Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. júni 1972. TÍMINN Vörusala KEA nam 2.2 milliörðum á s.l. ári Fastráðnir starfsmenn voru 570 um áramótin Fulltrúar á aöalfundi Kaupfélags Eyfiröinga Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri flytur skýrslu sfna á aðalfundinum. Samvinna Alþýðu- sambandsins og Sunnu um orlof launþega Orlofsnefnd ASt skýröi ný- lega frá þvi á blaöamanna- fundi, að á næstunni veröi stofnuð orlofssamtök verka- lýösfélaganna, sem sjá munu um og skipuleggja orlof fyrir félaga i verkalýöshreyfing- unni bæöi utanlands og innan. Stofnfundur orlofssamtak- anna verður haldinn i þessum mánuöi, og veröur farið eftir fyrirmyndum frá Noröur- löndum, þar sem orlofs- samtök verkalýössamtak- anna hafa skipulagt orlof launþega um alllangt árabil, og mjög góö reynsla hefur fengizt af þvi starfi. Orlofs- nefnd ASt hefur i sambandi við þessar ráðstafanir gert samning viö feröaskrifstofuna SUNNU um skipulag á mjög ódýrum ferðum til Noröur- landa, Rinarlanda og Mall- orca, og veröa þessar feröir styrktar af ASt, og einnig er hugsanlegt aö einstök verka- Iýðsfélög greiöi þær niöur aö auki og geri þær enn ódýrari. Feröirnar munu aöeins kosta á milli 12 og 20 þúsund krónur, og innifaldar i þvi veröi eru m.a. feröir frá dvalarstöðum til kynningar og skemmtunar. Það má tvimælalaust telja þetta mjög merkt spor hjá ASt, og f rauninni má segja, aö veriö sé að fylgja eftir hug- myndum, sem núverandi for- seti ASt, Björn Jónsson, flutti i þingsályktunartillögu á Al- þingi fyrir fáum árum, um skipulagningu orlofsferöa launþega. A blaðamannafundinum meö orlofsnefnd ASt kom fram, aö framkvæmd eldri laga um orlof heföi ekki veriö sem skyldi, og mikiö hefði vantað á, aö verkafólk gæti notiö þess orlofs, sem þvi bar. Meö tilkomu hinna nýju or- lofslaga, sem rikisstjórnin beitti sér fyrir aö sett voru á siöasta Alþingi, hyggjast verkalýössamtökin gera áöur- nefndar ráöstafanir til aö auö- velda fólki aö njóta orlofs meö viðráöanlegum hætti, svo sama veröi ekki raunin sem fyrr. Með réttum tökum má lækka verðið Vonast forráöamenn Al- þýðusambandsins til aö meö þessum aðgerðum, þ.e. stofn- un orlofssamtakanna og skipulagningu orlofsferöanna og samvinnunni viö ferða- skrifstofuna SUNNU, veröi lagöur grundvöllur aö heilla- vænlegri þróun orlofsmálanna og tryggt i framkvæmd, eftir þvi sem unnt er, aö alþýða manna geti átt kost ódýrra og hagkvæmra orlofsferöa. Meö samvinnunni við SUNNU ætl- ar ASÍ þegar á þessu ári aö tryggja það, aö félagar i verkalýösfélögunum eigi for- gang aö ódýrustu og hag- kvæmustu orlofsferðum, sem á markaönum eru. Meö réttum tökum og réttri samvinnu er hægt aö tryggja launþegum ótrúlega ódýrar og góðar ferðir til sólarlanda og til frændþjóöanna á Norður- löndum. Til dæmis má nefna, aö meðlimir ASl komast meö SUNNU I vikuferö til Noröur- landa, sem ekki kostar þá meira en 11.900.- krónur meö flugferðum, ferðum milli flug- vallar og hótels, kynnisferðum frá dvalarstaö, gistingu á góöu hóteli, tveim máltiöum á dag og fararstjórn og fyrir- greiöslu. Til samanburöar má geta þess, aö venjulegur flug- farseðil! milli islands og Kaupmannahafnar, báöar leiðir, kostar nú kr. 21.400.-. Þarf ekki aö efa, aö launþegar i ASÍ munu nýta þessi kosta- kjör og vera forystumönnum sinum þakklátir fyrir þaö framtak aö koma þessu í kring. — TK Á aðalfundi Kaup- félags Eyfirðinga, sem haldinn var á Akureyri á mánudaginn, skýrði kaupfélagsstjórinn Valur Arnþórsson frá þvi, að heildar vörusala félagsins og fyrirtækja þess hefði aukizt um 22% frá þvi árinu áður, og nam 2.2 milljörðum króna. KEA fjárfesti fyrir tæplega 60 milljónir á s.l. ári og af- skriftir varasjóðstillaga og ágóði nam 61,7 milljónum króna. Brynjólfur Sveinsson iét af formannsstörfum og i stað hans hefur Hjörtur E. Þórarinsson verið kjörinn formaður stjórnar KEA. Rétt til fundarsetu höföu 197 fulltrúar frá 24 félagsdeildum, auk stjórnar félagsins, kaup- félagsstjóra, endurskoðenda, ýmissa gesta og allmargra starfs manna. 