Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 10. júni 1972/ . Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins: Flutningar á sj o ó og landi Skert hlutverk strandferðaskipa Hér aö framan hefir fyrst og fremst verið rælt um vöruflutn- inga langleiðabila og þá vöru- flutningaþjónustu, sem rikið heidur uppi með skipulögðum strandsiglingum, en ekki skal svo skilið við þetta mál, að minnast ekki nánar á farþegafiutninga innanlands. Var þjónusta á þvi sviði snar þáttur i strandsigling- um rikisins frá upphafi, en á sið- ari árum hefir orðið mikið skarð fyrir skildi. Á árunum 1947/’48 eignaðist rikið li ný strandferðaskip með larþegarými, sem hér greinir: Iiekla llerðubreið Skjaldbreið en lyrir var Ksja (l'rá 1939) 1959 bættist svo Iierjólfur við farþ.sveínr. með 158—166 12 12 — 142—148 — 21— 33 En á árunum 1966—’69 voru tvö aðalfarþegaskipin seld, ásamt Skjaldbreið, og nú eru, auk Herjólfs, i meiri háttar strand- ferðum aðeins tvö skip, Esja og llekla, með 12 farþ.svefnrúmum hvor. Hér heíir þvi orðið mikil breyting, og virðist óhjákvæmi- legt að leiða hugann að þvi, hvort hún er raunverulega eðlileg og heilbrigð. Aðalorsök þess, að meiri hattar farþegal'lutningar með strand- ferðaskipunum milli innlendra hafna minnkuðu svo mjög með farþegaskipunum, Heklu og Esju, á árunum 1950—’60, var sú, að nefndum skipum var jafnhliða farþegaflutningunum ætlað að vera aðalvöruflutningaskip á ströndinni. IOn við hlið annarra samgangna i hraðri framþróun, gat slikt auðvitað ekki samrýmzt þörfum og hagsmunum þeirra, sem aðallega ferðuðust vegna at- vinnu eða búsetu. Timaeyðsla við vöruflutningana hlaut að eyði- leggja farþegaflutningsþjónust- una. H.egar á árinu 1960 hafði undir- rilaður gert sér fulla grein fyrir þvi, að breyta yrði um skipakost i strandferðum rikisins og aðskilja að mestu leyti vöruflulning og farþegaflutning á langleiðum. Var þessi skoðun undirritaðs orð- in svo fastmótuð i kringum 1960, að hann tók þá, án hvatningar frá Alþingí eða rikisstjórn, að leita álits á erlendum vettvangi um fáanlegt verð l'yrir öll strandskip- in, Heklu, Esju, Herðubreið og Skjaldbreið, til þess að auðveld- ara yrði að áætla, hvað nauðsyn- leg breyting á skipastól myndi kosta, þegar skilningur æðstu ráðamanna hefði vaknað, en i þessu sambandi virtist mun tor- veldara að áætla fáanlegt verð fyrir hin gömlu skip en smiðaverð nýrra. Dráttur varð samt á, að nægt fylgi rikisstjórnarinnar fengist til breytinga á skipakosti strand- ferðanna, en i nóv. 1966 ákvað þó rikisstjórnin, eftir sölu Skjald- breiðar og undirbúningssamning um sölu Heklu, að láta smiða eitt eða 2 hentug vöruflutningaskip með 12 svefnrúmum fyrir far- þega, og var i þessu fallizt á til- lögu undirritaðs um gerð vöru- flutningaskipa til strandferða, miðað við að mestu leyti aðskiln- að farþega- og vöruflutnings i slikum skipum i hinum lengri strandferðum. Enn fremur var falliztá það, að strandferðaskipin Esja (b. 1939) og Hekla (b. 1948) væru ekki lengur heppileg i sinni samsettu gerð sem farþega- og vöruskip, en af þvi að vöruflutn- ingur þeirra skipa hafði, ásamt öðru, dregið svo mjög úr farþega- flutningi með þeim, þá virtist rik tilhneiging meðal helztu ráða- manna að álita, að ekki væri framvegis grundvöllur fyrir rekstri farþegaskips til strand- ferða á langleiðum hér við land, og á þessum forsendum voru far- þegaskipin (Hekla og Esja) seld 1966— 69. Núverandi rikisstjórn tók upp i starfssamning sinn ákvæði um.aö stefnt skyldi að þvi að taka upp á ný farþegaflutning með ströndum l'ram i rikara mæli en nú, og má þvi segja, að málið iiafi ekki verið endanlega svæft, enda hefir verið gerð nokkur frumkönnun varð- andi nýtizku farþegaskip til strandferða. Virðist undarlegt, ef ekki getur verið grundvöllur lyrir rekstri á einu sliku skipi með svefnrúmum fyrir svo sem 150 farþega til strandferða hér við land árið um kring. Varla leikur vafi á þvi, að góð nýting ætti að geta orðið á um- ræddu farþegaskipi