Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. júni 1972. TÍMINN 9 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,; Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaös TImans).|: Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslasoni. Ritstjórnarskrif-::| stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.:;: Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs-:;: ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjald:i; 225 krónur á mánuöi innan iands, i lausasölu 15 krónur ein-j: takiö. Biaöaprent h.f. Geirsskattarnir Geir Hallgrimsson beitti sér fyrir þvi að fá alla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að samþykkja 10% hækkun útsvara frá lögboðnum skala og 50% hækkun fasteigna- gjaldanna. Þurfti að beita einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins harðræði til að fá hann til þess að samþykkja þessar aukaálögur á Reykvikinga. Albert Guðmundsson lýsti þvi yfir,að hann teldi fjárhagsáætlun borgarinnar of háa og ræki enga nauðsyn til að hún yrði hækkuð jafn mikið og raun varð á. Taldi hann, að skattbyrði Reykvikinga yrði of mikil með þessu Geirsálagi og lýsti sig ósammála borgarstjóranum. Albert lét samt um siðir undan flokksaganum og greiddi nauðugur atkvæði með hækkunum! Innsti hringur Sjálfstæðisflokksins hafði ákveðið það, að nú skyldi nýta aðstöðu flokksins i borgarstjórn Reykjavikur til að magna rikisstjórninni sem mesta erfiðleika. Þess vegna skyldi tvennt gert: 1. Framkvæmdir spenntar eins mikið upp og frekast væri kostur og 2. tJtsvör og fasteigna- skattar hækkaðir eins mikið og hægt væri. Þessar ráðstafanir Sjálfstæðisflokksins, sem með sanni má kalla „aðför að Reyk- vikingum”, áttu að þjóna þessum tilgangi: 1. Það er þensla á vinnumarkaðinum og i efna- hagslifinu. Með þvi að spenna fram- kvæmdir Reykjavíkurborgar sem mest upp er aukið á þessa spennu og þar með erfið- leika i efnahagslifi. Rikisstjórninni á að kenna um þann verðbólguauka, sem þetta veldur. Heilindin i skrifum Mbl. að undan- förnu um nauðsyn þess,að opinberir aðilar stilli framkvæmdum sinum sem mest i hóf vegna ofenslu á vinnumarkaði koma glögg- lega i ljós i þessu sambandi. 2. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að hann geti sannfært Reykvikinga um, að 10% hækkun útsvaranna og 50% hækkun fasteignagjald- anna til viðbótar við það, sem lögboðið er i hinum nýju skattalögum, muni verða skrifað á reikning rikisstjórnarinnar. Þannig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn láta Reykvikinga borga sjálfa fyrir reiði í garð rikisstjórnarinnar. Sl. ár námu framlög til framkvæmda 17% af tekjum Reykjavikurborgar. í ár eru þær auknar svo gifurlega, að þær nema 27% af tekjunum! Borgarstjórnarmeirihlutinn hækkaði meira að segja framlögin til fram- kvæmda um 74 milljónir króna frá þvi sem var áætlað i þeirri fjárhagsáætlun, sem lögð var fram i borgarstjórn fyrir sl. áramót. Ef borgin hefði dregið örlitið úr rekstrarútgjöldum og hagað framkvæmdum með tilliti til þenslunnar á vinnumarkaðinum, hefðu þessar auka- hækkanir á fasteignagjöldum og útsvörum verið algerlega óþarfar. En svona misnotar ihaldið aðstöðu sina i hinni „ábyrgu og mál- efnalegu stjórnarandstöðu”. „Aðför rikis- stjórnarinnar að Reykvikingum” útleggst sem sé: Aðför ihaldsins að rikisstjórninni á kostnað Reykvíkinga. —TK Gerda Strack, Die Zeit: