samtals i heild á ári 80 millj. kr. Itétt er það, að rekstrarhalli strandferða á siðast liðnu ári mun verða i kringum 40 millj. kr., en hefðu flutningsgjöld ásamt upp- og útskipunargjöldum verið 15% hærri, eins og reiknað er með i samanburðarskýrslunni hér að framan.myndu tekjur hafa oröið ca. 7.5 millj. kr. hærri og rekstrarhalli ca. 32.5 millj. kr. á 35124 tonn, samsvarandi 925 kr. á tonn. Árlegt fjárfestingarframlag til skipasmiða, sem Landvari reikn- ar með, sýnist verulega oftalið, þvi að þar er reiknað með skammtimagreiðslu á andvirði tveggja skipa, sem smiðuð voru hérlendis, en samkvæmt fyrri reynslu hafa ný skip keypt til strandferða, verið notuð i 20 og jafnvel 30 ár, svo sem Esja, seld til Bahamaeyja. Strandferðaskip smiöuð á Akureyri, annað afgr. i jan. 1970, hitt i mai 1971, samkvæmt tilboði 14. nóv. 1907, munu kosta rikið með vöxtum og kostnaði 217 millj. kr., en liklegt er, að skipin hefðu ekki kostað nema 150 millj. kr., ef erlendu lilboði á föstu verði í heimsmarkaðssamkeppni hefði verið tekiö og skipin þá væntan- lega hæði afgreidd á fyrrihluta árs 1909. Sýnist ekki eðlilegt, að Skipaútgerðin sé i umræddum út- reikning auk annars látin bera aukakostnað af meintri atvinnu- aukningu og æfingu iðnaöar- manna i skipasmiðum hér á landi. Sanngjarnt virðisl þvi, að 3 nú- verandi strandferðaskip Skipaút- gerðarinnar og önnur fjárfesting sé, miðað við núverandi ástand, reiknuð á svo sem 200 millj. kr. með 8% vöxtum til fyrningar á 20 árum, og koma þá út: Vextirafhöfuðstól 10 millj. kr. Afskriftaf höfuðstól 10 millj. kr. Samtals 20 millj. kr. Með núgildandi bilafarmgjöld- um hefðu strandl'erðaskip Skipa- útgerðarinnar á siðast liðnu ári átt að hafa ca 78.5 millj. kr. meiri tekjur og koma þannig út með 20 millj. kr. hagnað i staðinn fyrir 32.5 + 20*58.5 millj. kr. halla. Þetta er að visu óraunhæfur út- reikningur, þvi að auðvitað hefði fólk t.d. á Austur- og Vesturlandi orðið að útvega sér önnur skip til flutninga, ef rikið hefði ekki tekið á sig þá skyldu að halda uppi strandsiglingaþjónustu, en með þvi hefði vissulega verið kreppt að lifskjörum margra, og liklegt, að skortur hæfra strandferða- skipa með skipulögðum ferðum til viðtækrar tengingar byggða, hefði orðið verulega skaðlegur þjóðarbúinu. Inneign hjó rikinu Landvari heldur þvi fram, að bifreiðaeigendur eigi i raun og veru stórlega inni hjá rikinu vegna þess að einungis 42% opin- berra gjalda(lagðra á bifreiðar og rekstur þeirra, sé ráðstafaö bein linis i þágu umferðarinnar. Skal ekki lagður dómur á þetta, en að- eins bent á, að tekjuöflun rikisins er með ýmsu móti, og með hlið- stæðum rökum má segja, að not- endur tóbaks og áfengis eigi all- mikið inni hjá rikinu. Landvari segir i greinargerð sinni:,,.....greiðsla flutnings kaupanda fyrir flutning meö bif- reið er hin eina og endanlega greiðsla, sem flytjandinn fær. Ilekha Engir styrkir, engar ivilnanir”. En þessi ummæli þurfa vissu- lega viðtækari athugun. Samkvæmt nýútgefinni vega- áætlun fyrir árin 1972—’75 er m.a. gert ráð fyrir, að rikiö leggi 1790 millj. kr. til vega á þessu ári, 1972, en þar af 300 millj. kr. til viðhalds