Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 9. júni 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson KVENFÓLKIÐ „ÁTTI" DAG JÚNÍMÓTS FRÍ! Arndis Björnsdóttir, UMSK sendir spjótiö 39,60 - met! ÖE-Reykjavik Fyrri dagur Júnímóts FRl á Laugardalsvellinum I fyrrakvöld heppnaöist ágætlega enda veöur hiö bezta nærri logn en frekar kait. Fyrirhugaö einvigi Guömundur Hermannssonar og Hreins Halldórssonar, varö ekki eins spennandi og margir héldu, til þess voru yfirburöir Guömundar of miklir. Hann varpaöi 17,62 metra i fyrstu tilraun, en þaö varð hans bezti árangur i keppninni og sigurkast. Hreinn varpaöi 16,8 metra i fyrstu um- ferö, sem einnig var hans bezta afrek I keppninni. Arangur Guð- mundar 17,62 m er bezta kúlu- varpsafrek sumarsins. briðji I keppninni varð Erlendur Valdi- marsson með 16,35 og f jórði Páll Dagbjartsson HSÞ með 14,27 m. Guöni Halldórsson HSÞ kastaöi 12,66 Keppni kvenfólksins vakti mesta athygli I fyrrakvöld, en alls voru sett þrjú Islandsmet. Fyrsta metiö setti Arndis Björnsdóttir, UMSK. en hús kastaöi spjóti 39.60 m og bætti eigið met um 94 sm. Arndis var örugg og átti tvö köst yfir 39 metra og eitt 38,60 m. önnur varð Olöf E. ólafsdóttir, A 27,90 m. og þriöja Lilja Guö- mundsdóttir, 1R 25,62 m. Ragnhildur Pálsdóttir UMSK stórbætti metið I 800 m hlaupi, hljóp á 2:22,0 min, sem er 5 sek. betra en met Ingunnar Einars- dóttur, IBA, frá i fyrra, en það met setti hún i Finnlandi. Ragn- hildi vantar aöeins meiri keppni, til.aö hlaupa á mun betri tima 2.20. 0 mln. önnur i hlaupinu varð Lilja Guömundsdóttir, IR, á slnum langbezta tima, 2:30,4 min. þriöja varö Björg Kristjánsdóttir, UMSK, 2:32,2 mln, fjóröa Anna Haraldsdóttir, 1R, 2:40,0 og fimmta Björk Eirfksdóttir, IR 2:43,7 min. Þriðja og jafnframt bezta met kvöldsins setti Lára Sveinsdóttir, A, sem stökk glæsilega yfir 1,62 m og átti góöar tilraunir viö OL-lágmarkið, 1,66 m. Lára átti I nokkrum erfiöleikum viö 1,59 m. en fór aö lokum hátt yfir, siðan yfir 1,60 og 1,62 eins og áöur sagöi. Greinilegt er, að Lára á góöa möguleika á aö stökkva yfir OL- lágmarkiö 1,66 m> Kristin Björnsdóttir, UMSK stökk einnig ágætlega, fór vel yfir 1,55 og átti góöar tilraunir viö 1,59. Þriðja varö Sigrún Sveins- dóttir, A, 1,45 m og fjóröa Asa LIÐIN í 2. DEILD MUNU EKKI SÆKJA MÖRG STIG I GREIPAR AKUREYRINGA Lið þeirra sýndi stórgóðan leik í fyrrakvöld, er það sigraði Islandsmeistara Keflavíkur 4:3 Ef marka má leik Akureyringa gegn Keflvikingum I fyrrakvöld, ætti þeim ekki aö veröa skotaskuld aö vinna sæti i 1. deild á nýjan leik i ár. Þaö er ekki á hverjum degi, sem 2. deildar liöi tekst að sigra tsiands- meistarana, en þaö geröu Akureyringar i einhverjum skemnitilegasta leik, sem sézt hefur á Akureyri lengi. Mörkin I leiknum urðu 7 talsins — svo aö ckki þurftu áhorfendur á Akureyri aö kvarta — en fjórum sinn- um tókst norðanmönnum aö skora gegn þremur mörkum Keflavikur. Og Kári Arnason, stjarna leiksins, skoraöi sigurmark Akureyrar aö- eins tveimur minútum fyrir leikslok, og var þetta þriðja mark hans I leiknum. Sigur Akureyringa var engin tilviljun. Það er langt siöan aö maöur hefur séð lið þeirra eins gott. Baráttuviljinn var fyrir hendi allar 90 minútur leiksins. Og það, sem meira er um vert, er það, aö liðið hefur gefiö „dúkku- Kári Arnason skoraöi „þrennu” leikinn” upp á bátinn og er farið aö leika af meiri hörku en áöur hefur sézt til þess, án þess þó, aö leika of gróflega. Greinileg áhrif frá nýja þjálfaranum, Jóhannesi Atlasyni, sem gerir sér fulla grein