1 fundarbyrjun minntist for- maður félagsins þeirra félags- manna og starfsmanna, er látizt höfðu frá siðasta aðalfundi. Fundarstjóri var kjörinn Jakob Frimannsson fyrrv. kaupfélags- stjóri, en fundarritarar þeir Arni Bjarnarson bóksali og Jón- mundur Zophoniasson bóndi. Formaður félagsins Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Bar hún meö sér, að fjár- festingar félagsins á árinu höfðu Þrjú glæsileg íslandsmet í gærkvöldi Sleggjukastararnir fengu ekki að keppa f Laugardal! ÖE-Reykjavik. Þrjú Islandsmet voru sett á sið- ari keppnisdegi Júnimótsins i gærkvöldi. Ragnhildur Pálsdótt- ir, UMSK hljóp 1500 m. á 4:57,7 min. sem er tæpum 20 sek. betra en gamla metið, sem hún átti sjálf. Boðhlaupssveit UMSK setti íslandsmet i 4x400 m boðhlaupi kvenna, hljóp á 4:14,7 min. Gamla metið, sem UMSK átti einnig var 4:19,4 min. Þá setti Friðrik Þór Óskarsson, 1R, glæsi- legt isl. unglingamet i þristökki, stökk 14,89 m., sem er 25 sm. lengra en gamla metið, sem hann átti sjálfur. Erlendur Valdimarsson, 1R kastaði kringlu 55,45 m. Hann átti aðeins tvö gild köst og ógildu köstin voru mun lengri, það bezta um 60 metra. Bjarni Stefánsson, KR hljóp 400 m á 48,7 sek. Sigurö- ur Jónsson, HSK, 100 m á 11,0 sek. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 1500 m. á 4:05,5 min. Tveir siöastnefndu timarnir þeir langbeztu, sem Ágúst og Sigurður hafa náð. Þau undur og stórmerki gerð- ust á mótinu, að sleggju- kastararnir fengu ekki að keppa á Laugardalsvellinum og þeir neit- uðu þá að keppa eins og útilegu- menn á Melavelli. Keppni i þess- ari grein féll þvi niður, en meðal keppenda var Erlendur Valdi- marsson,einn okkar mesti afreks- maður. numið tæpum 60 milljónum króna i fasteignum, vélum og munum. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arnþórsson, las reikninga félagsins og gerði ýtarlega grein fyrir rekstri þess. Heildar vöru- sala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og erlendum vörum,, þegar með eru teknar út- flutningsvörur, verksmiðjufram- leiðsla og sala þjónustufyrirtækja jókst um 22% úr 1825 milljónum króna i 2225 milliónir króna. Fjármunamynaun félagsins, þ.e. afskriftir, varasjóðstillag og ágóði, nam alls á árinu kr. 61.765.000.00. Milljón í Menningarsjóð Aðalfundurinn samþykkti að út- hluta og leggja i stofnsjóð félags- manna 4% af ágóðaskyldri úttekt þeirra að viðbættri fóðurbætis út- tekt og 6% af úttekt þeirra i Stjörnu-Apóteki. 1 Menningarsjóð var samþykkt að leggja kr. 1.000.000- auk þess sem Menningarsjóður fær rekstraraf- gang Efnageröarinnar Flóru sem nam 156.000,- á siðastl. ári. Þá samþykkti fundurinn aö veita Ungmennasambandi Eyjafjarðar kr. 250.000,- i tilefni 50 ára af- mælis þess i þakkar- og virðingarskyni fyrir vel unnin störf. Formaður félagsins, Brynjólfur Sveinsson, sem átti að ganga úr stjórn baðst undan endur- kosningu. 1 stjórn félagsins til þriggja ára voru kosnirHjörtur E. Þórarinsson bóndi, Tjörn og Sigurður Óli Brynjólfsson kennari, Akureyri. Tveir vara- menn i stjórn til þriggja ára voru kosnir Jón Hjálmarsson bóndi, Villingadal og Gisli Konráðsson framkv. stj. Akureyri. Endur- skoðendur voru kosnir Armann Helgason kennari, Akureyri, og Guðmundur Eiðsson, bóndi, Þúfnavöllum. Vara- endurskoðandi var kosinn Ár- mann Dalmannsson, fyrrv. skóg- arvörður, Akureyri. 