Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ☆☆☆ AAagnús Torfi um lífsvistarstríðið: „HRÓPLEGT DÆMI UM BRJÁLÆÐISLEGA TÆKNIBEITINGU" Fonnaöur islenzku sendinefndarinnar, Magnús Torfi ólafsson menntamáiaráðherra, vék aö lífvistarstriöinu f ræöu þeirri, sem hann flutti á aiisherjarþingi náttúruverndarráðstefnunnar seinni partinn i gær. Honum fórust svo orö, og er þetta þýöing hans sjáifs á kafia úr ræðunni: „Leitt er til þess að vita, að nokkur riki, sem getað hefði lagt verulega af mörkum til meðferðar mála hér, hafa valið þann kostaðsækja ekki ráðstefnuna af pólitiskum ástæðum, sem ekki standa i beinu samhengi við fundarefnið. Hér fjöllum við, herra forseti, um umhverfi mannkyns sem heild. Viö höfum komið saman til að staðfesta af hálfu samfélags þjóöanna þá vitneskju og sameiginlegu niðurstöðu, að maðurinn er þegn i náttúrunnar riki og stofnar sjálfum sér i bráöan háska, ef hann virðir að vett- ugi margslungið samhengi milli sjálfs sin og annarra þátta gagnverkandi kerfis, sem þróazt hefur á hnetti okkar um aldir. Fyrir mitt leyti sé ég þess engan kost að ávarpa þessa virðulegu samkomu, án þess að vikja að þvi hróplega dæmi um brjálæðis- lega tæknibeitingu, sem átt hefur sér stað hinum megin á hnettinum siðastliðin ár og er svo fordæmalaus, að búa hefur oröið til nýyrði — lifvistarstrið — til að gefa fyrirbærinu nafn. Þessi langdregni harmleikur hefur ofboðið svo samvizku margra, einkum fólks af yngri kynslóöinni, að viðbjóöurinn, sem hann veldur, á ekki lftinn þátt I áberandi firringu frá skipulags- bundnu mannlegu samfélagi, sem er áhyggjuvert einkenni vorra tima”. Auk þess ræddi Magnús nauðsyn aukinnar aöstoðar við þróunarlöndin. Meginhluti ræðu hans fjallaði þó um sérstöðu Is lands vegna hnattstöðu, og það hversu háðir við erum hafinu og þvi sem það gefur okkur. Frá fréttamanni Timans i Stokkhólmi. Stokkhólmur skartar sinu fcgursta þessa ráöstefnudaga, — sól og bliða. Ailt hefur fariö vel fram, enda forráðamenn viö öllu búnir. Auk fastaliðs Stokkhólmslögreglu hefur um þaö bil 1500 lögreglumönnum utan af landi veriö stefnt til Stokkhólms. Strangur vöröur er haldinn um þátttakendur. Samkomusala, gistihúsa og sendiráöa gæta vopnaðir varömenn. Einn slikur stend- ur vörö viö hús þaö, þar sem islenzka sendiráöiö er. Aö- spurður sagðist hann samt ööru fremur eiga aö gæta sendiráös Libanons, sem er i sömu byggingu. Aætlað er að varðhaldiö og annar öryggisviðbúnaður kosti Svia um 8 milljónir sænskra króna — eöa um 140 Isl. milljónir. Þetta kann að virðast mikið, en þá ber þess að gæta, að hér er saman komið margt stórmenni, sem rugluðum hermdarverka- mönnum þætti ef til vill fengur i að koma fyrir kattarnef, en það væri að sjálfsögðu mjög slysalegt, ef svo illa vildi til Allar nætur aka sérstakar hreingerningasveitir um borgina og afmá eða mála yfir slagorð og annað af þvi tagi á gangstéttum og húsveggjum. 1400 blaðamenn Mjög eru skiptar skoðanir um ágæti þessarar ráðstefnu, sem er hin mesta, er nokkru sinni hefur verið haldin. Hundrað og þrettán lönd taka þátt i henni, fulltrúatalan er 1284. Mjög er misjöfn stærð sendisveitanna, frá einum manni.sem Costa Rica sendir, upp i marga tugi. Um 1400 blaöamenn, hvaðanæva að úr heiminum, eru saman komnir i Stokkhólmi með útvarps- og sjónvarpsmönnum. Þeir eru margir, sem telja, að svo muni fara, að allar ályktanir verði svo vægt orðaðar, að enginn aðili telji sig þurfa að hlita þeim. Þá finnst mörgum, að hin raun- verulegu vandamál séu sniö- gengin. Einn fulltrúi Indlands lét m.a. svo ummælt i gær að enginn áhugi væri á þvi að leysa vandamál þróunarland- anna, og svo virtist sem form- satriði væru mikilvægari en innihaldið i tillögunum. Þvi er ekki heldur að leyna, að þróunarlöndin óttast mjög, að þau verði knúin til að vernda umhverfi sitt þannig, að dragi úr framförum. Kan- ada hefur mælt með þvi, aö stutt veröi við bakið á þróunarlöndunum i þessu efni, og meirihluti fulltrúa var þvi hlynntur. Bandarikin og Bret- land voru þessu þó andvig. Miklar umræður hafa orðið um hina sameiginlegu yfirlýs- ingu, sem ætlunin var að koma með. Kina þótti oröalagiö óhagstætt þróunarlöndunum, enda haföi mönnum ekki gef- izt timi til að kynna sér þaö efnislega. 