þjóðvega, snjókomsturs o.fl., en siöar nefnda upphæðin má væntanlega hækka i 400 millj. kr. með réttri hlutdeild i yfir- stjórn, framlögum til sýsluvega og vega i kaupstöðum og kaup- túnum, vegna áhaldakaupa og halla á fyrri vegaáætlun. Skýrsla um vegaviðhald á árinu 1970 sýnist gera liklegt, að nálægt 70% þess komi á landssvæði ein- mitt þar sem flutningabilar valda mestum árlegum sveiflum i verk- efnum strandferðaskipa, og ætti hlutdeild þessara landssvæða i vegaviðhaldi á þessu ári sam- kvæmt þvi að verða nálægt 280 millj. kr. Samkvæmt spá, er fylgir um- ræddri nýrri vegaáætlun ec gert ráð fyrir, að einungis 25 almenn- ings-fólksbilar á öllu landinu verði 9—9.9 tonn að eigin þunga, og þá með fullri hleðslu væntan- lega mest 13—14 tonn. En sama spá gerir ráð fyrir 210 vörubilum, sem séu 9—10 tonn eða nieira að eigin þunga, en kunnugt er, að slikir vörubilar mega vera allt að 22.000 kg með farmi. Er það þekkt á sviði verkfræði, að frá sjónar- miði leikmanna skemma hin þyngstu ökutæki vegi með ótrú- legri margfeldni miðað við sama þunga i léttum ökutækjum. Nú er það vitað, að hinum þungu og burðarmiklu vörubilum er mjög beitt i langferðaflutn-' inga, og munu þvi slikir bilar eiga stóran þátt i þvi vegaviðhaldi, sem hér að framan er áætlað 280 millj. kr. á árinu 1972 fyrir þau landssvæði þar sem fram koma mestar sveiflur i verkefnum strandferðaskipa. Vegaskattur qg vegaviöhald Það er kunnugt, að æskilegt er að nota dýr vinnutæki timalega sem allra bezt, og helzt með vaktaskiptum stjórnenda, þvi að flest tæki fyrnast þótt þau séu ekki i notkun, og er frá þessu sjónarmiði rétt að gera nokkurn samanburö á timalegri nýtingu þeirra samgöngutækja, skipa og bila, sem hér eru einkum til um- ræðu. . 1 samanburði sinum nefnir Landvari bila, sem flytja á leið- inni Akureyri — Rvik. — Akureyri, og er þvi fróðlegt að lita nánar á timalega nýtingu þessara bila sem samgöngu- tækja. Hafa upplýsingar fengizt Annar hluti um akstur nokkurra þessara bila og þann vegaskatt, sem á þá féll á siðast liðnu ári og er i fáum tilvik- um yfir 100 þús. kr. á bil. Skal hér tekið dæmi af einum, sem telja má einkennandi fyrir þunga flr bila, i meira lagi notaða á nefndri slóð. Bill þessi, sem talinn er að eigin þunga milli 8000 og 9000 kg, og má væntanlega vega með farmi allt að 22000 kg. er tal- inn hafa ekið 60.560 km og greitt vegaskatt að fjárhæð kr. 128.000. Sé reiknað með að meðaltali 50 km ökuhraða á klst, fyrir slikan langleiðabil, kemur út ökutimi 1211 klst., samsvarandi 50.5 sólarhringum eða 14% árstimans. Vegalengd, sém skattur er greiddur af, samsvarar þvi, að keyrðar hafi verið 67 ferðir Akur- eyri — Rvik — Akureyri á árinu 1971, og sé reiknað með 13 tonna burðarþoli hvora leið og meðal nýtingu 60%, ætti billinn að hafa flutt samtals 1045 tonn i 67 ferðum fyrir farmgjald að upphæð kr. 2.612.500 miðað við taxta kr. 2500 á 1000 kg. Vegaskattur fyrir þenn- an bil á s.l. ári (kr. 128.000) sam- svarar tæplega 5% af hinum áætluðu tekjum, og munu flestir skilja, að sú fjárhæð muni vera langt neðan við fulla hlutfallslega þátttöku i vegakostnaði. 