fyrir þvi, aö sigur I 2. deild vinnst ekki ööru visi. Leikur Akureyr. og Keflav. á miöívikudagskv. var árlegur minningarleikur um Jakob Jakobsson, sem lézt I bilslysi I Þýzkalandi, en Jakob var einn snjallasti leikmaöur Akureyringa á sinum tima, prúöur drengur sem mikil eftirsjá var I. Tekjur af minningarleikjunum renna i sér- stakan minningarsjóö, sem styrkir akureyrskt iþróttafólk, og er vel á þvi. Eins og fyrr segir, var Kári Arnason stjarna leiksins. Hann skoraöi þrjú af mörkum Akureyr- ar. Steinar Jóhannsson, marka- kóngur Keflvikinga, skoraöi fyrsta mark leiksins á 8. minútu meö föstu skoti af löngu færi. En 10 minútum siðar jafnaöi Sigur- björn Gunnarsson fyrir Akureyri. Markiö kom upp úr innkasti, sem Jóhannes Atlason framkvæmdi. Hin löngu köst hans inn aö marki skapa alltaf hættu. Og annaö mark Akureyrar, sem Kári skor- aöi á 38. minútu, kom einnig upp úr innkasti frá Jóhannesi. Staöan i hálfleik var 2:1 norðanmönnum I vil, en heföi eins getaö verið 3:1 eöa 4:1, þvi aö mörg hættuleg tækifæri sköpuö- ust viö Keflavikurmarkiö. I siðari hálfleik jók Kári forskot Akureyrar meö þvi aö skora 3:1 á 11. minútu. Var allt útlit fyrir öruggan sigur Akureyringa. En liö tslandsmeistaranna var ekki á þeim buxunum aö sleppa Akur- eyringum ódýrt frá leiknum. Grétar Magnússon skoraöi annað mark Keflavikur á 31. minútu — og aðeins 4 minútum siöar jafnaöi Ölafur Júliusson beint úr horn- spyrnu, 3:3. En Kári Arnason sagði siöasta orðiö I þessum leik og skoraði sigurmark Akureyrar tveimur minútum fyrir leikslok. 1 heild var þessi leikur mjög skemmtilegur á aö horfa — og talsverð barátta, þrátt fyrir, aö leikurinn heföi enga þýðingu sem slikur. Keflavlkur-liöiö saknaöi Guðna Kjartanssonar og munaöi um hann i vörninni, enda þótt Einar Gunnarsson léki mjög vel. Grétar Magnpsson og Höröur Ragnarsson áttu ágætan leik og sömuleiöis Steinar og Jón Ólafur i framlinunni. Jón Ólafur er senni- lega fljótasti framherji Isl. knatt- spyrnu i dag. Akureyrar-liðiö kom mér skemmtiiega á óvart. Og meö sama áframhaldi ætti það að vinna 2. deildina auöveldlega. En aö vinna 2. deildina kostar mikla vinnu. Akureyrar-liöið er I svip- aðri aöstööu og Fram 1966, þegar liðiö lék i 2. deild og var greini- lega þaö lið deildarinnar, sem lék bezta knattspyrnu. En þegar leik- ið er viö misjafnar aöstæöur, get- ur allt gerzt. Þaö ættu Akureyr- ingar aö hafa i huga. Af einstök- um ieikmönnum liösins voru Kári, Þormóöur, Sigurbjörn, Magnús Jónatansson og Gunnar Austfjörö beztir. Dómari I leiknum var Bjarni Bjarnason frá Akureyri og dæmdi ágætlega. —afl. FYRRI - Þrjú Islandsmet, góður árangur og skemmtileg keppni í mörgum greinum Halidórsdóttir, A, 1,40 m. Maria Guöjóhnsen, 1R og Asta Urbancic, A stukku 1,30 m. (Jrslit i öörum greinum: 800 m. hlaup karia: (A-riöill). Agúst Asgeirsson, 1R, 1:56,5min. Böövar Sigurjónsson, UMSK, l:58,8min. Július Sigurjónsson, UMSK,2:00,2 min. Einar Óskarsson, UMSK, 2:00,8 min. Sigfús Jónsson, 1R 2:00,9 mln. Bjarki Bjarnason, UMSK, 2:05,3 min. Þetta var reglulega skemmti- legt hlaup, Agúst Asgeirsson, 1R tók forystu I upphafi og fór mjög geyst. Millitimi viö 200 m var 26 sek. og eftir fyrri hring var timinn á fyrsta manni, Agúst Ásgeirssyni, 56 sek. Agúst hélt forystu i hlaupinu til ioka, en Böövar Sigurjónsson hljóp mjög vel og var skammt undan. Július hélt þriöja sæti, en Einar fór fram úr Sigfúsi á lokasprettinum. Allir hlaupararnir náöu. sinum bezta tima, nema Jóhann Garðarsson, sem varö sjöundi. 