i 3—4 mánuði hvert sumar, og væri sennilega auðvelt að l'ylla skipið eingöngu af útlendingum á þeim tima, m.a. til ávinnings fyrir hin íslenzku flugfélög, enda myndu margir er- lendir ferðamenn koma hingað eingöngu vegna þeirra mögu- leika, sem byðust i sambandi við skipið. l>á má telja undarlegt, ef um- rætt skip með 60—80% veltuvörn og að l'lestu leyti nýtizku hótelað- búnaði fengi ekki frá október til mai ár hvert allveruleg viðskipti i reglubundnum hröðum ferðum milli Rvikur annars vegar og Austfjarða og Vestfjarða hins vegar, en annað fyrirkomulag sigíinga gæti einnig komið til greina. A allan hátt er auðveldara að skipuleggja feröir einhliða far- þegaskips fyrir hvers konar far- þega en ferðir skips, sem er að verulegu leyti bundið af óskyldri þjónustustarfsemi. Hagsmunasamtok i dreifbýlinu. Sú stefna hefir vaxandi fylgi á siðari árum að efla beri margs konar atvinnu- og menningar- tengsl innan landsfjórðunganna eða byggða, sem bezt liggja til samvinnu, og tekur þetta einkum til skólahalds og heilbrigðisþjón- ustu, en einnig til iðnaðar og hvers konar framleiðslustarfsemi til lands og sjávar, verzlunar- og bankastarfsemi. Eru margir þeirrar skoðunar, að samgöngur i lofti og á landi til fólksflutninga séu vikum og mán- uðum saman ár hvert of ótryggar fyrir fólk t.d. á Austur- og Vest- urlandi, og væri þvi heppilegt að hafa góðar farþegaflutningssam- göngur á sjó við hliðina og til upp- bótar. Mikilvægi flugferðaþjón- ustu er almennt viðurkennd, en slik þjónusta hefir þó sinar aug- ljósu takmarkanir, sem vega- samgöngur hafa ekki getað bætt úr nema að nokkru leyti, og er þar 1930/59 1972 keppa við strandferðaskipin um vöruflutning, ættu óeðlilega mik- irin þátt i vegakostnaði rikisins. En þungir fólksflutningabilar, sem e.t.v. er talið óhjákvæmilegt að hafa i langleiðaakstri, m.a. vegna skorts farþegaskips eða skipa til flutninga á sjó, verða auðvitað ekki undanskildir i sam- bandi við mikinn vegakostnað. Má búast við aukinni ásókn um fleiri og stærri fólksflutningabila, eins og nýlegt dæmi sýnir. Ilerjólfur. átt við lifræna tenginu samstæðra byggða árið um kring. Samgöngum er ætlað svipað hlutverk og áburði i ræktun jarð- argróðurs. Allir vita, að áburður er ekki án kostnaðar, en viturleg efnasamsetning og magnnotkun skilar oftast góðum arði. Fjárveitingar fyrr og nú. Leiðir þetta til umhugsunar um nefndum árum samtals 118.5 millj. kr., samsvarandi að meðal- tali 1.67% af heildar-umsetningu rikisgjalda. Ekki liggur fyrir, hve fjárfest- ingarframlög rikisins til strand- ferðaskipa voru mikil á árunum 1930 —‘59, en fljótt á litið sýnist, að með þeim hefði hlutur strand- ferðanna orðið kringum 2% af heildargjöldum rikisins eða sam- svarandi 18% af vegakostnaði á sama tima. Nánara yfirlit til glöggvunar: Rútukóngurinn Dagana 17.—18. mai s.l. birtist i tveim dagblöðum hér frétt um ó- venjulega stóran bil til fólksflutn- inga, sem keyptur hafði verið til landsins frá Þýzkalandi, og nota skyldi á Grindavikur-Þingvalla- leið og svo til almennra hópferða um landið. Var bill þessi i öðru blaðinu nefndur „risabillinn” og i hinu blaðinu „nýr rútukóngur” og sagður hinn þyngsti og stærsti fólksflutningabill, sem til lands- ins hefði verið fluttur, 10 tonn að eigin þyngd, 13 metra langur og með sætum fyrir 60—70 manns. Það fylgdi svo fréttinni i öðru blaðinu, að.áður en bill þessi skyldi settur I skip til Islands, hefði hið islenzka umboðsfirma um innflutning ætlað að bjóða 57 viðskiptavinum sinum i lystiferð i bilnum um Þýzkaland, þar sem billinn var framleiddur, en af þessu gat ekki orðið, sagði blaðið „þar sem þýzkar reglur leyfa slika bila lengsta tólf metra, en hér á landi gilda engar reglur um hámarkslengd bfla sem þess- ara.” Heildarútgjöld rikisins millj. kr. Framlög til strandf. Sk. r. millj. kr. % af I Vegagjöld millj. kr. % af I 7.078 Rekstur 118.5 1.67 778.9 11 Fjárf.ca 23 0;.33 141.5 2 17.360 73.5 0.42 1790 10 það, hvort fjárveitingar