100 þús. kr. eru fljótar að fara til viðgerða á langferðaökuleiðum hinna þyngstu vörubila. Skulu t.d. nefndar 3 þekktar ökuleiðir: Akureyri — Rvik — Akureyri 904 km ísaf jörður — Rvik — Isaf jörður 1098 km Neskaupst. — Rvik — Neskaupst. 1616 km Er liklegt, að vegakostnaður rikisins af einni langferðaökuferð bils af þyngstu gerð, þegar vegir eru i viökvæmustu ástandi, geti stundum numið margföldum vegaskatti sama bils yfir árið, án þess bilaeigandi þurfi aö borga nokkuð aukalega. Ef skip hins vegar eyðileggur eða skemmir sin hjálparmannvirki, þó það sé af 'mjög hliðstæðri ástæðu og bilar valda mestum skemmdum vega, þeirri að leitast við að stytta nytjalausan tima, þá verða skipa- eigendur yfirleitt að bæta að fullu þær skemmdir hafnarmann- virkja, sem skip þeirra valda. Þótt skip sé vátryggt fyrir skemmdum hafnarmannvirkja, þá koma slik tjón oftast á skipa- eigendur i vátryggingaiðgjöldum, sem mjög byggjast á tjóna- reynslu. Nýting bíla og strandferðaskipa Athugaður hefir veriö akstur vörubila i eigu manna á Austur- landi, sem taldir eru hafa stundað verulega flutninga á langleiðum, og er hæsti vegaskattur á bil á siðast liðnu ári kr. 107.000.- Meðal Austurlandsbilanna er t.d. 9 tonna bill að eigin þunga, sem ók 44.555 km og greiddi kr. 101.000 i vegaskatt á s.l. ári, en með 50 km meðalökuhraða á klst. ætti þessi bill að hafa verið i akstri 891 klst. eða 37 daga, samávarandi rúm- lega 10% árstimatis. Arlegur siglingatimi strand ferðaskipa rikisins hefir auðvitað af ýmsum ástæöum verið töluvert mismunandi. Á árunum eftir sið- ari heimsstyrjöldina og fram til komu núverandi strandferða- skipa, Heklu og Esju (1970—’71), var mjög algengur siglingatimi þeirra skipa, er önnuðust far- þega- og stykkjavöruflutninga, 3300—3500klst.á ári, samsvarandi 38—40% árstimans, en gat farið upp i rúmlega 50%, svo sem t.d. átti sér stað i sambandi við Herðubreið 1969, næstsiðasta árið, sem hún var i siglingum. Sigl- ingatimi tankskipsins Þyrils gat hins vegar orðið allt að 65% árs- timans. Núverandi strandferðaskip, Hekla og Esja, eru meiri vöru- flutningaskip en fyrri strand- ferðaskip, og er ekki kominn sá rekspölur á rekstur þeirra, sem stefnt er að, en með undanförnu siglingafyrirkomulagi má telja eðlilegan siglingatima þessara skipa rúmlega 3000 klst. á ári samsvarandi 35—37% árstimans. Timanýting fjármuna i strand- ferðaskipum við að rekja hafnar- slóð og tengja byggðir allt i kring- um land árið um kring, virðast þvi mun meiri en i þeim langleiða bilum, sem valda mestum sveifl- um i verkefnum og þar með tekj- um strandferðaskipanna. Það er svo ekki skipunum sjálf- um að kenna, að þau eru ekki nýtt sem skyldi i þjónustu-siglingum sinum um hafnir landsins, heldur er aðalorsökina að finna i gild- andi hagstjórnarreglum og hag- stjórnarfyrirkomulagi. Samkeppni og hafnargjöld Áður hefir verið bent á, að skip, sem ekki annast að jafnaði nokkra strandferðaþjónustu, geta hvenær sem er komið inn til sam- keppni við strandferðaskip i föst- um áaitlunarsiglingum, og á þetta ekki sizt við flutninga milli hinna þýðingamestu og beztu hafna og einnig til annarra hafna, ef telj- andi flutningsmagn er ’fyrir hendi. Svipað gildir um