Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.06.1972, Blaðsíða 20
McGovern er nú langsigur- stranglegastur NTB-Los Angeles. George McGovern sigr- aöi í gær i forkosningum í Kaliforniu og er þar með kominn langt fram fyrir keppinauta sina um út- nefningu til forsetaefnis, en útnefningin fer fram á landsþingi demókrata í Miami eftir mánuö. Þá sigr aöi McGovern einnig i for- kosningum i New Jersey, New Mexico og S-Dakota í gær og þar meö hefur hann tryggt sér stuðning 926 kjörmanna, en þarf 1509 til aó veröa útnefndur. Sigur McGoverns yfir nánasta keppinauti sinum, Humphrey, varft þó mun minni en búist hafði verið við. Skoðanakannanir höfðu sýnt 20% yfirburði, sem reyndust þó aðeins 8%. Sljórnmálasérfræðingar efast um, að sigurinn i Kaliforniu sé nægilega sterkur til að tryggja út- nefningu. t baráttunni höfðaði McGovern sérstaklega til atvinnulausra svertingja og mið- stéttarfólks, sem kvartar undan of háum sköttum. Eins og áður var þó andstaðan við striðið i Vietnam aðalmál McGoverns. Wallace, sem liggur á sjúkra- húsinu enn, tekk fleiri atkvæði en nokkur átti von á i New Mexieo. Ilann varð næstur á eftir McGovern. Humphrey varð hins Flugslysið á Grænlandi: vegar annar i New Mexico, eri i Dakota var McGovern einn i kjöri. Úrslitin i Kaliforniu eru mikið reiðarslag lyrir Humphrey, sem allt frá 1900 hefur barizt fyrir að verða úlnefndur forsetaefni. Hann lét þó ekki á neinu bera og sagðist ætla að sigra á lands- þinginu. Tæplega nokkur á lífi í námunni: Nýjar sprengingar fylítu göngin gasi NTB-Salisbury. líjörgunarsvcitir komu i gær fyrir fjórum risastórum viftum við innganginn að Wankic-námunni i Itódcsiu, i þvi skyni að dæla fcrsku lofti niður i göngin, þar scm yfir 100 námuvcrkamcnn cru inni- lokaðir cftir sprcngingu á þriðjudagsm orgun. Atta menn, sem lifðu sprenginguna af, hafa verið fluttir á sjúkrahús, en björg- unarmenn töldu nánast útilok- að i gærkvöldi, að fleiri fynd- ust á lifi. Hætta varð björgun- arstarfinu i inargar klukku- stundir i gærdag, þegar tvær nýjar sprengingar urðu, sem fylltu námagöngin eitruðu metangasi. Hægt var að hefjast handa að nýju, þegar viftunum hafði verið komið fyrir. Stjórn námunnar, sem si- fellt hefur verið að breyta tölu þeirra, sem niðri i námunni eru, upplýsti i gærkvöldi, að alls væri 417 manna saknað. Af þeim eru 381 svertingi en 36 eru hvitir. Björgunarsveitir hafa til þessa fundið þrjú lik. Þeir, sem þátt taka i björg- unarstarfinu, hafa fengið fyrirmæli um að svara ekki spurningum blaðamanna, en s-afriskur námusérfræðingur, sem kom i gær fljúgandi um leið og vifturnar, leit aðeins niður i gasfyllt göngin og mælti siðan: — Þarna niðri er enginn maður á lifi. Fulltrúar námueigendanna vilja þó ekki enn senda út til- kynningu um, að mennirnir séu taldir af. Eiginkonur og ættingjar námuverkamann- anna sátu enn i gærkvöldi við námuopið og grétu. Flestir virtust hafa gefið upp alla von um að sjá ástvini sina lifandi. ---------------------------> Fimmtudagur 8. júni 1972. Eldur í laxeldisstöð ÞB-Reykjavik Eldur varð laus i laxeldisstöð að öxnalæk i ölfusi i gærmorgun. ögmundur Jónsson bóndi i Vorsa- bæ, næsta bæ við öxnalæk, gerði slökkviliðinu i Hveragerði viðvart um eldinn kl. 9.45 um morguninn. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn, var eldur i stafni og þekju timburhúss, sem reist hef- ur verið yfir kerin, sem laxaseið- in eru alin i. Auðvelt var að kom- ast að eldinum og ráða niðurlög- um hans, og skemmdir á húsinu virðast vera óverulegar. Enginn býr á öxnalæk, en Snorri Hallgrimsson læknir og fleiri einstaklingar reka stöðina, sem stendur við læk, er rennur út i Varmá. Stöðugt rennsli er um kerin, og þvi er ósennilegt að seiðin hafi sakað. Sennilega kviknaði i út frá raf- magni. Laugardags- vaktin eyði- leggur kynlífið NTB-Luton. Yfir 200 verkamenn i bifreiða- verksmiðjum Vauxhall i Luton i Bretlandi hóta nú að hætta að vinna vaktina siha aðfararnótt laugardagsins. Ástæðan er sú, að þeir segja þessa vakt eyðileggja kynlif sitt gjörsamlega. Talsmaður verkamannanna segir, að með þessu sé ekki bein- linis átt við, að verkamennirnir vilji meira kynlif, en mál þetta muni vega þungt þegar næst verði samið um laun og vinnuskilyrði. Coloradobjalla í Svíþjóð og Danmörku Herinn frétti ekkert ÓV-Reykjavfk Timinn hafði i gær samband við Klein flotaforingja hjá varnar- liðinu á Keflavikurflugvelli og leitaði upplýsinga um flugslysið á Grænlandi, sem sagt var frá i blaðinu i gær. Flotaforinginn