Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. júni 1972. Ný viðhorf SFV í sameiningarmálinu 1 Nýju landi, málgagni Hannibals Valdimarssonar, er út kom 8. júni, er fjallað I rit- st jórnargrein um sam- einingarmálið og viðhorf Samtaka frjálslyndra og vinstri manna til Alþýðu- flokksins. Kveður þar við nýj- an tón i sameiningarræðu og verður ekki annað skilið, en SFV hafi gefiö upp á bátinn allar hugmyndir um samein- ingu viö Alþýöuflokkinn en hyggist láta kjósendur annast sameininguna við kjörborðið næst þegar kosiö verður. Gjöra svo vel að láta fólkið í friði Ritstjórnargrein Nýs lands, sem ber yfirskriftina sam- einingarmálin, er svohljóð- andi: „Undanfarið hafa alþýðu- flokksmenn i ræðu og riti tönnlazt á sameiningu við Samtök frjálslyndra og vinstri manna. t eldhúsdagsumræðum frá Alþingi kvörtuðu þeir undan seinagangi i viðræðum við sig i blaði sinu 24. og 25. f.m. held- ur þessi kvartsára rödd áfram að glymja. Ekki er að lasta að málinu sé haldið vakandi. En ástæða er til að minna á, að það var fyrir atbeina Samtaka frjálslyndra og vinstri manna að Alþýðuflokknum var boðin aðild aö myndun núverandi rikisstjórnar, sem þeir þáðu ckki, og verður sú blygðunar- semi Alþýðuflokksins ekki skrifuð á reikning samtak- anna. Sú neitun og önnur framkoma alþýðuflokks- manna á siðasta þingi verður þvi ekki til þess að örva þessar viðræður eða til þess að gera þær trúveröugar i augum al- mennings. Sá eftirrekstur sem nú er gerður i þessu efni hlýtur þvi að vera af öðrum toga spunninn en beinum sam- einingarvilja. Formaður Samtakanna, Hannibal Valdimarsson, lýsti þvi réttilega á siöasta stjórnarfundi þeirra hvernig kjósendur hefðu verið blekktir i siðustu kosningum, þar sem áróður hinna flokkanna hefði fyrst og fremst beinzt að þvi að telja fólki trú um það að Samtök frjálslyndra og vinstri manna væri ekki neitt i neinu, þau fengju engan mann kosinn á þing, öll atkvæði þeim greidd féllu dauð niður. Sam- tökin ættu þvi mun meira fylgi en i Ijós hefði komið i kosningunum. Hafi alþýöu- flokksmenn komizt að svip- aðri niðurstööu þó ekki sé hún látin uppi, þá getur maður far- ið að skilja þessa bráöu nölt- sótt sem gripið hefur um sig i herbúðum þeirra. Nú er bezt aö segja það eins og það er, að það eru kannski sizt af öllu þessir menn, sem fyrir þessu jarmi standa, sem marga inn- an Samtakanna langar að sameinast. Og þótt sá atburð- ur geröist einhvern daginn að þeir settust niður og undirrit- uðu einhverja klásúlu þess efnis, að nú væri stundin kom- in, þeir rciðubúnir. Hver mundi trúa sliku? Mennirnir sem staðið hafa i þvi á undan- förnum árum að sundra póli- tiskri samstöðu þess fólks sem sömu hagsmuna á að gæta. Verði um sameiningu að ræða hlýtur hún að gerast annars staðar en við samn- ingaborð þessara manna. Hún gerist einfaldlega i huga hvers og eins hvar sem hann er til sjávar eöa sveita. Menn trúa ekki þessu sifellda rausi um sameiningarvilja mannanna sem staðið hafa á undanförn- um árum i endalausu valda- brölti og látið lönd og leið hagsmuni þeirra sem þeir þykjast vera að berjast fyrir. Teflt þrotlaust sina pólitisku refskák, og ekki er ólíklegt, að TÍMINN ÓV—Reykjvaik „Dreg í efa að notkun kálfafóðursins sé ólögleg” Friðrik ólafsson og Guðjón Yngvi Stefánsson skýra frá fyrirkomulagi I Laugardalshöllinni. (Tímam G.E) BÚIÐ AÐ PANTA ÞÚSUND MIÐA Á SKÁKEINVÍGIÐ Klp-Reykjavik. Það kom fram á blaðamanna- fundi, sem undirbúningsnefnd fyrir heimsmeistaraeinvigiö i skák, rnilli Fischer og Spasský, sem haldinn var i gær, að þegar væri búið að panta um 1000 miða á einvfgið. Þessar pantanir hafa bæöi komið innanlands og erlendis frá. Væru þessar pantanir bæði á ein- staka umferðir og einnig á þær allar. Frá flestum löndum Evrópu væri búið að panta, einnig frá Bandarikjunum, Mexíkó og Suður-Ameriku. Eitt islenzkt fyrirtæki, Breiö- holt h/f væri búið að panta miða fyrir allt sitt starfsfólk, sem væri um 200 manns. Ætlaði það að gefa hverjum