V-Þjóðverjar fluttu út bú- vörur fyrir 5000 millj. marka En lítflutningsstyrkirnir námu 7300 millj. marka Sveitafólk i þjóöbúningum ÞEGAR rikisstjórnin birti skýrslu sina um landbúnaöar málin varö almenningi i landinu ljóst, hve land- búnaðurinn er illa staddur I Vestur-Þýzkalandi. Samtimis birtust miklu ánægjulegri fréttir af útflutningi land- búnaðarafuröa. Útflutningur landbúnaðar- afurða frá Vestur-Þýzkalandi var sagður hafa aukizt um seytján af hundraði árið 1971 og nam alls fimm milljörðum marka. Til annarra aðildarrikja Efnahagsbandalags Evrópu voru fluttar landbúnaðar- afurðir fyrir þrjá milljarða marka. Beztur var markaður- inn á Italiu. Þangað var flutt fyrir einn milljarö marka. LANDBCNAÐARRAÐU- NEYTIÐ i Bonn gefur út nákvæma skýrzlu um, hve útfluttar landbúnaðarafurðir gefa mikið I aöra hönd ár hvert. Eigi að afla upplýsinga um, hver sölukostnaður land- búnaðarafurðanna er i heild, verður að leita út fyrir hinar opinberu skrifstofur. „Þetta er algerlega utan okkar verkahrings”, sagði Erwin Reuss, talsmaöur Josef Ertl landbúnaðarráðherra. Ernst Zurek búnaðarsér fræðingur hjá Rannsókna- samtökum á landbúnaðar- stefnu og félagsmálum i Bonn hefir reiknað út, hvað útflutningur landbúnaðarvara hafi kostað skattþegnana i Vestur-Þýzkalandi. Niður- stöðurnar birti hann i riti sinu „Efnahagslegt gildi útflutnings umframfram- leiðslu landbúnaðarafurða”. ZUREK kemst að þeirri niðurstöðu, að fjárútlát rikisins árið 1968 vegna útflutnings landbúnaðarvara hafi numið 7300 milljónum marka, auk annarra styrktar- framlaga i fjárlögum, er námu milljarði marka. Kostnaðurinn viö sameigin- lega framkvæmd landb- únaðarstefnu Efnahags- bandalags Evrópu og inn- lendur kostnaður er alls um 25 milljarðar marka á ári, segir Zurek. Hann gerir ráð fyrir, að þessi kostnaður muni nema 36—42 milljörðum marka árið 1980. Þegnum Efnahagsbanda- lagsrikjanna veitist allerfitt að standa undir kostnaðinum við útflutning landbúnaðar- afurða. Við það bætist svo, að þeir verða að greiða samræmt verð fyrir búsafurðir og fjarri fer, að það sé lágt. Þegar flutt er út til rikja utan við Efnahagsbandalagið, þar sem verðlag er lágt á landbúnaðarvörum, keyrir þó fyrst um þverbak. Greiða verður 50 mörk af rikisfé i styrk fyrir hver 100 mörk, sem fást fyrir útfluttar land- búnaðarvörur. ÞETTA er eina leiðin til þess, að aðildarrfki Efnahags- bandalagsins geti orðið sam- keppnishæf i sölu land- búnaðarafurða á heims- markaði. Ctflutningsstyrkur- inn verður að bæta seljendum upp, hve verð landbúnaðar- varanna er lágt i markaðs- löndunum. Þegar korn, smjör og sykur er selt til landa utan Efna- hagsbandalagsins verður að greiða i styrki nokkru meira en söluverð þessara vara nemur. Otflytjendur búsafurða frá Vestur-Þýzkalandi árið, sem leið, fengu greiddar 600 milljónir marka i útflutnings- styrki vegna sölu til rikja utan Efnahagsbandalagsins. Arið 1970 nam þessi upphæð fast aö 900milljónum marka. Upphæð útflutningsstyrksins hækkar eða lækkar frá ári til árs i samræmi viö magn umfram- framleiðslunnar. ARIÐ 1970 þurftu skatt- þegnar aö leggja fram 600 milljónir marka I styrki vegna sölu umframframleiöslu korns og sykurs. Umfram- framl. svinakjöts i fyrra kostaði skattþegnana 30 milljónir marka i útflutnings- bætur. Auk útflutningsstyrksins verður aö taka með i reikning- inn ýmsa aðra óbeina styrki vegna