800 m. B-riöill: Ragnar Sigurjónsson, UMSK 2:12,0min Steinþór Jóhannsson, UMSK, 2:12,7min Kristján Magnússon, A, 2:15,4 min Siguröur Sigmundsson, IR 2:16,3 min 200 m. hlaup: Bjarni Stefánsson, KR 21,9 sek Vilm. Vilhjálmsson, KR 22,9 sek. Sigurður Jónsson,HSK, 23,1 sek. Gunnar P. Jóakimsson, IR 25,7 sek. Hagstætt var að hlaupa, en timarnir eru góðir. Bjarni náöi bezt þessum tima hér heima I fyrrasumar. Þaö er aö visu langt I Islandsmet Hauks og Hilmars, 21,3, en hann hefur möguleika á að bæta það seinna i sumar. Spjótkast: Asbjörn Sveinsson, UMSK, 58,34, m Elias Sveinsson, 1R 58,06 Stefán Jóhannsson, A 55,94 Sigmundur Hermundsson, UMSK, 54,10 Valbjörn Þorláksson, Á, 50,98. Spjótkastið var nokkuö gott á okkar mælikvaröa. Ásbjörn er i framför og þetta er hans bezti árangur. Vonandi koma 60 m á næsta móti. Elías veitti Asbirni haröa keppni og átti ógilt kast um 60 metra. Hástökk: Ellas Sveinsson, IR 1,95 mHafsteinn Jóhanness. UMSK, 1,90 m Karl West Fredriksen, UMSK 1,85 m Sigurður Ingólfsson, A, 1,80 m Keppnin var jöfn, og Elias náöi bezta árangri ársins, hann átti samt frekar slakar tilraunir við 2 metraað þessusinni.Þaösem er ánægjulegast við hástökkiö er aukin breidd. Nú hefur verið gengiö frá Rub-Kor atrennu- brautinni, og hún reyndist svo sannarlega vel. Langstökk: Guöm. Jónsson, HSK 6,92m Friðrik Þór óskarsson, IR 6,91 ÓlafurGuðmundsson, KR, 6,66 m Stefán Hallgrimsson, KR 6,40 m Valbj. Þorláksson, A, 6,32 m Valmundur Gislason, HSK 6,23 m Spennandi keppni og jafnbetri árangur en oft áöur, einkenndi Ragnhildur Pálsdóttir setur tslandsmet á hverju móti. þessa annars slöku v grein okkar. Allt bendir sam tií þess að viö munum eignast tvo til þrjá 7 metra-menn i sumar. öll stökk beztu mannanna voru stokkin I löglegum meðvindi. 400 m grindahlaup: Borgþór Magnússon, KR 57,8 sek. Kristján Magnússon, Á, 64,8 sek. Borgþór haföi yfirburði eins og timarnir sýna, en hann virðist ekki hafa fullt úthald i greinina enn. 5000 m hlaup: Jón H. Sigurösson, HSK, 15,53,8 min. Helgi Ingvarsson, HSK, 18,10,4 min. Leif Osterby, HSK, 18,20,0 Magnús Haraldsson IR 20,01,0 Siguröur Haraldsson, IR, 20,01,2 min Frekar dauf grein, en Jón náði þokkalegum tima. Hann á nú aö geta hlaupið á betri tima en 15 min. i sumar. 200 m hlaup kvenna: Lára Sveinsdóttir, Á 26,5 sek. Sigrún Sveinsdóttir, A 27,ösek. Anna Kristjánsdóttir, KR, 27,9 sek. Asta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 28,8 sek. Asa Halldórsdóttir, Á 29,0 Guðbj. Sigurðardóttir, 1R29,7 sek. Þetta var barátta milli systranna, Láru og Sigrúnar, og sú fyrrnefnda vann. Metið stóöst átökin, en litlu munaði, þaö er 26,3 sek. Anna og hin kornunga Asa hlupu vel og eru líklegar til frekari afreka. Kúluvarp kvenna: Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK, 10,37 m Margrét Eiriksdóttir, UMSK, 9,12 m Þuriöur Jónsdóttir, HSK 8,87 m Ólöf E. ólafsdóttir, A 7,42 m Arndis Björnsdóttir, UMSK 8,85 m Frekar slakur árangur nema hjá Gunnþórunni, sem er I fram- för. 100 m grindahlaup kvenna: Kristin Björnsdóttir, UMSK, 17,3 sek. Bjarney Arnadóttir, IR, 20,5 sek. Lára Sveinsdóttir A, rak sig i grind i hlaupinu og hætti, en timi Kristinar er sæmilegur. 4 x 100 boðhlaup karla: SveitKR 44,7 sek. Svein ÍR, 49,3 sek 4 x 100 m boöhlaup kvenna: SveitArmanns 52,8 sek. B-sveit 1R, 60,1 sek. A^sveit IR gerði hlaup sitt ógilt. Timarnir i boðhlaupunum eru sæmilegir hjá sigursveitunum. Þátttakan er furðulega léleg, en boðhlaupskeppni er ein af skemmtilegustu greinum frjálsi- þrótta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.