starfsmanni miða á eitt leikkvöld. Þá hefði Kiwaniskl. Esja, pantað um 80 miða, sem það ætlaði að gefa ungum skák- áhugamönnum, sem ekki hefðu efni á að kaupa sig inn á mótið. Verð miðans 450 krónur Heimsmeistaraeinvigið verður sett við hátfðlega athöfn i Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 1. júlí kl. 20,00. Verður þar m.a. flutt ávörp og dregið verður um lit i fyrstu skákinni. Fyrsta skákin verður siðan tefld i Laugardalshöllinni daginn eftir og hefst hún kl. 17,00. Keppnisdagar verða sem hér segir: Sunnudaga kl. 17,00-22,00 Þriðjudaga kl. 17,00-22,00 Fimmtudaga kl. 17,00-22,00 Biðskákir verða tefldar á mið- vikudögum og föstudögum. Sala aðgöngumiða að einviginu öllu hefst mánudaginn 12. júni i skrifstofu Skáksambandsins i Norðurveri við Hátún, og sala að- göngumiða á einstaka umferð daginn eftir. Tekið verður á móti pöntunum i sima 25536 og 25537. Verð miöa er 450 ikr. á hverja umferð, en afsláttarmiðar, sem gilda fyrir allt einvigið kosta 6.600 kr. Báðir keppendurnir hafa sam- þykkt að Lothar Schmid, stór- meistari frá Vestur-Þýzkalandi verði skákstjóri og Guðmundur Arnlaugsson verði varamaður hans. 30 sjónvarpstæki i Höll- inni 1 Laugardalshöllinni verða sæti fyrir u.þ.b. 2500 áhorfendur i sjálfum keppnissalnum. Spassky og Fischer tefla skákirnar á sviði Laugardalshallarinnar og munu áhorfendur geta fylgst með gangi skákanna á stóru breiðtjaldi, sem veröur fyrir ofan sviðiö. Auk þess verða um 30 sjónvarpstæki viös- vegar um húsið, þar sem hægt er að sjá skákirnar. Verða þær komnar á skerminn 4 sekúndum eftir að leikið hefur veriö. Sérstök lýsing hefur verið sett upp fyrir ofan sviðið. Má laga hana til eftir þvi hvernig keppendurnir vilja, en þeir hafa báðir farið fram á að hafa gott ljós, þó ekki of skært. Sérstök frimerki verða gefin út I tilefni einvigisins, svo og sér- stakur póststimpill, og einnig verða til sölu sérstakir minja- gripir. Eins og Timinn skýrði frá hefur embætti borgarlæknis i Reykjavik lagt fram kæru á hendur sælgætisgerðinni Vikingi vegna meints óþrifnaðar i verk- smiöjunni, og eins vegna þess, aö notað var kálfafóður i súkkulaði- framleiðslu. Framleiöslan i Vikingi hófst strax daginn eftir enda hafði fyrirtækið þá látið lagfæra það, sem miður fór i hreinlætismálum, og kálfafóðrið hefur verið fjar- lægt úr súkkulaðivélinni. Þegar fréttamaður Timans haföi samband við Pétur Kjartansson forstjóra Vikings sagöi hann, aö aö sinu viti hefði allt of mikið verið gert úr þessu máli i fjölmiðlum. — Þaö var lokað vegna skorts á hreinlæti og ágreinings um notkun á ákveö- inni tegund undanrennudufts i ör- litilli tilraunaframleiðslu, sagði Pétur. — Sem sé kálfafóður? —Já. Það er i efnagreiningu núna, og ég get að sjálfsögöu ekki sagt mikið meira um máliö aö svo stöddu, en eftir þvi sem mér skilst, þá er munurinn á þessu svokallaða kálfafóðri og venju- legu undanrennudufti óveru- legur, en þaðer notað mjögviða,, að þvi að ég bezt veit. —En nú lýsti borgarlæknir þvi yfir, að notkun þessa kálfafóðurs i sælgætisgerð væri ólögleg. Vissuð þið það ekki? —Nei, enda hefur mér ekki verið sýnt fram á það óyggjandi ennþá. Ég leyfi mér þvi aö draga þaö mjög i efa, að notkun þess sé ólögleg, enda hefðum við að sjálfsögðu ekki notað það, ef okkur hefði dottið það i hug. —Það hlýtur aö vera ákaflega slæmt fyrir ykkur að lenda i þessu? —Já, það er náttúrulega búiö aö blása þetta upp miklu meira en okkur þykir tilefni til, og fjöl- miölar hafa slegið þessu upp án þess að nokkur niðurstaða liggi fyrir, sagði Pétur að lokum. 