útflutnings land- búnaðarafurða. Arið 1969 varði rikisstjórnin I Bonn 2600 milljónum marka til fram- kvæmda landbúnaðarstefnu sinnar og 2200 milljónum marka til áhrifa á hinn inn- lenda markaö, til dæmis til geymslu og eyöileggingar umframframleiðslu land- búnaðarafuröa. Helmut Fahrnschon fram- kvæmdastjóri Aöalsölu- nefndar vestur-þýzkra land- búnaöarafurða er mikill for- vigismaður útflutnings. Hann bendir á, að sala „svínakjöts- fjallsins” „hafi haft góð áhrif til festingar verðsins”, hvað sem liöi þeim mörgu milljónum marka, sem það hafi kostað að koma kjötinu út. Thomas Schlier hjá fram- kvæmdanefnd neytendasam- takanna segir hins vegar, aö „útflutningurinn hækki verð búsafurðanna”. KOSTNAÐURINI^ við framleiðslu landbunaðar- afurða er ekki ljós, en hitt er vel kunnugt, hve miklu fé er varið til að greiða fyrir útflutningnum. Umboðsmenn Aðalsölu- nefndar Vestur-Þýzkra landb- únaðarafurða munu verja 51 milljón marka á þessu ári i auglýsingar og hvatningar til Vestur-Þjóðverja um að „vanda betur( fæðið”. Enn- fremur munu þeir verja 25 milljónum marka til þess að brýna fyrir öðrum þjóðum að „gera vel við sig I mat og drykk og reyna vestur-þýzka gæðavöru.” Vestur-Þýzkir skattþegnar verða að leggja fram 24 milljónir marka af rekstrarfé Aðalsölunefndar vestur- þýzkra landbúnaðarafurða. Vinnslufyrirtæki matvöru i Vestur-Þýzkalandi leggja það fram, sem á vantar. AÐALSÖLUNEFND vestur- þýzkra landbúnaðarafurða lætur sykurverksmiðjum I té 25 pfenninga á hverja smálest af sykurrófum, ölgerðum 75 pfenninga á smálest af malti og mjólkurbúum eitt mark á hverja smálest mjólkur. Akveðin greiösla gildir einnig um hvern grip, sem felldur er, og nemur hún frá 30 pfenningum á sauðkind upp I 3,3 mörk á hvern nautgrip. Aöalsölunefndin ver 25 mill- jónum marka til auglýsinga á búsafurðum erlendis, eins og áður er sagt. Þessi^ fé er þó ekki varið til að auglysa óunna vöru, eins og svinakjöt eða mjólk, heldur unnar vörur ein- ungis. Helmut Fahrnschon, framkvæmdastjóri nefndar- innar segir: „A erlendum markaði fæst langbezta verðið fyrir landbúnaðarafurðir með þvi að selja fullunna gæða- vöru”. Engar vestur-þýzkar land- búnaðarvörur seljast jafn vel og pylsur, reykt svinakjöt og ýmsir ostar, einkum mjúkir ostar. Langbestur markaður er fyrir osta á ttaliu. Vestur- Þýzkir framleiðendur selja osta fyrir jafn mikið til Italiu og franskir framleiðendur selja til Þýzkalands. AUKINN útflutningur einstakra landbúnaðarafurða bætir næsta litið úr göllunum á landbúnaðarstefnu Efnahags- bandalags Evrópu. Hið háa verð varanna veldur umfram- framleiðslunni og hún verður að fara til landa utan banda- lagsins. Raunverulegt verð er illfinnanlegt i flækju hvers konar styrkja og sjóða, bæði hjá bandalaginu sjálfu og ein- stökum aðildarrikjum. Haft er eftir Zurek, sem var til hér á undan: „Tæpast fer á milli mála, aö umbætur séu nauðsynlegar þar sem enginn veit með vissu um raunverulega skiptingu kostnaðarins við framkvæmd stefnunnar og starfrækslu kerfisins, þrátt fyrir mikla vinnu erlendra og innlendra embættismanna, og engan er til dæmis unnt að gera ábyrgan fyrir eyðslu 500 milljóna marka af opinberu fé — en það er veittur útflutningsstyrkur á vestur- þýzkar landbúnaðarvörur i ár.” Og valdhafarnir i Brússels leggja til umbæturnar — hækkað verð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.