vöruflutninga- bila. Eigendur þeirra geta að vild, þegar vegir eru opnir, haldið uppi keyrslu i samkeppni við strandferðaskip, ýmist með föst- um áætlunarferðum bila á arð- vænlegustu leiðum eða tækifæris- ferðum til annarra staða, sem þeir að öðru leyti ekki veita neina reglubundna nauðsynlega þjón- ustu, og þeir geta einnig valið sér þægilegar og bezt arðgefandi vör- ur til flutnings og látið hinar liggja eftir handa strandferða- skipunum. Af umræddri greinargerð Landvara verður helzt skilið, að engir skattar séu hérlendis lagðir á vöruflutning á sjó, en þetta er hinn mesti misskilningur. Strand- ferðaskip greiða hafnagjöld (sjó- vegaskatt) á hverri höfn, þar sem hafnarmannvirki eru notuð, og hafa t.d. núverandi strandferða- skip, Esja og Hekla, að undan- förnu greitt 30—35 þús. kr. i hafnagjöld i hverri venjulegri hringferð kringum land, en gjöld þessi fara auðvitað hækkandi. En auk hafnagjalda, sem lögð eru á umrædd skip sjálf, eru önn- ur hafnagjöld lögð á allar vörur, sem skipin flytja, og eru þau gjöld viða mjög handahófskennd og sums staðar svo há, að þau eru heinlinis stefnumarkandi gegn sjóleiðaflutningi.og á þvi ekki við nema að takmörkuðu leyti áætlað meðaltal hafnarvörugjalda, sem reiknað hefir verið með i saman- burði fyrr i þessari grein. Skulu nefnd örfá dæmi um há og þó mis- jöfn vöruhafnagjöld á tveim meiriháttar höfnum, á báðum skv. töxtum settum 1969: Vöruhafnagj. kr.áÍÓÖÖkg. isafj. Akureyri Gosdrykkir 160 340 Málning 120 168 Gúmvörur 205 340 Skófatnaður 600 340 Vefnaðarv. 600 500 Tóbakogvin 810 670 Sælgæti 600 500 Búsáhöld 240 340 Rafmagnsv. 600 500 Niðursuðuv. 240 500 A Seyðisfirði hefir allt frá 1962 gilt 1000 kr. hafnargjaldstaxti fyrir tóbak og áfengi, en að öðru leyti eru hafnagjöld þar, sem staðið hafa óbreytt frá nefndu ári (1962), miklu lægri en þau, sem gilt hafa á isafirði og Akureyri frá 1969. Ihugunarefni er það, að meðan verið var að smiða strand- ferðaskipin (Heklu og Esju) á Akureyri, voru samkvæmt tillögu hafnar- eða bæjarstjórnar þar sett hin nefndu, háu vörugjöld, sem gilda einnig fyrir flutninga milli innlendra hafna og eru þvi mjög stefnumarkandi gegn strandferðaskipunum i sam- keppni við bila. Virðist einnig ljóst, að hin háu vörugjöld á Akureyri hafi átt sinn þátt i að draga óeðlilega úr viðskiptum strandferðaskipanna við höfnina. Alkunna er, að flestum höfnum landsins er fjár vant, og þjóðar- nauðsyn er að hlynna að höfn- unum vegna fiskiskipa og kaup- skipa, en það er mikill misskiln- ingur að setja höfnunum svo háa tekjuöflunartaxta fyrir flutning milli innlendra staða, að slikt reynist tekjuiega neikvætt fyrir hafnirnar sjálfar og þjóðhagslega skaðlegt i vegakostnaði. Betri búskaparhættir Með þvi að auka eðlilega nýt- ingu strandferðaskipanna og fjármagns sem i þeim er bundið, væri væntaníega auðvélt að minnka rekstrarhalla þeirra um svo sem 20—25 millj. kr. yfir árið, en liklegt er, að þeim ávinningi fyrir rikið gæti fylgt margfalt meiri sparnaður i vegaviðhaldi, auk sparnaðar fjárfestingar ein- staklinga og félaga i bilum til þungavöruflutnings á langleið- um. Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.