3 pólskar kvikmyndir i' Háskólabiói Auk þeirrar myndar frá Pól landi, sem Háskólabió sýnir sem mánudagsmynd þann 12 þ.m., hefur verið ákveðið að sýna tvær aðrar pólskar myndir i bióinu, á sýningum kl. 5 á þriðjudag og miðvikudag. Myndir þessar eru gerðar undir stjórn Krzysztof Zanussis. önnur myndin, sem heitir á pólsku ,,Za sciana” eða „Bak við Harka í verkfalli Sjómenn mótmæla fiskverði Eftirfarandi ályktun var gerð á fundi Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur 6. júni s.l.: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur mótmælir harðlega verðákvörðun yfirnefndar Verð- lagsráðs á bolfiski.Telur félagið með öllu óviðunnandi, að verðið skuli standa óbreytt meðan svo ör verðbólguþróun á sér stað i landinu. Er fyrirsjáanlegt, að ákvörðun þessi rýrir kjör sjó- manna verulega. þessir tilburðir séu einn leikurinn í henni. Manni liggur við að óska þess að þeir vildu gjöra svo vel og láta fólkið i friði svo það fái, frjálst og óhindrað að taka sinar ákvarðanir.” — TK vegginn”, greinir frá ungum vis- indamanni Jan að nafni, sem býr að visu i fjölbýlishúsi, en er samt einangraður frá umhverfi sinu. Einn daginn kynnist hann þó erfiðleikum og sálarkvöl eins granna sins, önnu, sem einnig vinnur visindastörf. Anna reynir að ná sambandi við Jan, sem á ekki aðra ósk heitari en að kom- ast sem lengst burt frá henni, þegar hún vill njóta hlýju. Kuldi hans veldur þvi, að hún reynir að ráða sér bana, og þá loks skilur hann, hvað honum bar að gera. En þá er það um seinan. Hin myndin,, Strktura krysz- talu” eða Bygging kristalsins”, fjallar einnig um fólk með visindalega menntun. Tveir vinir hafa stundað nám saman og að þvi loknu brýtur annar sér braut til frama, en hinn hafnar visinda- ferli og býr hjá konu sinni i af- skekktri sveit. Þar hittast vinirn- ir á ný, og þá vill hinn viðförli leysa þá gátu, af hverju vinur hans kaus að einangra sig fjarri þéttbýli. Lúðrasveitin leik ur á sunnudag Oft hefur verið margt um manninn, þegar Lúörasveit Reykjavikur hefur leikið fyrir borgarbúa á Austurvelli. — Nú ætlar lúðrasveitin að taka þá ný- breytni upp að leika uppi á þaki Hljómskáians næstkomandi sunnudag kl. 3.30 (15.30) Við það tækifæri ætla eiginkon- ur lúðrasveitarmanna að hafa kökubasar i skálanum til styrktar fyrir lúðrasveitina. matsveina Sáttasemjari boðaði fulltrúa matsveina og veitingamanna til fundar á miðvikudagskvöld en fundurinn stóð stutta stund yfir og gaf hvorugur deiluaðili eftir og ekkert varð af sáttum. Næsti fundur þar á undan stóð yfir alla aðfararnótt miðviku- dags og lauk ekki fyrr en kl. 8 að morgni. Þá munaði aðeins 4% á launum sem krafist var og boðið. Matsveinar voru búnir að lækka kröfur sinar úr 80% i 35% og veitingamenn voru búnir að bjóða 31% launhækkun, en meira vildi hvorugur aðilinn gefa eftir. Á næsta fundi stóðu báðir fast á sinu og slitnaði upp úr samningaum- leitunum, og sitijr nú allt viö sama og sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Mánakappreiðar á Mánagrund í dag ÓV-Reykjavik 1 dag klukkan 14 hefjast á Mánagrund við Keflavik aðrar kappreiðar Hestamannafélagsins Mána á Suðurnesjum. Guðfinnur Gislason, formaður hestamannafélagsins sagði i viö- tali við fréttamann Timans i gær, að 80 hestar væru skráðir til keppni og þar af 30 aðkomu- hestar. — Þar af eru margir landsfrægir hestar, sagði Guð- finnur — og er ekki að efa að keppni verður bæði hörö og spennandi. Keppt verður i 250 metra skeiöi, fyrstu verðlaun 8000 krónur, i 250 metra unghrossahlaupi, 350 metra stökki, fyrstu verðlaun 3000 krónur 800 metra brokki og 800 metra stökki, þar sem fyrstu verðlaun veröa og 8000 krónur. Mánagrund er nýlegt svæði, og er þetta i annað sinn, sem kapp- reiðar fara þar fram, eins og áður segir. Brautin er 800 metra löng, þráðbein sagði Guðfinnur — og þannig stendur á öllum þessum utanfélagshestum. Menn vilja gjarnan reyna hesta sina við þessar ágætu aðstæður okkar. Hestamannafélagið telur um 100 meðlimi og nær yfir allt Reykja- nessvæðið. Enn hefur það ekki komiö sér upp hesthúsum, og sagði Guöfinnur þar standa á nauðsynlegu leyfi bæjaryfirvalda en Máni hefði sótt um lóö fyrir rúmum tveimur árum og væru teikningar allar af fyrirhuguðum hesthúsum löngu tilbúnar. — Og við biðum bara — og að vonum orðnir dálitið óþreyjufullir, sagði Guöfinnur Gislason að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.