sagðist fyrst hafa frétt af þessu slysi i frétt blaðsins.DAY 2 heyrði undir Grænlandsdeild bandariska flughersins, og þvi hefðu þeim engar fréttir borizt af slysinu. — Hefði verið þörf á björgunar- sveit, hefðum við verið sendir á vettvang, en mér skilst á frétt ykkar, að slysið hafi ekki verið svo alvarlegt, að þörf hafi verið fyrir slikt. Þvi hef ég ekkert um þetta mál að segja. Eins og tfminn skýrði frá i gær, mun slys þetta hafa orðið i aðflugi Hercules C-130 herflutninga- vélarinnar við DAY 2-rannsókn- arstöðina á miöjum Grænlands- jökli og fórst i slysi þessu einn maður, danskur veðurathugunar- maður. NTB-Jóhanncsarborg. Lögrcglumenn, citthvað á ann- að hundrað talsins, vopnaðir gúmmikylfum og með hunda nieðfcröis, réðust i gær að hópi stúdenta, sein voru að mótmæla úti fyrir háskólanum. Siðast lið- inn þriðjudag bannaði stjórnin allar mótmælaaðgerðir i cinn mánuð. Lögreglumennirnir létu kylfur- nar dynja á stúdentunum og köst- uðu mörgum niður tröppur skól- ans. NTB-Malmöog Khöfn. Vart hefur orðið við mik- ið af Coloradobjöllu i suð- urhluta Sviþjóðar og Dan- mörku. Menn sáu skaðvald þennan fyrst á þriðjudag- inn og í gær voru hafnar viðtækar ráðstafanir til að gera bjölluna skaðlausa. Coloradobjallan er um senti- metri að lengd, og er gul- og svartröndótt á bakinu. Einkum veldur hún skaða á kartöflum og þar timgast hún mjög ört. 1 hitabylgju þeirri, sem verið hefur i Evrópu siðustu dagana, hafa sézt mikil ský af Colorado- bjöllunni i suðurálfunni og austan til, einkum yfir Póllandi. Liklega hefur bjallan borist til Norður- landanna með vindinum. Hún getur lika borist með vatni langan veg. Mexicalidalurinn fagri er að visna upp af mengun Ferðafólkið hverfur og milljónir tapast SB-Rcykjavik, NTB. Grænar grundir Mexicali- dalsins i Norð-vcstur Mcxico cru nú að þorna upp vegna mengunar. Þcssi dalur, sem citt sinn var fagur og frjósam- ur, visnar nú upp vegna citursins i Colorado-fljótinu, scm rcnnur gcgn um hann frá Bandarikjunum og fellur i Kaliforniuflóa. 1 borginni Mexicali, þar sem búa um 400 þúsund manns, er afturkippur kominn i alla hluti. Jafnframt þvi sem hvitu blettirnir á jörðinni stækka, eykst barátta ibúanna og stjórnar Mexico, i þá átt að leysa vandann. Mál þetta er eitt af ágreiningsmálunum i sambúð Mexico og Bandarikj- anna. Orsök mengunarinnar eru hinar miklu framkvæmdir i S- Kaliforniu og Arizona, þar sem reynt er aö gera eyði- mörkina að frjósömu landi. Bændur ausa þar salti i sand- inn og það skolast siðan burtu og endar i Mexicali dalnum. Afleiðingarnar hafa m.a. orðið þær, að sifellt minnkar nýtan- legt ræktunarland i dalnum og uppskera bómullar, hveitis og alfalfagrass fer mjög minnk- andi ár frá ári. Bændurnir hafa tapað milljónum og eiga erfitt með að fá lán vegna litillar uppskeru og þvi er farið að bera á mikilli fátækt fólks. Gullöldin iiðin. Fjárhagsvandræði Banda- rikjamanna hafa orðið til þess, að ferðamannastraum- urinn hefur minnkað mjög i Mexicali. 1 borginni má nú sjá stór spjöld, sem auglýsa útsöl- ur. Staflar af skyrtum og kjól- um frá Hong Kong, Formósu og S-Kóreu (Mexicali er toll- frjálst svæði) hlaðast upp, þó varan sé þarna helmingi ódýrari en i Mexikóborg. Næturklúbbar og barir, sem áður voru þéttsetnir ferða- mönnum, eru nú nær tómir og dansmeyjarnar, sem þar skemmta, eru heldur feitari en áður og mega muna fifil sinn fegri. Frekarvatn en peninga. Echverria forseti Mexico tók sér nýlega ferð á hendur norður i Mexicalidal til að sjá með eigin augum, hvernig ástandið væri þar. — Hreint vatn er eins og er mikilvægara fyrir ykkur en land og pen- ingar sagði hann við bændurna, sem krefjast þess, að bandariska stjórnin greiði þeim skaðabætur. Forsetinn hefur til að byrja með leyft að rúmum milljarði (isl. króna) verði veitt til að bora 100 nýja brunna i þvi skyni að fá hreint vatn. Ótal verkfræðingar og tæknifræð- ingar i þjónustu hins opinbera segja hins vegar, að á skuli að ósi stemma og þvi sé þetta mál Bandarikjanna. Þeir stinga upp á þvi, að Mexikó krefjist þess, að graf- inn verði skurður, sem leiði saltmengað vatnið burtu, áður en það kemst i Colorado-ána, annaðhvort þá út i flóann eða i Salton-vatn. Kostnaðurinn við það ætti ekki að verða nema helmingurinn af kostnaðinum við að bora brunnana. Echverria forseti fer til Bandarikjanna i opinbera heimsókn 15. júni og er þess vænzt, að hann muni ræða þetta vandamál við banda- risku stjórnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.