Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 10. júni 1972. TUNGLIÐ 0G TÍEYRINGURIN N Sumir vilja klippa núll aftan af krónunni, þvi aft þcim finnst likt á komiö með aftasta núllinu og líf- færunum, scm hætt eru að gegna þvi hlutvcrki sem þau þjónuðu i fornöld. Aðrir halda fast við alla hennar halaprýði. Nú einn fagran vordaginn brá gamansamur bæjarbúi með hug- myndaflug af nyrztu ströndum sér i banka neðarlega á Laugavegi til þess að borga þar simareikning sinn. Hann hljóðaði upp á kr. 1814,10 og það gekk auðvitað eins og i sögu að borga hann. Frumvörp um skólakerfi og grunnskóla endurskoðuð Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að endur- skoða frumvarp til laga um skólakeríi og frumvarp til laga um grunnskóla, en lagalrumvörp þessi voru lögð fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvörp árið 1971, en urðu eigi útrædd. f nefndinni eiga sæti: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, for- maður, Andri tsaksson deildar- stjóri, Ingóllur A. Horkelsson gagnfræðaskólakennari, Kristján Ingólísson kennari, og Páll Lindal borgarlögmaður. Síöan gekk maðurinn Lauga- veginn, en hvernig sem sólin skein, þá gat hann með engu móti gleymt tieyringnum á sima- reikningnum. Og þvi fleiri skref sem hann steig, og þvi meira sem hann hugsaði um þennan pening, þeim mun fastar sótti að honum sú tilfinning, að tieyringurinn ætti fremur heima á tunglinu en i fjár- málakerfinu islenzka. Þegar hann svo nálgaðist póst- hús, náði glettnin undirtökunum. Póstur og simi eru þjónustu- greinar undir sama hatti, tveir stofnar á sama trénu, og honum flaug i hug, að gaman væri að prófa, hvort þessar tvibura- stofnanir veittu tieyringnum báðar sama tillæti. Þess vegna snakaði hann sér inn i pósthúsið þeirra erinda að senda Landsimanum tiu aura i póst- ávisun. I þessu skyni útfyllti hann skil- riki i tviriti, svo sem lög gera ráð fyrir, og vatt sér siðan að stúlku, sem þarna var til afgreiðslu. Það er skemmst af þvi að segja, að það kom mikill furðusvipur á stúlkuna, þegar hún fór að skoða ávisunina og svo leit hún rann- sóknaraugum á viðskiptavininn og siðan af honum aftur. Þessu næst gaf hún sig á tal við starfs- bróður sinn einhvern, og starfs- bróðirinn snéri sér til annars starfbróður. Eftir hljóðlátar sam- ræður var hringt út i bæ — kannski hefur það þó alls ekki verið út af tieyringnum. En að þvi samtali loknu náði þó þessi peningasending fram aö ganga. Tieyringurinn hafði hlotið sömu viðurkenningu hjá póstinum og FÁST SÝNDUR AFTUR Þessa dagana standa yfir i Þjóðlcikhúsinu æfingar á leikritinu Fást, en leikurinn verður sýndur á Norræna leikhúsþinginu, sem verður haldið hér i Reykjavík dagana 12-15.júni n.k. Aðeins er fyrirhuguð ein sýning á leiknum, og er hann æfður sérstakiega upp aftur af þessu til- efni. Karl Vibach, leikhússtjóri frá Liibeck, kom til landsins 8. þ.m. og stjórnar hann siöustu æfingum á leiknum. Auk þess verður Vibach einn af fyririesurum á þinginu. Fást var sýndur 31 sinni i Þjóöleikhúsinu á s.l. leik ári við mjög góða aðsókn. Myndin cr af Sigrlöi Þorvaldsdóttur i hlutverki Margrétar I Fást. i I * ■/ m .^V' \ 1 hann hefur hjá Landsimanum, þegar innheimta er annars vegar. — Eg furöaði mig bara á einu, sagöi náunginn gamansami: Engum varð á að brosa. Allir tóku erindi minu af hátiðlegri em- bættislegri alvöru, likt og menn gera, þegar leysa þarf meiri háttar vandamál. Við Timamenn lilupum i banka til þess að fá þar tvo poka af tí- eyringum handa myndasmiðnum. Og stúlkan i gjaldkerastúkunni brosti svo sannariega,þegar við spurðum,hvort hún tæki ekki einn ti- eyringinn i umboðslaun handa bankanum. Og þó þekkti hún ekki söguna,sem að baki bjó. Frærækt nágrönn- unum til öryggis Það cr sjálfsagt heldur sjaldgæft, aðhændur liafi með höndum frærækt. Það gerir þó llclgi Kjartansson i llvammi i llrunamannahreppi. Þegar önnur úrræði bregðast þeim, scm vilja rækta svokallaðar Kálfafellsrófur, lcita þeir á náðir Helga i Hvammi. Helgi vildi að visu ekki gera mikið úr