rikisins, sem nú eru áætlaðar til sam- gangna á landi, i lofti og á sjó séu i sem heppilegustum hlutföll- um, þvi þessar samgöngugreinar hafa,eins og áður hefir veriö bent á, að meira eða minna leyti hag- ræn áhrif hver á aðra og á þjóðar- búskapinn. Heildarútgjöld rikisins á þessu ári eru samkv. fjárlögum áætluð 16.550 millj. kr. með vegafé að fjárhæð 980 millj. kr. en þar sem hin sérstaka vegaáætlun gerir ráö fyrir vegakostnaði á árinu að fjárhæð 1790 millj. kr. að nokkru leyti með fjármögnun utan ramma sjálfs fjárlagafrum- varpsins, þá virðist i samanburði við liðinn tima þurfa að bæta 810 millj. kr. vegafé við áður nefnda gjaldaáætlun fjárlaga til að fá heildarumsetninguna, sem verð- ur þá 17.360 millj. kr„ þar af vegafé rúmlega 10% samsvar- andi kr. 8690. —á hvern landsbúa, og framlög til rekstrar og fjár- festingar i strandferðaskipum' rikisins rúmlega 0.42%, 73.5 millj. kr., samsvarandi kr. 357. — á landsbúa. Til samanburðar við þetta er fróðlegt að athuga, að heildarút- gjöld rikisins samkvæmt lands- reikningum frá 1930 — 1959 nálriu öll þessi 30 ár aðeins 7078 millj. kr. eða tölulega tæplega 41% af á- ætlaðri gjaldaumsetningu rikis- ins á þessu eina ári, 1972. A árunum 1930 — '59 námu heildarútgjöld rikisins til vega samtals 778.9 millj. kr. eða að meðaltali 11% af heildarumsetn- ingu rikisgjalda og rekstrarfjár- framlög til strandferða rikisins (Skipaútgerðar rikisins) námu á Þriðji hluti Yfirlit þetta sýnir, að mjög mikill samdráttur hefir orðið i fjárframlögum rikisins til strandsiglingaþjónustu á vegum rikisins miðað við heildarum- setningu fjárlaga og framlög til vega, en þau eru nú einnig hlut- fallstölulega heldur _ minni en aður, sem ekki mun þó raunveru- lega svo, ef litið er á stórstigar tæknilegar framfarir i vegagerð á siöari árum. Hins vegar hafa tæknilegar framfarir i skiparekstri orðið tiltölulega mun minni, enda sumpart verulega rýrðar af andstæðum hagstjórn- araðgerðum og breyttum kjara- samningum launþega, svo sem lágmarks útkallstima starfs- manna, sem veldur strandferða- skipum I þéttum áætlunarvið- komum á nótt sem degi, miklu rekstrarlegu óhagræði. En um þjóðfélagslegt óhagræði er varla hægt að tala, þó að menn með launatöxtum hafnarverkamanna fái nokkrar launabótaglepsur á þennan hátt. Þjóðfélagslega virð- ist það aðalatriði, að dýr tæki og vinnuafl sé sem hyggilegast nýtt, en óheilbrigt iðjuleysi og verkföll eru saman miklir skaðvaldar I þjóðfelagi. Hér að framan hefir það eink- um verið gagnrýnt, að hinir þungu langleiðabilar, sem mest Ekki verður séð, að blaða- manninum hafi fundizt frétt þessi neitt sérstaklega umtalsverð, en mörgum lesanda mun hafa þótt hún mjög athyglisverð og það með ólikindum, að fluttur skyldi hingað til lands stærri bill en leyfður væri á þjóðvegum Þýzka- lands. Sennilega verður „rútukóngur- inn” fullskipaður farþegum með hóflegum farangri 16—17 tonn að þyngd, og er þá þegar kominn þyngri farþegabill en gert er ráð fyrir i áðurgreindri spá með vegaáætlun fyrir árin 1972—75. Hefir þá i þessum kafla veriö nefnt annað dæmi um ákveðnari stjórn Vestur-Þjóðverja á tiltekn- um þáttum samgöngumála en tiðkast hafa hér á landi, og kemur þvi til athugunar hvort slikt muni til nokkurrar fyrirmyndar fyrir Islendinga eða ekki. Er i þessu sambandi ekki úr vegi að hugleiða, að á þeim tima, sem Islendingar urðu fullvalda þjóð, voru Þjóðverjar sigruð þjóð i heimsstyrjöld, með niðurbrotn- ar borgir, hafnir og iðjuver, en á þeim árum, sem sfðan eru liðin, hefir a.m.k. Vestur-Þjóðverjum tekizt að byggja upp, að þvi er viröist, eitt hið öruggasta efna- hagskerfi, sem m.a. er staðfest i traustu og hækkandi gengi þýzks gjaldmiðils. A sama tima hafa hins vegar orðið hroðalegar gengisfellingar á íslandi, sem m.a. birtist að nokkru I framan- greindum upplýsingum um það, að umsetning fjárlaga á einu ári er nú orðin meira en helmingi hærri en samanlagt á 30 árum 1930—59.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.