Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. júní 1972. TÍMINN 17 I VÍKINGSLIÐIÐ KNETTINUM - þegar liðið tapaði fyrir þrælheppnum KR-ingum í Reykjavíkurmótinu 0:1 Það var ekki annað hægt en að vorkenna Víkingsliðinu, þegar það tapaði fyrir þrælheppnu KR-liði á Laugardalsvellinum s.l. þriðjudags- kvöld i Ieik i Reykjavikurmótinu í knattspyrnu. Vikingsliðið átti leikinn, en þvi tókst aldrei að skora.þótt mikið væri reynt. Það sótti nær stanzlaust að KR markinu i siðari hálfleik en það var eins og það væri vifta i markinu — Vikingsliðið gerði allt til að koma knettinum i netið, með allt frá blátáarskotum, upp i viðstöðulaus ristarskot, en allt kom fyrir ekki — óteljandi skot struku stengur og slá KR marksins, en skotum, sem hittu markið, bjargaði Pétur Kristjánsson markvörður KR, oft meistaralega í horn. GERÐI ALLT TIL AÐ KOMA ' NETIÐ Við skulum þá aðeins lita á gang leiksins: 1 byrjun fyrri hálfleiks sóttu hinir ungu KR-ingar meira, en smátt og smátt, tóku Vikingarnir völdin á leiknum og sóttu stift. Oft mátti sjá tiu KR-inga til varnar i vitateignum. 1 siðari hálfleik kom svo eina mark leiksins eins og skrattinn úr sauðaleggnum — Vikingslrðið sótti mjög stift að KR markinu og stóð mjög þung pressa að marki KR i fjórar min (18 - 22), sem endaði með þrumuskoti Hafliða Péturssonar. Knötturinn small i sam- skeytunum. Markið hristist enn, eftir skot Hafliða þegar KR-ingar ná skyndiupphlaupi, knötturinn berst til Björns Péturssonar, sem gefur fyrir mark Vikings, þar sem Atli Héðinsson er staddur — Atli var fljótur að átta sig og renndi knettinum i netið. Var þetta eina hættulega sókn KR- inga i siðari hálfleik. Strax eftir markið halda Vikingar áfram, nær stanzlausri pressu að KR markinu, en þeim tekst ekki að koma knettinum i markið. Endaði leikurinn þvi 1:0 fyrir KR, og eru það eitthver ó- sanngjörnustu úrlsit á leik, sem ég hef séð. Vikingsliðið, sem ekki hefur tekizt að skora mark i fimm siðustu leikjum sinum, lék mjög vel i leiknum, og má segja, að það hafi leikiðsinn bezta leik i sumar. Gunnar Gunnarsson, Páll Björgvinsson og Guðgeir Leifs- son áttu algjörlega miðjuna. Þá voru aðrir leikmenn liðsins góðir — knötturinn var látinn ganga milli manna og komu oft skinandi leikkaflar hjá liðinu. En leikmenn liðsins voru óheppnir að skora ekki mark. Það er aðeins einn leikmaður i KR-liðinu,sem hægt er að hrósa, það er markmaður liðsins, Pétur Kristjánsson, sem átti stórgóðan leik og bjargaði hann KR-liðinu frá stór-tapi. SOS. Nú er aðeins eftir einn leikur i Reykjavikurmótinu, er það ieikur Fram og Vals. Hann sker úr um það hvaða lið sigri i mótinu. Hér bi mótinu: irtum við stöðuna i Fram 4 4 0 0 16:3 8 KR 5 3 1 1 7:3 7 Valur 4 3 1 0 6:3 7 Vikingur 5 2 0 3 7:6 4 Þróttur 5 0 1 4 5:16 1 Ármann 5 0 1 4 1:11 1 Eins og sja má, þarf Fram aðeins jafntefii i leiknum gegn Val, til að hljota Reykjavikur- meistartitilinn. Leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum 28.júni. Pétur Kristjánsson, markvörður KR, er þarna búinn aö handsama knöttinn. Ilann bjargaði KR-liðinu frá stórtapi — þegar liðið lék gegn Vfking á þriöjudagskvöldið. SF ‘EflK IIÐ BELTIN UMFERÐARRAÐ. ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU í TÍMANUM! Þetta var algeng sjón i leik Vikings og KR — þegar liðin leiddu saman hesta sina I Reykjavikurmótinu. Niu til tíu KR-ingar voru lang- timunum saman til varnar inn I vitateig, og svo sannarlega var heppnin með þeim. (Timamyndir Gunnar.) KRISTJAN B. ÞÓRflRINSSON Sveitargli'ma Islands 1972: Þar voru menn með krafta í kögglum - sem stefndu eindregið að sigri Laugardaginn 2. þ.m. var Sveitarglima tslands háð i sjónvarpssal. Keppendur að Ómar úlfarsson, sigraði allar sinar glimur og hlaut flesta vinninga i sveitarkeppninni. þessu sinni voru Vikverjar gegn KIÍ, en Vikverjar höfðu helgina áöur sótt Þingeyinga heim og hlotiö þá sigur, en þar varmikið umgóðar glimur, að sögn þeirra,sem þangað fóru. Vinningar fóru þar svo, aö Vikverji fékk 1 f> stig á móti 9 stigum Þingeyinga. i sjón- varpssal fóru vinningar þannig, að KR-ingar sigruðu og hlutu 15 1/2 stig, en Vik- verjar 9 1/2 stig. Glimurnar báru svip af þvi.aö þarna fóru menn með krafta i kögglum, og sem stefndu eindregið að sigri, og þá vill oft gleymast hvað er falleg og góð glima. Vikverjar glimdu mjög vel og sýndu fallegar glimur. Sigurður Jónsson V stóð sig mjög vel, en Sigurður glimdi létt, þrátt fyrir að hann sé þyngstur þeirra Vikverja og náði oft góðum brögðum. Hjálmur Sigurðsson V stendur vel fyrir sinu, en hann hefur hlotið tvenn fegurðarglimu- verðlaun. Jón Unndórsson KR sýndi tvimælalaust fallegustu glimuna af þeim KR-ingum, en hann er glimukóngur Is- lands. Hann bar sig vel og sýndi góða glimu. Ómar Úlfarsson KR, vann allar sinar glimur, en telja verður hæpinn dóm að dæma honum sigur i glimunni við Kristján Andrésson. Rögnvaldur Ólafs- son KR er skapmikill glimu- maður, sem næði trúlega lengra i glimunni.ef hann gæfi sér tima til rólegri ihugunar. Gunnar Ingvarsson V er mikill og góður glimumaður, en hann verður að gefa sér tima til meiri glimuæfingar en hann hefur augsýnilega gertef hann á að geta náð sinum bezta árangri. Kristján Andrésson V er léttur og snjall glimu- maður. Matthiasi Guðmunds- syni, KR hefur farið mikið fram siðan i vetur. Sig- tryggur Sigurðsson, fyrrver- andi glimukappi tslands tók þátt i þessari keppni, en hann er greinilega æfingarlitill, trú- lega vegna veikinda, sem hann hefur átt i i vetur. Pétur Yngvason V er sterkur vel og sækir djarflega. Ólafur Sigur- geirsson KR kom fyrir Sig- trygg og glimdi tvær siðustu glimurnar. Sveinn Hannesson KR er glæsilegt glimumanns- efni, og er með þeim beztu, sem komiðhafa fram fyrir KR, en hann kom inn fyrir Matthias Guðmundsson þegar leið á keppnina. Nú er senn lokið þeim keppnum, sem til var stofnað á siðasta vetri, og verða þess vegna iþróttaunnendur að gera sér að góðu, þótt þessi forna iþrótt liggi niðri að mestu á sumrin, i félögunum, en oft eru sýndar glimur á Ár- bæjartúninu, og fer það nokkuð vel þar sem gamli timinn er og forn iþrótt iökuð. En að lokum birti ég hér vinninga eins og þeir féllu. Sveit KR Ómar Úlfarsson 5v Matthias Guðmundss. 3 1/2v. Sigtryggur Sigurðss. 2 1/2v. Jón Unndórsson 2 1/2v. Rögnvaldur Ólafss. Hjálmur Sigurðss. Kristján Andrésson Pétur Yngvason 2 v. 1 v. 1/2 v. 2v Sveit Vikverja: Sigurður Jónsson Gunnar Ingvarsson 3 1/2 v. 2l/2v. Hjálmur Sigurðsson, glimir alltaf mjög skemmtilega og drengilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.