1 stjórn Menningarsjóðs var kosinn Arni Kristjánsson, amtsbókavörður og varamenn i stjórn sjóðsins voru kosin Hólmfriður Jo'nsdóttir, menntaskólakennari og Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi. Fráfarandi formaöur Brynjólfur Sveinsson þakkaði langt og ánægjulegt samstarf viö kaupfélagsstjóra, þá Jakob Fri- mannsson og Val Arnþórsson, og óskaði þeim, félagsmönnum öllum svo og félaginu I heild vel- farnaðar i framtiöinni. Fundarstjóri Jakob Frimanns- son fyrrv. kaupfélagsstjóri, þakkaði Brynjólfi ómetanlegt starf i þágu félagsins. Brynjólfur Sveinsson hefir átt sæti i stjórn siðan 1951 og verið formaður félagsins siðan 1958. Landhelgisgæzlan taldi erlend veiðiskip hér við land 31. mai s.l., og reyndust þau vera 129. Eru þetta allt togarar, nema að einn norskur iinuveiöari lagði linuna suður af Vestmannaeyjum. 64 brezkir togarar voru allir á sömu slóðum noröur af Horni. Þar voru einnig nokkrir vestur- þýzkir togarar og 1 færeyskur. Alls voru 24 vestur-þýzkir togarar við landið, þar af niu við suðaust- ur-ströndina, og voru það einu erlendu togararnir, sem voru annars staðar en norðan af Vest- fjörðum og vestur af Breiðafirði, en þar voru fjölmargir að toga þegar talið var. Einn togari var suðvestur af landinu. Taldir voru 11 austur-þýzkir togarar út af Breiðafiröi, 8 pólskir, 1 rússnesk- ur og 3 vestur-þýzkir. A þeim slóðum voru taldir 19 togarar, Að siöustu voru kjörnir fimmtán fulltrúar á aðalfundi Sambands isl. samvinnufélaga. Útibú á Siglufirði Samþykkt var á fundinum eftir óskum frá samvinnufólki á Siglu- firði, að opna þar á staðnum verzlunarútibú frá félaginu með það fyrir augum, að stofnuð yrði deild úr Kaupfélagi Eyfirðinga á Siglufirði eftir 2 ár. Fastráðnir starfsmenn i árslok 1971 voru 570 en launagreiðslur námu alls, kr. 230.738.000.00 Að fundi loknum kom stjórnin saman og skipti meö sér verkum. Formaður var kosinn Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi, Tjörn, en varaformaöur Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari Akureyri. sem ekki var gott að auðkenna, vegna þess að þeir sáust illa fyrir þoku en voru taldir vera pólskir eða austur-þýzkir. Arnesingamót að Flúðum Árnesingafélagið i Reykjavik heldur sitt árlega Jónsmessumót laugardaginn 24. júni að Flúðum i Hrunamannahreppi, og er mótið haldið i samvinnu við félagssam- tök þar i sveit. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19,00, ogkl. 21,30 Fyrir dansi leikur hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar. Heiðursgestir mótsins verða Ingimar Jóhannesson fyrrum skólastjóri á Flúðum og Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson i Hruna og kona hans. lr UL s Erlendir laxveiði- menn fleiri en nokkru sinni Ljóst er, að erlendu veiði- mennirnir, sem koma til stangaveiði i laxveiðiám okk- ar i sumar, verða fleiri en nokkru sinni fyrr, enda eiga þeir hægara um vik að komast að ánum hér en var fyrir nokkrum árum, þegar Islenzk- ir stangaveiðimenn voru harð- ir á þvi að vera einir um bit- ann. Veiði erlendra manna I laxveiðiám hér hefur lengi verið deilucfni áhugamanna um laxveiði. Þróunin er sii, eins og öllum áhugamönnum er kunnugt, að stöðugt verða menn frjálslyndari gagnvart hinum erlendu veiðimönnum, enda veiðileyfin orðin nokkuð dýr fyrir margan islenzkan laxveiðimanninn. Gott dæmi um þessa þróun er sú ákvörð- un stærstu samtaka islenzkra laxveiðimanna, Stangaveiði- félags Reykjavikur, að selja útlendingum veiðileyfi i „drottningu Islenzkra lax- veiðiáa” Norðurá. Eftirspurn Islenzkra stangaveiðimanna liklega svipuð Reikna má með, að eftir- spurn islenzkra veiðimanna eftir veiðileyfum I laxveiðiám okkar verði svipuð og I fyrra, þrátt fyrir aukningu erlendra veiðimanna. Hins vegar er erfitt að vera með fullyrðingar um það fyrr en um miðjan þennan mánuð, þegar sumar- fri byrja fyrir alvöru, og að sjálfsögðu veiðitiminn. -EB 128 erlend veiðiskip á íslandsmiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.