Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. júní 1972. TÍMINN 5 Listahátíðin í dag: Tónleikar Borg og Williams og danskur ballett í Þjóðleikhúsinu ÖV-Reykjavík Mikið verður um dýrðir á Lista- hátið 1972 i dag. Meðal annars verður fyrri sýning danska ball- etthópsins, eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, ástralski gitar- snillingurinn John Williams held- ur tónleika i Háskólabiói og finnski óperusöngvarinn Kim Borg syngur i Austurbæjarbiói við undirleik Roberts Levin. Þá verður fjórða sýningin á Nóaflóð- inu i Bústaðakirkju ki. 17.00 Þar sem rækilega var skýrt frá danska ballettinum i blaðinu i gær er óþarfi að fara nánar úti þá sálma, en uppselt er á sýningar hans báðar og eins var uppselt á ánægjulega tónleika Ase Kleve- land og Williams Clauson I Nor- ræna húsinu i gærkveldi. Margir hafa beðið þess hér á landi — sem viðar — að heyra og sjá John Williams i eigin persónu. Hann er vel þekktur hér á landi og er það sérstaklega að þakka út- varpinu við Skúlagötu, sem ólatt hefur verið við að leika af hljóm- plötum verk hans og túlkun hans á verkum ýmissa listamanna og tónskálda. John Williams er annars 31 árs að aldri og fæddur i Astraliu en siðan 1952 hefur hann búið i Lon- don ásamt fjölskyldu sinni. Hann fór að leika á gitar aðeins 7 ára gamall og hélt þvi áfram eftir komuna til London en þá hitti hann spænska gitarsnillinginn André Segovia og hóf hjá honum nám. Það eitt sýnir vel hæfileika Williams, og fyrir meðmæli Se- govia komst Williams svo inn á Academia Musicale Chigiana di Siena á Italiu og þar hélt hann fyrstu einleikstónleika, sem nokkur nemandi hafði haldið. Eftir nokkur ár á ítaliu hélt hann aftur til Englands og eftir fyrstu tónleika hans þar árið 1958 sagði Segovia: „Tónlistarheimurinn hefur eignazt sinn gitarfursta”. John Williams hefur leikið viða um heim og til er fjöldi hljóm- platna með honum, sem meðal annars hafa fengizt hér á landi. Tónleikum hans I kvöld klukkan 20.30 verður útvarpað. Tónleikar Kims Borg og Ro- berts Levin I Austurbæjarbiói klukkan 20.30 i kvöld eru og mjög forvitnilegir, en Kim Borg er einn virtasti ljóða- og ariusöngvari á Norðurlöndum. 1 kvöld mun hann syngja verk eftir Haydn, Wolf, Ravel, Sibelius og Mussorgsky, en þess má geta i þvi sambandi, að hljómsveitin Emerson, Lake & Palmer, sem Karl Sighvatsson reynir nú að fá til landsins siðar i þessum mánuði, hljóðritaði verk Mussorgskys, „Myndir á sýn- ingu”, á tónleikum fyrir ári og kom það út á hljómplötu, sem mikilla vinsælda hefur notið hér og annars staðar. Robert Levin, undirleikari Borgs, er þekktur undirleikari og einleikari og hefur hann meðal annars leikið undir hjá Yehudi Menuhin, Elisabetu Schwartz- kopf og mörgum öðrum. Hvernig varð ísland til? - sovézkt rannsóknarskip leitar svars APN-Reykjavik Sovézka rannsóknarskipið Mikhail Lomonosov leggur af stað til tslands 26. júni með hóp vísindamanna innanborðs. Mark- miðið er að kanna sprungubelti Atlantshafsins. Visindamennirnir eru frá Bretlandi, Noregi, tslandi, Danmörku og Sovétrikjunum. Leiðangurinn mun standa I tvo mánuði. Til er sú kenning, að fyrr á tim- um hafi samfellt meginland náð frá Noregi um ísland til Græn- lands og hluti þess siðan sokkið i sæ. Haft er eftir einum sovézku vísindamannanna i hópnum, að vera megi, að rannsóknirnar styðji þessa kenningu. Þá verða gerðar athuganir á hringrás og hitaskiptum sjávar á svæðinu og eru það vatnseðlisfræðingar, sem við það fást. Jarðfræðingar leiðangursins eiga fróðlegt verkefni fyrir hönd- um. Nú leita visindamenn margra Evrópulanda að svæðum með þykkum botnfallslögum, en á slikum svæðum er oft mikla oliu að finna. A þessum tveimur mánuðum munu byggingarsérkenni jarð- skorpunnar i N-Atlantshafi rann sökuð, svo og þróunarsaga At- lantshafshryggjarins, sem Island er hluti af. Enn er visindamönn- um hulin ráðgáta, hvaða breytingar jarðskorpunnar urðu til þess að Island myndaðist og hvernig það eiginlega varð til. Leiðangursfólkið sovézka skiptist i tvo hópa. Annar þeirra mun gera athuganir sinar um borð i skipinu, en hinn frá strönd- um Islands. Stöðugt samband verður haft við erlenda visinda- menn og skipzt á niðurstöðum mælinga og rannsókna. Sovézka rannsóknarskipið Mikhail Lomonosov (Mynd APN) Leikhúsálfarnir í Iðnó Iðnó tekur leikritið Leikhúsálf- ana eftir finnska skáldið Tove Janson til sýningar um þessar mundir. Sýningarnar verða 12., 13. og 14. júni, og eru þær liður i listahátið i Reykjavik. Leikstjór- inn er norskur, Kirsten Sörlie frá Þjóðleikhúsinu i Osló. Sveinn Einarsson hefur þýtt leikinn, en Böðvar Guðmundsson söngvana. Leikmynd og búningar eru verk Steinþórs Sigurðssonar og Ivans Török. Tónlistin við leikinn er eft- ir Ernu Tauro, sem er komin hingað og æfir söngvana með leikurunum og leikur með á fyrstu sýningunum. Tove Janson fékk H.C. Ander- sen-verðlaunin fyrir Múminálf- ana, enda eru sögur hennar fyrir „börn á aidrinum 9-90 ára.” ni /I KEMSTLENGRA EN AÐRIR Enginn torfærubíll hefur tærnar þar sem Chevrolet Blazer hefur hælana. Þrjár kraftmiklar vélar, 110 til 175 ha. «et. SAE. Blazerinn er ótrúlega rúmgóöur, og undirvagninn óviðjafnanlegi bætir viö öllum þeim kostum, sem gera ‘Chevrolet Blazer aö duglegasta fjallabílnum. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 BILA SYNING Í DAG Nýir og notaðir bílar OPIÐ í DAG KL. 9-17 OY O rNMGARsalurinn ai DK 11'JIA <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.