frærækt sinni, er Timinnátti talviðhann i gær. Hann hefði gert talsvert að þessu áður fyrr, en þetta væri orðið lítið i seinni tið. Upphaflega var rófnafræ af Kálfafellsstofni ræktað á vegum Atvinnudeildar háskólans, en svo fluttist fræ- ræktin til Danmerkur. Þar hefur hún stundum viljað mis- heppnast, svo að þess konar fræ hefur verið torfengið sum ár. — Mörgum þykja Kálfa- fellsrófurnar öðrum rófum betri, sagði Helgi, og ég hef eiginlega mest verið með þessa frærækt nágrönnum minum til öryggis. Atvinnu- deild háskóians eignaðist hreinsivélar á sinum tima, og Óli Valur Hansson garðyrkju- ráðunautur hefur fengið fræið mitt hreinsað i þeim. Áður ræktaði ég lika oft fræ af svo- kölluðum Ragnarsrófum, sem kenndar eru við Ragnar Ásgeirsson, en slikt fræ er nú einnig framleitt i Danmörku. Gulrófan er tviær jurt sem kunnugt er. i Danmörku er sá háttur hafður á við fræ- ræktina, að sáð er ti rófn- anna siðari hluta sumars, svo aðþærkomi vel upp það árið. Siðan eru þær látnar standa 7 úti að vetrinum. Hér verður ^ aftur á móti að sá strax að 1 vorinu fyrra árið, og eru róf- 1 urnar teknar upp á venju- J legan hátt að haustinu, \ geymdar i stium að vetrinum 1 og settar niður á ný næsta ár, ; er þær mynda stöngul, blóm \ og fræ, eins og allir munu i kannast við —J.H. / Utifundir og ganga á sunnudag til að mótmæla herstöðvunum EB—Reykjavík. Skipulagðar hafa verið mót- mælaaðgerðir gegn herstöðvum Bandarikjahers hér á landi, á sunnudaginn kemur. Gengið verðurum Hafnarfjörö, Kópavog og Reykjavik i þvi skyni, og úti- fundir verða haidnir. 25 manna miðnefnd herstöðvaandstæöinga gengst fyrir þessum mótmælaað- gerðum. Tveir af miðnefndarmönnum þeir Björn Teitsson og Einar Bragi, skýrðu i gær blaða- mönnum frá fyrirætlunum her- stöövaandstæðinga á sunnu- daginn. Safnazt verður saman á Thors- plani við Strandgötu i Hafnarfirði um klukkan sjö á sunnudags- kvöld. Þar ætlar Gunnlaugur Astgeirsson, formaður Stúdenta- ráðs Háskó’lans að avarpa göngu- menn. Siðan verður gengið um Strandgötu — Reykjavikurveg — Hafnarfjarðarveg — Vogatungu að Kópavogsbiói, þar sem verður stuttur útifundur. Guð- mundur Sæmundsson flytur þar ávarp, og Böðvar Guðmundsson mun standa fyrir söng. Þá verður gengið um Dal- brekku — Reykjanesbraut — Lönguhlið — Miklubraut — Rauðarárstig — Hlemm — Laugaveg — Lækjargötu aö Menntaskólanum við Tjörnina. Njörður P. Njarðvik stjórnar þar útifundi. Þar tala þeir Cecil Haraldsson, Elias Jónsson, Kjartan Ólafsson og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Þeir Björn og Einar kváðust vera vongóður um mikla þátttöku i þessum mótmælaaðgerðum,ef veður yrði gott. Rannsóknaráð rikisins hefui veitt 34 aðilum leyfi til að stunda visindarannsóknir hér á landi i sumar. Alls koma hingað visinda- leiðangrar frá 10 þjóðum. Flestir koma til jarðfræðilegra rann- sókna,en einnig nokkrir leiðangr- ar grasafræðinga. Þá munu Bandarikin og Island hafa sam- vinnu um rannsóknir á hafinu umhverfis lsjand. Flestir leiðangrarnir koma frá stofnunum i Bandarikjunum eða 12, frá Englandi koma 9, Þýzka- Hin nýju samtök herstöðvaand- stæðinga hafa nú komið sér upp skrifstofu, sem er til húsa i Kirkjustræti 10, og veitir Guð- mundur Ólafsson henni forstöðu. Er ýmislegt á döfinni hjá þeim á næstunni. Ma. hefur komið til tals að hefja útgáfu upplýsingabækl- inga um herstöðvarnar hér á landi. Þess skal getið að lokum, að til að standa straum af kostnaði i sambandi við mótmælaaðgerð- irnar á sunnudaginn verður selt merki i fánalitum, sem festa má i barm sér. landi 6, 2 frá Skotlandi og einn frá hverju eftirtalinna landa: Norð- ur-trlandi, Sovétrikjunum, Pól- landi, Sviþjóð og Kanada. Tvö rannsóknaskip verða við visindarannsóknir við landið, þýzka skipið Komet verður við framhaldsrannsóknir á neðan- sjávarhryggnum milli Færeyja og Island, og bandariska rann- sóknaskipið Lynch verður við sýnishornatöku af sjávarbotni landdgrunnsins. 34 erlendir vísindaleið angrar koma í sumar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.