1 gærkvöldi var það þó ofan á, aö komið yröi á fót sérstakri nefnd með fulltrúum Framhald á bls. 20. Spariskírteinin: SALAN HEFUR VERIÐ STÖÐUG OG JÖFN KJ-Reykjavik — Salan á spari- skirteinum ríkissjóðs hefur verið stöðug og jöfn, sagði Stefán Þórarinsson aðalfé- hirðir Seðlabankans i viðtali við Timann i dag. Af 300 milljónum er búið að senda út 180 milljónir til 120 söluaðila um allt land, en alls mun vera búið að selja um 155-160 milljónir i skir- teinunum. — Bankar, bankaútibú og verð- bréfasalar pöntuðu strax spari- skirteini aö upphæð 150 milljónir króna, og eru flestir farnir aö panta meira, sagði Stefán. Hann sagði að salan á skir- teinunum hefði dreifst meira um landið að þessu sinni, en áður þegar spariskirteini hafa verið boöin til sölu, hefur landsbyggðin veriö hálf afskipt af sölunni. Hafa þá fáiraðilar keypt skirteini fyrir stórar upphæðir, en að þessu sinni virðist sem salan ætli að dreifast meira, sem er taliö eðli- legra, þvi með þvi móti gefst fleirum kostur á að kaupa spari- skirteini á þeim tima, sem þeim hentar bezt. Skirteinin eru að verðmæti eitt þúsund, tiu þúsund og fimmtiu þúsund k r ó n u r . UNDIRBUA HRINGVEGINN FJÓRIR VINNUFL0KKAR — Okkur hér eystra þykir vel að veriö, ef hringveginum fyrirhug- aöa þokar þaö áleiðis, aö komið verði að hinum raunverulega Skeiðarársandi i haust, sagöi Sigurður Björnsson á Kviskerjum i simtali viö Timann. Vegamála- stjórnin hefur þó hugsaö sér aö gera betur: Aö þvi er stefnt, aö byrjað veröi aö ýta upp vegi á sjálfum sandinum I haust. Nú eru fjórir vinnuflokkar eystra, tveir vegavinnuflokkar og tveir brúarvinnuflokkar. Veriö er að brúa Geirlandsá og Fossála á Siðu, og búiö er að gera nýjan veg um Stjórnarsand. Er vegagerð æðimikil i sam- bandi við brúna á Geirlandsá. Austan við Brunná i Fljótshverfi er verið að ýta upp vegi, og verð- ur haldið áfram austur að Núps- stað, eftír þvi sem vegurinn þarfnast endurbóta. Óvegað hefur verið innst i öræf- um, milli Virkisár og Skafta- fellsár, og er sá vinnuflokkurinn, sem er austan sands, i óðaönn aö ýta þar upp vegi. Þetta heyrir allt til hinum fyrir- hugaða Skeiðarársandsveg, þvi að ekki dugar það eitt að fá veg yfir sandinn, ef ekki er sæmilega vegað beggja megin við hann. En eins og áður var sagt gerir vegamálastjórnin sér vonir um að geta látið byrja að ýta upp vegi á sjálfum Skeiðarársandi i haust.- J.H. Ætla að gefa hand- leggi úr plasti á Pallas Aþenu ÞB-Reykjavik Blaðiö hefur haft spurnir af þvi aö cinsársstúdentar viö M.R. ætli aö færa skólanum aö gjöf hand- leggi á Pailas Aþenu. Þeir ku vera geröir - úr plasti. Vmsar spurningar koma upp i hugann i þessu samhandi og þá helzt hver-muni tilgangurinn meö gjöfinni. Og hvers vegna er hand- leggirnir úr þessum efniviöi? Menn vita jú, styttan sjálf er úr miklu þyngra og óþjálla efni. Ein tilgátan er þó öörum sennilegri sé litið til feröalöngunar styttunnar. En eins og menn muna brá hún á flakk og lét ekkert frá sér heyra I rúina þrjá mánuöi. Þetta þykir ekki góö framkoma á betri heimilum, en henni var vorkunn, þvi enginn sendir frá sér linu, án þess aö hafa höndina til. Nægur matur við Mývatn SB-Reykjavik —Hér hefur ekki rignt nógu mikið upp á síökastiö, sagöi Pétur Jónsson, sim- stöðvarstjóri i Reynihlið viö Mývatn á föstudag. — Grasiö þýtur ekki upp úr jöröinni, þegar svona er og enginn er farinn aö hugsa til hey- skapar. Vegirnir eru dágóðir, en mættu þó gjarnan vökna svolitiö. Dálitið er farið að koma af gestum til Mývatns, og fá þeir vel nægju sina að borða þar — Við höfum nefnilega margar góbar konur hér, sem eru hluthafar i hótelinu, og þær elda enn betri mat, en kokkarnir, sagði Pétur. Allgóð silungsveiði hefur verið i vatninu, en ekki kvaðst Pétur hafa orðið var við mývarginn sinu megin við vatnið kannski væri hann bara hinum megin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.